Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 15
MENNING
O P I N N K Y N N I N G A R F U N D U R
Niðurstöður rannsóknar um hagi og viðhorf
Reykvíkinga 80 ára og eldri.
Þriðjudaginn 29. apríl kl. 14
í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal.
Kynntar verða niðurstöður rannsóknar um viðhorf og
hagi Reykvíkinga 80 ára og eldri, sem Capacent-Gallup
vann fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar á tímabilinu
nóvember 2007 - janúar 2008.
Allir velkomnir. Eldri borgarar í Reykjavík eru hvattir til
að mæta. Léttar kaffiveitingar.
Eftir Atla Bollason
bollason@gmail.com
ÚTÓPÍSKAR hugmyndir um al-
mannarými eru eitthvað á þessa
leið: Í almannarými eru notend-
unum – borgarbúunum – gefnar
frjálsar hendur með notkun þess,
þar er enginn sem segir fólki
hvernig eigi að nota rýmið. Í al-
mannarými kemur ólíkt fólk sam-
an á sömu forsendum, þar eru all-
ir jafnir og skilja hugmynda-
fræðilega hnúta eftir heima.
Í veruleikanum eru málin hins
vegar flóknari. Eigendur rým-
isins, ýmist einkaaðilar eða hið
opinbera, eru mjög gjarnir á að
setja notkun rýmisins strangar
skorður og reyna að stýra hegð-
un þeirra sem þangað koma. Ekk-
ert rými er frjálst eða óháð held-
ur eru öll rými pólitísk – uppfull
af hugmyndafræði og hags-
munum.
Opin rými í einkaeigu eru vit-
anlega enn flóknari en hin op-
inberu því í markaðshagkerfi
hljóta þau að ganga út á að há-
marka gróðann sem fæst af þeim.
Og það getur verið erfitt að sjá
svart á hvítu hvers vegna ætti að
fórna verðmætum lóðum í slíkt
þegar hægt væri að innheimta
leigu á hundrað hæðum í staðinn.
Opin rými – auðir blettir
Ofangreindar hugmyndir komu
fram í framsögum á fyrri hluta
ráðstefnunnar Hafnarborgir end-
urskilgreindar sem fór fram í
Norræna húsinu á föstudag, en
hún fjallar um hönnun hafn-
arborga og hlutverk listar í al-
mannarými. Síðari hlutinn fer
fram 10. maí nk.
Það kemur oftar en ekki í hlut
bandaríska arkitektsins Christ-
opher Marcinkoski að sannfæra
verktaka um að það sé þeim sjálf-
um í hag að hafa almannarými
með í skipulaginu, en hann var
annar frummælenda á ráðstefn-
unni. Hann leggur á það áherslu í
sínu starfi og beinir þeim til-
mælum til verktaka og yfirvalda
að skoða opin rými sem mik-
ilvæga þætti í skipulaginu, en
ekki sem auða bletti milli húsa
eins og sé alltof algengt. En
hvernig telur hann verktaka á að
byggja ekki? Jú, með því að sýna
fram á að opin rými laði fólk og
pyngjurnar þess að. Borgarbúar
eru honum líka liðsauki; á úr sér
gengnum reit á vesturhlið Man-
hattan sem hýsti áður lest-
arvagna stendur til að byggja
gríðarlega hátt og þétt, meira að
segja á New York-kvarða. Hann
kallar íbúa hverfanna í nágrenn-
inu „super activists“ – „ofur-
aðgerðarsinna“ – sem myndu
aldrei taka hugmyndirnar í mál
nema þar væri gert ráð fyrir opn-
um rýmum sem myndu nýtast
þeim. Reykvíkingar í eldri hverf-
um mættu gjarnan fá á sig þenn-
an stimpil og öðlast þannig svipað
vald.
Listamenn spila líka rullu í
þessum markaðsleik, því eins og
Marcinkoski bendir á þá eiga
borgir heimsins í harðri sam-
keppni hver við aðra og list getur
verið vopn í þeirri baráttu. Hafn-
arborgin Abu Dhabi mun t.d.
hýsa „útibú“ listasafnanna Louvre
og Guggenheim á næstu árum.
