Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 41
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
60ára afmæli. Í dag, 29. apríl, erGuðlaugur Jóhannsson,
Hrauntúni 69, Vestmannaeyjum, sex-
tugur. Guðlaugur verður að heiman á
afmælisdaginn.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 29. apríl, 120. dagur ársins 2008
Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.)
Tónlist
Fella- og Hólakirkja | Útskriftartónleikar
Egils Guðmundssonar og Kára Bjarkars
Gestssonar kl. 20, en þeir eru að útskrif-
ast úr tónsmíðum frá tónlistardeild LHÍ.
Flutt verða níu verk eftir Egil sem samin
eru á árunum 2005–2008 og frumflutt
Messa í kaþólsku formi eftir Kára Bjarkar.
Íslenska óperan | Tónleikar baritón-
söngvarans Sir Willards White verða kl.
20. Tónleikarnir bera yfirskriftina Kvöld-
stund með Willard White til heiðurs Paul
Robeson. Hér er um að ræða lifandi dag-
skrá: negrasálmar, þjóðlög og gömul
djasslög.
Seltjarnarneskirkja | 1. maí verða vor-
tónleikar sönghópsins Hljómeykis. Á efn-
isskránni verða verk eftir íslensk og er-
lend tónskáld og verður frumflutt verkið
Oft fellur sjór yfir hlunna, eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur. Vortónleikar sönghópsins
eru að þessu sinni upphitun fyrir kóra-
keppni í Frakklandi.
Fyrirlestrar og fundir
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12,
orgelleikur, íhugun og bæn. Kirkjustarf
eldri borgara kl. 13-16, heimsókn frá Sví-
þjóð. Spil, spjall og kaffiveitingar. Helgi-
stund í kirkju.
Háskólatorg 101 | Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-
Afríku, heldur fyrirlestur um þróun stjórn-
mála í Suður-Afríku kl. 12.15–13.15. Fyr-
irlesturinn fer fram á íslensku og er opinn
öllum. Sjá einnig á www.hi.is/ams
Háskóli Íslands, Oddi | Fyrirlestur Vin-
áttufélags Íslands og Kanada. Dr. Þór
Jakobsson, veðurfræðingur, fjallar um
áhrif bráðnunar hafíss við Kanada mið-
vikud. 30. apríl kl. 20 í Odda, HÍ, stofu
106. Síðan mun dr. Guðrún Björk Guð-
steinsdóttir, dósent í kanadískum bók-
menntum við HÍ, flytja erindið Leiðarljós í
Nýja Íslandi.
Mosfellsbær | Aðalfundur Sögufélags
Kjalarnesþings verður haldinn á Ásláki í
Mosfellsbæ miðvikudaginn 30. apríl og
hefst kl. 20. Á dagskránni verða venjuleg
aðalfundarstörf og önnur mál. Að því
loknu mun Kristinn Magnússon fornleifa-
fræðingur flytja fyrirlestur um fornleifa-
skráningu í Mosfellsbæ en skýrsla um
hana kom út árið 2006.
Seðlabanki Íslands | Málstofa kl. 15 í
fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Máls-
hefjandi er Hrafn Steinarsson, sérfræð-
ingur hjá Askar Capital og ber erindi hans
heitið „Rætur lausafjárkrísunnar: Undir-
málslán eða útlánaáhætta“.
Öryrkjabandalag Íslands | Kvennahreyf-
ing ÖBÍ heldur fund miðvikudaginn 30.
apríl kl. 18–20 í Hátúni 10, 9.hæð. Sig-
þrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og
framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
heldur fyrirlestur um heimilisofbeldi og
úrræði sem í boði eru. Kaffiveitingar.
Leiklist
Bifröst, Sauðárkróki | Leikfélag Sauð-
árkróks sýnir farsann Viltu finna milljón?
eftir Ray Cooney í nýrri leikgerð Gísla
Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Jón Stef-
án Kristjánsson. Sýnt kl. 20.30, miðasala
849–9434.
FRÉTTIR
UPPSTIGNINGARDAGUR er
dagur aldraðra í kirkjum landsins.
Þessi dagur er sérstaklega tileink-
aður eldri borgurum og fjölskyldum
þeirra. Á degi aldraðra taka margir
eldri borgarar virkan þátt í mess-
unni, m.a. með því að lesa ritning-
arlestur, flytja prédikun og syngja.
