Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 116. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is NÝR LÍFSSTÍLL HÚN HJÓLAR Í VINNU OG Í VERSLUN OG HVET- UR FÓLK TIL AÐ GERA HJÓLASAMNING >> 19 FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞRÁTT fyrir að brunavarnakerfi í þjónustu- íbúðum fyrir aldraða á Dalbraut hafi virkað tókst ekki að koma í veg fyrir banaslys í brunanum sem þar varð á sunnudagskvöld. Tvær úttektir voru gerðar á kerfinu í febr- úar af ólíkum aðilum. Brunamálastofnun hefur nú slysið í heild sinni til rannsóknar, en stofnunin hefur það lögbundna hlutverk að rannsaka öll bruna- tilvik sem leiða til banaslyss. Að sögn Björns Karlssonar bruna- málastjóra er í byggingarreglugerð kveðið á um mun ríkari eldvarnakröfur til húsnæðis á borð við sérbýli fyrir aldraða og fatlaða. Sama gildir um hótel, heimavistir o.s.frv. Í lokuðum rýmum í húsnæði af ofan- greindu tagi er ekki nóg að sé reykskynjari, heldur sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Þar skal líka vera út- og neyðarlýsing, viðeigandi handslökkvitæki, brunaslöngukerfi og fleira. Líta atburðinn alvarlegum augum Björn segir að svo virðist sem brunavarnir á Dalbraut hafi uppfyllt kröfur reglugerðar. „En samt gerist þessi hræðilegi atburður,“ segir hann. „Það eru einmitt manneskjur sem e.t.v. eru ekki að öllu leyti sjálfbjarga, sem ætlunin var að verja þegar þessar regl- ur voru settar í byggingarreglugerð. En sú varð ekki raunin nú og lítum við atburðinn mjög alvarlegum augum. Við ætlum að reyna hvað við getum til draga af þessu lær- dóm.“ Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sem rekur þjónustuíbúðir aldraðra við Dalbraut, segir að staðfest hafi verið í gær á fundi með SHS, velferðarsviði Reykjavíkurborgar og forstöðumanni Dal- brautar, að brunavarnakerfið á Dalbraut hafi virkað og sent boð til Öryggismiðstöðvar Íslands sem hafði þá samband við Dalbraut og fékk þær upplýsingar að búið væri að hringja á lögreglu og slökkvilið. Sigurður segir að úttekt á vegum öryggis- fyrirtækisins Securitas á brunavörnum hinn 18. febrúar sl. hafi sýnt að kerfið var í lagi, en Securitas setti upp kerfið á sínum tíma og þjónustar það. Nokkrum dögum fyrr hafði eldvarnaeftirlit SHS tekið út kerfið. Nokkr- ar kröfur voru gerðar eftir úttektina sem orðið var við að sögn Sigurðar. Auk þess voru nokkrar ábendingar til lengri tíma litið, t.d. þær að eldvarnahurðir hafi ekki virkað sem skyldi. Reykur smaug meðfram hurð- inni og upp á 2. hæð og þurfti að rýma hana. Morgunblaðið/Júlíus Bruni Sjálfvirk viðvörunarkerfi þurfa að vekja rétt viðbragð við eldsvoðum. Reyk- skynjarar ekki nóg Ríkari eldvarnakröfur gerðar til sérbýla VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 3,4% í apríl og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða í tuttugu ár. Samkvæmt þessu er tólf mánaða verðbólga nú 11,8% og hefur það m.a. þau áhrif að mán- aðarleg greiðslubyrði af 18 millj- óna króna íbúðaláni, sem tekið var hjá Íbúðalánasjóði fyrir einu ári, hefur hækkað um rúmar 6.000 krónur á einum mánuði. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sagði á Alþingi í gær að verðbólgutölurnar sem gefnar voru út í gær hefðu verið verri en búist hefði verið við. „Hins vegar hefur það legið í hlutarins eðli að við myndum ganga í gegnum til- tekinn verðbólgukúf.“ Sagði Geir að nú væri líklegt að verðbólgukúf- urinn gengi hraðar yfir en áður var talið. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir Íslendinga í mjög slæm- um málum takist ekki að hemja ástandið. „Ég held að við séum stödd á ögurstundu næstu daga og næstu vikur.