Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Buxur í miklu úrvali Rýmingarsala! Verslunin flytur í nýtt og enn glæsilegra húsnæði 25-40% afsláttur af öllum vörum Allt á að seljast Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is GUNNAR Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri hefur ákveðið að kæra Árna Johnsen alþingismann til lög- reglu vegna ummæla í aðsendri grein í Morgunblaðinu um samgöngumál Vestmannaeyja. Telur hann vegið að sér sem opinberum starfsmanni og lögfræðingi. Árni kveðst standa við gagnrýni sína á vinnubrögð Vega- gerðarinnar og Gunnars. Gunnar Gunnarsson sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna um- mæla í Morgunblaðsgrein Árna: „Ég ætti í sjálfu sér að láta skrif Árna Johnsen um mig í Morgun- blaðinu í dag, 26. apríl, mér í léttu rúmi liggja. Það er hins vegar ekki víst að allir aðrir geri það. Í grein þessari er vegið að mér sem opinber- um starfsmanni og lögfræðingi. Því hef ég ákveðið að kæra Árna Johnsen til lögreglu fyrir brot á 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 242. gr. sömu laga. Þar kemur fram, að hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er opinber starfsmaður og móðgunin eða að- dróttunin varðar að einhverju leyti starf hans, þá skal slíkt brot sæta op- inberri ákæru eftir kröfu hans. Það er ekki óvenjulegt, að opinber- ir starfsmenn þurfi að sitja undir rógi og dylgjum, en það er fátítt, að slíkt komi frá alþingismönnum. Það er Sjálfstæðisflokknum og íslensku þjóðinni til skammar, að þessi maður skuli geta skrifað undir greinar í fjöl- miðlum sem alþingismaður.“ Verður að þola gagnrýni Árni sagðist í samtali við Morgun- blaðið hafa gagnrýnt Vegagerðina fyrir slæleg vinnubrögð. „Hann verð- ur bara að þola það eins og honum best lystir. Það er auðvelt að benda á ýmisleg skringilegheit í þessu ferli sem sýna að þetta var ekki rétt unn- ið.“ Að öðru leyti sagði Árni að Gunn- ar virtist í yfirlýsingu sinni aðallega vera að veitast að sér persónulega, til- veru sinni, nafni og starfi en ekki leggja í að svara fyrir sig. „Það væru mörg mál í gangi ef allir kærðu út af svona,“ sagði Árni. Kærir Árna John- sen vegna ummæla Árni Johnsen Gunnar Gunnarsson RÓSA Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins: „Ég er mjög undrandi á því að bæjarstjórinn segi að taka þurfi lán til að fjármagna framkvæmdir í bænum og að lántak- an sé í samræmi við langtímaáætlun. Við afgreiðslu á langtímaáætlun bæj- arins 1. apríl lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna fram bókanir og vildu fresta af- greiðslu áætlunarinnar þar sem í henni væru ekki skýrar upplýsingar um fyrirhugaða lántöku. Ég vek einnig athygli á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, er skýrt kveðið á um að ekki þurfi að koma til lántöku þrátt fyrir miklar fjárfest- ingar og framkvæmdir á árinu. En svo kom það fram á fundi bæjarráðs í mars að taka þyrfti lán til að eiga fyr- ir útgjöldum. Bæjarstjórinn virðist ekki viðurkenna það í dag. Að mínu mati hefur áætlanagerð og fjármálastjórnun meirihluta Sam- fylkingarinnar einfaldlega beðið skipbrot. Bæjarstjórinn lýsir því einnig hve mikla heimavinnu þurfti að vinna innan Samfylk- ingarinnar til að meirihlutinn gæti tekið ákvörðun um sölu á hlut bæjarins í Hita- veitu Suðurnesja til OR. Það er ein- mitt málið og seg- ir allt um ákvarð- anafælni meirihlutans í Hafnarfirði, því ekki þurftu sveitar- stjórnirnar í Grindavík, Sandgerði, Vogum og Garði langan tíma til að taka tilboðum í þeirra hluti í HS. Þau sveitarfélög ákváðu strax að selja þegar ljóst var hve hátt verð var í boði. Bæjarstjórinn segir einnig í við- talinu að auðvelt sé að koma eftir á og segja að nær hefði verið að selja sl. haust. Það erum við Sjálfstæðismenn alls ekki að gera, því við lögðum fram formlega tillögu á fundi bæjarstjórn- ar 4. september sl. um að selja skyldi hlutinn strax. Við það væri bæjar- félagið þegar búið að hagnast um a.m.k. 1,3 milljarða króna eins og komið hefur fram og eru einfaldlega staðreyndir, en ekki leikur að tölum. Umræðustjórnmál Samfylkingarinn- ar eru að reynast Hafnfirðingum dýrkeypt.“ Segir bæjarstjórann fara rangt með Rósa Guðbjartsdóttir BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf veitti í gær fjóra styrki samtals að upphæð þrjár milljónir króna til verkefna í þágu barna og fékk Möguleikhúsið hæsta styrkinn, tvær milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir í leikskólanum Grænu- borg í Reykjavík. Mýrin, barnabókmenntahátíð í Reykjavík 19.-23. september 2008, fékk 200.000 krónur. Þjóðminjasafnið fékk 300.000 kr. vegna gerðar hljóðleiðsagnar fyrir börn um grunnsýningu safns- ins, Þjóð verður til. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, fékk 500 þúsund krónur vegna þróunarvinnu og útgáfu framburðarbókarinnar Lærum og leikum með hljóð- in. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa styrkþega: (f.v.) Margrét Hallgrímsdóttir og Rúna K. Tetzschn- er, f.h. Þjóðminjasafns, Kristín Viðarsdóttir, f.h. barnabókmenntahátíðarinnar Mýrarinnar, Bryndís Guðmundsdótir, talmeinafræðingur, Bjarni Ingvars- son og Pétur Eggerz, f.h. Möguleikhússins ásamt Jóni Frey Þórarinssyni og Kristínu Ólafsdóttur, f.h. Barnavinafélagsins Sumargjafar. Barnið á myndinni heitir Ólafur Karl Kolbeinsson Kvaran. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkefni í þágu barna Barnavinafélagið Sumargjöf gefur þrjár milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.