Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 15
MENNING
SEMBALLEIKARINN Jory
Vinikour leikur Goldberg-
tilbrigði Bachs í Salnum annað
kvöld.
Vinikour er talinn meðal
bestu semballeikara heims og
á langan og glæstan feril að
baki. Hann hefur meðal annars
vakið athygli sem meðleikari,
til dæmis með söngkonunni
Anne Sofie von Otter. Geisla-
diskur hans með Goldberg-
tilbrigðunum eftir Bach var valinn einn af tíu
bestu diskum ársins af Chicago Tribune-
dagblaðinu.
Tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Tónlist
Vinikour leikur
Goldberg-tilbrigðin
Jory
Vinikour
Í HÁDEGINU á morgun ræð-
ir Inga Lára Baldvinsdóttir um
klæðaburð Íslendinga og leiðir
gesti um sýninguna Til gagns
og fegurðar sem stendur yfir í
Þjóðminjasafninu.
Sýningin byggist á rann-
sóknum Æsu Sigurjónsdóttur
listfræðings. Íslendingar hafa
notað ljósmyndir, þjóðbúninga
og tísku til að búa til mynd af
sjálfum sér. Ljósmyndirnar á
sýningunni gefa vísbendingu um hvernig þeir litu
út og sýna hvernig þá langaði til að vera.
Leiðsögnin hefst klukkan 12.05 í anddyri safns-
ins og er öllum opin.
Fræði
Klæðaburður
Íslendinga
Inga Lára
Baldvinsdóttir
EGILL Guðmunds-
son og Kári Bjarkar
Gestsson halda sam-
eiginlega útskrift-
artónleika annað
kvöld klukkan átta í
Fella- og Hóla-
kirkju. Þeir útskrif-
ast báðir með BA
próf í tónsmíðum frá tónlistardeild LHÍ í vor.
Á tónleikunum verða flutt níu verk eftir Egil
sem samin eru á árunum frá 2005 til 2008 og frum-
flutt „Messa í kaþólsku formi“ eftir Kára Bjarkar.
Flytjendur á tónleikunum eru Kirkjukór Fella-
og Hólakirkju, kórinn Hrímþursarnir og fjöldi
annarra flytjenda.
Tónlist
Ný verk eftir ný-
útskrifuð tónskáld
Fella- og Hólakirkja
KRISTINN Sigmundsson bassa-
söngvari fær lofsamlega dóma í
bandarískum dagblöðum fyrir söng
sinn í óperu Mozarts, Brottnáminu
úr kvennabúrinu, í Metropolitan-
óperunni í New York um helgina.
Um er að ræða eldri uppfærslu sem
var tekin til sýninga að nýju. Krist-
inn syngur hlutverk Osmins,
groddalegs umsjónarmanns
kvennabúrsins.
Í The New York Times segir að
góðir söngvarar vegi upp á móti
gamaldags útliti uppfærslunnar.
Kristinn er sagður túlka hlutverk
sitt af „sterkri útgeislun“ og fínni
tilfinningu fyrir hinu skoplega.
Sterk og ómandi rödd hans hafi þó
stundum horfið í „djúp grimmd-
arlega lágra tóna hlutverksins“.
Í The New York Sun er söngv-
arahópurinn sagður frábær. Um
Kristin er sagt að hann þurfi að
feta í fótspor hins frábæra þýska
bassa Kurt Moll sem hafi sungið
Osmin síðast. „Moll var ógleym-
anlega góður. Samt stóð Íslending-
urinn fyrir sínu,“ segir gagnrýn-
andinn. „Söngur hans var dökkur
og nákvæmur, og stundum tign-
arlega kraftmikill. Hann hafði einn-
ig fína tilfinningu fyrir kómíkinni;
var til dæmis skemmtilega drukk-
inn. Háu tónarnir voru auðveldir og
lágu nóturnar aðeins síður.“ Síðan
bætir gagnrýnandinn við: „En
mætti ég segja að Osmin ætti að
vera aðeins feitari en herra Sig-
mundsson?“
Gagnrýnandi Associated Press
segir Kristin hafa sýnt besta gam-
anleikinn af söngvurunum. Hann
hafi gætt hlutverkið „gríðarlegum
þokka og ákafa“.