Fossarnir eru kvarði
Listamaðurinn Ólafur Elíasson
hefur mikla reynslu af list í al-
mannarými, og var seinni frum-
mælandi á ráðstefnunni. Hann
segir pólitíkina sem fylgi óhjá-
kvæmilega öllum rýmum alltaf
gera listamönnum erfitt fyrir.
Sem dæmi um áfastar hugmyndir
nefnir hann t.a.m. að markaðs-
hagkerfið starfi í andstöðu við
tímann sjálfan, því tíminn hafi af-
stæði í för með sér, og afstæði
grafi undan grunnstoðum mark-
aðarins sem eru þær að tiltekin
vara haldi merkingu sinni. Það
væri m.ö.o. óheppilegt fyrir Coca-
Cola og Levis ef gosflaska eða
gallabuxur hefðu skyndilega aðra
merkingu á morgun.
Í náttúrunni eru hins vegar
fjöldamargir mælikvarðar á tím-
ann og á landi eins og Íslandi þar
sem náttúran er aldrei langt und-
an myndast sérstætt samband
milli okkar og umhverfisins. Ólaf-
ur segir þetta samband mikilvægt
í verkum sínum og ræðir í þessu
samhengi um Fossana í New
York borg sem verða til sýnis í
borginni í sumar. Í New York eru
engir mælikvarðar, húsin eru svo
óstjórnlega há og hraðinn svo
óstjórnlega mikill. Með tilkomu
fossanna fær fólk hins vegar fyr-
irbæri sem mælir tíma og lengd á
náttúrulegan máta. Tíminn sem
það tekur vatn að falla myndar
kvarða sem við getum notað til að
bera okkur sjálf saman við borg-
ina. Það er fyrst þegar við sjáum
foss á hæð við Brooklyn brúna,
þegar við sjáum hvað vatnið er
lengi að falla, sem við skiljum
hversu há hún er í raun og veru –
og kannski hversu smá við erum.
Langir skuggar™
Ólafur gerir sér hins vegar
grein fyrir því að fossarnir verða
samstundis hluti af markaðs-
hagkerfinu sem þeir mynda mót-
vægi við – borgarstjóri New York
sér fossana sem hluta af jöfnu
sem á að auka fjölda ferðamanna
til borgarinnar. „BMW lítur á mig
sem vörumerki,“ sagði Ólafur
einnig um samstarf sitt við þýska
bílaframleiðandann sem fékk Ólaf
til að hanna bíl: „Ég er bara
kynningartól.“
Umræðan um vörumerki eða
„branding“ var einnig fyrirferð-
armikil á ráðstefnunni. Ólafur
lagði til að Íslendingar legðu
rækt við sín sérkenni þótt erfitt
væri að breyta þeim í vörumerki.
Hann nefndi langa skugga og sér-
staka birtu stærstan hluta ársins
sem dæmi. Marcinkoski lagði
sömuleiðis áherslu á að borgir
endurspegluðu menningu sína og
allt skipulag yrði að taka mið af
umhverfi sínu, og sagði þetta sér-
staklega mikilvægt í hafn-
arborgum þar sem hefur verið
nokkur tilhneiging til að fara
sömu leið við að breyta gömlum
höfnum – ein formúla hafi gefist
vel og yfirvöld víða séu rög við
að fara nýjar leiðir, þó hugs-
anlega væru þær í betri sam-
hljómi við borgina í heild.
„Það vill engin borg vera eins
og Árbæjarsafn,“ sagði Ólafur og
átti við að sífellt yrði að huga að
nútímanum við uppbyggingu og
endurnýjun borga. Sjálfur sagðist
hann helst ekki vilja hafa merki-
miða við verk sín á listasöfnum
því þá sé athyglinni beint um of á
þann tíma sem verkið var skapað
– en í raun ráðist merkingin bara
í núinu, þegar safngesturinn virð-
ir það fyrir sér. Sama gildi um
borgir; þær hafi bara merkingu í
nútímanum, fyrir íbúa dagsins í
dag, og ekkert sé verra en borg
sem sé bara minnisvarði um sjálfa
sig.