Fjölskyldum gefst tækifæri til að
eiga saman hátíðarstund í kirkjunni
sinni og að lokinni guðsþjónustu er
boðið upp á veitingar.
Herra Pétur Sigurgeirsson biskup
lagði til á kirkjuþingi árið 1982 að
dagur aldraðra yrði árlegur við-
burður í kirkjum landsins og sá dag-
ur myndi verða á uppstigningardag.
Útvarpað verður messunni frá
Grafarholtssókn. Ellimálanefnd
Þjóðkirkjunnar hvetur eldri borgara
og fjölskyldur þeirra til að koma í
kirkju á uppstigningardag.
Kirkjudagur
aldraðra
■ Fim 8. maí kl. 19.30
PPP áttræður
Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í
þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan
með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti
heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis-
skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis-
barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Fim. 15. maí kl. 19.30
Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti
sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt
sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af.
■ Lau. 17. maí kl. 14.
Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda
bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri
endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Afmælisrit Samtakanna ’78er komið út og er sérlegaveglegt að þessu sinni endafagna samtökin 30 ára af-
mæli í ár.
Frosti Jónsson er formaður Sam-
takanna ’78: „Í þessu riti reynum við
að gera sögu samkynhneigðra á Ís-
landi góð skil í máli og myndum. Sag-
an er sögð frá ýmsum sjónarhornum
og meðal annars sagðar sögur sem
aldrei hafa heyrst áður. Þetta eru
sögur af venjulegum Íslendingum
sem upplifðu aðra tíma en við lifum
núna,“ segir Frosti.
Ritinu ritstýrði Þóra Kristín Ás-
geirsdóttir blaðamaður og kom fjöldi
fólks að útgáfunni, bæði með skrifum
og frásögnum sínum. „Meðal efnis í
blaðinu má nefna ávarp Jóhönnu Sig-
urðardóttur félags- og trygginga-
málaráðherra til samtakanna í tilefni
afmælisins. Þá er í afmælisritinu að
finna mjög athyglisvert viðtal við
Sjöfn Helgadóttur sem stundum er
kölluð elsta lesbía landsins. Hún segir
mjög merkilega reynslusögu sína um
upplifun sína sem lesbía í því lokaða
samfélagi sem eitt sinn var,“ segir
Frosti. „Þá er í ritinu mjög skemmti-
leg grein eftir Hilmar Magnússon um
hinsegin samfélagið sem blómstraði á
stríðsárunum. Ekki hefur mikið verið
fjallað um þátt hinsegin fólks í þeirri
sögu en mikið var að gerast undir yf-
irborðinu og eru í greininni sagðar
ýmsar athyglisverðar sögur af sam-
félagi á árunum milli 1940 og 1950.“
Blaðið segir Frosti að eigi erindi til
allra, jafnt hinsegin fólks sem ann-
arra: „Sú saga sem er sögð í afmæl-
isritinu er mikilvægur hluti af sögu
landsins og nauðsynlegt að hún sé
sögð,“ segir hann. „Barátta samkyn-
hneigðra hefur tekið á sig ýmsar
myndir á þessum tíma. Saga samkyn-
hneigðra var lengi saga þagnarinnar
en því fylgdu auðvitað miklar breyt-
ingar og persónulegar fórnir þegar
hommar og lesbíur rufu þessa þögn
og brutust fram í dagsljósið. Margir
þeirra sem sköpuðu þessa sögu
þurftu mikinn kjark og dugnað til að
breyta samfélaginu og mikilvægt að
við gleymum ekki framlagi þeirra og
hvaðan þau réttindi koma sem við
njótum í dag.“
Afmælisritinu verður dreift til fé-
lagsmanna Samtakanna ’78, í skóla, á
opinberar stofnanir, bókasöfn og víð-
ar. Þá má nálgast ókeypis eintak af
ritinu á skrifstofu Samtakanna ’78 á
Laugavegi 3, 4. hæð.
Heimasíða Samtakanna ’78 er á
slóðinni www.samtokin78.is og má
þar finna nánari upplýsingar um
starfsemi félagsins.