“ Segir hann ljóst að kjarabætur sem náðust í kjara- samningi SA og ASÍ í febrúar rýrnuðu dag hvern. Segir hann það „deginum ljósara að ekki einu sinni kraftaverk getur tryggt forsendur kjarasamninga þegar kemur að þessari endurskoðun eða uppsögn eftir atvikum“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir fulltrúa SA og ASÍ funda reglulega um kjaramál en ekki hafi verið reiknað með svo mikilli verðbólgu við gerð kjarasamninga í febrúar. „Þetta er allt of mikil verðbólga.“ Mesta hækkun milli mánaða í tuttugu ár Formaður ASÍ segir kraftaverk ekki geta tryggt forsendur kjarasamninga Í HNOTSKURN » Vísitala neysluverðs í aprílhækkaði um 3,4% frá því í fyrri mánuði og hefur vísitalan ekki hækkað meira milli mán- aða í tuttugu ár, eða síðan í júlí 1988. » Tólf mánaða verðbólgamælist nú 11,8% og verð- bólga til þriggja mánaða mælist 28%. Án húsnæðisliðar er tólf mánaða verðbólga 10,6%.  Verðbólgutölur | 8 og miðopna Superstar >> 45 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu LÖGREGLAN hafði hendur í hári tveggja veggjakrotara aðfaranótt mánudags en rekja mátti slóð þeirra frá miðborg Reykjavíkur upp í Hlíðar þar sem þeir voru handteknir. Benedikt Lund hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu segir „krotara“ plágu og telur að ekkert muni breytast fyrr en almenningur rís upp á móti og menn fara að skilja að um er að ræða eignaspjöll en ekki list. | 4 Morgunblaðið/Valdís Thor Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar Lýti Þetta var meðal þess sem krotað var á veggi aðfaranótt mánudags. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FORSTJÓRAR Landspítalans greindu frá því í gær að ákveðið hefði verið að fresta breytingum á vaktafyrirkomulagi geislafræðinga og skurð- og svæfingarhjúkrunar- fræðinga til 1. október í haust en þær áttu að taka gildi 1. maí. Fresturinn var ákveðinn vegna sjónarmiða sem hafa komið fram um að starfsmenn fái lengri tíma til samráðs og til að koma að sínum sjónarmiðum. Áskorun Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga um lengri tíma til að tryggja samráðs- ferli milli stjórnenda og starfs- manna var einnig höfð til hliðsjón- ar. Útspilið rætt Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir að hjúkrunarfræð- ingarnir, sem hlut eigi að máli, hafi hist á þriðjudögum og haldi upp- teknum hætti í dag. Þá verði farið yfir breytta stöðu í ljósi ákvörðun- ar stjórnenda spítalans og eftir fundinn megi gera ráð fyrir að fyr- ir liggi hvort afstaða þeirra hafi breyst. Hafa beri í huga að um ein- staklingsuppsagnir hafi verið að ræða og því taki félagið ekki ákvörðun í málinu en hún muni sitja fundinn. Ákvörðun stjórnenda Landspít- alans er í samræmi við ályktun Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga og segist Elsa vera ánægð með að mark hafi verið tekið á henni. Kristín Þórmundsdóttir geisla- fræðingur segir að tíðindin hafi borist í lok vinnutíma og því hafi geislafræðingar ekki haft tíma til að ræða málið en það verði gert í dag. Stjórnendur spítalans hafi haft þrjá mánuði til að leysa málið, án árangurs, og með það í huga megi ekki búast við miklu á fimm mánuðum en batnandi mönnum sé best að lifa. | 2 Viðsemjend- ur undir feldi Morgunblaðið/Júlíus Frestun Landspítalinn hefur frestað breytingum til hausts. Í HNOTSKURN » Útspil Landspítalans geturbreytt því að 96 hjúkr- unarfræðingar og 40 geisla- fræðingar, sem hafa sagt upp á spítalanum, gangi út á mið- nætti á morgun og komi ekki aftur. » Hjúkrunarfræðingarnir oggeislafræðingarnir, sem um ræðir, segja að breytt vinnufyrirkomulag skerði launin verulega. Breytingum á vaktafyrirkomu- lagi frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.