Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ ER EKKI SKRÍTIÐ AÐ ÞAÐ SÉ EKKERT
PLÁSS FYRIR HEILA Í HÖFÐINU Á HONUM
ÉG ER ÞAÐ EKKI! ÉG ER AÐ
GERA HONUM GREIÐA! HANN
ER EKKI NÓGU STERKUR TIL
AÐ LOSA SIG VIÐ ÞENNAN
ÁVANA SJÁLFUR! HANN ER
JAFN MIKILL AULI OG ÞÚ!
ÞÉR FINNST
ÉG HAFA
VERIÐ VOND
ÞEGAR ÉG GRÓF
TEPPIÐ
MIKIÐ
VAR ÞETTA
FALLEGA
SAGT...
...ÞANNIG AÐ MUMMI STAL
BÍLNUM MÍNUM OG ÞEGAR ÉG
BAÐ UM AÐ FÁ HANN AFTUR
SAGÐIST HANN ÆTLA AÐ
SLÁST VIÐ MIG. ÉG VILDI
EKKI SLÁST ÞANNIG AÐ
HANN HÉLT BARA BÍLNUM
ÉG SKIL EKKI AF HVERJU
SUMT FÓLK ER SVONA
GRÁÐUGT OG ILLA INNRÆTT
AF HVERJU ER SUMU FÓLKI
ALVEG SAMA HVAÐ ER RÉTT
OG HVAÐ ER RANGT? AF
HVERJU ER FÓLK EKKI GOTT
HVORT VIÐ ANNAÐ?
VANDAMÁLIÐ MEÐ FÓLK ER
AÐ ÞAÐ ER BARA MENNSKT
ÞÚ ERT
HEPPINN AÐ
VERA ÞAÐ EKKI
HELGA, FRÁ ÞVÍ AÐ VIÐ GIFTUMST HEFUR ALLT
ORÐIÐ BETRA MEÐ HVERJU ÁRINU SEM LÍÐUR
SVÍNA-
STEIKIN ÞÍN
ER ORÐIN
BETRI...
GRILLAÐI
KÚKLINGURINN
ER BETRI...
SÚKKULAÐIKAKAN
ÞÍN ER ORÐIN
BETRI...
LÍKA...
TIL ÞESS AÐ LIFA
AF Í NÁTTÚRUNNI
VERÐUR MAÐUR AÐ
VITA HVAR MATINN
ER AÐ FINNA
EÐLISÁVÍSUNIN
LEIÐIR MIG
Í ÁTTINA AÐ
MATNUM
EN
FÍNT...
JÓGÚRT!
SKÓLA
-BÍLL
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI...
ÞETTA ER SVO SKRÍTIÐ!
ÉG HEF EKKI SÉÐ ÞETTA
FÓLK Í TUTTUGU ÁR
ÞARNA ER AÐAL KLAPPSTÝRAN OG
STRÁKURINN SEM SAT VIÐ HLIÐINA
Á MÉR Í EÐLISFRÆÐI! ÞETTA ER
ALVEG EINS OG ÞAÐ VAR...
FYRIR UTAN
ÞAÐ AÐ ALLIR
ERU ORÐNIR
GAMLIR!
EKKI LÁTA
SVONA! ÞAU
ERU JAFN
GÖMUL
OKKUR
HVERT ERUM
VIÐ AÐ FARA?
AÐ FINNA
KONUNA ÞÍNA!
HÚN ER VIÐ
TÖKUR HÉRNA!
HVERNIG GET ÉG
VERNDAÐ M.J. FYRIR
DR. OCTOPUS...
...ÁN ÞESS AÐ ALLIR
KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG
ER Í RAUN OG VERU
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN?
dagbók|velvakandi
Kettlingur fannst
LITILL kettlingur fannst upp í háu
grenitré, en þar hefur hann líklega
setið fastur í lengri tíma, kannski í
sólarhring eða svo, því hann var afar
svangur og mjálmaði eymdarlega.
Hann er mjór, líklega um 5–6 mán-
aða gamall, gulur og hvítur að lit.
Tréð var á Langholtsvegi og hægt er
að fá upplýsingar í síma 553-5901.
