Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Maður borgar 400 kall fyr-ir kaffi á kaffihúsumborgarinnar. Kostnaðarverð er varla meira en 50 kall. Fyrir hvað er maður að borga 350 kall? Upplifunina! Það er málið. Það er upplifun að drekka kaffi á kaffihúsi. Hafið þið ekki fundið fyrir því? Maður verður allur annar. Maður er að borga fyrir stemn- inguna, andrúmið, fólkið sem sit- ur allt í kring, húsið, innrétting- arnar, viðmót starfsfólksins, útsýnið, suðið sem hangir alltaf í loftinu á þessum stöðum, sum- staðar á góðum kaffihúsum má jafnvel heyra gott bít, þið vitið, hvæsið í kaffivélinni, klingið þeg- ar kaffilagarinn lemur fantinum í vélina, klírrið í leirtauinu, þið vit- ið, kling, bamm, stím, hott, hott, fussss.    Við erum yfirleitt að greiðamest fyrir andrúmsloftið, reynsluna, upplifunina af því að fá okkur hlutina, pulsu, peysu, plötu, lamb. Líka þegar við kaupum bíl: Bíllinn er vafalaust fjór- hjóladrifinn þótt við förum aldrei út úr 101. Það er bara svo góð tilfinning að hafa drif á öllum. Svo mikil upplifun. Öðruvísi upp- lifun. Það liggur við að maður hafi farið á fjöll í raun og veru. Hafið þið prófað að opna vín- flösku með tappatogara frá Georg Jensen? Prófið það!    Við erum öll í því að reyna aðupplifa lífið. Og við erum til í að borga. Látið mig hafa vatn en hafið það í fallegu glasi á kringlóttu borði á kaffihúsi við glugga sem snýr út á fallegt torg. Inni þarf að vera fólk. Fyrir utan þarf að vera kona með hund og maður að leika sér við dóttur sína. Það þarf að vera sól. Það þarf að vera einn róni. Erlent dagblað. Þjónn í hvítri skyrtu. Maður með kringl- ótt gleraugu. Síðan eitthvað óvænt. Ambíans. Auðvitað. Reikningurinn skal vera upp á dágóða summu. Hamingjan felst í því að borga. Að borga »Hafið þið prófað aðopna vínflösku með tappatogara frá Georg Jensen? Prófið það! Morgunblaðið/Þorkell Kaffi „Sumstaðar á góðum kaffihúsum má jafnvel heyra gott bít.“ AF LISTUM Þröstur Helgason throstur@mbl.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is PÁLMI Sigurhjartarson er kunnur fyrir störf sín með Sniglabandinu og dúkkar auk þess reglulega upp hér og hvar á bak við nótnaborðið. Hann er hins vegar minna þekktur fyrir leikhústónlist sína en nú hefur verið gerð bragarbót á því því að þrjú þannig verk koma nú út á staf- rænu formi á tónlist.is. Um er að ræða tónlist við leikritin Fröken Júlía (2001), Þjóðarsálin (2006) og Óskin (2008) en það er barnaleikrit sem verður frumsýnt í Bókasafni Kópavogs 3. maí næstkomandi. Leikritið er samið af Pálma og konu hans, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur leikstjóra. „Það er þetta með leikhústónlist- ina að henni hættir til að gufa upp um leið og sýningum er hætt,“ segir Pálmi. „Ég passaði mig á því að hljóðrita þetta allt saman og því hæg heimatökin að koma þessu út.“ Ólík verk hafa kallað á ólíkar nálganir en tónlistin á það þó sam- eiginlegt að vera samin í mikilli ná- lægð við allt leikhúsferlið. „Mér finnst best að vinna tónlist- ina á miðju sviði ef svo mætti segja,“ útskýrir Pálmi. „Hún er því unnin í nánu samstarfi við leikhóp- inn og ég hef nánast spunnið hana eftir andblæ atriðanna. Reynslan úr Sniglabandinu kom sér vel, en við stýrðum útvarpsþáttum sem gengu út á það að spinna á staðnum.“ Þjóðarsálin var t.a.m. sýnd í reið- höll Gusts í Kópavoginum og þá sat Pálmi á forargólfi á bak við flyg- ilinn með brokkandi hesta í kring- um sig. Lögin fyrir Óskina samdi hann hins vegar á gítar, hljóðfæri sem er honum alla jafna ekki tamt að vinna á. „Mér fannst nauðsynlegt að „af- læra“ dálítið fyrir það verk. Hljóm- unum fækkaði þegar ég var kominn með ókunnugt hljóðfæri í hend- urnar og það verklag hentaði af- skaplega vel fyrir þetta verkefni.“ Annars er Pálmi á leið til Lund- úna með Gísla Erni Garðarssyni en þar mun hann dvelja um tveggja mánaða skeið. Ástæðan er uppsetn- ing á söngleiknum Ást, sem nú kall- ast Love – The Musical en Pálmi er tónlistarstjóri sýningarinnar. „Ég sé um að spila alla tónlistina þar. Við erum búin að skipta út öll- um íslensku lögunum og byggjum eingöngu á breskri popptónlist. Ég finn mig afskaplega vel í þessu leik- húsumhverfi – og í þessari sýningu er ég t.d. aleinn með tónlistina. Það er ekkert band á sviðinu. Það gerir hlutina bæði einfaldari og flóknari. Allt klabbið er á einum herðum en um leið er maður frjáls til að gera hlutina eftir eigin höfði.“ Pálmi Sigurhjartarson fer til London til að sjá um tónlistina í bresku uppfærslunni á söngleiknum Ást Morgunblaðið/hag Tónskáld Pálmi Sigurhjartarson segir að leikhústónlist hætti til að gufa upp þegar sýningum lýkur. Spunameistarinn ÞEGAR Tom Cruise kom síðast fram í þætti Opruh Winfrey hagaði hann sér vægast sagt undarlega, hoppaði í sófanum, æpti ástarjátn- ingar til Katie Holmes út í loftið og endaði á því að hlaupa baksviðs og teyma hana fram. Framkoma hans í þættinum hefur haft mjög slæm áhrif á orðspor hans og atvinnuhorf- ur sem leikara. Nú hefur honum ver- ið boðið að koma aftur í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Risky Business þar sem Cruise sló í gegn í fyrsta sinn. Í þættinum verða sýnd myndbönd sem vinir Cruise hafa gert honum til heiðurs á þessum tímamótum. At- hygli vekur að viðtalið mun fara fram á heimili Cruise-hjónanna í Colorado, en ekki í sjónvarps- sal. Oprah Win- frey hefur senni- lega lært það af reynslunni að hleypa honum ekki nálægt sófanum sínum. Fær Cruise aftur í þáttinn Oprah Winfrey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.