Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 44
Íslendingar skjóta
hluti niður og veiða þá
svo aftur upp þegar útlönd
taka við sér … 47
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„ÉG var á kvikmyndahátíð í Kristi-
anssand í Noregi, þar var Dugg-
holufólkið, myndin sem ég leik eitt af
aðalhlutverkunum í, að fá að-
alverðlaunin fyrir tveimur dögum. Ég
var þar úti að fylgja myndinni,“ segir
Árni Beinteinn Árnason, leikstjóri og
leikari með meiru. Hann frumsýnir
fyrstu „alvöru“ myndina sína, eins og
hann orðar það, stuttmyndina Auga
fyrir auga, í Háskólabíói fimmtudag-
inn nk. kl. 15. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Auga fyrir auga hét áður Flagð undir
fögru skinni en Árni ákvað að breyta
nafninu og segir nýja nafnið eiga
miklu betur við.
– Þetta er spennumynd?
„Já, þetta er spennumynd, það má
líklega segja það,“ svarar Árni. Þó sé
myndin fyrir alla fjölskylduna. Í
myndinni segir af vandræðaung-
lingnum Gumma sem strýkur af upp-
tökuheimili. Sindri, skólafélagi
Gumma, veit að hann á ekki von á
góðu. Það voru nefnilega Sindri og
Ólöf, fyrrverandi kærasta Gumma,
sem sögðu til hans á sínum tíma, að
hann væri í slagtogi við eiturlyfjasala.
Gummi svífst einskis til að hefna sín
og fær til liðs við sig alræmdan
glæpamann. Saman leggja þeir á ráð-
in með lögguna á hælunum.
Auga fyrir auga er sjálfstætt fram-
hald stuttmyndarinnar Ekki er allt
sem sýnist sem hlaut áhorfendaverð-
launin á Stuttmyndadögum árið 2007.
– Hvernig tókst þér að sannfæra
fullorðna fólkið um að vinna fyrir 12
ára strák?
„Ég er bara góður í því að sann-
færa og heilla fólk held ég, ég held að
það sé málið,“ segir Árni. „Ég hef
verið að leika undanfarin þrjú ár og
þekkti þ.a.l. margt fólk, hringdi í þá
bestu sem ég þekkti og fékk færasta
fólkið til liðs við mig. Það var ekki erf-
itt.“
– Ertu með umboðsmann?
„Mamma mín hefur nú hingað til
kallast minn umboðsmaður,“ segir
Árni og tekur undir að betri umboðs-
mann geti menn varla fengið, í það
minnsta sé öruggt að umboðsmað-
urinn hafi trú á skjólstæðingnum.
Árni segist vera með átta og jafnvel
tíu myndir í bígerð og hundruð hand-
rita í höfðinu. Hann ætli að hefja tök-
ur á nýrri mynd í sumar.
– Hvaða mynd er það?
„Það má ekki segja frá því á þessu
stigi málsins,“ svarar Árni eins og
hann hafi verið í bransanum áratug-
um saman. Það er ljóst að Árni er
metnaðarfullur, ungur maður.
Góður í að sannfæra fólk
Leikur tvær persónur Veggspjald
Auga fyrir auga sýnir Árna í hlut-
verki Gumma annars vegar og
Sindra hins vegar.
Árni Beinteinn Árnason, leikari og leikstjóri, frumsýnir
nýja stuttmynd 1. maí og hefur tökur á annarri í sumar
Stiklur og kitlur úr Auga fyrir auga
má sjá á YouTube:
youtube.com/beinteinn.
Reykjavík –
Belfast nefnist
glænýtt lag með
ærslabelgjunum í
XXX Rottweiler-
hundum. Mynd-
bandið er að
mestu byggt á fréttamyndum af
mótmælunum við Norðlingaholtið
og fór eins og eldur um sinu á net-
inu í gær. Ef marka má at-
hugasemdakerfi Youtube er greini-
legt að lagið vekur sterk viðbrögð
og í það minnsta verður að hrósa
hundunum fyrir gott viðbragð.
Ádeila þeirra Rottweilerhunda
beinist eins og oft áður að yfirvöld-
um og að hinu margumtalaða en
loðna hugtaki, „kerfinu“ og öskur
lögregluþjónanna með gasið spilar
þar stóra rullu. Öruggt má telja að
eitthvað muni teygjast úr 15 mín-
útna frægð þeirra félaga.
Nýtt lag með XXX
Rottweilerhundum
Kvikmynd Ara Kristinssonar,
Duggholufólkið, vann til verðlauna
nú í annað sinn á nokkrum vikum
þegar hún fékk aðalverðlaunin á
Alþjóðlegu barnamyndahátíðinni í
Kristiansand sem lauk um síðustu
helgi. Duggholufólkið vann aðal-
verðlaunin á Sprockets-hátíðinni í
Toronto fyrir stuttu.
