Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 21 SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN er Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni Framsóknarflokks- ins, ofarlega í huga í grein í Morg- unblaðinu þann 25. apríl. Þar gerir þingmaðurinn „verulega at- hugasemd“ við ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varafor- manns Sjálfstæð- isflokkisins og menntamálaráðherra, sem hélt því réttilega fram nýverið í sjón- varpsþætti að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ávallt verið leiðandi í utanríkispólitík Ís- lendinga. Sú fullyrð- ing var utanrík- isráðherranum fyrrverandi alls ekki að skapi og heldur hún því fram í um- ræddri grein að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi þvert á móti alla tíð verið helsti dragbítur þjóðarinnar hvað varðar stórar ákvarðanir í utanrík- ismálum. Þetta er nýmæli hjá þingmann- inum og virðist fyrst og fremst byggjast á óánægju hennar með að ekki gangi hraðar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Innan hennar eigin flokks eru þó ekki síst skiptar skoðanir um þetta mál, eins og oft hefur komið fram af hálfu Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. Varaformað- urinn ætti því kannski að byrja á því að rækta garðinn sinn og tryggja að formaður eigin flokks tali ekki „gegn meirihluta þjóð- arinnar og meirihluta eigin flokks“, svo hennar eigin orð séu notuð. Getur verið að varaformaður Framsóknarflokksins sé að nota gömlu Albaníuaðferðina og að pirr- ingur hennar beinist í raun að eigin formanni? En Valgerði Sverrisdóttur til fróðleiks og upprifjunar þá má nefna að meðal þeirra stóru utan- ríkismála sem afgreidd hafa verið í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins í gegnum tíðina eru aðildin að NATO, innganga Íslands í EFTA og svo EES- samningurinn sem var samþykktur árið 1993 og tók gildi árið 1994. Á því kjörtímabili var Framsóknarflokk- urinn í stjórnarand- stöðu, líkt og nú. Hin Evrópusinnaða Val- gerður sat einmitt á þingi þá en kaus að sitja hjá þegar greidd voru atkvæði um EES-samninginn. Aðrir Framsóknarmenn gerðu slíkt hið sama eða börðust hatrammlega gegn samningnum. Það má því velta fyrir sér hvað Valgerður eigi við með að vera dragbítur. Minnisleysi og dylgjur Það er svo sérstakt rannsókn- arefni hvernig þingmenn Fram- sóknarflokksins hver á fætur öðr- um virðast markvisst gleyma því að flokkurinn átti aðild að rík- isstjórn í 12 ár, frá árinu 1995- 2007. Það eitt gæti skýrt fáránlega söguskýringu Valgerðar Sverr- isdóttur á samstarfinu við Banda- ríkjamenn, því eins og allir vita sem tekið hafa þátt í ríkisstjórn- arsamstarfi fyrr og nú, þá er slík stefna ekki tekin af öðrum flokkn- um í andstöðu við hinn. Ég minnist þess heldur ekki að framsókn- armenn hafi á þeim tíma haft uppi hávær mótmæli við þá að- ferðafræði. Niðurstaða viðræðn- anna við Bandaríkjamenn og far- sæl lausn þeirra mála virtist að minnsta kosti ekki vera í andstöðu við stefnu utanríkisráðherrans Val- gerðar Sverrisdóttur þegar hún stillti sér glaðbeitt upp á myndinni með Geir H. Haarde, forsætisráð- herra og Condoleezzu Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington haustið 2006. Hvað varðar ósmekklegar dylgj- ur þingmannsins um vinnumóral og sendiherraskipanir þá dæma þær sig sjálfar. Þó má geta þess að Geir