Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það er löngu tímabært að skipta út borgarfulltrúastólunum og setja græjur í staðinn sem láta óþyrmilega vita með kröftugu sparki í óæðri endann um leið og Gosanef byrjar að vaxa. VEÐUR Björgvin Sigurðsson, viðskipta-ráðherra, kom heim með þau gleðitíðindi um daginn frá Kína, að sér hefði verið boðið að heimsækja Tíbet og kynnast af eigin raun ástandinu í landinu. Þetta eru ánægjulegar fréttir.     Ekki þarf aðefast um, að kínversk stjórn- völd munu stað- festa að um al- vöru boð hafi verið að ræða. Og ekki þarf að efast um, að þegar staðfest- ingin kemur mun ráðherrann fara. Íslenzkir ráðherrar eru ekki þekkt- ir fyrir að hafna slíkum boðum.     Eru einhver dæmi um að íslenzk-ur ráðherra hafi hafnað boði til útlanda? Ekki svo elztu menn muni.     Þess vegna verður spennandi aðfylgjast með væntanlegri ferð viðskiptaráðherra til Tíbet og heimkomu hans. Ósagt skal látið hvað hann fær að sjá. Ráðamenn í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu voru sérfræðingar í að sýna gestum sínum bara það, sem þeir vildu að þeir fengju að sjá. Kínverjar eru áreiðanlega engir eftirbátar þeirra í því.     Aðalmálið í Tíbetferð við-skiptaráðherra verður auðvit- að heimkoman. Ganga má út frá því sem vísu, að ráðherrann verði upp- lýstur um, að fulltrúar smáþjóða eins og Íslendinga geti haft mikil áhrif á að leysa vandamálin í Tíbet ef yfirleitt er um einhver vandamál að ræða.     Og ganga má út frá því sem vísu,að Björgvin taki slíkum til- mælum vel.     Við erum svo góðir í þessu. Við Ís-lendingar. STAKSTEINAR Björgvin Sigurðsson Til Tíbet SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                      !  !     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "!   !" ! !  #!" #!" !"   !"   "!  "! ! "  !   !" !                          *$BC                        *! $$ B *! $  %  &  '(  <2 <! <2 <! <2 $&% ) * +,- . C $                 <   D87         !      "   #         6 2      $"% & ' (  "(   ) !"*     $       !+    /0  11 ' 2 -') * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir | 27. apríl 2008 Gleðilegt sumar! Jæja, ég fór loksins í dag og fagnaði sumrinu á viðeigandi hátt! Dró hjólið fram úr geymslunni, það var að sjálfsögðu loftlaust eftir veturinn og engin pumpa til á þessum bæ. Fór því í göngutúr með hjólið á N1 á Gagnvegi, tekur ekki nema rúman hálftíma. Veðrið er svo yndislegt að ég hjólaði extra langa leið heim og kom við í Bónus til að kaupa efnivið í heilsu-smoothie. Meira: bullukolla.blog.is Ásgeir Kristinn Lárusson | 27. apríl 2008 Við erum það, sem við étum Daglega eru hundruð þúsunda tonna af mat- vælum flutt heimsálfa á milli með tilheyrandi kostnaði og mengun. T.d. er þorskur fluttur óunninn frá Noregi til Kína, verkaður þar í neytendaumbúðir og sendur aftur til Noregs! Þetta er bara eitt dæmi um klikkunina, sem er í gangi varðandi hringsólun (sóun) mat- væla og greint er frá í NY Times í gær. Meira: hugdettan.blog.is Toshiki Toma | 27. apríl 2008 Mannréttindi og kirkja ,,Mannréttindi og kirkja er mikilvægt efni til um- hugsunar en það hefur varla nokkuð verið til umfjöllunar sem slíkt, t.d. á málþingi eða ráð- stefnum. En loksins þorir Reykjavík- urprófastsdæmi eystra að halda mál- þing með yfirskriftinni ,,Mannréttindi í heimi trúarinnar“ þann 28. apríl kl 16:15 í Hjallakirkju.Augljóst er að um- fangsefni sem eitt málþing getur fjallað um er afmarkað, en ég fagna þessari tilraun. Meira: toshiki.blog.is Sóley Tómasdóttir | 27. apríl 2008 Fordómafullur borgarstjóri Í kvöldfréttum