Allt raddsviðið undir
„Það gekk vel og það var mjög
gaman,“ sagði Kristinn þegar
blaðamaður náði sambandi við hann
í New York í gær. „Stemningin var
óvenjulega góð. Þetta er gömul
uppfærsla en frumsýningarandi í
húsinu engu að síður. Margir höfðu
séð sýninguna oft og maður átti
ekki von á neinum dúndurviðtökum,
en það varð allt vitlaust.“
Kristinn mun syngja allar fjórar
sýningarnar á óperunni að þessu
sinni. Þetta er þriðja uppfærslan
sem hann tekur þátt í í húsinu í
vetur, en hann hefur þegar sungið í
Rómeó og Júlíu og Óþelló. Hann er
ekki eini Íslendingurinn sem tekur
þátt í Brottnáminu því í hljómsveit
hússins eru þau Stefán Höskulds-
son flautuleikari og Hrafnhildur
Atladóttir fiðluleikari.
„Þetta hlutverk á vel við mig.
Þetta er eitt af fíflunum sem ég hef
gaman af,“ segir Kristinn og hlær.
Hlutverk Osmins er sagt með þeim
erfiðari því röddin spannar óvenju-
vítt svið. „Allt raddsviðið er undir.
Bæði hæð og dýpt. Varðandi hæð-
ina nýtist mér það að hafa sungið
barítón í gamla daga. Dýptin er
bara eins og hún er!“
Vígalegur Kristinn í Wagner- hlut-
verki við Metrópólitan-óperuna.
„Íslending-
urinn stóð
fyrir sínu“
Kristinn í Brottnám-
inu í New York
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HÚN stendur við eldhúsvaskinn og
vaskar upp glös og diska þegar ég
gægist inn fyrir dyrnar á eldgamalli
íbúðinni við Laufásveginn. „Fáðu þér
sæti,“ segir hún, „ég ætla að klára að
vaska upp.“ Það er í lagi. Hvernig
gæti þessi manneskja verið annað en
dansari? Jafnvel við uppvaskið geta
hreyfingar og líkamsburður ekki log-
ið til um annað. Hún heitir Ina Chris-
tel Johannessen, er norsk og þykir
einn fremsti dansahöfundur Evrópu í
dag. Hún segir mér að Katrín Hall
hafi spurt hvort hún gæti unnið eitt-
hvað fyrir íslenska dansflokkinn og
þegar Katrín og Arne Fagerholt,
stjórnandi norska dansflokksins
Carte Blanche, hafi hist á fundi og
farið að ræða mögulegt samstarf, hafi
orðið úr að hún yrði fengin til að setja
upp sýningu, semja verk sem fyrst
yrði sýnt á Listahátíð í Reykjavík,
svo á Listahátíðinni í Björgvin. „Ég
fór að velta því fyrir mér hvers vegna
þau hefðu beðið mig, en ekki ein-
hverja aðra. Ég fór að skoða tengslin,
hafið, þorskinn og hvalinn,“ segir Ina
og sest við eldhúsborðið með kaffi-
bolla.
Hún er hreint út sagt ótrúleg
„Þegar ég fór að hugsa um hvalinn,
hringdi ég í leikmyndarhönnuð sem
ég hef unnið með, Kristinu Torp, og
sagði henni að ég væri með verkefni í
huga og vildi hafa hval á sviðinu. Ég
sagði þetta nú meira í hálfkæringi,
því það hvarflaði ekki að mér að þetta
væri möguleiki. En hún er hreint út
sagt ótrúleg, og eftir tæpan hálfan
mánuð hringdi hún til baka og var þá
komin með hval! Hún hafði fundið
beinagrind af steypireyði sem hafði
strandað við Jan Mayen. Það sem
meira var, steypireyðurin átti sögu,
skráða af vísindamönnunum sem
fundu hana. Það er sjaldgæft að
steypireyðar strandi, mér er sagt að
það sé mun algengara með smærri
hvali.“
Þar með var Ina komin með sögu
og sviðsmynd að verkinu, risastóra
sviðsmynd.