H. Haarde skipaði í sinni utanrík- isráðherratíð þrjá embættismenn í ráðuneytinu sem sendiherra, tvær konur og einn karl. Ef mig ekki misminnir lagði Valgerður Sverr- isdóttir þáverandi utanrík- isráðherra ofuráherslu á að bæta stöðu kvenna í utanríkisráðuneyt- inu. Ég hefði því haldið að hún gæti að minnsta kosti talið forvera sínum það til tekna að hafa gert betur en hún sjálf í þeim efnum. Valgerður og dragbíturinn Ragnheiður Elín Árnadóttir svarar grein Valgerðar Sverrisdóttur » Getur verið að vara- formaður Fram- sóknarflokksins sé að nota gömlu Albaníu- aðferðina og að pirr- ingur hennar beinist í raun að eigin formanni? Ragnheiður E. Árnadóttir Höfundur er alþingismaður. NÝLEGA fóru fram umræður milli þingmanna í sjónvarpi um ímyndað flug á vegum banda- rískra stjórnvalda um íslenskt flug- umráðasvæði með fanga til pyntinga og auglýsingar í barnatíma sjón- varps. Umræður þessar voru allbroslegar í ljósi þess að alþing- ismenn hafa sett leikreglur fyrir fjöl- miðla á Íslandi. Leikreglur þessar settar af alþing- ismönnum eru þann- ig úr garði gerðar að þær veita svo- kölluðum ljós- vakafjölmiðlum, út- varpi og sjónvarpi, ótakmarkaða heim- ild til að stunda andlegar pyntingar á Íslendingum. Verður það því að teljast meiri háttar hræsni af þingmönn- um að ræða um í sjónvarpi ímyndaðar pyntingar sem þeir telja að séu stund- aðar af starfs- mönnum annarra stjórnvalda þegar þeir sjálfir setja leikreglur (lög) sem heimila andlegar pyntingar á eigin þegn- um. Sú ósvífni Alþingis (kjörinna fulltrúa) að heimila andlegar pyntingar á landsmönnum með stjórnlausu flóði misheimskulegra auglýsinga í sjónvarpi og útvarpi er til þess fallin að afskrifa allt sem kallast getur virðing þegn- anna fyrir löggjafarsamkundu hins íslenska lýðveldis. Landslýður hafði í þögn og þol- inmæði horft fram hjá auglýs- ingum á meðan þeim var stillt í hóf og voru ekki aðalatriðið í út- sendingum þessara miðla einkum sjónvarps. Nú með þeirri ósvífni sem viðhöfð er af ráðamönnum þessara fyrirtækja að rjúfa dag- skrárþætti til þess að berja á landslýð með auglýsingaþrugli, sem enginn nennir að horfa á eða hlusta á, er kominn tími til að spyrna við fótum. Framkoma ráðamanna þessara fyrirtækja sem ráða yfir fjölmiðlum miðast eingöngu að því að auðgast án til- lits til afleiðinga fyrir aðra. Það verður því að teljast all- undarleg framsetning að skylda þegnana til að greiða til ríkissjón- varpsins lögboðin gjöld fyrir vöru sem á að vera menningaraukandi en reynist síðan vera andlegar pyntingar af verstu tegund og kallaður heilaþvottur. Þessir umræddu fjölmiðlar hafa flutt ómældar fréttir af andlegum pyntingum á föngum í Norður Kóreu og Viet Nam á árum áður. Þessar sömu stofnanir stunda nú ógeðfelldustu pyntingar á lands- lýð með stjórnlausu auglýs- ingaflóði sem landsmenn vilja ekki sjá né heyra af. Mikið hefur verið hæðst að landsmönnum fyrir flakk á milli sjónvarpsstöða þegar auglýsingar birtast skyndilega á skjánum. Þar kemur fram hinn augljósi flótti landsmanna frá hinum andlegu pyntingum sem alþingismenn hafa velt yfir á lands- lýð. Mesta furðu vekur að umrædd heimild til handa ljósvakafjöl- miðlum til hinna and- legu pyntinga á lands- lýð er tilkominn vegna eigin hagsmuna þing- manna. Eiginhags- muna þingmanna sem koma fram í ódýrum auglýsingum á fram- boði þeirra fyrir