Samfélag | Sögu samkynhneigðra gerð skil í riti Samtakanna ’78
Sögur af venjulegu fólki
Frosti Jónsson
fæddist árið 1972
og ólst upp á
Kirkjubæj-
arklaustri. Hann
lauk BA-prófi í
sálfræði frá HÍ
1998 og meist-
araprófi í hag-
nýtum hagvís-
indum frá Háskólanum á Bifröst
2005. Frosti hefur starfað að mark-
aðsmálum um langt skeið og sem
ráðgjafi hjá Birtingahúsinu frá
2005. Hann hefur verið formaður
Samtakanna ’78 frá því í mars 2007.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús kl. 10-14. Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir alþing-
ismaður ræðir um tryggingamál kl. 11,
bænastund í umsjá sóknarprests kl.
12, eftir bænastundina er borinn fram
léttur hádegisverður.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 17.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Léttur
málsverður. Margrét Loftsdóttir sér
um helgistund. Hildur Hálfdánardóttir
kynnir starf Soroptimista og greinir
frá tilurð Sunnuhlíðar. Æskulýðsstarf
Meme fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30-21.30.
www.digraneskirkja.is
Fríkirkjan Kefas | Almenn bæna-
stund kl. 20.30. Hægt er að senda inn
bænarefni á kefas@kefas.is.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30-16. Helgistund,
handavinna, spilað og spjallað. Kaffi
og eitthvað með því. TTT fyrir 10-12
ára kl. 16-17 í Engjaskóla og kl. 17-18 í
Borgaskóla.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Stutt helgistund með altarisgöngu og
bæn fyrir bænaefnum. Að helgistund
lokinni gefst kostur á léttum máls-
verði á vægu verði.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta kl. 9.15-10.30 í umsjá sr. Sig-
urjóns Árna Eyjólfssonar héraðs-
prests.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og
venjulega. Skráningu lokið í Akureyr-
arferð 14.-16. maí. Biðlisti. Vinsamlega
látið strax vita um forföll. Fundur kl.
14 föstudaginn 2. maí. Gengið frá end-
anlegri dagskrá og farareyrir greidd-
ur. Upplýsingar í síma 568–3132.
KFUM og KFUK á Íslandi | Holtavegi
28. Afmælisfundur KFUK kl. 20. Sig-
rún Jóhannsdóttir flytur eigin ljóð.
Tónlist í umsjón Svanhvítar Hall-
grímsdóttur. Nemendur frá tónlistar-
skóla Hörpunnar koma í heimsókn. Sr.
Sigurður Jónsson flytur hugleiðingu.
Kaffi eftir fundinn. Allar konur eru vel-
komnar.
Langholtskirkja | Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna og verðandi mæð-
ur kl. 10-12. Spjall og hressing. Stund-
um koma góðir gestir í heimsókn með
fræðslu. Umsjón hefur Lóa Maja Stef-
ánsdóttir, móðir og sjúkraliði.
Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkj-
unni kl. 8. T.T.T. kl. 16, hópurinn Kvöld-
söngur með Þorvaldi Halldórssyni og
Gunnari Gunnarssyni kl. 20. Sókn-
arprestur flytur Guðs orð og bæn. Sr.
Bjarni býður upp á trúfræðslu í safn-
aðarheimilinu á sama tíma og tólf
spora hópar ganga til sinna verka kl.
20.30.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrð-
arstund kl. 12, tónlist leikin og ritning-
artextar lestnir, súpa og brauð kl.
12.30, opið hús kl. 13-16, vist, brids og
púttgræjur á staðnum, kaffi. Akstur
fyrir þá sem vilja, upplsími 895-0169.
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30,
leikfimi kl. 9, botsía kl. 9.45. Uppl. í
síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 | Barnakór Háteigs-
kirkju syngur vor- og sumarlög fyrir
kaffigesti kl. 14.45. Slökunarnudd (s.
535-2760), hárgreiðsla, böðun, al-
menn handavinna, vefnaður, morg-
unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg-
isverður, línudans, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand-
mennt opin kl. 9-16, leiðb/Halldóra kl.
9-12, framsögn kl. 14, leiðb.Guðný, fé-
lagsvist kl. 14.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Ferð um Vatnsleysuströnd -
Voga - Njarðvíkurnar - Keflavík-
urflugvöll - Keflavík - Garðskaga -
Sandgerði - Hafnir - Reykjanesvita -
og Grindavík verður farin föstudaginn
2. maí. Brottför frá Gjábakka kl. 9.45
og Gullsmára kl. 10. Kvöldmatur í
Grindavík. Skráningarlistar í fé-
lagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Stangarhyl 4. Skák kl. 13, félagsvist kl.
