Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 27
anna og yfirnáttúrulegum ljóma
hins íslenska sumars – þannig er
minningin um ömmu. Himinháar
vestfirskar rætur hennar og blá
berjavíðáttan eiga hug hennar alla
tíð. Hún er aðalbláberið okkar
allra, okkar sætasta haustangan.
Þakka þér fyrir allt, amma mín.
Jón Garðar.
Eftir langa ævi hefur elskuleg
amma okkar nú kvatt þetta líf og
okkur í bili. Minningarnar eigum
við eftir og geymum um þessa
smávöxnu konu sem var svo
óskaplega stór og mikilvægur hluti
af okkar lífi. Mikil er sú gæfa að
hafa átt slíka ömmu og blessun að
hafa notið þess að alast upp við
hennar elsku. Amma var höfuð
fjölskyldunnar, hennar ríkidæmi
ríflega sjötíu afkomendur. Sam-
heldinn hópur og náinn og heldur
betur hamagangur á hóli þegar
allir komu saman, litla fólkið
hlaupandi um í flokkum og full-
orðna fólkið að ræða landsins gagn
og nauðsynjar, oft ekki lágværara
en ungviðið. Amma kippti sér aldr-
ei upp við lætin, sat ekki á skoð-
unum sínum og reiddi fram kræs-
ingar. Það var alltaf veisla þar
sem hún var og þegar hún hélt
hana ekki sjálf þá kom hún alltaf
með einhverjar kræsingar með
sér. Þetta voru heldur engar
venjulegar kræsingar, þetta voru
leynivopnin hennar ömmu, eins og
kleinur, englafæða og furstakaka.
Í dag er engin veisla almennileg
veisla nema það sé að minnsta
kosti ein „a la amma-kaka“ á boð-
stólum. Hún var sannkallaður
listamaður í eldhúsinu og ótrúlegt
að fylgjast með henni þegar hún
batt á sig svuntuna og hóf sína
gjörninga. Það var heldur ekkert
gert í smáskömmtum enda var hún
vön að sinna stóru fjölmennu
heimili. Uppskriftirnar hennar eru
arfleið sem við munum varðveita
og kynna nýjum kynslóðum, eins
og þulurnar og kvæðin sem hún
söng fyrir okkur. Amma var dugn-
aðarforkur, hún gekk í hlutina,
setti á sig svuntuna og afgreiddi
án málalenginga. Eins og hún af-
greiddi okkur og heimilið þegar
mamma og pabbi urðu stranda-
glópar í Afríku í mánuð yfir jól og
áramót. Hún var ekki í vandræð-
um sjötug með þrjá uppátækja-
sama og fyrirferðarmikla krakka,
eitt ungbarn og jólahald.
Þær eru fyrirferðarmiklar minn-
ingarnar úr sumarbústaðnum, þar
sem við dvöldum iðulega með
ömmu í lengri og skemmri tíma.
Þau afi reistu sér bústað í jaðri
Heiðmarkar um miðja síðustu öld.
Sumó var sjálfsagt eftirlætisstað-
ur ömmu sem dvaldi þar sumar-
langt með börnin fyrr á árum, síð-
ar eins oft og lengi í einu og hægt
var. Þar var og er sannkallaður
ævintýraheimur barna og þar hef-
ur heldur betur verið brallað og
baukað. Amma var á kafi í beð-
unum og við krakkarnir að sulla í
læknum, uppi á hól eða við Sil-
ungapoll. Amma var ekki bara
töframaður í eldhúsinu heldur var
hún með fagurgræna fingur og
eftir ríflega hálfrar aldar eljusemi
og nostur uppi í Sumó stendur eft-
ir sannkallaður skrúðgarður. Þar
eigum við minnisvarða um þessa
yndislegu móður og ömmu sem
átti ómælda ást fyrir allt sitt fólk
stórt og smátt og þangað munum
við halda áfram að sækja til að
heiðra minningu hennar.
Ólafur, Henrietta,
Ásta og Birna.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 27
✝ Óttar Þorgils-son fæddist á
Hvanneyri 30.
mars 1925. Hann
andaðist á líkn-
ardeild Landakots-
spítala þriðjudag-
inn 22. apríl
síðastliðinn For-
eldrar hans voru
Þorgils Guðmunds-
son, ráðsmaður og
kennari á Hvann-
eyri og síðar bóndi
og kennari í Reyk-
holti, f. 4.12. 1892,
d. 26.6. 1976, og Halldóra Sig-
urðardóttir, f. 2.10. 1893, d. 21.9.
