Morgunblaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 29
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-
16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl.
13.30-15.30.
Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16,
opin handavinnu- og smíðastofa kl.
9-16, söngstund kl. 10.30, félagsvist
kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbburinn
„Ég man þá tíð“ kl. 13.30. Slök-
unarnudd (s. 535-2760), almenn
handavinna, lífsorkuleikfimi, morg-
unkaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, hádeg-
isverður, bútasaumur, kaffi. Á morg-
un, þriðjud. 29. apríl, kl. 14.45 mun
barnakór Háteigskirkju syngja sum-
arlög fyrir kaffigesti.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand-
mennt opin kl. 9-12, leiðb/Halldóra,
leikfimi kl.10, leiðb/Guðný Helgadótt-
ir. Myndlistarnámskeið kl.13-16, leiðb/
Hafdís og brids kl. 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan Gullsmára 9 er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30. Sími 554-1226. Skrifstofan í
Gjábakka er opin á miðvikudögum kl.
15-16. Sími 554-3438. Félagsvist er í
Gjábakka í miðvikudögum kl. 13 og
föstudögum kl. 20.30 en í Gullsmára
á mánudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Ferð um Vatnsleysuströnd –
Voga – Njarðvíkurnar – Keflavík-
urflugvöll – Keflavík – Garðskaga –
Sandgerði – Hafnir – Reykjanesvita
og Grindavík verður farin föstudag-
inn 2. maí. Brottför frá Gjábakka kl.
9.45 og Gullsmára kl. 10. Kvöldmatur
í Grindavík. Skráningarlistar í fé-
lagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línu-
danskennsla kl. 18, samkvæmisdans,
byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, boccia kl. 9.30,
lomber og canasta kl. 13.15 og skap-
andi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 11.40,
hádegisverður, brids og handavinna
kl. 13, Félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ
| Vatnsleikfimi kl.8, kvennaleikfimi kl.
9-9.45, 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30,
boccia kl. 10.30, gönguhópur kl. 11.
Tekið á móti munum á vorsýningu fé-
lagsstarfsins í Jónshúsi kl. 10-16.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof-
ur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréút-
skurður og fjölbreytt handavinna.
sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug kl. 9.50. Frá hádegi spilasalur
opinn, kóræfing kl. 14.20. Á morgun
kl. 13.15 er lagt af stað í rútu á sam-
ráðsfund í Ráðhúsinu, skráning á
staðnum og s. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Furugerði
1. Í dag kl. 9, alm. handavinna, bók-
band. kl. 13.15, leikfimi og kl. 14, fram-
haldssagan. kl. 15, kaffiveitingar
Hraunbær 105 | Handavinna og út-
skurður kl. 9, bænastund kl. 10, há-
degismatur, myndlist kl. 12, kaffi.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa
kl. 9-16 hjá Sigrúnu, kortagerð,
handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11,
Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13-
16.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport-
húsinu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma
554-2780.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun
þriðjudag er sundleikfimi í Graf-
arvogssundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund
og spjall, Sigurrós kl. 10.30, hand-
verks- og bókastofa kl. 11.30, kaffi-
veitingar kl. 14.30, söng- og sam-
verustund kl. 15. Hárgreiðslustofa
sími 552-2488, fótaaðgerðastofa
sími 552-7522.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og
vinnustofa í handmennt opnar kl. 9-
16, boccia kl. 10. Nýtt símanúmer á
skrifstofu 411-2760. Hárgreiðslu-
stofa Erlu Sandholt, sími: 588-1288.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Brids kl. 19 í fé-
lagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16,
handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl.
11, leikfimi kl 11.45, hádegisverður,
kóræfing kl. 14.30, kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband, morgunstund kl.
9.30, boccia kl. 10, upplestur kl.
12.30, handavinnustofan opin allan
daginn, söngur kl. 10.30, frjáls spila-
mennska kl. 13.
Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi er á
staðnum fyrsta mánud. í mán. kl. 10.
Salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15,
boccia kl. 14, kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður
með bænastund/morgunsöng á Dal-
braut 27, kl. 9.30 í dag.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12
ára kl. 17-18 í Grafarvogskirkju og
Húsaskóla. Æskulýðsfélag fyrir ung-
linga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvogs-
kirkju.
Kristniboðssalurinn | Fundur í kvöld
kl. 20 í Kristniboðssalnum Háaleit-
isbraut 58-60. Ræðumaður dr. Kjart-
an Jónsson.
Laugarneskirkja | Morgunbæn í
kirkjunni kl. 8.