Myndin fékk að þessu sinni CI-
FEJ-verðlaunin, sem eru aðal-
verðlaun Kristiansandhátíðarinnar,
en það er alþjóðleg dómnefnd sem
velur verðlaunamyndina. Alls voru
sýndar ríflega 60 myndir á barna-
myndahátíðinni í Kristsansand.
Ari rakar þeim inn
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÓLAFUR Arnalds er einn þeirra tónlistar-
manna sem standa á mörkum tveggja heima,
popps og klassíkur og neita að taka afstöðu
með einum þeirra heldur einbeita sér frekar að
hvers kyns samkrulli og að afmá mörk og
mæri. Þannig keyrir Ólafur nýklassíska tónlist
sína í gegnum myspace-setur sitt og heimasíðu
(www.olafurarnalds.com) þar sem m.a. er hægt
að kaupa boli með nafni tónlistarmannsins eins
og tíðkast hjá fullveðja rokksveitum. Hann og
strengjakvartettinn hans skottast svo í svitakófi
á milli tónleikastaða í sendibíl og til að pústa á
milli ægifallegra, minimalískra tónverka lemur
Ólafur húðir með mulningsþéttum öfgarokks-
veitum. Það er eins og maðurinn sagði, tónlist
er jú alltaf bara tónlist …
Útgáfutónleikar í Iðnó
Síðasta ár var annasamt hjá Ólafi og hann
endasentist um allar jarðir til að kynna fyrstu
breiðskífu sína, Eulogy for Evolution. Þetta ár
verður með svipuðu sniði en meira verður að
gera ef eitthvað er. En fyrst eru það útgáfu-
tónleikar vegna nýrrar stuttskífu, Variations of
Static, sem fram fara í Iðnó 18. maí.
„Það er meira um raftónlist í þetta skiptið,“
segir Ólafur, spurður um þróun á milli platna.
„Platan er líka minimalískari, það er minna um
epík og drama. Maður er hættur að vera ung-
lingur (hlær).“
Platan kemur svo út hjá tveimur merkjum
ytra, Progression og Erased Tapes Records.
Eftir útgáfutónleikana er það svo langur túr
um Evrópu, síðan er farið til Bandaríkjanna,
svo aftur til Evrópu, þarnæst til Asíu (Kína,
Japan, Taívan og Suður-Kóreu) og svo enn aft-
ur til Evrópu. Ólafur verður því á flandri nær
stanslaust á þessu ári og linnir utanferðum ekki
fyrr en í desember. Er nema von að blaðamað-
ur spyrji: „Hvaða bókara ertu eiginlega með?“
„Ha, ha hann heitir Ralph og vinnur fyrir
bókunarfyrirtæki sem kallast 2fortheroad.
Hann er frábær og talað er um hann sem einn
þann besta í Evrópu,“ svarar Ólafur
Sem víðast
Ólafur segist fjármagna ferðalögin með sjálf-
um tónleikunum. Lítið svigrúm virðist vera til
sköpunar á tónlist á meðan á þessu stendur en
Ólafur segist ætla að nota daginn til þess og
auk þess sé hann að semja á fullu núna.
„Stefnan er að koma heim í desember og
taka upp efni fyrir breiðskífu sem kæmi svo út
á næsta ári,“ segir hann að lokum. „Maður
stendur auðvitað frammi fyrir miklu ævintýri
og ég ætla að passa mig á að njóta þess í botn.
Við erum að fara að ferðast til yfir 20 landa og
tíminn á meðan fer í að byggja grunn fyrir
næstu plötu og næsta ár sem verður vonandi
enn annasamara en þetta. Markmiðið er auðvit-
að að koma þessari tónlist á framfæri sem víð-
ast.“
Á túr út árið
Ólafur Arnalds ferðast til 20 landa með tónlist sína á þessu ári
Ný plata væntanleg 19. maí og tónleikar í Barbican í júní
Morgunblaðið/Valdís Thor
Alæta Ólafur Arnalds gerir ekki greinarmun á klassískri tónlist og mulningsþéttri harðkjarnatónlist.
Leiklistarnámskeið í Iðnó
Skemmtileg, lærdómsríkt og ódýrt skyndinámskeið fyrir fólk á
öllum aldri þó ekki yngra en 16 ára.
Námskeiðið hefst laugardaginn 3. maí. Nemendur fá tilsögn í
leikspuna, persónusköpun, raddbeitingu, framsögn, tjáningu og
hreyfingum á leiksviði.
Möguleiki á að hæfileikafólki verði boðið að koma fram í sýn-
ingunum „Light Nights“ í sumar.
Nánari uppl. og bókun í síma 551 9181