Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
GAIL Einarson-McCleery, ræðismaður Ís-
lands í Toronto, segir að mikil eftirvænting
ríki í röðum félagsmanna Íslensk-
kanadíska félagsins í Toronto (ICCT)
vegna beins áætlunarflugs Icelandair til
borgarinnar frá Keflavík, sem hefst á föstu-
dag.
Mikil og fjölbreytt starfsemi er hjá ís-
lenska félaginu, þar á meðal íslensku-
kennsla og þorrablót að íslenskum sið, og
segir Gail Einarson-McCleery að áhuginn
hafi aukist að undanförnu. Væntanlegt
áætlunarflug hafi endurnært mannskapinn
og það hafi berlega komið í ljós á Íslands-
dögum í fyrra mánuði. Þá hafi félagsmenn
og annað áhugafólk um Ísland og íslenska
menningu fjölmennt á Íslandskynningu þar
sem boðið hafi verið upp á íslenskan mat, ís-
lenska tónlist, íslenskar kvikmyndir og
fleira frá Íslandi.
Ljósmynd/Brandur Ólafsson
Spenna Robert Keddy, nýráðinn for-
stöðumaður Icelandair í Toronto, Gail Ein-
arson-McCleery ræðismaður og Markús
Örn Antonsson sendiherra.
Eftirvænting
vegna beina
flugsins
MARKÚS Örn Antonsson, sendi-
herra Íslands í Kanada, og Ís-
lendingafélagið í Toronto heiðr-
uðu á dögunum fjóra einstaklinga
af vesturíslenskum ættum sem
nýlega hafa hlotið æðsta heið-
ursmerki Kanada, Order of Can-
ada, sem landstjórinn veitir.
Um 100 manns af íslensku ætt-
erni í Toronto og nágrenni sóttu
athöfnina en orðuþegarnir búa í
Toronto og nágrenni í Ontario.
Markús Örn Antonsson ávarp-
aði orðuþegana og vakti athygli á
því hve hópur Vestur Íslendinga
væri orðinn fjölmennur og
dreifður um allt Kanada. Það
væri ætíð fagnaðarefni þegar ein-
staklingar með rætur á Íslandi
sköruðu fram úr í Kanada og
fengju æðstu viðurkenningu fyrir
framlag sitt til hins kanadíska
samfélags. Á Íslandi væri slíkum
tíðindum tekið með mikilli
ánægju.
Orðuþegarnir eru þessir:
Tom Cochrane, söngvari og
lagahöfundur, sem hefur látið
mannúðarmál mjög til sín taka,
m.a. með tónleikahaldi og fjár-
öflun í þágu baráttunnar gegn
sjúkdómum í Afríku.
Donald K. Johnson kaupsýslu-
maður sem hefur stutt marg-
víslega menningarstarfsemi í
Kanada af ráðum og dáð og bar-
ist fyrir tekjuskattsbreytingum
sem urðu til þess að greiða fyrir
auknum stuðningi kanadískra
fyrirtækja við menningarlífið.
rithöfundasambandinu. Hefur
hún m.a. skrifað barnabækur og
útvarpsleikrit auk þess sem hún
hefur flutt daglega pistla hjá út-
varpsstöðvum víða um Kanada.
Við lok athafnarinnar færði
sendiherra Íslands orðuþegunum
að gjöf heildarútgáfu af Íslend-
ingasögunum í enskri þýðingu en
þeir voru auk þess gerðir að
heiðursfélögum ICCT.
Orðuþegar af íslenskum
ættum heiðraðir í Toronto
Heiðursfólk Markús Örn Antonsson sendiherra í móttökunni í Toronto ásamt orðuþegunum Betty Jane
Wylie, Clara Will og Donald K. Johnson. Tom Cochrane var fjarstaddur.
Fjórmenningarnir hafa skarað fram úr á ýmsum sviðum í Kanada
Í HNOTSKURN
» Íslendingafélagið í Tor-onto (ICCT) var stofnað ár-
ið1959 og eru um 300 fjöl-
skyldur á póstlistanum.
» Sendiráð Íslands í Kanadavar formlega opnað í Ott-
awa um 42 árum síðar eða 22.
maí 2001.
