Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is MARKMIÐ nýundirritaðs samn- ingsins er að færa grunnlaun og starfskjör kennara nær launum ann- arra háskólamenntara starfsmanna, sem sinna sambærilegum störfum, og gera þau þannig samkeppnishæf- ari. Áætlað er að launakostnaður sveitarfélaga vegna samningsins aukist um 1,2 milljarða kr. en hann gildir í eitt ár. Gott sem fyrsta skref Í samningnum er stefnt að því að ná fyrrnefndri jöfnun í nokkrum áföngum. Laun grunnskólakennara hækka um 25 þúsund kr. 1. júní og um níu þúsund kr. 1. ágúst auk þess sem uppbyggingu launatöflu verður breytt til hagsbóta fyrir yngri kenn- ara. 1. október munu öll starfsheiti hækka um einn launaflokk og 1. jan- úar 2009 hækka laun um 2,5%. Þrjár fyrstnefndu hækkanirnar, sem eru fyrir þá sem ekki hafa notið yfirborg- ana, nema samtals um 15-23% á grunnlaun eftir aldurshópum. „Við settum okkur ákveðin mark- mið núna að jafna laun okkar við aðr- ar háskólamenntaðar stéttir, þá hópa sem við berum okkur saman við. Það tekst þarna á þessu eina ári þannig að við erum bærilega sáttir við þetta sem fyrsta skref,“ segir Ólafur Lofts- son, formaður Félags grunnskóla- kennara. Nýjung á vinnumarkaði Karl Björnsson, formaður samn- inganefndar Launanefndar sveitar- félaga, segist vona að þessi samn- ingur verði til þess að kennarar sem hafa horfið til betur launaðra starfa á öðrum sviðum snúi nú aftur til kennslunnar. Þeir kennarar sem um ræðir eru yfirleitt ungir en með þess- um samningi er áhersla lögð á hækk- anir til þeirra yngstu, sem hafa verið þeir lægst launuðu, og segir Karl það til þess fallið að auðvelda nýliðum í stéttinni. Í tilkynningu, sem var gefin út vegna samningsins, kemur fram að Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari hafi á óformlegan hátt fyrir um einu og hálfu ári leitt saman nú- verandi formenn samninganefnda að- ila í þeim tilgangi að finna leiðir til að bæta samskipti þeirra og taka upp ný vinnubrögð í kjaraviðræðum. „Ég er alveg afskaplega ánægður með þessa þróun í samstarfi við forystu kenn- aranna. Þetta er í raun og veru nýj- ung hjá okkur að taka upp svona fag- leg vinnubrögð því það hafa þau því miður ekki alltaf verið,“ segir Karl og vísar í það þegar samningaviðræður fóru út um þúfur og sjö vikna verkfall brast á haustið 2004. Ný vinnubrögð „Samstarfið var ekki jafngott og það hefði átt að vera en núna höfum við tekið upp ný vinnubrögð og það gefur tilefni til að ætla að þau haldi áfram,“ segir Karl en hann segir það í raun vera algera nýjung á vinnu- markaðinum að tekist hafi að skrifa undir nýjan kjarasamning mánuði áður en sá eldri rennur út. Spurður um þessi nýju vinnubrögð segir Karl þau felast í því að báðir að- ilar setji sér sameiginleg markmið og finni í kjölfarið leiðir að þeim. „Við höfum unnið saman að gagna- öflun, gert alls konar samanburð- arrannsóknir á launakjörum og gert rannsóknir á launamyndun kennara í samburði við launamyndun í öðrum kjarasamningum. Við höfum smám saman reiknað okkur niður á þessa niðurstöðu, ann- ars vegar að hækka sérstaklega laun þeirra yngstu og síðan að jafna launin almennt við sambærilega há- skólahópa. Laun grunnskólakennara gerð sam- keppnishæfari við sambærilegar stéttir Hækka um 15-23% samkv. kjarasamningi milli Félags grunn- skólakennara og Launanefndar sveitar- félaga. Morgunblaðið/RAX Sátt Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, og Karl Björnsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga, takast í hendur. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari fylgist glaðbeittur með. AÐALHEIÐUR Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara (FF), segir það vilja félags- ins að semja aðeins við ríkið til eins árs. „Það hlýtur að vera mjög eðli- legt að semja aðeins til eins árs við þær aðstæður sem núna eru uppi í efnahagsmálum,“ segir Aðalheiður. Samningar FF eru lausir frá og með næstu mánaðamótum. Aðspurð segir Aðalheiður mikilvægt að geng- ið verði frá nýjum samningum áður en skólaveturinn sé úti um mánaða- mótin maí/júní. Spurð hvernig gangurinn sé í samningaviðræðum segir Aðalheið- ur að ljóst megi vera að efnahags- ástandið nú um stundir hafi sett samningaviðræður í ákveðinn hæga- gang. Segist Aðalheiður þó reyna að vera bjartsýn. „En miðað við hvernig þetta hefur gengið til þessa þarf mikið trukk að komast í málin til þess að þetta hafist.“ Ríkið tjáir sig ekki Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar rík- isins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. FF vill semja til eins árs Hægagangur í samningaviðræðum GRUNNSKÓLAKENNARAR eru lægst launaðir kenn- ara í Kennarasambandi Íslands (KÍ). Í október 2007 voru meðalgrunnlaun grunnskólakennara rúmar 242 þúsund kr. „1. janúar 2009 verða allar hækkanir komn- ar fram. Þá verða meðalgrunnlaunin komin úr 242 þús- undum í rúm 300 þúsund,“ segir Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakennara. Undirbúningur að gerð kjarasamningsins hófst fyrir um einu og hálfu ári en formlegar samningaviðræður hófust í febrúar. „Við afgreiddum öll önnur mál en launaliðinn og settumst síðan í hann fyrir u.