1966. Systkini Óttars eru Birgir,
f. 10.7. 1927, kvæntur Ragnheiði
Gröndal og Sigrún, f. 27.12.
Birta Rós, f. 18.2. 1998.
Óttar stundaði nám í Héraðs-
skólanum í Reykholti og lauk
stúdentsprófi frá M.A. 1943.
Hann vann á búi foreldra sinna
til 1947. Eftir tveggja ára nám
við H.Í. starfaði hann sem
bankastarfsmaður við Lands-
banka Íslands. Varð síðan starfs-
maður bandaríska sendiráðsins í
Reykjavík 1950 – 52. Starfaði hjá
Atlantshafsbandalaginu í París
við upplýsingaþjónustu 1952 –
61. og varð síðan forstjóri fyrir
skrifstofu bandalagsins hér á
landi 1961 – 64. Rak eigin aug-
lýsingastofu 1964 – 67. Hann
varð aðstoðarbankastjóri hjá
First National Bank í Boston í
Bandaríkjunum 1967 – 73 og
starfaði síðan hjá Landsbanka Ís-
lands og Skattstofu Íslands.
Útför Óttars verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
1931, gift Matthíasi
Á. Mathiesen.
Árið 1952 kvænt-
ist Óttar Betty
Lundgren, f. 1.7.
1923 og eignuðust
þau einn son, Jón
Ara, f. 18.8. 1965.
Þau skildu.
Óttar kvæntist
17.11. 1974 Erlu
Hannesdóttur, f.
30.4. 1932. Synir
Erlu eru: 1) Jóhann-
es Jóhannesson, f.
5.12. 1965. Börn
hans eru Hákon, f. 28.9. 1993 og
fósturdóttir Freyja, f. 30.11.
1988, 2) Lárus Stefán Jóhann-
esson, f. 21.12. 1966. Börn hans
eru Sveinn Óttar, f. 4.1. 1988 og
Vinur minn og mágur Óttar Þor-
gilsson er látinn.
Eftir erfiðan lokakafla lífsgöngu
sinnar hefur hann nú fengið hvíld
og vil ég minnast hans löngu og
traustu kynna í meira en 60 ár.
Eftir nám í Reykholtsskóla og að
loknu stúdentsprófi við Mennta-
skólann á Akureyri 1943 vann Óttar
um skeið við bú foreldra sinna,
þeirra mætu hjóna Halldóru Sig-
urðardóttur, kennara og Þorgilsar
Guðmundssonar, kennara og bónda
í Reykholti. Þá vann hann auk þess
á sumrum með jarðvinnsluvélar fyr-
ir bændur í Reykholtsdal og Hálsa-
sveit. Þannig bar fundum okkar
fyrst saman í Stóra-Ási í Hálsasveit
sumarið 1946 hvar undirritaður
dvaldist mörg sumur.
Ég hafði heyrt af Óttari og séð til
hans og annarra barna frá Reyk-
holti á íþróttamótum við Norðurá í
Borgarfirði. Það var þess vegna af-
ar ánægjulegt fyrir mig að hitta
Óttar og kynnast honum persónu-
lega.
Það var svo 10 árum síðar að við
Óttar bundumst fjölskylduböndum,
sem styrkti enn vináttu okkar sem
við mátum mikils.
Þrátt fyrir fjarlægð okkar í mill-
um fylgdumst við ætíð með hvor
öðrum hvar sem við fórum. Hitt-
umst við gjarnan þegar tækifæri
gafst og hann þá ætíð reiðubúinn að
miðla af fróðleik sínum, enda afar
oft leitað til hans um vitneskju fjöl-
margra málefna.
Þegar Óttar Þorgilsson er nú
genginn biðjum við Sigrún systir
hans honum Guðs blessunar og
þökkum tryggð hans og vináttu.
Við sendum Erlu eiginkonu hans
og drengjunum þeirra, Jóni Ara,
Jóhannesi og Lárusi, samúðar-
kveðjur.
Matthías Á. Mathiesen.