sjónvarps í gær sagði borgarstjóri að fyrirætlanir Tjarnarkv- artettsins um að efla mannréttindaskrifstofu borgarinnar hafi verið til- raun til að þenja út stjórnkerfið. Hann sagði jafnframt að starfsemi skrifstofunnar hafi verið óljós og illa skilgreind. Verkefni skrifstofunnar séu ekki jafn brýn og að tryggja velferð og góða þjónustu við borgarbúa. Þessi ummæli borgarstjórans eru til skammar, enda byggð á vanþekkingu á málaflokknum, fordómum og virðing- arleysi gagnvart minnihlutahópum og borgarbúum öllum. Borgarstjóri hélt því ranglega fram að til hefði staðið að gera sérstakt mannréttindasvið. Oddviti F-listans í Tjarnarkvartett- inum og núverandi borgarstjóri er ekki betur að sér en það. Efling mannrétt- indaskrifstofunnar snérist alls ekki um stjórnkerfi. Hún snérist um að ráða inn starfsfólk til að skrifstofan gæti sinnt þeim verkefnum sem henni ber samkvæmt mannréttinda- stefnu borgarinnar. Sú stefna var unn- in í þverpólitískri sátt og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, þ.m.t. atkvæði Ólafs F. Magnússonar. Það er rétt hjá borgarstjóra að starf- semin hafi verið óljós. Fyrst og fremst vegna þess að allt þar til Tjarnarkv- artettinn tók við hafði einni manneskju verið ætlað að sinna öllum þeim fjölda verkefna sem borginni ber. Fyrirætl- anir um starfsfólk á skrifstofuna til við- bótar við mannréttindastjórann voru til þess eins að skerpa á starfseminni og efla afköst hennar. Að halda því fram að grundvall- armannréttindi borgarbúa séu ekki jafn brýn og velferð og góð þjónusta væri án efa tilefni til afsagnar borg- arstjóra í sanngjörnu og réttlátu sam- félagi. Borgarstjórinn telur 85 milljónir króna í málaflokk mannréttinda vera peningaaustur. [...] Borgarstjórinn í Reykjavík ber ekki hagsmuni borg- arbúa fyrir brjósti. Hans verk tala. Hugsjónir sem fyrst og fremst snúast um dauða hluti. Hús og götur. Bíla og flugvélar. Borgarbúar, og grundvall- armannréttindi þeirra eru ekki 85 milljóna króna virði að hans mati. Slíkur borgarstjóri er ekki starfi sínu vaxinn! Meira: soley.blog.is BLOG.IS SAMKVÆMT nýjustu viðhorfs- könnun Capacent Gallup fyrir ut- anríkisráðuneytið um framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eru 46,5% aðspurðra hlynnt því að Íslendingar bjóði sig fram til öryggisráðsins, 36,1% er andvígt og 17,4% taka ekki af- stöðu. Umræðan um málið hefur haft mikla þýðingu Kristín A. Árnadóttir, stjórnandi framboðs Íslands til öryggisráðs SÞ, segir ljóst að umræða um mál- ið hafi mjög mikla þýðingu. Í sept- ember 2005 hafi 27,9% verið hlynnt framboði Íslendinga, 53% andvíg og 19,1% hafi ekki tekið af- stöðu. Þá hafi verið mjög mikil neikvæð umræða, meðal annars á Alþingi, um kostnað við framboðið. Um mitt ár í fyrra hafi spurningin verið endurtekin og síðan á sex vikna fresti. Upplýsingar um kostnað Kristín segir að í fyrrasumar hafi komið fram meiri stuðningur ríkisstjórnarinnar við framboðið en áður og fyrirliggjandi upplýs- ingar um kostnað hófstilltari en fyrr. Samfara aukinni umræðu og auknum upplýsingum hafi fólk frekar tekið afstöðu til málsins og stuðningur aukist við framboðið. Spurningin er í reglulegum skoðanavagni Capacent Gallup. Úrtakið var 1.380 manns á öllu landinu, 16-75 ára, handahófsvalið úr þjóðskrá. Um símakönnun var að ræða 9.-21. apríl sl. og var svar- hlutfall 61,3%. Stuðningur við framboð til Ör- yggisráðs eykst                 !" #  $ % &  '()% & *(  + ') ,-. ) /  0 ))  /  *-.                 2    */ 34! / .         !"#$ " % #" # &"#' $" #$ " %( "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.