Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 19 UMRÆÐAN Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hug- búnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi um- hverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. • BSc í Tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í Hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í Stærðfræði (90 einingar) • MSc í Tölvunarfræði • MSc í Hugbúnaðarverkfræði • MSc í Máltækni • PhD í Tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í FRAMKVÆMDA- ÁÆTLUN um mál- efni innflytjenda sem félags- og trygginga- málaráðherrann Jó- hanna Sigurðardóttir hefur nýlega lagt fram er fagnaðarefni í sjálfu sér, og já- kvætt að þingsálykt- unin kemur inn á margvísleg svið. Inn- flytjendamál eru ekki eitt tiltekið mál held- ur snerta þau menntamál, heil- brigðismál, atvinnu- mál og fleira. Þess vegna finnst mér mikilvægt að benda á það sem liggur í framkvæmd- inni. Ef við horfum á þingsályktunina í heild sinni, þá sést hve mikil ábyrgð og mörg verkefni hvíla á fjölmenningarsetrum til að sjá um verk- efni. Það þýðir að peningar renna frá ríkistjórninni til fjölmenningarset- urs sem ríkisstofnunar. Í kjölfarið ráða svo fjölmenningarsetrin aðra aðila til að sjá um verkefnið. Þau ráða því hver fær hvað mikið, og hver gerir hvað. Þetta finnst mér frekar óskil- virk leið til að taka á þessum mál- um. Peningar tapast þegar ein- hver „milliliður“ stendur á milli ráðstöfunarfjár og framkvæmda- aðila verkefna. Í ýmsum tilvikum í þessari þingsályktun renna pen- ingar beint til þeirra sem sinna sjálfir verkefninu, já, en það er samt gríðarlega mikið sem hvílir á fjölmenningarsetrum, sérstaklega á landsbyggðinni. Ég myndi frekar mæla með því að þessi styrkur rynni beint til viðkomandi aðila – hvort sem við erum að tala um skóla, spítala, fræðsluaðila eða aðra sem sjá um tiltekin verkefni, til að ná mark- miðum í þeirra starfsgrein. Þannig væri þessum markmiðum þessarar þingsályktunar náð með skilvirk- ari hætti án þess að eiga hættu á að tapa peningum í milliliði. Ég er einnig nýbúinn að tala við fleiri aðila um þessi mál, og mér var m.a. sagt að síðan málþing innflytjendaráðs var haldið í jan- úar síðastliðnum hafi þeir ekki heyrt orð um þessa áætlun fyrir en hún birtist á netinu. Grasrótin var í raun á ýmsan hátt lokuð úti við vinnslu þessarar áætlunar. Það er ekki til fyrirmyndar að búa til einhverja risastóra áætlun, eins og þessa þingsályktun, án þess að leita stöðugt náins samráðs og samvinnu þeirra sem málið snýst um og þeirra sem mesta þekkingu hafa. Eitt mál sem mér finnst afar mikilvægt í þingsályktunni er at- vinnumál. Í þingsályktunni er talað um eftirlit á vinnumarkaði og fræðslu til atvinnurekenda, sem leggja áherslu á að sjá til þess að at- vinnurekendur virði lög og kjara- saminga, og einnig um fræðslu til atvinnurekenda. Ég tel eftirlit á vinnumarkaði mjög brýnt mál, en varðandi fræðslu til atvinnurek- enda getum við augljóslega gert ráð fyrir því að innlendir atvinnu- rekendur séu meðvitaðir um hvað stendur í lögum og kjarasamn- ingum. Hins vegar eru margir, ef ekki flestir innflytjendur, sem koma til landsins, ekki vel upp- lýstir um atvinnuréttindi sín og skyldur. Hér er aðstöðumun- urinn og óréttlætið stingandi. Samt er ná- kvæmlega ekkert í þingsályktuninni sem skýrir hvernig rík- istjórnin ætlar að upp- lýsa innflytjendur, sem hingað koma, um atvinnuréttindi sín og skyldur. Við Vinstri-græn lögðum fram frumvarp í nóvember síðast- aliðnum sem mun gera einmitt það, með því að veita atvinnu- leyfi til einstaklinga en ekki fyrirtækja, og þar á meðal fá ein- staklingar í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar á móð- urmáli sínu. Um það vorum við Vinstri- græn og Samfylkingin sammála í kosn- ingabarráttunni í vor. Við Vinstri-græn höfum ennfremur lagt til að tímabundið at- vinnuleyfi sé veitt út- lendingi til að ráða sig til starfa í tiltekinni starfsgrein, og að út- lendingi sé heimilt að ráða sig til nýs atvinnurekanda innan þriggja mánaða frá starfslokum að upp- fylltum skilyrðum en óháð tiltek- inni starfsgrein ef sérstaklega stendur á. Þessum skilyrðum var bætt við af því það þýðir auðvitað ekki neitt að veita einstaklingi at- vinnuleyfi ef hann er ennþá bund- inn af því að vinna á einum til- teknum vinnustað. Eins og var bent á í nóvember síðastliðnum þá á maður að hafa frelsi til að vinna þar sem maður vill, þar sem þess er þörf, að byrja þegar manni hentar og hætta þegar maður vill hætta. Þetta er í samræmi við inn- flytjendastefnu ríkistjórnarinar. Þetta frumvarp fékk stuðning frá þingmönnum í Framsókn og Frjálslyndum, Ungum jafn- aðarmönnum, og mörgum stofn- unum hér á landi. En frumvarp ríkistjórnarinar frá janúar síðastliðnum skilgreinir tímabundið dvalarleyfi atvinnu- leyfi sem „Leyfi veitt útlendingi til að starfa tímabundið á inn- lendum vinnumarkaði hjá til- teknum atvinnurekanda“ og ekk- ert meir. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál sem við erum að ræða hér um. Við megum ekki labba svona hægt, við megum ekki sætt okkur við slík hænuskref. Okkar vantar lagabreytingu sem upplýsir þau sem hingað koma um atvinnurétt- indi sín og sem auðveldar aðlögun og samþættingu. Við þurfum að sjá til þess að enginn eigi á hættu á að missa starf sitt vegna at- vinnurekanda sem reyna að blekkja erlent starfsfólk, og þær blekkingar bitna einnig á íslensku starfsfólki. Ég tel að þessi þingsályktun- artillaga sé ekki nógu framsýn og framsækin í þessum efnum. Það er ömurlegt ef fólk af erlendum uppruna er dæmt til að vera ann- ars flokks þegnar, og þegar fram í sækir kemur slíkt niður á sam- félaginu öllu. Ég skora á rík- istjórnina að hugsa lengra inn í framtíðina. Framkvæmda- áætlun um mál- efni innflytjenda Paul F. Nikolov skrifar um at- vinnuréttindi og aðlögun er- lends starfsfólks á Íslandi Paul F Nikolov » Okkar vant- ar laga- breytingu sem upplýsir þau sem hingað koma um at- vinnuréttindi sín og sem auð- veldar aðlögun og samþætt- ingu. Höfundur er varaþingmaður Vinstri- grænna. RAUÐI krossinn og aðrar hjálparstofnanir finna verulega fyrir áhrifum þeirra gríðarlegu hækkana sem hafa orðið á matvælamörkuðum heims á und- anförnum árum. Þeim fjölskyldum sem hingað til hafa átt í erfiðleikum með að fæða sig kann að verða það ofviða með stórauknum út- gjöldum vegna mat- vöru. Hundruð milljóna manna í fátækum löndum heims gætu verið í hættu ef mat- vælaverð heldur áfram að hækka mikið. Versnandi lífskjör almennings í fátækustu löndum heims hafa á þessu ári víða hrint af stað hörðum mótmælum og uppþotum, þar á meðal á Haítí, Fíla- beinsströndinni, Filippseyjum, Indónesíu, Egyptalandi og Eþí- ópíu. Eftir því sem fram- færslubyrðin verður þyngri má búast við auknum óróa og hugs- anlegum mannúðarvanda af þeim sökum. Áhrif eldsneytisframleiðslu og aukinnar kjötneyslu Sífellt meiri eft- irspurn er eftir korn- vöru til að framleiða kjöt fyrir þau hundr- uð milljóna nýrra neytenda sem aukin iðnvæðing hefur skapað. Sem dæmi má nefna að frá árinu 1980 hefur kjötneysla í Kína aukist úr 20 kg í 50 kg á hvern íbúa í landinu. Hröð upp- bygging víða í Asíu hefur jafnframt vald- ið því að mikil land- flæmi sem hingað til hafa verið nýtt til landbúnaðar hafa ver- ið tekin undir verk- smiðjur, vegi og önn- ur mannvirki. Mikilvægt er að margföldun á olíu- verði sé tekin inn í myndina við athugun á markaðsverði mat- væla. Flutningskostn- aður hækkar en einnig má nota kornvöru til að framleiða elds- neyti og hátt olíuverð gerir slíkar afurðir eftirsóknarverðar. Þverr- andi olíulindir og aukin notkun munu að líkindum hækka olíu- verð enn frekar og valda aukinni eftirspurn eftir matvælum til eldsneytisframleiðslu. Samkvæmt tölum frá Bloomberg hefur hveiti hækkað um 130% á síðastliðnum 12 mánuðum, sojabaunir um 87% og hrísgrjón um 74%. Þessar hækkanir bætast ofan á verð- hækkanir undanfarinna ára. Ríkar þjóðir bregðist við vandanum Rauði krossinn stendur fyrir öflugu hjálparstarfi víða um heim og aðstoð hreyfingarinnar á neyðartímum hefur bjargað lífi milljóna manna á undanförnum áratugum. Hækkandi mat- vælaverð í heiminum mun enn auka á þjáningar þeirra sem hafa átt erfitt með að fæða sig og fjöl- skyldur sínar og því hefur þörfin fyrir öflugan stuðning almenn- ings í þróuðum ríkjum sjaldan verið meiri. Nauðsynlegt er að ríkar þjóðir heims bregðist fljótt við þeim vanda sem skapast hefur vegna þróunar verðlags á matvælum. Aukinna fjárframlaga er þörf til að sjá fólki í fátækum löndum fyrir fullnægjandi lífsviðurværi, ekki síst með matargjöfum til al- næmissjúkra, aldraðra og ann- arra sem ekki eru færir um að sjá um sig sjálfir. Nauðsynlegt er einnig að aðstoða efnalitla smá- bændur í sunnanverðri Afríku og víðar með útsæði og önnur að- föng til landbúnaðar. Með því má tryggja að þessi fátæku samfélög verði sjálfum sér næg um brýn- ustu nauðsynjar og þurfi síður á beinni matvælaaðstoð að halda í framtíðinni. Verðhækkanir á matvælum auka neyð í heiminum Kristján Sturluson skrifar um áhrif verðhækkana á matvæli í heiminum Kristján Sturluson »Neyðar- beiðnum Rauða krossins mun fjölga í kjölfar verð- hækkana á mat- vælamörkuðum heims. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.