Bestu þakkir til góðrar konu
MIG langar að segja frá því er ég og
dóttir min fórum til læknis í Kringl-
unni 23. apríl sl. Dóttir mín sem er
þroskaheft varð 18 ára þennan dag,
en er ekki mikið eldri í hugsun en 3
ára. Hún var með kórónu sem á stóð
nafn hennar og aldur. Hún var auð-
vitað alsæl að eiga afmæli og til-
kynnti það öllum sem vildu heyra og
reyndar líka þeim sem ekki vildu
heyra. En inni á biðstofunni hittum
við konu sem tók upp úr töskunni
sinni pakka með mjög fallegum
myndum og sagðist hafa keypt af-
mælisgjöf fyrir dóttir mína. Dóttir
mín var auðvitað alsæl með þetta,
reyndar fékk hún fleiri gjafir þarna
bæði frá konunum í afgreiðslunni,
annarri konu á biðstofunni og einnig
lækninum okkar. Þetta var mjög
ánægjuleg ferð í Kringluna þar sem
dóttir mín er líka orðin mjög ein-
hverf og vill helst ekki vera neins
staðar nema heima eftir skóla og
dagvistun. Mig langar sérstaklega
að þakka konunni sem kom þessu
öllu af stað. Þegar allir sáu hvað hún
var ánægð með gjöfina frá konunni
fóru aðrir að gera eins. Kona þessi
heitir Sigrún Gísladóttir. Það er svo
gaman að hitta svona yndislegt fólk
eins og þarna og þakka þér kærlega
fyrir, Sigrún, hún dóttir mín sefur
með myndirnar við hliðina á kodd-
anum sínum og dreymir örugglega
vel með þessar fallegu myndir þarna
við hliðina á sér. Þú ert ein af þeim
sem lýsir upp mannlífið og verður
alltaf til í minningu minni. Eigið
góðan dag.
Erna og Birta.
Efnahagsbandalagið
Á Rás 1 voru endurfluttir þættir
sem heita Útkall þar sem Páll Heið-
ar Jónsson var umsjónarmaður. Þar
sýndu sjómenn hjá landhelgisgæsl-
unni afburðadugnað við mjög erfiðar
aðstæður þegar þeir unnu að stækk-
un landhelginnar. Í þá daga voru
góðir stjórnmálamenn við stjórn.
Það væri ömurlegt að glutra þessum
dugnaði niður ef við gengjum í ESB
vegna misviturra stjórnmálamanna.
Ingibjörg.
Hugrökku bílstjórar
ÉG sýni ykkur samstöðu með þess-
um orðum og ég beini orðum mínum
til annarra bílstjóra sem eru í sömu
aðstöðu og þið. Af hverju sýnið þið
ekki samstöðu í verki á öllum stöð-
um landsins og lokið í ykkar byggða-
lögum? Ég skora á alla þá sem eru í
þeirri aðstöðu að sýna þeim virðingu
sem standa í þessu fyrir okkur sem
notum þetta eldsneyti. Gerið sam-
stöðuna virka.
Kristjana Vagnsdóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSIR félagar nutu veðurblíðunnar yfir hádegisverði við Reykjavíkur-
höfn. Þetta er ábyggilega fínasti nestisstaður með útsýn yfir litríka báta og
sjóndeildarhringinn í fjarska.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hádegisverður við höfnina
FRÉTTIR
HUGLEIÐSLA verður í Bláfjöll-
um, sem Pierre Stimpfling leiðir,
helgina 2.–4. maí. Þetta er í ann-
að sinn sem Pierre kemur hér að
vori til og er með helgarnám-
skeið í Bláfjöllum.
Undanfarin ár hefur hann kom-
ið hingað til lands og haldið nám-
skeið þar sem hann kennir ann-
ars konar hugleiðsluaðferð en
flestir eiga að venjast. Þessi hug-
leiðsla er oft nefnd „hugleiðsla
þessarar aldar“ (Meditation for
This Age) þar sem tekið er á því
sem veldur streitu og vanlíðan í
nútímasamfélagi.
Kynning á hugleiðsluhelginni
verður miðvikudaginn 30. apríl í
Pósthússtræti 13 (á bjöllu Eirík-
ur, Hödd) kl. 20.
Hugleiðsluhelgin hefst föstu-
daginn 2. maí og lýkur á sunnu-
dag. Verð er 18.900 kr. og er
matur og gisting innifalið í verði.
Pierre býður einnig upp á einka-
tíma.
Nánari upplýsingar eru veittar
á iceolof@hotmail.com
Hugleiðsla og
andleg vor-
hreingerning
í Bláfjöllum
HINN árlegi Dagsbrúnarfyrir-
lestur verður haldinn í Reykjavík-
urAkademíunni á 4. hæð í JL-
húsinu á Hringbraut 121, miðviku-
daginn 30. apríl kl. 16.
Í þetta sinn verða fluttir tveir
fyrirlestrar: Þorgrímur Gestsson
blaðamaður og rithöfundur: Örygg-
issjóður verkalýðsins - sagnfræði
eða rannsóknarblaðamennska og
Hörður Zophaníasson skólastjóri:
Aldarsaga Hlífar.
Atburðurinn er á vegum Bóka-
safns Dagsbrúnar, Eflingar-
stéttarfélags og Reykjavík-
urAkademíunnar. Allir eru vel-
komnir.
Fyrirlestur
Dagsbrúnar
á morgun