Clara Will er uppeldisfræð-
ingur. Hún hefur vakið mikla at-
hygli fyrir störf sín að málefnum
barna sem þurfa á sérkennsluúr-
ræðum að halda. Auk þess er hún
forystumaður í velferðarsam-
tökum er starfa í þágu barna og
unglinga.
Betty Jane Wylie er kunnur
rithöfundur og ljóðskáld sem hef-
ur gegnt formennsku í kanadíska
ÚR VESTURHEIMI
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
vala@simenntun.is
Borgarnes | Verið er að loka Svæðisskrifstofu
Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi og miðast
lokunin við fyrsta maí, en stutt er síðan starfs-
fólkinu, Kristínu Valgarðsdóttur matsfulltrúa
og Ingimundi Grétarssyni umdæmisstjóra,
varð ljóst að hverju stefndi.
Óskiljanlegur flýtir
,,Okkur var tilkynnt um þetta í byrjun mars
og þá átti samkvæmt fyrstu áætlun að loka hér
á hálfum mánuði, en þeirri ákvörðun var síðan
breytt. Við fengum upphaflega þrjá daga til að
ákveða hvort við vildum taka tilboði um starf í
Reykjavík og tilboðið var ekki skriflegt og frek-
ar óljóst,“ segir Ingimundur. Þetta hafi verið
brot á stjórnsýslulögunum því þau hafi átt rétt
á því að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna
verið væri að leggja niður störf þeirra. ,,Þetta
var einhver óskiljanlegur flýtir, frekar gerræð-
islegt, okkur var ekki einu sinni tilkynnt þetta
skriflega og áttum að gefa munnlegt svar innan
þriggja daga án þess að það lægi fyrir hvað ver-
ið var að bjóða okkur. Sá kostur sem mér stóð
til boða var að taka á mig 30 til 40% kjaralækk-
un og það sér hver maður að svoleiðis gengur
ekki. Okkur var boðið að FMR myndi leggja
okkur til bíl, að við fengjum að ferðast á milli
Borgarness og Reykjavíkur á vinnutíma og á
kostnað FMR, en þar komum við að kjarna
málsins, því upphaflegu rökin fyrir lokuninni
voru þau að þetta væri hagræðing og sparn-
aður sem ætti að ná fram á árinu 2008.“ Ingi-
mundur segir að ef þetta hefði gengið fram
hefði sá kostnaður sem gat sparast verið ein og
hálf milljón sem samsvaraði rekstrarkostnaði á
skrifstofunni, en kostnaðurinn á móti við bíla-
reksturinn var kostnaður upp á þrjár til fjórar
milljónir á ári, eftir því hvort þau hefðu bæði
tekið störfin. ,,Þannig að rökin sem voru sett
fram héldu engan veginn og þetta hefði bara
haft útgjaldaaukningu fyrir hið opinbera í för
með sér,“ segir Ingimundur.
Ferlið var þannig að forstjóri FMR lagði
þessa tillögu fyrir á minnisblaði til ráðherra
sem gerði ekki athugasemdir við það að skrif-
stofunni í Borgarnesi yrði lokað. Þegar nið-
urstaðan var ljós sendi Ingimundur öllum sveit-
arstjórnum á Vesturlandi og Vestfjörðum bréf
með samantekt á öllu í sambandi við rekstur
skrifstofunnar. Auk þess sendi hann þingmönn-
um kjördæmisins afrit. ,,Í þessari samantekt
kemur í ljós að það er enginn sparnaður og það
hefði enga hagræðingu í för með sér að loka, en
þá var gripið til þeirra raka að segja að verkefni
væru orðin óveruleg á þessum svæðisskrif-
stofum um allt land, að tíma þeirra væri lokið
því verkefnin væru flutt annað. En það er svo
undarlegt við þetta að rökin virðast bara eiga
við verkefni sem unnin eru á landsbyggðinni og
þau áttu þá bara við í Borgarnesi og á Egils-
stöðum, en ekki á Akureyri og á Selfossi,“ segir
Ingimundur.
Hann furðar sig á hversvegna þar hafi engu
verið breytt ef þessi störf og verkefni eru óþörf.
Starfsstöðin í Borgarnesi hefur verið með næst
flest verkefni starfsstöðva á landsbyggðinni og
hefur það verið raunin á undanförnum árum.