Fyrir mig sem táning var upp-
lifun að verða vitni að unglingaást
fullorðins fólks, en það gerðist þeg-
ar Óttar og móðursystir mín Erla
kynntust árið 1974. Óttar var þá
nýkominn heim eftir viðburðaríkt líf
fyrst í París og síðar í Boston. Það
fylgdi honum yfirbragð heimsborg-
ara; allt hans fas og viðhorf til lífs-
ins bar vott um mann sem hafði far-
ið víða og reynt margt. Fjölskylda
Erlu var í senn undrandi og
áhyggjufull en jafnframt spennt yf-
ir nýja manninum í hennar lífi en
Erla var þá ekkja með tvo unga
drengi. Þetta sama ár gengu þau í
hjónaband sem var í senn ástríkt,
hlaðið virðingu og væntumþykju.
Ég tel að það hafi verið mikil gæfa
fyrir Óttar að hitta móðursystur
mína þar sem hún bar hann á hönd-
um sér allt þeirra hjónaband.
Óttar var stórfróður og svo minn-
ugur að aðdáunarvert var. Hans
helsta áhugamál var bóklestur og
það sem hann las mundi hann. Ef
eitthvert okkar systkina var að
gera ritgerð eða vinna að verkefni
fyrir skólann þá var ósjaldan leitað
til Óttars því annað hvort þekkti
hann efnið eða vissi nákvæmlega
hvar leitað skyldi heimilda. Samt
var hann mjög hógvær og gerði
ekki mikið úr sinni þekkingu. Óttar
var réttsýnn, heiðarlegur og
skemmtilegur en umfram allt góður
maður. Hann var mikill gestgjafi og
naut sín vel meðal góðra vina. Með
fullt hús af fólki var Óttar í essinu
sínu og hrókur alls fagnaðar.
Ég kynntist nýrri hlið á Óttari
þegar fyrsta barnabarnið, Sveinn
Óttar, fæddist fyrir tuttugu árum.
Ég vissi um hjartahlýju hans og
nærgætni en þarna kom hún svo
sterkt í ljós að öðru eins hafði ég
ekki kynnst. Drengurinn var um-
vafinn slíkum kærleika og hlýju að
hann hlýtur að búa að því alla ævi.
Syni mínum sem fæddist tveimur
árum síðar reyndist Óttar mjög vel
og þegar árin liðu var kærleikurinn
orðinn slíkur að hann bar fram þá
ósk að mega kalla hann og Erlu afa
og ömmu. Sameiginlegt áhugamál
sonar míns og Óttars var spila-
mennska og tóku þeir alltaf í spil
þegar þeir hittust, jafnvel þegar
Óttar var orðinn hvað veikastur.
Óttar var öllum barnabörnum sín-
um góður afi og alltaf voru þau vel-
komin hvernig sem á stóð.
Þótt söknuðurinn sé mikill er
ljóst að veikindi Óttars voru orðin
óbærileg og því er hvíldin kærkom-
in. Ég mun minnast Óttars með
virðingu og þakklæti fyrir þann
tíma sem við fjölskyldan áttum með
honum.
Ragnhildur Erla Bjarnadóttir.
Kær afi minn og spilafélagi er
dáinn.
Frá því ég man eftir mér hefur
afi Óttar verið stór hluti af mínu
lífi. Þegar ég var strákur í Laug-
arnesskóla kom ég nokkrum sinn-
um í viku á Hofteiginn í heimabak-
að brauð og sandköku hjá ömmu
Erlu sem ég hámaði í mig af bestu
lyst. Á sama tíma voru spilin tekin
fram því engan tíma mátti missa.
Við áttum okkur nokkur uppáhalds-
spil en það voru meðal annars Cas-
ion, Lander og Marías. Mikið fjör
var við borðið þar sem mikið
keppnisskap einkenndi spila-
mennskuna. Ekkert var gefið eftir
en hlátrasköll og örlítil stríðni
gerðu leikinn enn skemmtilegri.
Okkar síðasta spil tókum við á
gamlárskvöld en þá var afi orðinn
svo veikur að hann kom heim til
mín í sjúkrabíl. Hann gat borðað
með okkur, lagt sig stutta stund en
varð svo að fara aftur á spítalann.
Við vissum báðir að spilastundum
okkar var þar með lokið og því var
þetta erfið stund en samt einstök
sem ég mun aldrei gleyma.
