Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ SEGIR MÉR
ENGINN
TIL VERKA!
ÉG VILDI AÐ
EINHVER GERÐI
ÞAÐ... ÉG VEIT
EKKI HVAÐ ÉG Á
AÐ GERA!
ÞAÐ ER ALLT Í
LAGI, JÓN... ÞAÐ
VEIT ÞAÐ ENGINN
ÉG VERÐ AÐ
FINNA TEPPIÐ
MITT!
VÁ!
ÉG GET EKKI GENGIÐ Í
GEGNUM FLEIRI SVONA
NÆTUR! ÞESSIR DRAUMAR!
ÞETTA ER Í FYRST SKIPTI
SEM MIG HEFUR DREYMT AÐ
ÉG SÉ FASTUR UPPI Í SVEIT
ÉG ÆTLA EKKI AÐ SLÁST VIÐ
ÞIG! FYRST ÞÚ VILT EKKI
LÁTA MIG FÁ BÍLINN ÞÁ
SKALTU BARA EIGA HANN!
ÞAÐ ERT ÞÚ SEM VERÐUR
AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ
SKULIR VERA ÞJÓFUR! ÉG
GET EKKI FENGIÐ ÞIG TIL
AÐ BREYTA RÉTT
ALLT Í
LAGI... TAKK!
HEYRÐU, FÉLAGI!
EF ÞÚ ÆTLAR EKKI
AÐ RÓLA ÞÁ ÆTTIR
ÞÚ KANNSKI AÐ
HLEYPA ÖÐRUM AÐ!
Í FYRSTA MATREIÐSLUTÍMANUM ÞÍNUM ÆTLA ÉG AÐ KENNA ÞÉR
SVOLÍTIÐ SEM ALLAR UNGAR, TILVONANDI BRÚÐIR VERÐA AÐ KUNNA...
HVERNIG Á AÐ
HITA AFGANGA
ÉG Á EFTIR
AÐ SVELTA
HÉRNA ÚTI Í
NÁTTÚRUNNI
NÚNA ÞARF ÉG
BARA AÐ LÍTA TIL
HIMINS OG BIÐJA
UM ÞAÐ SEM MIG
LANGAR Í OG ÓSKIR
MÍNAR VERÐA
UPPFYLLTAR
ÉG ÆTLA
AÐ FÁ TVO
OSTBORGARA
OG STÓRAR
FRANSKAR
ÉG KEYPTI KJÓL TIL AÐ VERA
Í Á SAMKOMUNNI HJÁ GAMLA
SKÓLANUM MÍNUM
MIG VANTAR EITTHVAÐ
SEM SEGIR, „ÉG ER
EKKI LÚÐI LENGUR“
VANTAR ÞIG
EITTHVAÐ SEM
SEGIR ÞAÐ... EÐA
ÖSKRAR ÞAÐ?
EINUM
OF... HA?
NÚNA SKULUM VIÐ
LÁTA KONUNA ÞÍNA
VITA HVAR ÞÚ ERT
HVERNIG
ÞÁ? Á ÉG
AÐ SETJA
SMÁAUG-
LÝSINGU
Í BLAÐIÐ?
ÉG ÆTLA AÐ SENDA HENNI
HLUTA AF BOLNUM ÞÍNUM!
NEI!
BÍDDU!
ÉG ER MEÐ
BETRI
HUGMYND!
ÚFF! EF HANN
HEFÐI RIFIÐ
BOLINN MINN ÞÁ
HEFÐI HANN SÉÐ
BÚNINGINN
dagbók|velvakandi
Umræðan um holdafar
UNDANFARIÐ hefur umræðan
um holdafar farið vaxandi, annars
vegar hvað varðar mjóslegna og hins
vegar fjörlega vaxna. Eins og þjóð-
inni er kunnugt eru nokkrir dagar
síðan Frakkar ákváðu að setja í lög
að ólöglegt væri að ástunda hvers
konar megrunaráróður sem gæti
haft í för með sér tjón fyrir þá sem
ánetjuðust. Fjörutíu þúsund Frakk-
ar eru illa haldnir af átröskunum.
