Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 33 ingu við Stórateig í Mosfellsbæ. Ekki var lakara að vera nærri Valda í landi, sami húmor og gleði einkenndi vininn. Tækni- og fjarskiptaþekking hans kom almannavörnum mjög til góða á þessum mikilvægu mótunarárum, þegar grunnurinn var lagður að því skipulagi sem í stórum dráttum hefur dugað til dagsins í dag. Þótt samveru- stundum fækkaði með árunum var vinasambandi ávallt haldið með heim- sóknum og símtölum, þar stóðu fáir Valda framar. Eftir að alvarleg veikindi tóku að hefta hann voru síminn og tölvupóst- ur hans megin sambandsmiðlar. Aðdáunarvert var að fylgjast með æðruleysi hans og dugnaði í erfiðum veikindum. Spaugsemin var hans að- alsmerki og stórvirki voru unnin í söfnun og framsetningu ljósmynda sem tengjast starfsemi og sögu Land- helgisgæslunnar. Langdvalir á Grensásdeild buguðu ekki hinn glað- sinna mann, jákvæðni og glettni voru hans beittustu vopn. En fyrst og síð- ast var Valdi fjölskyldumaður, miklir kærleikar einkenndu fjölskylduna alla. Með fádæmum var sú umönnun, hlýja og nærgætni sem Jóna Magga og börnin sýndu sínum elskaða eig- inmanni og föður í veikindum hans. Megi þau Guðs laun hljóta og hinn ei- lífi kærleiksríki faðir milda þeirra djúpu sorg. Kæri vinur, hafðu alúðar þakkir fyrir áratuga dygga og gefandi vináttu. Minningu þína blessi algóður Guð. Hafþór og Lilja Hjördís. Valdi vinur minn er nú horfinn af sinni lífsbraut eftir margra ára erfiða baráttu við illvíga sjúkdóma. Hans mesta og besta hjálparhella í veikind- um hans var eiginkonan, hún Jóna Magga, og ef hennar kærleika og styrks hefði ekki notið við, þá hefði Valdi ekki sýnt þá bjartsýni og glað- værð sem einkenndu hann til hinsta dags. Þannig sýnir sagan það aftur og aftur að velferð okkar og árangur er ekki hvað síst undir þeim kominn sem næstir standa, þá helst maka og fjöl- skyldu. Valdi flutti til Akraness ungur að árum ásamt foreldrum sínum og systkinum, en foreldrar hans voru merkishjónin þau Lilja Pálsdóttir og séra Jón M. Guðjónsson, sóknar- prestur. Það var mikil gæfa fyrir Akranes þegar þau hjón og börnin þeirra fluttu hingað. Krakkarnir á Kirkjuhvoli voru glaðvær og skemmtileg, en umfram allt listræn, hvert á sinn hátt. Valdi hafði áhuga á söfnun og varðveislu gamalla muna og sagna, eins og séra Jón hafði í svo ríkum mæli, og aðstoðaði hann föður sinn við að afla fanga fyrir Byggða- safnið í Görðum eftir því sem tími og heilsa leyfðu. Eru margir góðir gripir í safninu þangað komnir fyrir til- verknað Valda. Valdimar var mikill unnandi góðrar tónlistar og minnist ég þess að á tíma- bili átti óperumúsík hug hans allan, og hlustaði hann löngum stundum á óp- erusöng af plötum í flutningi ýmissa góðra listamanna. Hann hafði einnig mikla ánægju af að ræða um hin ólík- ustu málefni, og kryddaði hann oftast frásögn sína græskulausum húmor, sem hafði góð áhrif á okkur hina sem nutum samvistar með honum. Alltaf var líf og fjör í návist Valda og kom ég ávallt betri maður af hans fundi, þrátt fyrir að heilsa hans hafi alls ekki gefið tilefni til þess hin sein- ustu árin. Ég vil þakka honum fyrir skemmtilegar samverustundir, bæði á heimili hans og einnig inni á Grens- ási, þar sem hann dvaldi hin síðustu ár, að meira eða minna leyti. Hann nærðist á því að heyra fréttir af Skaganum, mannlífinu þar og einn- ig af gömlu vinunum og hvernig þeim vegnaði. Seinustu árin varð Grensás- inn hans annað heimili en þar er mörg baráttan háð við ill- víga sjúkdóma eða aðra fötlun; sú barátta verður ekki skráð á sögubæk- ur, en minnir okkur á að barlómur og kveinstafir ættu að heyrast sjaldnar frá okkur hinum sem búum við svo góða heilsu sem öðrum er ekki gefin. Kæri vinur, við kveðjumst að sinni og sendum við hjónin Jónu Möggu, börnum og öðrum ættingjum og vin- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jónína og Ásmundur. Ástkær móðurbróð- ir, Óttar Þorgilsson, er látinn. Óttar var sonur hjónanna Halldóru Sigurðardóttur kennara frá Fiskilæk í Melasveit og Þorgils Guðmundssonar kennara og síðar skrifstofustjóra, frá Valdastöðum í Kjós. Fæddist Óttar á menntasetr- inu Hvanneyri 30. mars 1925, elstur þriggja systkina en yngri eru og lifa bróður sinn þau Birgir, fæddur 10.7. 