20.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf í Ármúlaskóla frá kl. 15.15. Engar
mætingarkvaðir.
Félagsheimilið Gjábakki | Almenn
leikfimi, gler- og postulínsmálun og
jóga fyrir hádegi, handavinnustofan
opin, leiðbeinandi verður til kl. 17, ró-
leg leikfimi kl. 13 og alkort kl. 13.30,
kaffi til kl. 16. Skila þarf munum á vor-
sýninguna í dag og á morgun til Þór-
hildar og Kristínar.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga, myndlhópur, ganga kl.
9.15, leikfimi kl. 11 og hádegisverður.
Bútasaumur kl. 13, jóga kl. 18.15 og
handavinnukvöld kl. 20.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Línudans kl.12, spilað í Kirkjuhvoli kl.
13, tréskurður/trésmíði kl. 13.30,
vatnsleikfimi kl. 14. Tekið á móti mun-
um á vorsýningu í Jónshúsi kl. 10-16,
skráning í Suðurnesjaferð e.b. á sama
stað. Rúta frá Hleinum kl. 12.30 og
Jónshúsi kl. 12.45
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof-
ur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður
og perlusaumur. Létt ganga um ná-
grennið kl. 10.30. Postulínsnámskeið
kl. 13. Lagt af stað kl. 13.15 á kynning-
arfund um viðhorf aldraðra í Ráðhús-
inu, boðið upp á kaffiveitingar, allir
velkomnir. s. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Frjáls spila-
mennska kl. 13, kaffiveitingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Handavinna, gler-
skurður og hjúkrunarfræðingur kl. 9,
botsía, kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg-
ismatur, Bónusbíllinn kl. 12.15, þurr-
burstun á keramik kl. 13, kaffi.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, gler-
skurður kl. 10, leikfimi kl. 11.30, gler-
skurður, brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl.
9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg F.
Námskeið í myndlist kl. 13.30-16.30.
Opinn kynningarfundur í Ráðhúsi
Reykjavíkur kl. 14, ferð frá Hvassaleiti
kl. 13.15. Böðun fyrir hádegi. Hár-
snyrting.
Íþróttafélagið Glóð | „Afró“ dansar í
Kópavogsskóla kl. 14.20-15.20. Uppl. í
síma 564-1490 og 554-5330.
Korpúlfar, Grafarvogi | Opinn kynn-
ingarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur í
dag, þriðjudag, kl. 14 um hag og við-
horf aldraðra. Boðið upp á léttar kaffi-
veitingar. Á morgun, miðvikudag, er
félagsfundur Korpúlfa á Korpúlfs-
stöðum kl. 13.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi – vísnaklúbbur kl. 9, botsía,
kvennahópur kl. 10.15, handverksstofa
opin kl. 11, „opið hús“ spilað á spil –
vist/brids, kaffiveitingar kl. 14.30,
Guðrún D. Ásmundardóttir flytur
fræðsluerindi um byltuvarnir og hjálp-
artæki í íþróttasalnum kl. 15.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin
leiðb. Daníel kl. 9-16, vinnustofa í
handmennt opin, leiðb. Halldóra kl. 13-
16. Myndlistarnámskeið leiðb. Hafdís
kl. 9-12. Þrykk og postulín leiðb. Haf-
dís kl. 13-16, leikfimi leiðb. Janick kl.
13.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Hátúni 12. Uno
spil og bingó kl. 19.30 í félagsheim-
ilinu.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir opnar kl. 9-16. Myndmennt
kl. 10.15, enska kl. 11.45, hádeg-
isverður, leshópur kl. 13, spurt og
spjallað / myndbandasýning og búta-
saumur kl. 13-16, spilað kl. 14.30,
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, handavinnustofa, morgunstund
leikfimi, glervinnsla, hárgreiðslu- og
fótaaðgerðarstofa opnar allan dag-
inn, upplestur kl. 12.30, félagsvist kl.
14. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10. Bónusbíllinn kl. 12.
Salurinn opinn og frjáls spil kl. 13.
Kaffiveitingar kl. 15. Bókabíllinn kl.
16.45.
Morgunblaðið/Jim Smart
Breiðholtskirkja.