þ.b. hálfum mánuði og síðan höfum við verið að skiptast á skoð- unum, tölum og vangaveltum um þetta atriði og nú er það frá og þetta er niðurstaðan.“ Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir KÍ töldu grunnskólakennarar að laun þeirra þyrftu að hækka um 46% til að teljast sanngjörn. Til saman- burðar töldu framhaldsskólakennarar að laun þeirra þyrftu að hækka um 24%. Setja þarf raunhæf og eðlileg markmið Ólafur segir að miðað við þá tölu megi segja að þeim hafi tekist að komast hálfa leið. „Það gefur auðvitað auga leið að með eins árs samning í höndunum væri það auðvitað aldrei möguleiki að fara alla leið, það er eitt að setja sér raunhæf og eðlileg markmið í kjara- viðræðum og svo hitt að meta hvað manni finnst eðli- legt að maður fái greitt fyrir starfið sitt. Þarna erum við lögð af stað, þarna er þessi áfangi kominn og síðan er bara að halda áfram.“ Samningurinn tekur gildi 31. maí nk. og gildir í ár. Samþykkt hefur verið að sá samningur sem þá tekur við renni út á sama tíma og kjarasamningar annarra stéttarfélaga starfsmanna sveitarfélaga. Lægst launuðu kennararnir innan KÍ STURLA Jónsson, talsmaður at- vinnubílstjóra, hefur falið lögfræð- ingi að undirbúa kæru á hendur lögreglunni vegna skemmda á vörubíl Sturlu og annars tjóns sem Sturla telur sig hafa orðið fyrir vegna aðgerða lögreglunnar við Norðlingaholt á dögunum. Hann sagði að ökutækinu hefði verið lög- lega lagt á hvíldarstæði Vegagerð- arinnar utan við þjóðveginn. Bíllinn er enn í vörslu lögregl- unnar. Sturla sagðist ekki hafa skoðað bílinn sjálfur og kvaðst ekki mundu sækja hann fyrr en kæran hefði verið lögð fram og búið væri að meta tjónið á bílnum. Hann átti von á að það gæti orðið á næstu dögum. Sturla sagði að lögreglan hefði brotið hliðarrúðu úr bílnum, tekið af honum drifskaftið, losað upp á hemlabúnaði og síðan rykkt í bílinn og dregið með öðrum hætti en framleiðandi mælir fyrir um. Þá sagði Sturla eftir að skoða hvernig farið var að því að losa stýrislás bílsins og hvort sá búnaður hefði skemmst. Sturla kvaðst ætla að láta hornamæla bílinn til að kanna hvort hann hefði skekkst við aðfarir lög- reglunnar. Ef bíllinn reyndist ekki hafa skekkst sagði Sturla að aðrar viðgerðir og vinnutap næmi nokkr- um hundruðum þúsunda króna. Sturla sagði að sér þætti skrýtið að hvorki fjármögnunarfyrirtækið sem fjármagnaði kaupin á bílnum né heldur tryggingarfélag bílsins vildu taka nokkurn þátt í málinu. Ætlar að kæra lögregluna Morgunblaðið/Júlíus Skemmdir Sturla Jónsson ætlar að láta kanna hvort bíll hans hornaskekkt- ist við aðfarir lögreglunnar. RÍKISSTJÓRNIN hyggst leggja fjórar milljónir króna í aðgerðir til þess að stemma stigu við verðlags- hækkunum. Þetta tilkynnti viðskipta- ráðuneytið í gær en ráðuneytið segir að sökum lækkunar á gengi íslensku krónunnar og hækkunar hrávöru- verðs á alþjóðlegum mörkuðum hafi skapast nokkur þrýstingur til verð- hækkana. „Nauðsynlegt er að gripið verði til víðtækra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun og draga úr hraða verðbólgu næstu misseri,“ segir í tilkynningu ráðu- neytisins. Ráðuneytið hafi farið ítar- lega yfir þá þætti sem undir ráðu- neytið heyri. Hafi Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fundað með fulltrúum hagsmunahópa neyt- enda og launþega; Neytendasamtök- unum, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, fulltrúum verslunarfyrirtækja og birgja, Samtökum verslunar og þjón- ustu, Félagi stórkaupmanna og Sam- tökum atvinnulífsins sem og Neyt- endastofu. Að tillögu viðskiptaráðherra hafi verið ákveðið að ráðast í fimm meg- inaðgerðir. Í fyrsta lagi felur ríkis- stjórnin hagdeild Alþýðusambands Íslands að sjá um sérstakt átak í verðlagseftirliti og fylgjast með þró- un vöruverðs með tíðari hætti en áður og miðla niðurstöðum sínum til al- mennings. Í öðru lagi fer Neytenda- stofa í sérstakt átak í eftirliti með verðmerkingum á vöru og þjónustu og endurskoðar þær reglur sem gilda um verðmerkingar. Í þriðja lagi verð- ur skipaður sérstakur starfshópur fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðu- neytis til að endurskoða reglur um netverslun, einkum við önnur lönd á EES-svæðinu, með það að markmiði að auka samkeppni og lækka vöru- verð. Neytendur virkjaðir Ráðist verður í kynningarátak í samstarfi við Neytendasamtökin til að virkja neytendur betur á vöru- markaði, hvetja þá til að gera verð- samanburð, koma ábendingum um verðlag til Neytendastofu og Neyt- endasamtaka og gæta að eigin hags- munum við kaup á vöru og þjónustu. Ennfremur verður leitað samstarfs við Samtök verslunar og þjónustu um aukna hagræðingu í verslunarrekstri. Fjórar milljónir í aðgerðir gegn verðhækkunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.