Strand í víðustu merkingu
„Steypireyðurin minnir okkur á
það hversu smá við erum og brothætt
og hvað við erum í raun lík skepn-
unni. Það að hvalurinn skyldi hafa
strandað finnst mér táknrænt fyrir
mannskepnuna sem glatar vitundinni
um það hver hún er. Við vitum hver
við erum og hvert við ætlum, en ein-
hvers staðar á leiðinni villumst við og
lendum í ógöngum og týnumst.“
Hvalirnir tala saman
Ína talar um hljóð hvalsins og hvað
hann virðist háþróaður í samskiptum
með hljóðum og táknum og hljóð-
heimur hvalsins og hvalasöngurinn
verður hluti sýningarinnar. „Merki-
legt hvernig hvalirnir tala hverjir við
aðra og gefa boð sín á milli. Fílar gera
þetta víst líka, með því að stappa í
jörðina. Það er samt ekki vitað ná-
kvæmlega hvernig þetta gerist og
hvað boðin merkja. Manneskjan er
ekkert síður furðuleg og við sendum
alls konar skilaboð og tákn okkar á
milli sem eru ekki alltaf skiljanleg.“
Tuttugu og einn dansari frá báðum
dansflokkunum dansa í sýningunni,
og Ina hefur ekki samið svo stóra
sýningu áður. Núna standa yfir þrot-
lausar æfingar; þær byrjuðu á Íslandi
fyrir páska, þá var æft í Bergen, svo
aftur á Íslandi og næst aftur í Berg-
en. „Það munar um plássið í aðstöð-
unni okkar úti. Þar erum við í stóru
sjónvarpsveri og getum æft í nánast
sömu vídd og sviðsstærðin í Borg-
arleikhúsinu er. Það munar svo miklu
upp á alla tækniútfærslu í dansinum.“
Tónlistina í sýningunni – fyrir utan
þá sem hvalirnir sjá um – semja Kira
Kira, Hildur Ingveldardóttir Guðna-
dóttir og Dirk Desselhaus. Hildur
tekur beinan þátt í sýningunni og
verður á sviðinu og leikur með sjálfa
sig og hljóð. „Það er eins gott að til er
internet, því tónlistarfólkið er hvort á
sínum stað, og það gerir þetta erf-
iðara. Við sendum hljóðskrár og hug-
myndir á milli, og þannig þarf það að
ganga.“
Fegurðin í
niðursuðudósunum
Það vekur undrun þegar Ina fer að
tala um ruslið og draslið sem prýða
muni sýninguna. „Það kemur til af
því að ég fór að velta fyrir mér hval-
veiðum okkar Norðmanna, bæði hér
á norðurslóðum og annars staðar.
Hvernig við fórum um, byggðum bæi
og þorp … og þá sjón sem er að sjá á
þessum stöðum í dag. Við skildum
ekkert eftir nema drasl. En er það
ekki bara einkennandi fyrir mann-
eskjuna í dag – við erum að tortíma
okkur sjálfum með drasli.“ Og ruslið
og draslið verður hluti af sviðsmynd-
inni. Gegnsæ mót voru búin til og þau
fyllt af hroða, plastflöskur, dósir,
pappírsdrasl, plast … „Veistu hvað
niðursuðudósir sem búið er að pressa
saman geta verið fallegar þegar ljósi
er beint að þeim?“ Nei … „Draslið
öðlast nýja fegurð. Beinagrind hvals-
ins er líka eins konar drasl, ekki bein-
línis drasl, heldur eitthvað sem skilið
er eftir til að eyðast og hverfa. Drasl-
ið kveikir spurningar um líf og
dauða.“
Ambra verður sýnd á Listahátíð í
Reykjavík 23., 24. og 25. maí kl. 20 í
Borgarleikhúsinu.
Með steypireyði í farangrinum
Stórhveli Steypireyðurin og vísindamaðurinn Jan Erik Ringstadt við strönd Jan Mayen.
Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen teflir saman Íd og Carte
Blanche í danssýningunni Ambra sem frumsýnd verður á Listahátíð í Reykjavík
Morgunblaðið/Valdís Thor
Ina Christel Johannessen Hún er meðal fremstu danshöfunda í Evrópu.
Á ELDFJALLAEYJUNNI Jan Ma-
yen – Djöflaeyjunni í Norður-
Íshafinu – sjást daglega merki um
jarðhræringar á jarðskjálftamælum;
jörð skelfur, minniháttar skjálftar
ganga yfir og endrum og eins vakna
eldfjöll til lífsins. Að morgni mánu-
dags hinn 6. ágúst árið 2001 upp-
götvar starfsmaður á rannsókn-
arstöð í Íshafinu nýjan dranga úti
fyrir ströndinni. Í sjónaukanum sín-
um kemur hann auga á hval sem
rekur að landi og stefnir í strand.
Úr ferðabók
Jans Eriks
Ringstads vís-
indamanns: