Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Skrímsli í mannsmynd  Austurrískur maður á áttræð- isaldri játaði í gær að hafa haldið dóttur sinni fanginni í gluggalausum kjallara í 24 ár, beitt hana kynferð- islegu ofbeldi og átt með henni sjö börn. Sagt hefur verið að um sé að ræða versta glæp allra tíma en svo virðist sem eiginkonan hafi ekki vit- að af „hryllingshúsinu“. » Miðopna Krotarar eru plága  Tveir ungir piltar voru handteknir um helgina grunaðir um eignaspjöll með því að krota merki á fjölmarga veggi frá miðborginni og upp í Hlíð- ar. Lögreglan segir að „krotarar“ séu plága í borginni og valdi stór- tjóni. » 4 Laun kennara hækka  Nýr kjarasamningur milli Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var undirritaður í gær. 1. janúar á næsta ári verða með- algrunnlaunin rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. » 6 Mikil verðbólga  Tólf mánaða verðbólga mælist nú 11,8% og þriggja mánaða verðbólga 28%. » Forsíða SKOÐANIR» Ljósvakinn: Góða nótt! Staksteinar: Utanríkisráðherra, tölvur og sími Forystugreinar: Verðbólguhætta | Þróunaraðstoð eða „útrás“ UMRÆÐAN» Tími umsóknar er kominn Siðferði þingmanna Tíbet og Ísland í öryggisráðið Freyjur á förum  4  4  4 4  4 4 4 5! $6"(! / "+ $ 7! ""'"2# "   4  4 4 4  4 4 4 -82 (   4 4  4 4  4 4  4 4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8"8=EA< A:=(8"8=EA< (FA(8"8=EA< (3>((A'"G=<A8> H<B<A(8?"H@A (9= @3=< 7@A7>(3+(>?<;< Heitast 9° C | Kaldast 3° C Norðan 8-15 m/s, hvassast við suður- ströndina. Snjókoma eða slydda NA-lands, skýjað annars staðar. » 10 Einn liðsmanna reggísveitarinnar Hjálma er að gera það gott með ann- arri sveit í Bret- landi. » 47 TÓNLIST» Hjálmur í víking TÓNLIST» Leggur í heimsreisu með músíkina. » 44 Þóra Þórisdóttir skoðaði útskrift- arsýningu LHÍ á Kjarvalsstöðum og hvetur aðra til að gera það líka. » 49 MYNDLIST» Fjölbreytt sýning KVIKMYNDIR» Gandálfur snýr aftur í Hobbitanum. » 46 FÓLK» Fimmtán ára og situr fyrir nakin. » 46 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lést af völdum brunasára 2. Gas! Hringitónn slær í gegn 3. Austurríkismaður játar brot 4. Píslarvættið í hryllingshúsinu  Íslenska krónan styrktist um 0,5% „MAMMA hefur nú hingað til kallast minn umboðsmaður,“ segir Árni Beinteinn Árnason, 13 ára leikstjóri og leikari, sem frumsýnir á fimmtudaginn sína fyrstu spennumynd, Auga fyrir auga. Hann segir fáa umboðsmenn hafa jafn mikla trú á skjólstæð- ingum sínum. Árni leikstýrir atvinnuleikurum í stuttmyndinni sem fjallar meðal annars um vandaræðaunglinga og eiturlyfjasala. „Ég er bara góður í að sann- færa og heilla fólk held ég, ég held að það sé málið,“ segir Árni. „Ég hef verið að leika undanfarin þrjú ár og þekkti þ.a.l. margt fólk, hringdi í þá bestu sem ég þekkti og fékk færasta fólkið til liðs við mig. Það var ekkert erfitt.“ | 44 13 ára leikstjóri Árni Beinteinn Árnason Frumsýnir nýja spennumynd HALLGRÍMUR Helgason skrifaði söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk sem frumsýndur verður á föstudagskvöldið í Þjóðleikhúsinu. Gunnar bróðir hans leikstýrir verkinu. Þeir bræður eru ekki einu ná- skyldu aðstand- endur sýning- arinnar, ættarböndin liggja þvers og kruss um sviðið og í kringum það. Til dæmis leikur Selma Björnsdóttir stórt hlutverk í sýningunni en systur hennar, Birna og Guðfinna, eru danshöfundar