80ára afmæli. Í dag, 28.apríl, er áttræður
skipasmiður úr Hólminum,
Erlingur Viggósson.
dagbók
Í dag er mánudagur 28. apríl, 119. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og
við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.)
Dagsbrúnarfyrirlesturinnverður fluttur á miðviku-dag, kl. 16 á 4. hæð JL-Hússins, Hringbraut 121.
Fyrirlesarar eru tveir að þessu
sinni. Þorgrímur Gestsson blaða-
maður og rithöfundur mun flytja er-
indið Öryggissjóður verkalýsðins –
sagnfræði eða rannsóknarblaða-
mennska? og Hörður Zophaniasson
erindið Aldarsaga Hlífar. Þorgrímur
og Hörður hafa báðir nýlega gefið út
bækur þar sem skoðuð eru efni
tengd verkalýðsmálum.
Þorgrímur fjallar um bók sína, Ör-
yggissjóður verkalýðsins, sem kom
út fyrir réttu ári og sagði blaða-
manni frá inntaki erindis síns: „Í
fyrri hluta fyrirlestrarins fjalla ég
um sagnfræðileg vinnubrögð, og
velti fyrir mér mismunandi aðferð-
um blaðamanns annars vegar og
sagnfræðings hins vegar þegar
skrifað er um sögu,“ segir hann.
„Sagnfræðingar með akademíska
menntun hafa óneitanlega umfram
blaðamenn að hafa lært sagn-
fræðikenningar og vinnubrögð stétt-
arinnar. Blaðamaðurinn, sem skrifar
um sagnfræðilegt efni, nálgast það
hugsanlega öðruvísi að afla heimilda
og vinna úr þeim, og rekja söguna
með aðgengilegum hætti. Vaknar sú
spurning til hverra skrif þessara
tveggja stétta eigi erindi, og hvað
greini að afrakstur erfiðis þeirra.“
Í seinni hluta fyrirlestrarins skoð-
ar Þorgrímur nánar sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar: „Ég velti því meðal
annars fyrir mér hvernig atvinnu-
leysistryggingasjóður hefur fjar-
lægst verkalýðshreyfinguna. Áður
voru það verkalýðsfélögin sem borg-
uðu út atvinnuleysisbætur og héldu
skrá yfir atvinnuleysi, en nú eru það
svæðisbundnar atvinnumiðlanir á
vegum sveitarfélaganna sem gegna
því hlutverki,“ segir hann. „Vaknar
sú spurning hvort valdið hefur fjar-
lægst fólkið, og menn hafa jafnvel
spurt hvað orðið hafi um verkalýðs-
hreyfinguna, hvort hún sé horfin. Nú
þegar þegar hætta er á þrengingum
í þjóðarbúinu er svo gaman að
spyrja hvort verkalýðshreyfingin
komi aftur í leitirnar, og hvort fólkið
í landinu þurfi á henni að halda.“
Dagsbrúnarfyrirlesturinn er öll-
um opinn og aðgangur ókeypis. Að
fyrirlestrinum standa Bókasafn
Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag, og
Reykjavíkurakademían.
Fræði | Árlegur fyrirlestur Bókasafns Dagsbrúnar verður á miðvikudag
Ráða fræði eða frásögn?
Þorgrímur
Gestsson fæddist
1947 og ólst upp
í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Hann lauk kenn-
araprófi frá
Kennaraskól-
anum 1967 og
stundaði nám í
tvo vetur við Blaðamannaskólann í
Osló. Þorgrímur starfaði við
kennslu, en síðar við blaða-
mennsku og hefur unnið við blöð
og útvarp. Hann hefur síðustu 13
ár unnið við sjálfstæð ritstörf.
Þorgrímur á tvær dætur og eitt
barnabarn.
Tónlist
Grensáskirkja | Árlegir vortónleikar Ála-
fosskórsins verða haldnir í dag kl. 16 og
mánudaginn 28. apríl í Bókasafni Mosfells-
bæjar kl. 20.30. Stjórnandi Álafosskórsins
er Helgi R. Einarsson. Meðleikari er Arn-
hildur Valgarðsdóttir, píanó.
Fyrirlestrar og fundir
Eirberg | Í dag flytur Ingibjörg Hjaltadóttir
lektor við HÍ og sviðsstjóri á öldrunardeild
LSH erindið Flytja aldraðir of fljótt á hjúkr-
unarheimili á Íslandi? Málstofan RSH er í
stofu C-201, 2. hæð, Eirbergi, Eiríksgötu
34 og er öllum opin. Bent er á bílastæði
sunnan við gömlu Hringbrautina.
