Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ársfundur Landspítala 2008
í Salnum í Kópavogi 29. apríl 2008, kl. 14:00-16:30
Ávörp forstjóra Landspítala og heilbrigðisráðherra.
Ársreikningur LSH skýrður.
Afhending styrkja úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson.
Frank B. Cerra forseti heilbrigðisvísindaskólans í Minnesota háskóla
í Bandaríkjunum fjallar um samskipti slíks skóla við háskólaspítalann og
þverfaglega menntun og rannsóknir. Erindið hefst um kl. 15:30.
Starfsmenn heiðraðir.
Vísindi á vordögum
hefjast miðvikudaginn 30. apríl
Veggspjaldasýning opnuð í K-byggingu við Hringbraut kl. 11:30.
Vísindadagskrá í Hringsal hefst kl. 13:00.
Robin Murray prófessor í geðlækningum við Maudsley, Kings College,
Lundúnaháskóla fjallar um umhverfisþætti og geðklofa.
Fyrirlestur hans hefst í Hringsal kl. 13:15.
Fagmennska Jafnræði Virðing Öryggi Þekking
Allir eru velkomnir á ársfund LSH og Vísindi á vordögum.
Mjög mikil ásókn er íminni leiguíbúðir, semleigjast að meðaltalimun dýrar en stærri
eignir, sé miðað við fermetraverð.
Á meðan fermetrinn í stærri eign-
um er leigður á rúmar eitt þúsund
krónur er mjög raunhæft að ætla
að fermetrinn í minni eignum sé
leigður á frá 1.500 krónum og upp í
2.000 krónur þó dæmi sé um allt að
3.000 króna fermetraverð. Sé miðað
við 2.000 króna fermetraverð, sem
mun vera algengt, er því ekkert
óeðlilegt að leigan fyrir sextíu fer-
metra tveggja herbergja íbúð sé
120 þúsund krónur, að sögn tví-
burabræðrana Jóhanns og Símons
Halldórssona, sem eftir að hafa
starfað sem fjármálaráðgjafar hjá
Glitni, hafa fengið sér réttindi sem
löggiltir leigumiðlarar og eru nú
teknir við leigumiðluninni
www.leiga.is.
Ákveðnir kostir eru við það að
eiga ekki eignina sjálfur, t.d. þeir
að þurfa ekki að hafa áhyggjur af
viðhaldi og lækkandi húsnæðisverði
sem orðin er knýjandi spurning eft-
ir nýlega spá Seðlabankans um 30%
lækkun fasteignaverðs á næstu
tveimur árum.
Eignir og tekjur skerða bætur
„Við vonumst auðvitað til að
svona svartsýnisspár gangi ekki
eftir, en ef svo fer sem horfir, má
auðvitað gera ráð fyrir aukinni eft-
irspurn eftir leiguhúsnæði og ein-
hvern veginn þarf líka að fylla inn í
allar íbúðirnar, sem þegar eru til
sölu, nú þegar allt situr stopp á
fasteignamarkaði. Hingað eru til
dæmis farnir að leita íbúðareig-
endur, sem sitja nú uppi með tvær
eignir eftir að hafa keypt nýja eign
án þess að hafa selt þá gömlu. Þeir
eru að reyna að koma eignum sín-
um nú í leigu,“ segir Jóhann.
Húsaleigubætur voru hækkaðar
frá og með 1. apríl sl., en höfðu þá
ekki hækkað frá árinu 2000. Grunn-
bætur húsaleigubóta hækkuðu um
69%, úr 8.000 krónum í 13.500
krónur á mánuði, bætur vegna
fyrsta barns hækkuðu um 100%, úr
7.000 krónum í 14.000 krónur og
bætur vegna annars barns hækk-
uðu um 42%, úr 6.000 krónum í
8.500 krónur. Hámarkshúsa-
leigubætur hækkuðu þar með um
15.000 krónur eða um 48% og geta
hæstar orðið 46.000 krónur í stað
31.000 króna áður. Leigusamningur
er gildur svo framarlega sem hann
er undirritaður og vottaður af vott-
um, en til að fá húsaleigubætur ber
að þinglýsa leigusamningnum.
Tekjur og eignir hafa áhrif á
upphæð húsaleigubóta. Tekjur
skerða húsaleigubætur í hverjum
mánuði um 1% af árstekjum um-
fram 2 milljónir króna. Með tekjum
er átt við samanlagðar heildar-
tekjur þeirra, sem aðsetur hafa í
viðkomandi leiguhúsnæði og eru þá
tekjur barna umsækjanda 20 ára og
eldri meðtaldar nema viðkomandi
stundi skólanám í sex mánuði eða
lengur á árinu. Undanþegnar eru
almannatryggingabætur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, húsa-
leigubætur fyrra árs og þær tekju-
greiðslur, sem eru undanþegnar
skatti.
Ef samanlagðar eignir heimilis-
manna, að frádregnum skuldum,
eru umfram 4.660.000 krónur, skulu
25% þeirrar fjárhæðar, sem um-
fram er, bætast við þær tekjur, sem
liggja til grundvallar ákvörðun um
fjárhæðir húsaleigubóta.
Vanda þarf leigusamninga
„Óvönduð vinnubrögð við gerð
húsaleigusamninga er ein algeng-
asta ástæðan fyrir ágreiningi milli
leigusala og leigutaka. Það er því
aldrei of varlega farið enda getur
lögfræðikostnaður verið mikill ef
upp rísa ágreiningsmál. Nauðsyn-
legt er að vanda til verka. Húsa-
leigusamningar þurfa að vera rétt
gerðir og tryggingaskilmálar í
lagi,“ segir Símon.