sýningarinnar. Þær systurnar eiga svo náfrænda meðal hörðustu diskóboltanna. Söngleikurinn fjallar um þá and- stæðu strauma sem mynduðu hring- iðuna á æskuárum Hallgríms. „Mað- ur var náttúrlega pönkmegin. Það voru bara tveir skemmtistaðir í bænum, Borgin og Hollywood. Pönkið var á Borginni og ég var þar fastagestur, það var svona mitt „crowd“. Ég hlustaði mikið á pönk frá svona 1978-82. Svo fór maður að meta diskótónlistina líka, maður mátti ekki hlusta á hana og hún varð spennandi fyrir vikið,“ segir Hall- grímur. | 48 Hallgrímur Helgason Ættarbönd í diskó og pönki Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „BRIDGE hjálpar manni að halda sér ungum, enda er þetta afskaplega góð hugarleikfimi. Síðan spillir ekki fyrir hvað félagsskapurinn er góð- ur,“ segir Símon Símonarson, sveit- arforingi bridgesveitarinnar Breki jarðverk ehf. sem um síðustu helgi varð Íslandsmeistari í sveitakeppni. Spurður hvort sigurinn hefði komið honum á óvart svarar Símon því neit- andi og bætir við: „Maður er nátt- úrlega búinn að standa í þessu svo lengi.“ Keppti fyrst 17 ára gamall Aðspurður segist Símon hafa byrj- að ungur að spila bridge í foreldra- húsum en fyrst keppt á móti þegar hann var 17 ára. Símon er nú á 75. aldursári og spilar enn til að vinna en hann hefur tólf sinnum orðið Ís- landsmeistari í sveitakeppni og sex sinnum Íslandsmeistari í tvímenn- ingi. Annar gamalreyndur spilari, Ásmundur Pálsson, spilaði á Íslands- mótinu um helgina, en hann er orð- inn áttræður. Spurður hver sé lykillinn að góðu gengi í keppni segir Símon það vera hina áratugalöngu reynslu og þjálf- un sem liðsmenn sveitarinnar hafi. Aðspurður segist Símon taka hlut- verk sitt sem sveitarforingja afar al- varlega, enda fylgi því töluverð ábyrgð að skipuleggja æfingar og ákveða hverjir eigi að spila í hverri umferð, en alls eru sex liðsmenn í sveitinni. Að sögn Símonar æfir sveitin reglulega. „Það er hins vegar aldrei of mikið gert af því að spila,“ segir Símon og tekur fram að það sé nú alltaf skemmtilegast að vinna keppi. „Maður spilar til að vinna, því það gefur manni svo mikið að vinna, en skilur voða lítið eftir sig að lenda í öðru eða þriðja sæti,“ segir hinn margreyndi meistari. | 38 Spilar til að vinna Nýbakaður Íslandsmeistari í bridge er á 75. aldursári og þakkar sigurinn áratugalangri þjálfun liðsmanna sveitarinnar Í HNOTSKURN »Bridgesamband Íslands(BSÍ) var stofnað 26. apríl 1948. Á stofnfundinn mættu 25 fulltrúar frá 6 bridge- félögum. » Í dag eru starfandi 28bridgefélög í öllum lands- hlutum. Um 1000 manns spila reglulega keppnisbridge í fé- lögum innan BSÍ. » Íslendingar hafa einu sinniorðið heimsmeistarar í bridge. Það afrek unnu þeir í Japan 1991. Morgunblaðið/Ómar Bitinn af bridge Símon Símonarson hefur spilað bridge frá unga aldri. KRAKKARNIR á Foldaborg fóru að vanda í fínni hala- rófu út á stoppistöð í gær til að skoða eitthvað skemmtilegt í borginni. Ferðin var þó óvenjuleg að því leyti að notað var í fyrsta skipti sérstakt leikskólakort sem leyfir nem- endum og starfsmönnum leikskóla höfuðborgarsvæð- isins að ferðast endurgjaldslaust með strætó á kennslu- tíma. Guðrún Inga, fjögurra ára, fór fyrir fríðu föruneyti út á stöð og fékk að passa kortið. Nemendur og kennarar fara ókeypis með leikskólakorti Arka kát og rjóð í strætó Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.