Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
8391
839
$%
& %
:
:
839)
2;9
& %
&%
:
:
5)<) = >
& %
& %
:
:
?@
59
%
& %
:
:
8393"
8394
& %
& %
:
:
! "#$% &$''%
567
,)%)7&
;+%)7&
@A ,&
1%)7&
% , B &
C&@
7&0$
DE %)7&
F7. $; &
1 B &
3&
GH8=
,
I; -
-&B&
?J
&
K &
8
' 6 9
&
& E&
, , E <J
, , EG,)
G#
@ ;
$%)7&
L)J;
DE E%)7&
=M &
7, &
?J$$ $
, &
4 , &
5 4 :
N ,J
N)
C;% &
C
7 &
;
<
% %
%
% %
%
%
%
% %
4 7,
$
? B) /)$ O
F7 !
I
!!
"
! !
"
"!
"!"!
!
! "
"
! "
I
"!!
"!
I
I
I
I
"
I
I
""
I
I
"
""
"
"
!
"
!
"
"
!
"
"!!
"
I
I
"
I
I
!
"
I
"
!
"
"
""
!
"!
""
!!
"
""
"
"
I
I
I
"
!
+ 7,
I
"
"
!
"
""
"
I
I
I
I
I
I
I
"
I
I
!
I
I
5$ , $
+ +
"
"
"
"
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
AFKOMA Bakkavarar Group á
fyrsta fjórðungi þessa árs veldur
stjórn félagsins vonbrigðum en tap
félagsins á tímabilinu nam 12,8
milljónum punda, andvirði tæplega
1,9 milljarða íslenskra króna. Á
sama tímabili árið 2007 varð um 9,9
milljóna punda hagnaður af rekstr-
inum.
Rekstrarkostnaður jókst um fjór-
ar milljónir punda milli ára og fram-
legð dróst saman um rúmar fimm
milljónir. Felur það í sér að rekstr-
arhagnaður fyrirtækisins var um 16
milljónir punda á fyrsta fjórðungi
þessa árs samanborið við 25,4 millj-
ónir á sama tíma í fyrra.
Virðisbreyting skiptasamnings
um hluti í írska félaginu Greencore
Group hafði neikvæð áhrif á afkomu
Bakkavarar upp á um 15,8 milljónir
punda. Eignir Bakkavarar drógust
saman um 0,4% á tímabilinu og eru
nú um 1,48 milljarðar punda. Þá
minnkaði eigið fé félagsins um 4%
og er nú um 266,2 milljónir punda.
Í tilkynningu er haft eftir Ágústi
Guðmundssyni, forstjóra Bakkavar-
ar, að niðurstöðurnar valdi von-
brigðum. Áframhaldandi verðhækk-
anir á hráefni auk gengislækkunar
punds gagnvart evru hafi haft mikil
áhrif á gengi félagsins.
Kaup erlendis
Í gær var einnig greint frá kaup-
um Bakkavarar á hlutum í tveimur
erlendum matvælafyrirtækjum.
Annars vegar er um að ræða 45%
hlut í La Rose Noire, einum helsta
köku- og brauðframleiðanda í Hong
Kong, og hefur Bakkavör kauprétt
á 45% hlut til viðbótar árið 2010 og
90% hlut í starfsemi fyrirtækisins í
Kína árið 2011. Þá hefur Bakkavör
keypt ítalska pitsuframleiðandann
Italpizza. Í báðum tilvikum er kaup-
verð trúnaðarmál.
Afkoma Bakkavarar
veldur vonbrigðum
Í HNOTSKURN
» Velta Italpizza var um 4,9milljarðar króna árið 2007
og starfa hjá félaginu um 230
manns. Gert er ráð fyrir því að
veltan muni aukast um 15% á
þessu ári.
» Hjá La Rose Noire starfaum 250 manns og nam
velta fyrirtækisins í Hong
Kong um 920 milljónum króna
í fyrra og í Kína nam veltan
um 307 milljónum króna.