MEÐLIMIR rússnesku rétt-
rúnaðarkirkjunnar héldu
páskana hátíðlega um
helgina. Samkvæmt páska-
hefð í Rússlandi á fólk að
heilsast þennan dag með
orðunum „Kristur er uppris-
inn,“ kyssast svo þrisvar og
skiptast á rauðmáluðum
eggjum.
Í borginni Stavropol í suð-
vesturhluta Rússlands hafði
þessi strákur komið sér vel
fyrir á góðum stað og fylgd-
ist með guðsþjónustu í til-
efni dagsins.
Páskar í Rússlandi Atvinnuauglýsingar
Litlulaugaskóli – Laugum,
Suður - Þingeyjarsýslu
Lausar kennarastöður
Kennara vantar við Litlulaugaskóla í eina og
hálfa stöðu næsta vetur. Um er að ræða bekkj-
arkennslu á mið- og/eða unglingastigi, kennslu
í smíði og dönsku.
Litlulaugaskóli sem er staðsettur á Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu er fámennur skóli með
rúmlega 40 nemendur. Í skólanum er því sam-
kennsla árganga mikil sem og samstarf við
önnur skólastig, bæði leik- og framhaldsskóla
ásamt því sem unnið er að spennandi
þróunarverkefnum.
Umsóknarfrestur er til 14. maí.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
464 3166 og 464 3167.
Baldur Daníelsson, skólastjóri.
Félagslíf
MÍMIR 6008280419 l°
I.O.O.F. 19 18804288 I.O.O.F. 10 1894288 f.l.
HEKLA 6008042819 IV/VV LF.
Raðauglýsingar
FRÉTTIR
SÓL Á Suðurlandi skorar á Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að
hafna umsóknum Landsvirkjunar
um virkjanaleyfi í Þjórsá. Þá skora
samtökin á sveitarstjórnir að hafna
framkvæmdaleyfum og minna á lof-
orð sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps um að setja virkjun
ekki inn á aðalskipulag fyrr en sam-
ið hefði verið við landeigendur.
„Landsvirkjun ætlar að byrja að
virkja Þjórsá, jafnvel þótt samn-
ingum við landeigendur sé ólokið,“
segir í ályktun samtakanna. „Eign-
arnám vatnsréttindahafa við Þjórsá
blasir því við, þvert á gefin loforð
ráðamanna, nema ráðherrar Sam-
fylkingar grípi inn áður en það verð-
ur of seint. Ráðherrar Samfylking-
arinnar hafa ítrekað lýst því yfir að
eignarnám komi ekki til greina
vegna virkjana í neðri hluta Þjórsá.
Þeir hljóta því að stöðva slík áform
strax: Landsvirkjun hefur tímasett
framkvæmdir við virkjanir í neðri
hluta Þjórsár. Tímasetningarnar
hafa þó aðeins verið kynntar sveit-
arstjórnarmönnum en ekki almenn-
ingi. Sérstaka athygli vekur að
Landsvirkjun ætlar að sækja um
virkjanaleyfi til iðnaðarráðherra
vegna Hvamms- og Holtavirkjunar
nú á næstu vikum og vegna Urr-
iðafossvirkjunar í ársbyrjun 2009.
Sækja á um framkvæmdaleyfi til
sveitarstjórna fyrir Hvamms- og
Holtavirkjun í sumar og fyrir Urr-
iðafossvirkjun í mars á næsta ári.
Samningum við landeigendur á að
ljúka í júlí á næsta ári.“ Í áskorun
samtakanna segir að þetta hafi kom-
ið fram á fundi Landsvirkjunar með
sveitarstjórnarmönnum í byrjun
apríl.
Skora á Össur
að hafna
leyfum
ÁSTÞÓR Magnússon hefur sent frá
sér tilkynningu þar sem fram kem-
ur m.a. að hann hyggst ekki taka
þátt í forsetakosningum í sumar.
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að Ástþór telur að forseti Ís-
lands gæti gegnt forystuhlutverki í
friðarmálum á alþjóðavettvangi „…
og lagt grunninn að nýjum og betri
heimi fyrir komandi kynslóðir. […]
Þótt margir hafi verið til að for-
dæma mig og hugmyndir mínar um
að virkja Bessastaði til friðarmála
hefur hugmyndafræðin byrjað að
skila sér í þjóðarvitundina,“ segir
m.a. í tilkynningunni.
Ástþór ekki
í framboð