Merkingin ræðst í núinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glaðbeittir Christian Schöen, forstöðumaður CIA - kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Christopher Marc-
inkoski arkitekt, Ólafur Elíasson listamaður og Max Dager, forstöðumaður Norræna hússins, að loknum fundi.
BLÖNDUÐU kórarnir tveir er
kenndir eru við Menntaskólann við
Hamrahlíð – þ.e. samnefndur
menntaskólakór er endurnýjast að
fullu á 4 ára fresti (en hljómar samt
nánast alltaf merkilega eins), og eft-
irstöðvakór eldri söngfélaga,
Hamrahlíðarkórinn – efndu til
tvennra vortónleika í hátíðarsal
skólans sumardaginn fyrsta kl. 14:30
og 16:15. Sótti undirritaður þá fyrri.
Á leiðinni inn í sal gengu áheyr-
endur fram hjá söngtríói þriggja
pilta á gítar, t-sax og kontrabassa er
gáfu af sér glaðværan þokka, enda
reyndust þeir jafnframt kórfélagar.
Varla sökum að spyrja hjá þessari
mestu uppeldisstöð íslenzkra æsku-
lýðskóra, er skartar jafnan fjölda
hljómlistarmanna úr eigin röðum til
undirleiks á ýmsustu hljóðfæri, auk
þess að geta líklega státað af fleiri
verkum en frumsamin hafa verið
fyrir nokkurn annan hérlendan kór.
Ef svo ólíklega skyldi einhvern tíma
vilja til að reka þyrfti áróður fyrir
inngöngu nýrra kórfélaga, dytti
manni því fyrst í hug staðfærð um-
ritun á amerísku herkvaðning-
arplakati frá fyrri heimstyrjöld:
„Láttu ekki nægja að lesa íslenzka
tónlistarsögu – skrifaðu hana!“
Dagskrá fyrri tónleikanna var létt
og ljúf í tilefni dagsins og margir
textanna eftir nóbelskáldið góða frá
Laxnesi: Ó, blessuð vertu sumarsól,
Íslenzkt vögguljóð á Hörpu, þjóð-
lagið Tíminn líður, trúðu mér, Vökru
hleypa járngráir víkingar (eldhress
talkór Gunnars Reynis Sveinssonar
heitins og sígild perla hans Haldiðún
Gróa hafi skó), melódískur gim-
steinn Jóns Ásgeirssonar Hjá lygnri
móðu, Vikivaki Atla Heimis (kyrj-
aður á vasklegri göngu upp og niður
salinn) og tvö kyrrlát Japönsk ljóð
hans í þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar, tvö sjaldheyrð lög eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Ísland:
Töframynd í Atlantsál og Aldamót-
akvæði) og loks lagrænt fullkomn-
asti þjóðsöngur lýðveldisins, Hver á
sér fegra föðurland eftir Emil Thor-
oddsen og Huldu.
Að gera sér vonir um að heyra
kóra Þorgerðar Ingólfsdóttur
syngja undir landskunnum hágæða-
staðli er trúlega jafnfánýtt og þótti á
sínum tíma að upplifa falskan tón
hjá Heifetz. Enda gáfust né heldur
nein færi til þess hér. Þvert á móti
stóð annáluð sönggleði kóranna og
markviss ögun hvarvetna fyrir sínu í
fullkomnu jafnvægi, og var eftir því
létt yfir hlustendum.
Annáluð sönggleði,
markviss ögun
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Vortónleikar MH-kóranna. Stjórnandi:
Þorgerður Ingólfsdóttir. Fimmtudaginn
24. apríl kl. 14:30.
Kórtónleikarbbbmn