1927 á Hvanneyri, og Sigrún, fædd 27.12. 1931 í Reykholti. Ólst Óttar upp á Hvanneyri til fimm ára aldurs en þá, 1930, flutti fjölskyldan í Reykholt. Skólinn í Reykholti varð starfsvettvangur foreldra hans lungann úr starfsævi þeirra og sam- félagið þar var það umhverfi sem Óttar og systkini hans ólust upp í. Það samfélag hefur verið um margt sérstakt og afar náin tengsl mynd- ast milli þess fólks sem þar bjó og starfaði. Það á ekki síst við um börnin sem ólust þar upp saman á þessum tíma, enda haldast þau tengsl enn í dag. Nánast er sam- bandið við Þráin Kristinsson, en hann er nánast eins og fjórða systk- inið í hópnum. Um Óttar Þorgilsson mætti skrifa heila bók. Í þeirri bók myndi hver kafli endurspegla atburði, staði og þróun í sögu íslensku þjóð- arinnar, samtvinnað viðburðaríku lífshlaupi sögupersónunnar. Hvann- eyri á þriðja áratug síðustu aldar hlýtur að hafa verið einhver áhuga- verðasti staður landsins til dvalar á þeim tíma. Landbúnaðurinn var þá í mikilli framþróun og hægt að segja að þá og þar hafi verið lagður grunnur að hinni gríðarlegu fram- leiðsluaukningu sem varð í íslensk- um landbúnaði um miðja síðustu öld. Reykholt á fjórða áratugnum þegar uppbygging héraðsskólanna er sem mest og í raun er þá lagður grunnur að almennri menntun eins og við þekkjum hana í íslensku samfélagi í dag. Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri á fimmta áratugnum en þar opnuðust stórum hópum nýjar víddir í menntun. Það voru umbrotatímar, síðari heims- styrjöldin stóð yfir, og margt sem hefur haft mótandi áhrif á ungling í MA á þeim árum, en Óttar útskrif- aðist þaðan sem stúdent árið 1943 aðeins 18 ára gamall. Óttar festi ekki hugann við nám í Háskóla Ís- lands, því heimurinn kallaði og út í Óttar Þorgilsson ✝ Óttar Þorgils-son fæddist á Hvanneyri 30. mars 1925. Hann and- aðist á líknardeild Landakotsspítala 22. apríl síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Laugarneskirkju 28. apríl. Jarðsett verður í Reykholti í dag. heim fór hann. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað varð til þess að Óttar fór til Parísar að vinna hjá NATO. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hlýtur að hafa verið hrein æv- intýraþrá. Sú þrá hef- ur eflaust átt rót í uppeldi Óttars því að á fyrri hluta síðustu aldar, í raun á fyrsta fjórðungi aldarinnar, hefur það örugglega ekki verið algengt, eins og það er í dag, að eiga for- eldra sem báðir höfðu verið við nám í útlöndum. Vafalaust hefur starf hans við bandaríska sendiráðið og þá ekki síst kynni hans þar af Betty Lundegren, sem hann síðar kvænt- ist í París, haft mikið að segja. Óttar bjó í París nær allan sjötta áratuginn og fram á þann sjöunda og starfaði þar hjá upplýsingadeild Atlantshafsbandalagsins. Má nærri geta hversu viðburðaríkt það starf hefur verið. Bæði voru þetta um- brotatímar vegna kalda stríðsins og þróunar í Austur-Evrópu en ekki síður vegna samskipta bandalags- ríkjanna innbyrðis og þeirrar hröðu þróunar sem átti sér stað í Evrópu eftirstríðsáranna. Til Íslands fluttust Óttar og Betty 1961 en Óttar hafði fengið það verkefni að koma á fót upplýs- ingaskrifstofu Atlantshafsbanda- lagsins hér á landi. Jón Ari fæddist síðan í ágúst 1965. Þau fluttu síðan til Bandaríkjanna 1967. Þessi ár eru okkur systkinunum afar verðmæt. Afi og amma voru bæði á lífi og enn á Hraunteignum. Birgir og Systa fluttu heim frá Danmörku 1964. Þetta eru ár fyrstu æskuminning- anna. Þar skipar Óttar stóran sess. Aðfangadagskvöld æsku okkar eru á Hringbrautinni með Óttari og Betty, Jóni Ara og stundum Undin, sænskri vinkonu þeirra, ömmu Dóru, afa, Hrefnu, ömmu Svövu og síðan við fimm. Á sama hátt er gamlárskvöld æskuminninganna í Sólheimunum hjá Óttari og Betty með sama hóp auk Systu, Birgis og Sigrúnar. Þar á efstu hæð í hæstu blokk borgarinnar var útsýnið á gamlárskvöld ógleymanlegt. Óttar sneri aftur frá Bandaríkj- unum 1973 en þau Betty höfðu þá skilið. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér til þess að átta sig á því að það hefur ekki verið auðvelt að koma heim aftur og skiljast við Jón Ara sem varð eftir hjá mömmu sinni. Ekki síður hefur það verið erfitt fyrir Jón Ara en þeir feðgar hafa ræktað sitt samband vel og Jón Ari verið tíður gestur á Íslandi. Þegar Óttar kom heim frá Bandaríkjunum, hvort sem hann gerði sér grein fyrir því þá eða ekki, var það til þess að hefja nýtt líf. Að baki var þeytingur um heim- inn en rólegri tímar framundan. Hann kynntist fljótlega Erlu Hann- esdóttur, en hún var þá ekkja með tvo unga syni, Jóhannes og Lárus. Þau giftu sig og gekk Óttar drengj- unum í föður stað. Er af þeim bæði falleg og farsæl saga og hvert reynst öðru vel. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið og var gott að koma til þeirra á Hofteiginn. Eftir að heim var komið hóf Óttar störf hjá Landsbankanum og síðar hjá skattinum og nýtti á báðum stöðum reynslu af störfum erlendis, báðum megin Atlantsála. Óttar Þorgilsson var góðum gáf- um gæddur. Nám sóttist honum vel og lestur var alla tíð eitt af hans helstu áhugamálum. Enda var varla sá hlutur sem maður nefndi við hann sem hann vissi ekki einhver deili á. Var oft sagt ef maður vissi ekki eitthvað að best væri að spyrja Óttar. Óttar tók mikinn þátt í íþróttum á yngri árum enda ung- mennafélagsandinn í hávegum hafð- ur í Reykholti og Þorgils faðir hans íþróttakennari skólans. Það vega- nesti hefur eflaust létt baráttu síð- ustu ára við illvíga sjúkdóma. Þegar maður horfir til baka og veltir því fyrir sér hvernig maður Óttar var, þá kemst maður ekki hjá því að segja: hann var góður maður. Hann vildi öllum vel og öllum leggja lið. Þetta fundum við börnin ekki síst sem öll hændumst að honum. Hann sýndi okkur og öllu því sem við vor- um að gera alltaf áhuga. Eftirfar- andi saga lýsir Óttari vel. Þegar ég var fjögurra ára fórum við feðgar í veiðitúr með þeim Óttari og Betty. Þau voru komin í veiðihúsið nokkuð á undan okkur. Þegar við komum í húsið voru þau farin að sofa enda liðið á kvöld og veður kalt og ónota- legt. Drífur Óttar sig þá fram úr og háttar mig ofan í sitt rúm sem hann hafði haldið hlýju fyrir mig þar til ég kæmi. Fyrir hönd systkinanna, Árna, Halldóru og Þorgils Óttars og fjöl- skyldna, vil ég þakka Óttari sam- fylgdina, hlýjuna, áhugann og góð- vildina og um leið votta Erlu, Jóni Ara, Jóhannesi og Lárusi okkar dýpstu samúð. Árni M. Mathiesen. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS LÁRUSAR GUÐJÓNSSONAR. Halla E. Stefánsdóttir, Börkur B. Baldvinsson, Matthildur Sigurjónsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson, Ingunn L. Guðmundsdóttir, Katrín K. Baldvinsdóttir, Sigurbjartur Á. Guðmundsson, Þorsteinn V. Baldvinsson, Sigríður Björnsdóttir, Kristján G. Gunnarsson, Guðrún A. Jóhannsdóttir, Gunnur K. Gunnarsdóttir, Hlynur Þorsteinsson, Björk K. Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Steinunn H. Gunnarsdóttir, Róbert G. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR SIGMAR GUÐMUNDSSON frá Sæfelli, Eyrarbakka, andaðist föstudaginn 25. apríl á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR frá Odda, Borgarfirði Eystri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi fyrir einstaka umhyggju og alúð. Guð blessi ykkur öll. Halldór Guðfinnsson, Sigríður Halldórsdóttir, Jón Hjálmarsson, Árni Þór Halldórsson, Jón Már Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Karl Vilhelm Halldórsson, Ásgerður Þorsteinsdóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir, Örn Örlygsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PETRÍNU H. JÓNSDÓTTUR, Aðalstræti 22, Bolungarvík. Hálfdán Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.