Það var ómetanlegt fyrir mig
sem ungan strák að eiga svona frá-
bært athvarf á Hofteignum, umvaf-
inn hlýju og öryggi. Alltaf var mér
vel fagnað og ávallt var nægur tími
fyrir mig. Mér varð fljótt ljóst hví-
líka yfirburðaþekkingu afi Óttar
hafði, sem ég notfærði mér á minni
skólagöngu. Virðing mín fyrir hon-
um var mikil og djúp og hann mun
verða mér leiðarljós í leit minni að
meiri þekkingu og þroska í framtíð-
inni.
Ég á ekkert nema yndislegar
minningar um afa minn og kveð
hann með miklum söknuði.
Magnús Már.
Það er margs að minnast eftir 70
ára samfylgd og óslitna vináttu og
það setur að gömlum manni trega-
blandinn söknuð þegar kemur að
leiðarlokum.Við vorum ungir sendir
í Menntaskólann á Akureyri sinn af
hvoru landshorninu, bjuggum í
heimavistinni í hópi 60 unglinga við
glaum og gleði, borðuðum tros, salt-
kjöt og þrumara og drukkum ókjör
af mjólk og varð gott af. Við lærð-
um að bursta skóna okkar, pressa
buxur, strauja flibba, skipta á rúm-
fötum og búa um. Við bjuggum í 2ja
til 4ra manna herbergjum svo að
samkomulagið varð að vera gott.
Óttar var uppalinn á menningar-
heimili, alltaf fínn í tauinu, prúður
og kurteis og þeirrar gerðar að
menn löðuðust að honum. Hann var
góðum námsgáfum gæddur, íþrótta-
maður og syntur sem selur, besti
sundmaður skólans. Hann var í
uppáhaldi hjá okkur bekkjarsystk-
inunum og átti drjúgan þátt í þeirri
samheldni sem ríkt hefur og ríkir
enn. Síðasta veturinn í heimavist-
inni bjuggum við saman 3 vinir uppi
á hanabálka og brölluðum við
margt, spiluðum brids við kertaljós
eftir að ljós voru slökkt um mið-
nætti, reyktum í laumi og stálumst
út um glugga og þá kom sér vel að
eiga vitorðsmenn í þessu litla og
nána samfélagi í vistinni. Leynd-
armálin styrkja vináttuböndin.
Ánægjan og feginleikinn að loknu
stúdentsprófi er ólýsanlegur enda
var fagnað ótæpilega.
Svo lá leiðin suður í Háskólann.
Sigurður skólameistari hafði nú
sleppt af okkur sinni sterku og um
leið mildu hönd og við þoldum það
misvel, vorum eins og kálfar á vori
og kunnum okkur ekki læti.Brátt
skildu leiðir. Óttar fór til starfa hjá
NATO og var á þönum vítt og
breitt um Evrópu og seinna banka-
stjóri í Boston. Þá leið oft langur
tími á milli funda en við tókum upp
þráðinn þegar við eltumst og um
hægðist. Við fundum æ betur að við
áttum mörg sameiginleg áhugamál .
Sturlunga er þar ofarlega á blaði og
líður mér seint úr minni ferð okkar
í slóð Þórðar kakala af Þingvöllum
á flótta undan Kolbeini unga. Ferð
um Borgarfjörð var og eftirminni-
leg enda var Óttar þar á heimavelli.
Leituðum við uppi gamlar laugar og
böð sem þeir Eggert og Bjarni
sögðu að verið hefðu á nær hverjum
bæ þar í sveit til forna. Þurrabaðið
á Sturlureykjum er horfið en sögur
herma að þar hafi verið nokkurs-
konar gigtarhæli fyrr á öldum.
Snorralaug er listaverk og ræddum
við oft hvaðan Snorri hefði fengið
hugmyndina. Umræðuefni skorti
okkur aldrei. Óttar var hafsjór af
fróðleik og minnugur.Ég gat flett
upp í honum eins og lexikoni og
þurfti oft á því að halda. Þegar
hann var enn á besta aldri fékk
hann illvígan sjúkdóm sem hefti
smámsaman hreyfigetu hans og olli
honum ómældum þjáningum. En
hann hélt reisn sinni meðan stætt
var, sótti mánaðarlega kaffifundi
okkar bekkjarsystkinanna, alltaf
jafn fínn og fyrirmannlegur og
skemmtilegur. Hann hafði góða
nærveru og söknum við hans mjög.
Erlu, konu hans, sem alla tíð stóð
þétt við hlið hans, og sonunum Jó-
hannesi, Lárusi og Jóni Ara í Bost-
on vottum við innilega samúð.
Jón Þorsteinsson.