Þetta er auðvitað sorglegt því hverju
breytir það hvernig við lítum út þeg-
ar kemur að því sem skiptir í raun
máli? Sumir segja að horaðir séu
eins og ríkir, passi holdafarið og
passi peningana sína. En hins vegar
að feitir séu birtu- og gleðigjafar
hvar sem þeir fara. Dæmi hver sem
vill um það. Ég sjálf er komin af
feitu fólki og játa það fyrir þjóðinni
að ég á miklu betra með að líða feita,
hafa ánægju og gleði af þeim og
meiri tilhneigingu en ekki til að þefa
slíka uppi. Mér finnst í raun ég vera
komin heim þegar íturvaxið fólk
verður á vegi mínum því að mamma
mín var feit, afi minn var feitur, flest
mitt fólk hefur átt við þetta vanda-
mál að stríða og þar á meðal hef ég
barist við það sjálf. Læknisfræðin
myndi örugglega styðja þá hugmynd
að ef fólk verður veikt þá hlýtur að
vera betra að hafa 10 kíló á sér af
aukaforða því þá hefur það frekari
varnir heldur en horaðir sem engu
mega tapa. Ég er ekki að mæla með
offitu en ég er heldur ekki hrifin af
öllum þessum gegndarlausu megr-
unarkúrum þar sem fólk missir 30-
50 kíló á 5–10 mánuðum. Það er
miklu hollara að brosa við bæði feitu
og mjóu fólki og vera minnug þess
að ýkjur í hvaða átt sem er eru aldr-
ei góðar.
Jóna Rúna Kvaran.
Lýðræði eða skrílræði.
ÉG styð aðgerðir lögreglu 23. apríl
heils hugar, enda er hennar hlutverk
að halda uppi lögum og reglu. Vöru-
bílstjórar áttu upptökin og bera því
ábyrgð, þótt í hópinn bættist skríll,
sem þyrsti í hasar. Eftir ítrekaðar
aðvaranir lögreglu um beitingu
valds, ef vegurinn yrði ekki rýmdur,
lét hún til skarar skríða eftir mót-
þróa og hótanir óeirðaseggja.
Ég hef verið hallur undir félags-
hyggjuflokka, en mér blöskrar að at-
kvæðasmölun Vinstri grænna og
Framsóknar kemur í veg fyrir að
þeir fordæmi lögbrot undir yfirskini
mótmæla. Í þessum flokkum eru
vafalaust fáeinir viti bornir menn,
sem átta sig á því, að lýðræði er ekki
sama og skrílræði, þótt lýður sé
stundum notað í neikvæðri merk-
ingu. Ætli þeir að byggja fylgi sitt á
skrílnum, hljóta skynsamir menn að
flýja raðir þeirra frekar fyrr en
seinna. Ef það er eilífðarhlutverk
stjórnarandstöðu að vera eilíft á
móti öllu, er ég ekki hissa á því að
hún skuli alltaf vera í minnihluta. Ég
hvet svo að lokum vörubílstjóra til
að fara að lögum, jafnt umferðar-
lögum sem öðrum, og bendi þeim á
að nota atkvæðið sitt betur í næstu
kosningum. Ef þeir sætta sig ekki
við íslensk lög, er alltaf möguleiki að
flytja úr landi.
Þórhallur Hróðmarsson.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
HÉR er ein forvitin kýr sem þefar af henni Þórhildi en hún er í öruggu
fangi Ásgerðar frænku sinnar. Kýrnar láta ekki alltaf nægja að þefa held-
ur smakka þær gjarnan líka og eins gott að passa litrík föt sem gætu
bragðast vel.
Morgunblaðið/hag
Í Húsdýragarðinum
FRÉTTIR
HIN árlega kaffisala Kristniboðs-
félags kvenna verður í Kristniboðs-
salnum að Háaleitisbraut 58-60,
fimmtudaginn 1. maí og hefst kl.
14.
Allir eru velkomnir og mun ágóð-
inn renna til kristniboðs, hjálpar-
og þróunarstarfs m.a. í Kenýa og
Eþíópíu.
Í Kenýa hefur skólastarf verið
ríkur þáttur í kristniboðsstarfinu
og hafa um 60 grunnskólar verið
byggðir, sem Íslendingar hafa lagt
drjúgan skerf til. Nú reisir Kristni-
boðssambandið fimm framhalds-
skóla í Pókothéraði í Kenýa með
aðstoð ÞSSÍ. Sr. Jakob Ág. Hjálm-
arsson er þar nú við kennslu á
Fræðslumiðstöð kirkjunnar í Ka-
pengúría og tvær íslenskar fjöl-
skyldur starfa á vegum Kristni-
boðssambandsins í Eþíópíu.
Verkefnin eru óþrjótandi.
Kristniboðsfélag kvenna er elsta
kristniboðsfélag á landinu, rúmlega
hundrað ára. Ein af mörgum fjár-
öflunarleiðum þess er hin árlega
kaffisala.
Í skóla Unglingsstúlkur í einum af nýju framhaldsskólunum í Pókothéraði.
Kaffisala Kristni-
boðsfélags kvenna