● MOODY’S láns-
hæfismatsfyr-
irtækið hefur tek-
ið lánshæfi
General Motors
Corp. til endur-
skoðunar til hugs-
anlegrar lækk-
unar. Í frétt Wall
Street Journal
segir að Moody’s
hafi áhyggjur af því að dótturfélag
GM, GMAC LLC, sem er fjármálafyr-
irtæki, geti haldið áfram að styðja
við móðurfélagið. Er það fast-
eignalánadeild GMAC sem veldur
Moody’s mestum áhyggjum, en tap
deildarinnar nam 4,3 milljörðum
dala í fyrra og á fyrsta fjórðungi
þessa árs nam tapið tæpum 400
milljónum dala.
Lánshæfiseinkunn GM er B3, sem
þykir í slakara lagi og hafa fjárfestar
af því áhyggjur að slæmt gengi
GMAC muni neyða móðurfélagið til
að færa hluta eigin fjár félagsins til
GMAC, en það hefði neikvæð áhrif á
afkomu GM.
General Motors
í kröggum
● VERÐBÓLGA verður meðaltali
3,2% á evrusvæðinu í ár, samkvæmt
spám Evrópusambandsins. Verð-
bólga mældist að meðaltali 2,1% á
evrusvæðinu á síðasta ári en verð-
hækkanir á olíu og matvælum eru
meðal ástæðna fyrir aukinni verð-
bólgu í ár.
Í spá Evrópusambandsins er gert
ráð fyrir því að hagvöxtur verði minni
innan þeirra fimmtán Evrópuríkja
sem eru aðilar að myntbandalagi Evr-
ópu en áður var talið. Hljóðar spáin
upp á 1,7% hagvöxt í ár en á síðasta
ári var hagvöxturinn 2,6% á evru-
svæðinu.
Segir í skýrslu ESB að horfurnar
séu óvenju óstöðugar en þrátt fyrir
það sé engin hætta á samdrætti í
hagkerfi Evrópusambandsríkjanna á
næstu árum.
Aukin verðbólga og
minni hagvöxtur í ESB
● MARS sælgæt-
isframleiðandinn
og Berkshire Hat-
haway, fjárfest-
ingasjóður Warr-
ens Buffetts,
hafa gert yfirtöku-
tilboð í fyrirtækið
Wm. Wrigley,
sem framleiðir
hið heimsfræga
tyggjó, Wrigley’s. Er tilboðið sagt
hljóða upp á 23 milljarða dollara,
jafnvirði um 1.680 milljarða króna.
Verði af þessum samruna er hann
talinn hafa mikil áhrif á sælgæt-
isframleiðslu á heimsvísu, að því er
segir í Wall Street Journal. Mars Inc.
framleiðir m.a. samnefnt súkkulaði,
Snickers, og M&M og fleira nafn-
togað sælgæti. Hlutabréf Wrigley
hækkuðu verulega í gær við þessi
tíðindi.
Mars og Buffett að
kaupa Wrigley’s
Warren Buffett
AUÐUR Capital hefur fengið
starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu
til að reka verðbréfafyrirtæki.
Halla Tómasdóttir og Kristín Pét-
ursdóttir, sem eru á meðfylgjandi
mynd, stofnuðu fyrirtækið en þar
starfa nú 12 manns. Auður Capital
er í meirihlutaeigu stofnenda og
starfsmanna en aðrir hluthafar eru
athafnakonurnar Guðbjörg Edda
Eggertsdóttir, Hildur Petersen,
Katrín Pétursdóttir, Kristín Jó-
hannesdóttir, Svafa Grönfeldt, Ing-
unn Wernersdóttir, Guðbjörg Matt-
híasdóttir, Marinella Haraldsdóttir,
Ragnheiður Jónsdóttir og Berglind
Björk Jónasdóttir.
Fyrirtækið býður fjárfestinga-
tengda þjónustu á sviði eigna-
stýringar, fyrirtækjaráðgjafar auk
þess að stýra fjárfestasjóðum.
Auður Capital fær starfsleyfi
Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar
hækkaði um 0,63% í gær og er
5.299 stig. Bréf Straums-Burðaráss
hækkuðu um 3,06%, SPRON um
1,96% og Century Aluminium um
1,45%. Bréf Teymis lækkuðu um
6,23% og Eimskips um 1,76%.
Krónan styrktist um 0,5% í gær
en velta á millibankamarkaði nam
22,1 milljarði króna. Gengi dollars
var 73,13 krónur við lokun markaða
og gengi evru 114,35 krónur.
Skuldatryggingarálag á bréf
Landsbanka hækkaði lítillega í gær
og er um 305 punktar, álag á bréf
Glitnis lækkaði í u.þ.b. 387 punkta
og álag á bréf Kaupþings lækkaði í
u.þ.b. 350 punkta.
Hækkun í kauphöll
FASTEIGNAFÉLAGIÐ Novator
Properties hefur tekið til starfa en
félagið er að 70% hluta í eigu feðg-
anna Björgólfs Guðmundssonar og
Björgólfs Thors Björgólfssonar.
Samkvæmt fréttatilkynningu mun
félagið fjárfesta í hefðbundnum fast-
eignum, sem og fasteignaþróunar-
verkefnum.
Um 80% eigna Novator Proper-
ties eru utan Íslands en flestar
þeirra voru áður í eigu Samson Pro-
perties ehf., fasteignafélags í eigu
Björgólfsfeðga. Helstu eignir Nova-
tor Properties eru í Danmörku,
Finnlandi, Búlgaríu og Króatíu auk
Íslands. Samson Properties ehf.
verður dótturfélag hins nýja félags
og sér alfarið um rekstur verkefna
félagsins á Íslandi. Í tilkynningunni
segir að Samson Properties vinni að
tveimur stórum þróunarverkefnum
hér á landi, annars vegar uppbygg-
ingu Listaháskóla Íslands í miðborg-
inni og hins vegar þróun verslunar-
kjarna á efri hluta Laugavegar.
Forstjóri Novator Properties er
Sveinn Björnsson.
Nýtt fasteignafélag
VIRÐING hf.
hefur lokið
fyrsta áfanga
fjármögnunar á
veðskuldabréfa-
sjóði sem sér-
hæfir sig í að
fjármagna
fullbúið atvinnu-
húsnæði. Í
fréttatilkynn-
ingu segir að nú
þegar hafi verið
aflað skuldbindinga fyrir 9 millj-
arða króna í sjóðinn en fjárfestar
séu margir helstu lífeyrissjóðir
landsins. Lokað verður fyrir
áskrift fjárfesta að sjóðnum með
haustinu.
Friðjón Rúnar Sigurðsson, for-
maður fjárfestingarráðs Virðingar,
telur að nú, þegar aðgengi að láns-
fjármagni er erfitt, sé rétti tíminn
til að fara af stað með þennan sjóð.
„Viðtökurnar til þessa hafa verið
góðar og við erum bjartsýn á að
fleiri fjárfestar bætist í hópinn á
næstu mánuðum,“ segir hann.
Fyrsta
áfanga lokið
Friðjón Rúnar
Sigurðsson
GLITNIR hefur verið tilnefndur til
svonefndra sjálfbærniverðlauna
viðskiptablaðsins Financial Times í
flokknum Sjálfbæri samningur árs-
ins. Er sú tilnefning vegna þátttöku
bankans í verkefni með fyrirtækinu
Hudson Ranch sem tengist þróun
og rannsóknum á jarðvarmasvæð-
inu Salton Sea í Kaliforníu. Þar er
fyrirhuguð 50 megavatta jarð-
varmavirkjun en Glitnir hefur lán-
að 15 milljónir dollara til verkefn-
isins, ríflega einn milljarð króna.
Samtals voru 182 verkefni frá
129 fjármálafyrirtækjum í 54 lönd-
um til skoðunar hjá Financial Tim-
es og verða verðlaunahafarnir
kynntir við athöfn í Lundúnum
þann 3. júní næstkomandi.
Financial Times
tilnefnir Glitni
♦♦♦