Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kabúl. AFP. | Hamid Karzai, forseti Afganist- an, slapp ómeiddur er ta- líbanar gerðu árás á meðan á hersýningu stóð í gær. Forsetinn var við- staddur sýninguna ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í Ka- búl. Þrír létust í árásinni og á annan tug særðist. Öflug öryggisgæsla var við hersýninguna og kom árásin því á óvart. Hreyfing öfgasinnaðra talíbana játaði fljótlega á sig árásina en talsmaður hennar sagði jafnframt að henni hefði ekki verið beint sérstaklega að forsetanum. Það hafi því ekki verið um beint tilræði að ræða. Tíu ára drengur sem bjó í nágrenninu var meðal þeirra sem létust. Auk hans létust þingmað- ur og ættbálkaleiðtogi. Að sögn leiðtoga ta- líbana létust þrír úr þeirra röðum í gagn- árásum. „Árásinni var ekki beint að neinum ákveðnum. Við vildum bara sýna heiminum að við getum gert árásir hvar sem okkur sýnist,“ sagði Zabihullah Mujahed, talsmað- ur talíbana. Þrír féllu í árás í Kabúl Karzai, forseti Afgan- istans, slapp ómeiddur Hamid Karzai RÚMLEGA átta þúsund lögreglu- og sérsveit- armenn voru á vettvangi þegar hlaupið var með ólympíukyndilinn um götur Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu, í gær. Yfirvöld landsins höfðu gefið út yfirlýsingu um að þeirra sem myndu reyna að hindra för kyndilsins biði hörð refsing. Þrátt fyrir örygg- isráðstafanirnar brutust út átök en þúsundir Kínverja voru mættar til að sýna landi sínu stuðning. Mótmælendum tókst ekki að stöðva 24 kíló- metra langa för kyndilsins á áfangastað, en um 120 lögreglumenn hlupu leiðina á enda auk þess sem þyrla sveimaði yfir. Vöktu athygli á málefnum flóttamanna Auk þess að mótmæla framgöngu Kínverja í málefnum Tíbets var nokkur hluti mótmælend- anna kominn til að mótmæla stefnu Kínverja í málefnum norður-kóreskra flóttamanna. Einn slíkur hellti yfir sig bensíni og hugðist kveikja í sér en lögreglu tókst að koma í veg fyrir að það tækist. Kínverjar hafa verið einarðir í þeirri stefnu að senda alla flóttamenn aftur til Norður- Kóreu. Þar bíður þeirra jafnan hörð refsing eða jafnvel dauðadómur. Samkvæmt upplýsingum BBC hefur Kína sent 75.000 Norður-Kóreubúa aftur yfir landamærin á síðustu fimmtán árum. Átök á leið kyndilsins í Seúl AP Þúsundir Kínverja voru í miðborginni og tókust á við mótmælendur Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is AUSTURRÍSKA lögreglan handtók á laugardag Josef Fritzl, 73 ára gamlan mann frá bænum Amstet- ten, sem er grunaður um að hafa haldið dóttur sinni, Elisabeth Fritzl, fanginni í kjallara íbúðarhúss síns í 24 ár. Samkvæmt upplýsingum austur- ríska ríkisútvarpsins ORF er mann- inum einnig gert að sök að hafa getið sjö börn með dóttur sinni, eitt þeirra hafi látist stuttu eftir fæðingu. Börn- in eru nú á aldrinum fimm til 20 ára. Vissu ekki af móður sinni Þrjú barnanna bjuggu með móð- urinni í kjallaranum en þrjú þeirra hinsvegar ásamt afa sínum [föður] og ömmu á efri hæðum hússins. Tal- ið er að hvorki börnin né amma þeirra hafi vitað af Elisabeth og börnunum í kjallaranum. Upp komst um fangavist Elisa- beth, sem nú er 42 ára gömul, er 19 ára dóttir hennar sem bjó með henni í kjallaranum, þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Læknarnir hófu þá leit að móðurinni sem leiddi til handtöku Josefs síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum sem austurríska lögreglan veitti ORF sagði Elisabeth frá því að í ágúst 1984 hefði faðir hennar lokkað hana niður í kjallara hússins, handjárnað og læst hana inni í einu herbergj- anna. Frá ellefu ára aldri hefði hann beitt hana kynferðisofbeldi og þau eignast sjö börn saman. Þrjú barnanna sem bjuggu með móður- inni í kjallaranum komu út undir bert loft í fyrsta skipti á ævi sinni í gær. Lík barnsins sem lést stuttu eftir fæðingu fjarlægði Josef úr kjallaranum og brenndi. Þröngur og gluggalaus kjallari Lögreglan opnaði vistarverur konunnar í gærkvöldi. Þær voru faldar á bak við hillu í vinnuher- bergi. Dyrnar voru læstar með raf- lás sem lögreglan opnaði með aðstoð Josefs en vilji hans til samstarfs er talin vísbending um að hann muni senn játa. Mjög þröngt var í gluggalausum kjallaranum og lofthæðin aðeins um 170 sentimetrar, þar var að finna eldunaraðstöðu, sjónvarp og snyrt- ingu. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar virðist hinn grunaði hafa skipulagt athæfið vel. Hann til- kynnti hvarf stúlkunnar árið 1984 og sagði hana hafa gengið til liðs við sértrúarsöfnuð. Josef falsaði jafn- framt bréf í nafni dóttur sinnar þar sem stóð að hún gæti ekki sinnt þremur barnanna og hefði því skilið þau eftir hjá ömmu sinni og afa. Nítján ára gömul dóttir Elisabeth liggur enn á sjúkrahúsi, í gærkvöldi var hún enn í lífshættu. Hún mun vera þjökuð af sjúkdómi sem tengist sifjaspellunum. Elisabeth og synir hennar tveir eru nú í umsjá lækna og sálfræðinga en enn hefur ekki komið í ljós hvort hinn grunaði beitti börnin kynferðis- ofbeldi. Ekki einsdæmi Þetta er annað tilfellið sem kemur upp í Austurríki á skömmum tíma þar sem konu er haldið fanginni svo árum skiptir. Árið 1998 var Na- tascha Kampusch rænt er hún var aðeins 10 ára gömul. Henni tókst að sleppa átta árum síðar. Hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár AP Fangi Elisabeth dvaldi í 24 ár í kjallara þessa húss í Amstetten í Austurríki. Í HNOTSKURN »Josef Fritzl hefur ekki ennjátað sök en lögreglan segir frásögn dóttur hans trúverðuga. »Beðið er niðurstaðna úr DNArannsóknum til að hægt verði að staðfesta faðerni barnanna.  Beitti dóttur sína kynferðisofbeldi  Eignuðust 7 börn Eftir Jóhönnu M. Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is AÐALRÁÐ gyðinga í Þýskalandi hefur lýst sig hlynnt því að bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, verði gefin út í Þýskalandi á ný og þá í fræðilegri útgáfu. Stephan Kramer, framkvæmdastjóri ráðsins, sagði í útvarpsviðtali hjá Deutschland- funk, að ráðið væri reiðubúið til samstarfs við út- gáfuna. Skynsamleg uppfræðsla Safn í Þýskalandi sem tileinkað er sögu nas- ismans þar í landi (Dokumentationszentrum Reichsparteitagsgelände) hefur mælst til þess að yfirvöld í Bæjaralandi veiti leyfi fyrir fræði- legri útgáfu hennar. Yfirvöld Bæjaralands hafa einkaleyfi á útgáfu bókarinnar en það rennur út samkvæmt lögum árið 2015, sjötíu árum eftir dauða Hitl- ers. Talsmenn safnsins segja mikil- vægt að þegar verði hafist handa við „ábyrga“ útgáfu bókarinnar sem muni stuðla að skynsamlegri upp- fræðslu almennings. Þegar bókin verði laus undan einkaleyfum muni hún eflaust verða gefin út í áróðurs- skyni og fræðileg útgáfa myndi þar veita jafnvægi. Virðing við fórnarlömbin Mein Kampf er að hluta til sjálfsævisaga Hit- lers auk þess sem hún fjallar um hugmyndafræði nasista og kynþáttastefnu þeirra. Landsyfirvöld í Bæjaralandi hafa lagt strangt bann við útgáfu og fjöl- ritun bókarinnar í Þýskalandi og segja þá ákvörðun grundvallaða á virðingu og ábyrgð gagnvart fórn- arlömbum Helfararinnar. Í skrif- legu svari til útvarpsstöðvarinnar Deutschlandfunk sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Bæjaralands að afstaða yfirvalda væri óbreytt. Bannið sé „viðurkennt og mikils metið í Þýskalandi sem í öðrum löndum og þá sérstaklega af gyð- ingum.“ Að víkja frá banninu myndi „vekja alþjóðlega pólitíska athygli og lík- lega verða misskilið gróflega.“ Þýskir gyðingar hlynntir fræðilegri útgáfu Mein Kampf UM ÞÚSUND manns hafði verið gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna geis- andi elda í nágrenni Los Angeles í Kali- forníu. Reynt var að sporna við eldinum með vatni úr flugvélum og þyrlum en hann hafði þegar étið upp hundruð hektara lands. Talsmaður slökkviliðsins á svæðinu sagði AFP-fréttastofunni að fólki hefði verið gert skylt að yfirgefa hús sín til öryggis þó eldurinn væri enn í nokkurri fjarlægð. Talið er að fjórir til fimm dagar líði þar til hægt verður að ráða niðurlögum eldsins. Ekki hafa orðið meiðsl á fólki en gífurlegur hiti frá eldinum auk hita- bylgju sem geisar á svæðinu gætu reynst íbúum svæðisins erfið. Eldar geisa í Kaliforníu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.