,,Ef þessi störf hér eru óþörf, þá ættu að vera í
uppnámi svona 7 störf á Akureyri, 5 störf á Sel-
fossi og 14 störf í Reykjavík, og þá engin verk-
efni fyrir það starfsfólk. Þetta bara stenst ekki
nánari skoðun því skrifstofan í Borgarnesi vann
14% af öllum verkefnum sem tengjast skrán-
ingu og mati fasteigna á landsvísu, en við vor-
um með 5% af vinnuaflinu þannig að við vorum
að leysa helmingi fleiri verkefni á hvert stöðu-
gildi. Auk þess vorum við með langlægsta
rekstrarkostnaðinn í þessu útibúi hérna, 2,46%
af heildarútgjöldum og með langlægsta rekstr-
arkostnaðinn á hvert unnið verk. Alls voru unn-
in um 2.600 verkefni á árinu 2007 fyrir sveit-
arfélög og einstaklinga, sem hér eftir munu búa
við mun lakari þjónustu en verið hefur.“
Stjórnarþingmenn hafa
sýnt málinu tómlæti
Ingimundur telur að stjórnarþingmenn hafi
sýnt málinu ákaflega mikið tómlæti. ,,Ég fékk
viðbrögð frá nánast öllum sveitarfélögum á
Vesturlandi og Vestfjörðum og þau sendu bréf
til að mótmæla þessari ákvörðun og ég veit að
samantektin mín var lögð fyrir ráðherra, sem
hafði byggt ákvörðun sína á öðrum upplýs-
ingum, og þrátt fyrir að enginn hafi hrakið mín-
ar upplýsingar í samantektinni ákvað ráðherra
að halda sig við ákvörðunina um að loka,“ segir
Ingimundur og bætir við að hann skilji ekki
tómlæti þingmanna á annan veg en þeir séu
þessu samþykkir. Skýrt stendur í stjórnarsátt-
málanum að það eigi að flytja og fjölga störfum
úti á landi. ,,Það vakti með mér bjartsýni og ég
vonaði að störf yrðu flutt hingað, þannig að það
er ekki hægt að líta þetta í stjórnarsáttmál-
anum öðruvísi en sem markleysu. Eftir að hafa
kynnst innviðum Fasteignamatsins á stofnunin
fyrst og fremst við stjórnunar- og skipulags-
legan vanda en ekki rekstrarlegan. Það er ótrú-
legt að búa við það á 21. öldinni að forstjórar
ríkisstofnana séu ráðnir á pólitískum for-
sendum en ekki faglegum. Þegar menn eru
ráðnir fyrir slíka verðleika verða ákvarðanir
alltaf í samræmi við það. Opinber rekstur líður í
alltof miklum mæli fyrir það að hinir pólitísku
flokkar eru að koma sínum mönnum að sem
stjórnendum. Síðan eru ekki fagleg sjónarmið
ráðandi við ákvarðanatöku, heldur eins og í
þessu tilviki, þar sem engin rök eru, geðþótta-
ákvörðun sem síðan er varin af ráðherra. Það
er algjörlega óþolandi að ríkisstofnanir séu í
gíslingu pólitískra afla,“ segir Ingimundur.
Hann hefur starfað á skrifstofu FMR á Vest-
urlandi og Vestfjörðum í 13 ár og segir það í
rauninni forréttindi og mikill skóli að hafa feng-
ið að kynnast landsvæðinu og öllu því ágæta
fólki sem hann hefur verið í samskiptum við.
,,Þetta hefur verið lærdómsríkur og skemmti-
legur tími, og maður hefur aflað sér mikillar
þekkingar og reynslu á þessu svæði. Það er
auðvitað viss söknuður að starfinu, ég hef eign-
ast ágæta félaga hjá FMR, í það heila tekið
starfar þar gott fólk. Við Kristín göngum líka
stolt frá okkar verkum hjá FMR. Svo er það
alltaf þannig að allar breytingar bjóða líka upp
á ný og spennandi tækifæri, öllum er hollt að
endurmeta stöðu sína og það mun ég gera, enda
reynslunni ríkari eftir þessa undarlegu
reynslu.“
Engin rök fyrir
lokun skrifstofu
FMR í Borgarnesi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Starfsmenn Svæðisskrifstofu Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi verður lokað á næstunni.
Kristín Valgarðsdóttir matsfulltrúi og Ingimundur Grétarsson störfuðu á skrifstofunni.