Húsaleigulögin eru í reynd samin
með hag leigjandans að leiðarljósi,
en það þarf vissulega að huga að
gagnkvæmum rétti, leigutaka jafnt
sem leigusala, við samningsgerðina
sjálfa, að sögn þeirra bræðra. „Hér
á landi viðgangast bæði svokallaðir
tímabundnir og ótímabundnir
samningar. Leiguhúsnæði ber að
taka út bæði í upphafi og lok leigu-
tímans, en það er orðin nánast
regla að krafist sé trygginga af
hálfu leigutaka sem nemur allt að
þriggja mánaða leigu í formi trygg-
ingavíxils, bankaábyrgðar eða pen-
inga á bankabók. Komi eitthvað
upp á eða skemmdir verða á íbúð,
sem ættu að falla á leigusala, þarf
leigjandinn að sækja rétt sinn inn-
an mánaðar með sannanlegum
hætti. Að öðrum kosti fyrirgerir
hann rétti sínum til lagfæringa og
bóta.“
Vanþróaður leigumarkaður
Þeir Jóhann og Símon segja allar
vangaveltur um hinn íslenska leigu-
markað í mikilli óvissu þó þeir geri
ráð fyrir mikilli eftirspurn eftir
leiguíbúðum á næstu misserum og
árum. „Við erum að reyna að búa
hér til virkan leigumarkað því fólk
á að geta haft gott val um það
hvort það kýs að leigja eða kaupa,“
segja bræðurnir, sem bjóða íbúða-
eigendum á heimasíðu sinni t.d. frí-
ar auglýsingar í tíu daga. Í fram-
haldi af því ráða þeir því svo hvort
þeir þiggja af þeim þjónustu gegn
gjaldi við gerð húsaleigusamninga
eða ekki.
Það hefur verið lenska hér á
landi hingað til að enginn fari á
leigumarkaðinn nema tilneyddur en
frændur okkar á hinum Norð-
urlöndunum hafa margir leigt sér
húsnæði allt sitt líf. Nærri lætur að
um 80% Íslendinga eigi sitt hús-
næði en þetta hlutfall er miklu
minna hjá frændþjóðunum.
„Af þessum sökum má segja að
íslenski leigumarkaðurinn sé enn
mjög vanþróaður enda hefur alls
ekki verið hugað nógu vel að mál-
efnum leigjenda. Leigjendasam-
tökin, sem hér störfuðu í eina tíð,
hafa lognast út af og því ríkir
skortur á öflugri hagsmunagæslu
fyrir leigjendur, sem óneitanlega
veikir þeirra stöðu,“ segir Hildi-
gunnur Hafsteinsdóttir, lögfræð-
ingur Neytendasamtakanna. Hún
segir að samtökunum berist iðulega
fjöldi fyrirspurna um leigjendamál
þó þau séu í reynd ekki meðal
málasviða samtakanna.
join@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Leiga eða kaup? Leiga á íbúðarhúsnæði getur verið raunhæfur kostur
þegar óvissuástand ríkir á fasteignamarkaðinum.
Húsaleiga er
raunhæfur kostur
Morgunblaðið/Valdís Thor
Leigumiðlarar Jóhann og Símon Halldórssynir segja mikla eftirspurn nú eft-
ir smærri leiguíbúðum, sem eru að meðaltali dýrastar á leigumarkaðnum.
Núgildandi húsaleigulög, sem eru
númer 36 frá árinu 1994, kveða á
um að leigusamningar skuli vera
skriflegir og tryggast sé að láta
þinglýsa samningum. Um önnur
mikilvæg atriði segir m.a.:
Hve há má húsaleigan vera? Að-
ilum er frjálst að semja um upphæð
leigunnar og því er hvorki gólf né
þak á upphæðinni. Algengt er þó að
samið sé um að leiga breytist á
leigutímanum í samræmi við vísi-
töluhækkanir.
Hvernig á ástand húsnæðis að
vera við upphaf leigusamnings?
Í fullnægjandi ástandi, en sé leigj-
andi ósáttur við ástandið þarf hann
að kvarta skriflega við leigusala
sem fyrst. Annars getur hann glat-
að réttinum til þess. Ef leigusali
sinnir ekki úrbótum getur leigjandi
átt rétt á að bæta sjálfur úr göllum
og draga frá leigu að fengnu sam-
þykki byggingarfulltrúa.
Hvernig á ástand húsnæðis að
vera við lok leigusamnings?
Í sama ástandi og við upphaf leigu-
tímans að undanskildu sliti vegna
venjulegrar notkunar. Bætur vegna
tjóns eru gjarnan dregnar af fyr-
irframgreiddri tryggingu, en séu
aðilar ósammála skal kalla til bygg-
ingafulltrúa sveitarfélagsins til að
meta tjónið.
Hver ber ábyrgð á viðhaldinu?
Leigjanda ber að ganga vel um og
lagfæra það sem hann, fjölskylda
eða gestir skemma auk þess sem
hann á að annast viðhald á ýmsu
smávægilegu, t.d. læsingum og
vatnskrönum. Annað viðhald er á
ábyrgð leigusala þó hægt sé að
semja um að leigjandi sjái um við-
haldið gegn lægri leigu.
Hvernig skal segja leigu-
samningi upp?
Tímabundnir samningar eru ekki
uppsegjanlegir, en ótímabundnum
samningum skal segja upp með
ákveðnum fyrirvara. Samningi skal
segja upp með árs fyrirvara hafi
íbúðin verið lengur í leigu en fimm
ár. Rifta má svo samningi ef van-
efndir verða af hálfu aðila og þá
gilda vitaskuld ekki reglur um upp-
sagnarfrest.
Hvert má leita með ágreining?
Senda má mál fyrir kærunefnd
húsaleigumála sem heyrir undir fé-
lags- og tryggingamálaráðuneytið.
Þekktu rétt þinn!