Óttar Þorgilsson
Minn góði vinur. Í
34 ár höfum við haldið
saman, aldrei misst
sjónar hvort á öðru um
langan tíma, þótt höf
og lönd hafi lengstum skilið að. Ég
held að maður deyi á marga vegu. Ég
segi það af því að þegar ástvinir
deyja á undan manni þá deyr maður
sjálfur pínulítið um leið. Minningarn-
ar sem ég á mynda púsluspilið sem er
ég, það sem ég hef skapað með þeim
sem með mér ganga og leggja kubba
í myndina mína. Og þó svo enginn
geti tekið af mér minningarnar eða
tekið kubbinn sinn úr spilinu þá vant-
ar litina þegar eigandinn er horfinn.
Svo lengi höfum við gengið saman
og gætt hvort annars, Svenni minn
og ég. Þetta var skapmikið vinasam-
band í upphafi og oft meira sagt en
minna og ég átti það til, frekar en
hann, að móðgast og snúa uppá mig.
Hann hætti aldrei fyrr en ég sá að
mér og varð almennileg aftur. En
það var þegar við vorum mjög ung.
Síðan urðum við stór og viss um að
vináttuna ættum við alltaf, sama
hvað á bjátaði. Eða ég hélt það …
Það var ekki alveg rétt … Hann fór
og ég er fyrst að átta mig á því í dag,
jarðarfarardaginn.
Í gegnum sjálfskipaða útlegð lágu
leiðir víða, en alltaf hélt þráðurinn.
Um hvað töluðum við? Allt milli
himins og jarðar, um persónuleg mál
frá hjartanu, yfir allt annað brúkuð-
um við jöfnum höndum vitsmuni, vit-
leysu og húmor. Hann var, eins og
títt er um útlaga (því hann var útlagi,
ég bara mátaði hlutverkið), mikill Ís-
lendingur. Hann notaði iðulega ís-
lenskan veruleika til að lýsa lífi sínu
og ég á skemmtileg bréf frá honum
Sigurður
Sveinn Másson
✝ Sigurður SveinnMásson fæddist í
Reykjavík 9. sept-
ember 1955. Hann
varð bráðkvaddur í
Vilnius í Litháen 10.
mars síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Laugarneskirkju 28.
mars.
m.a. um kvennafar
hans í Noregi byggt á
umræðum um Smugu-
veiðar Íslendinga og
varnir eða varnarleysi
annarra þjóða gagn-
vart þeim. Þá var hann
að kynnast Vaidu sinni
og leggja drög að sam-
komulagi sem yrði öll-
um hagstætt, þ.e.
Samúel syni þeirra.
Stríðinn? Ég hafði ver-
ið beðin um að tala op-
inberlega og skrifaði
honum í kvíðakasti.
Svar barst um hæl: „Aldrei heyrt
aðra eins vitleysu! Þér voru gefnar
mælskugáfur og ég ætti að vita það,
þeir eru ófáir fyrirlestrarnir sem þú
hefur haldið yfir mér og aldrei hef ég
þurft að grátbiðja þig um það!“ Ég
þurfti ekki að loka augunum til að sjá
glottið.
Sjarmatröll! Því verður ekki neit-
að. Er það hollt eða óhollt? Veit það
ekki, held núna að það skipti ekki
máli, það er bara ekki það sama gæfa
og gjörvileiki. Getur farið saman og
ekki … Gerði það hjá honum og
ekki …
Það er aldrei allt fengið en þegar
maður þekkir einhvern þá þekkir
maður hjartalagið og orð og gjörðir
eru skoðaðar í því ljósi.
Að missa þann sem allt er hægt að
segja við algjörlega óritskoðað er …
hvernig á ég að útskýra það … Jú:
„Vertu ekki að leika þér að öryggis-
tilfinningu móður þinnar,“ sagði
Gunna, þá mágkona hans, við dóttur
sína þegar við vorum úti að keyra og
sú stutta var að fikta í öryggisbelt-
inu.
Það er svolítið það sem guð er að
gera mér núna, leika sér með örygg-
istilfinningu mína.
En að leiðarlokum óska ég sjálfri
mér og öllum öðrum sem þekktu
hann til hamingju með það og óska
honum velfarnaðar á nýjum vegi með
gömlum vinum og nýjum. Svo
sjáumst við seinna Svenni minn og
ég.
Heiðrún Dóra Eyvindardóttir.