hverjar kosningar. Svo virðist sem um sam- antekin ráð allra þing- flokka hafi verið að ræða um að nýta heilaþvottatæknina, sem misnotkun á ljós- vakafjölmiðlum er, til að létta frambjóð- endum hinn óheyri- lega kostnað sem for- kosningar flokkana leiða af sér. Afsaka má auglýs- ingar í prentmiðlum því hverjum og einum er í sjálfsvald sett að lesa það bull sem stór hluti auglýsinga er. Þeir sem ekki vilja lesa bullið fletta aðeins lengra í blaðinu. Annað er með ljós- vakafjölmiðlana. Þar er um af- þreyingarefni öðru nafni skemmtiefni sem er ýmist fróð- leikur eða leikinn ímyndaður söguþráður og ekki hægt að fletta fram hjá auglýsingabullinu sem þröngvað er inn á heimili fólks með siðferðilega röngum hætti. Gáfnaljósin í þingheimi hafa látið hafa eftir sér að landsmenn geti slökkt á tækinu ef þeir ekki vilji horfa á auglýsingar. Það er rétt að sumu leyti, en er siðferðilega rangt að krefjast slíks af þessum misvitru mönnum á meðan landsmenn eru skyldaðir til að greiða fyrir það sem þeir vilja ekki. Landsmenn eiga rétt á að fá að horfa á þá dagskrárliði sem boðið er upp á í þessum fjölmiðlum án þess að útsendingar séu rofnar með auglýsingum. Á skilyrð- islaust að banna að rjúfa dag- skrárliði til að koma að auglýs- ingum. Landsmenn geta farið og gengið örna sinna í auglýs- ingaflóðinu á milli atriða í sjón- varpi. Það eru aðeins þingmenn sem þurfa að fara og pissa á 10- 15 mínútna fresti sem líður á milli auglýsinga. Landsmenn eiga einnig kröfu um að auglýsingar í ljósvakafjölmiðlum verði stórlega takmarkaðar. Það eru ekki aðeins börn sem verða fyrir andlegum pyntingum í auglýsingaflóði sem þingmenn á Alþingi hafa heimilað heldur meiri hluti landsmanna. Siðferði þingmanna Kristján Guðmundsson fjallar um auglýsingar í fjölmiðlum Kristján Guðmundsson »Eru ímynd- aðar pynt- ingar á vegum erlendra stjórn- valda áhuga- verðara um- ræðuefni en andlegar pynt- ingar sem þing- menn hafa heimilað á eigin þegnum. Höfundur er fv. skipstjóri. TILVERAN er kvika sem hníg- ur, stígur og stundum gýs hún. Í raun veit maður aldrei hvenær hún gýs. Ég held að aðallinn í Frakk- landi hafi verið mjög hissa á Ba- stilludeginum á sínum tíma. Slík gos geta skilið eftir sig spor. Núna er kvikan að stíga. Yfir 100 þúsund Danir eru í verkfalli, mest konur. Norska ríkisstjórnin ætlar að dæla millj- örðum til að leiðrétta kjör kvenna hjá hinu opinbera. Sænskir hjúkrunarfræðingar krefjast betri kjara og ganga um götur Svía- ríkis. Yfirvofandi er verkfall hjá þeim sænsku á næstunni. Íslenskir kennarar, sem gætu haft hærra kaup við að afgreiða í sjoppu, eru að hefja sínar kjaraviðræður. Flugfreyjur hóta verkfalli. Hópur hjúkr- unarfræðinga og geislafræðinga á Landspítalanum mun hætta störf- um 1 maí. Ástæðan er sú að þeir sætta sig ekki við breytingu á sínu vinnufyrirkomulagi sem hefur í för með sér kjaraskerðingu. Á sama tíma má lesa um pappírspésa sem fá hundruð milljóna í laun fyrir nokkra mánaða vinnu, að sjálf- sögðu pésar með slöngu. Mér er ekki grunlaust um að gos sé í nánd. 1. maí er á þeim árstíma sem náttúran vaknar og blómstrar. Getur hugsast að jafnréttiskjóinn fæðist eftir allt saman? Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí munu tugir hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga á Landspítalanum hætta störfum. Afleiðing þessa verður sú að eingöngu verður hægt að gera bráðnauðsynlegar aðgerðir og rannsóknir. Ef þetta verður nið- urstaðan þá er það vegna þess að ekki hefur tekist að sætta ólík sjón- armið. Þrátt fyrir að konur séu ríkulega búnar af tilfinningagreind virðist það ekki duga í þessu tilfelli. Það er sjálfsögð krafa að ut- anaðkomandi aðili komi að þessum málum sem þriðji aðili og reyni að sætta deiluaðila. Það er algjörlega óásættanlegt að Landspítalinn lam- ist vegna skorts á tilfinninga- greind. Nú hóta flugfreyjur verk- falli. Ég tel það mjög ósennilegt að menn reyni ekki að afstýra því með öllum ráðum og það sama á að gilda um Landspítalann, enda er þar um mun mikilvægari starfsemi að ræða. Ætla æðstu yfirmenn íslenskra heilbrigðismála að láta þetta yfir íslensku þjóðina ganga? Það virðist sem margar kvennastéttir hér og erlendis standi í baráttu þessa dagana og virðist mér meiri hiti í barátt- unni. Að sænskir hjúkrunarfræð- ingar séu á leið í verkfall er merki- legt út af fyrir sig. Það hljómar svolítið slitið að benda á það að þeir sem sinna fjármálum og pen- ingum fá mun betur greitt fyrir sína vinnu. Það er samt augljóst að um verulega tregðu er að ræða þegar á að meta störf kvenna sem sinna einhverju öðru en pappír. Þegar konur fóru út á vinnu- markaðinn á sínum tíma þá sættust þær á mjög lág laun fyrir sína vinnu. Maðurinn var fyrirvinnan og laun kvennanna var búbót. Í dag er reyndin sú að bæði vinna úti fyrir sama kaupi og karlinn vann einn áður fyrir. Því er konan orðin fyr- irvinna eins og karlinn, en ekki bú- bót. Hvað er svona skelfilegt við það að borga konum gott kaup? Ef ég hugsa bara um sjálfan mig, hvað myndi gerast í mínu lífi ef konan fengi góð laun? Fjárhagsábyrgð heimilisins myndi deilast jafnar, þannig gæti ég um frjálst höfuð strokið því ég er ófrjáls sökum þess að ég er karl og aðalfyr- irvinnan. Það ætti að vera eft- irsóknarvert að losna úr þessari prísund. Áður fyrr var það eina hlutverk karlsins að vera fyr- irvinna en hlutverk okkar karla eru orðin mun fleiri og flóknari. Ef makar okkar eru alltaf með búbót- arlaun þá losnum við aldrei úr prís- undinni. Eins fáránlegt og það getur hljómað á íslensku þá er það á ábyrgð stjórnenda að reka fyr- irtæki. Ef stór hópur starfsmanna segir upp vegna óánægju verður að bregðast við því. Stjórnendum finnst sjálfsagt frjálslega farið með uppsagnarákvæði kjarasamninga. Það má vel vera. Aftur á móti er það alltaf mjög stór ákvörðun að segja upp og hefur í för með sér mikið óhagræði fyrir viðkomandi. Til að koma í veg fyrir algjöran trúnaðarbrest og missi á mjög hæf- um starfsmönnum verða menn að endurskoða fyrri ákvarðanir. Sú niðurstaða að Landspítalinn verði óstarfhæfur og ef til vill verði aldr- ei hægt að endurheimta hæfa og góða starfsmenn til baka er óásætt- anleg. Sé hlustað grannt má heyra að konur í mörgum löndum eru orðnar langþreyttar á því að bera bæði börn og sparnað þjóða. Vonandi höfum við gæfu til að hlusta á og skynja þarfir þeirra. Hagur kvenna er allt eins minn. Þannig er það nú bara. Freyjur á förum Gunnar Skúli Ármannsson skrifar um kjör kvenna og uppsagnir á Landspítala »Hvað er svona skelfi- legt við það að borga konum gott kaup? Gunnar Skúli Ármannsson Höfundur er kvæntur og læknir. Sími 551 3010 smáauglýsingar mbl.is UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.