Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 20
daglegt líf
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sigríður Jónsdóttir einkamarkþjálfi ogGuðrún Brynjólfsdóttir faglegurskipuleggjandi tóku sig saman nýlegaog hófust handa við undirbúning á
fyrirlestri sem fjallar annars vegar um það
hver sjálfsmynd okkar er og hins vegar hvern-
ig við getum skipulagt okkur sem best. Báðar
starfa þær við að aðstoða fólk sem hefur misst
stefnu í lífinu og þá sem búa við óreiðu, drasl
og óskipulag. Þær styðjast við 12 spora kerfið
sem þær segja að gefi sér ákveðna lífssýn og
hafi dýpkað skilning þeirra á sjálfum sér og
umhverfinu. Á næstunni stefna þær að því að
heimsækja fyrirtæki og kynna starf sitt.
Sjálfsmyndin oft rót vandans
Sigríður, Sirrý eins og hún er oftast kölluð,
hefur starfað sem markþjálfi í tvö ár og sótti
menntun sína til Bandaríkjanna. „Markþjálfi
hjálpar fólki að komast á þann stað í lífinu sem
það vill vera á,“ útskýrir hún. „Mitt hlutverk
er að hjálpa fólki sem hefur misst stefnu í líf-
inu. Það geri ég með því að komast að því hver
manneskjan er í raun og hvað hún hefur fram
að færa.“
Til þess að útskýra starf sitt betur gefur
Sirrý okkur dæmi. „Ég hef t.d. unnið með
manneskju sem gekk illa í vinnunni og taldi
sig þurfa aðstoð við skipulagningu. Ég skynj-
aði strax að það var eitthvað meira um að
vera. Viðkomandi átti í vandræðum með
sjálfsmynd sína en var ekki tilbúinn að kafa
svo djúpt,“ lýsir hún. „Við komumst ekkert
áfram með vinnuna og það var ekki fyrr en að
viðkomandi sá að ekkert gekk að hann var
tilbúinn til að viðurkenna að kannski var hann
ekki á réttum stað í tilverunni.“ Sirrý segir
mjög algengt að fólk taki ákvarðanir um
starfsferil út frá tekjum og geri það sem öðr-
um finnst það eiga að gera í stað þess sem það
sjálft velur.
Kaupum mikið, hendum litlu
Guðrún fæddist skipulögð, fékk þann eig-
inleika í vöggugjöf eins og hún segir sjálf. Hún
starfar í dag sem svokallaður faglegur skipu-
leggjandi (e. professional organizer) og hjálp-
ar fólki að breyta sjálfu sér bæði heima og á
vinnustaðnum. „Ég fer með fólki í gegnum
gagnlegar aðferðir til að einfalda lífið,“ segir
hún og á þar t.d. við að fara í gegnum fata-
skápa, skrifborð og pappíra og kenna fólki að
minnka draslið. Hún kennir fólki m.a. að nota
flokkunarkerfi sitt, Gefa, henda, geyma, sem
ætti að geta nýst vel á mörgum heimilum.
Guðrún telur eitt helsta vandamál fólks vera
stöðug kaup á nýjum hlutum án þess að henda
einhverju í staðinn. Einnig segir hún fólk ekki
vera nógu duglegt við að ganga frá eftir sig.
Guðrún og Sirrý eru sammála um að það fylgi
því oft mikil skömm að geta ekki hugsað um
heimilið. Fólk taki jafnvel upp á því að hætta
að hleypa vinum og ættingjum heim til sín.
Mikilvægt að sleppa tökum
En hvernig vinnur Sirrý með skjólstæð-
ingum sínum? „Fyrst bið ég fólk um að sleppa
tökum á því sem aðrir segja um það. Sleppa
tökum á því sem það heldur um sjálft sig sem
og hugmyndum um tekjur og titla,“ lýsir hún.
Því næst þarf fólk að hugsa um hvað það hefur
gaman af að gera. „Fólk þarf að leyfa sér að
vera til og upplifa sjálft sig,“ segir hún. „Síðan
getur fólk farið að huga að hvaða stefnu það
vill taka í lífinu. Þetta er visst ferli og tekur
tíma en það skiptir öllu máli að leggja til hliðar
gamlar hugmyndir og skoða nýjar.“
Sirrý segist skynja margt með því einu að
tala við fólk og að það sé t.d. mikill munur á
því hvernig fólk tjáir sig um skemmtilega hluti
heldur en eitthvað sem íþyngir því. Hún segir
vinnu með markþjálfa hjálpa fólki að leggja
hornsteina að nýju og betra lífi. „Það er ólýs-
anlega góð tilfinning að sjá fólk snúa lífi sínu
við með því einu að hlusta á sjálft sig og hafa
trú á sjálfu sér.“
Taka lítið fyrir í einu
„Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Guðrún og
telur best að byrja á því að taka lítið fyrir í
einu. „Ef verkefni heimilisins eru fólki ofviða
er gott að byrja t.d. á því að taka til í 10 mín-
útur á dag. Stilla klukku og þegar hún hringir
þá er fólk búið þann daginn.“ Hún segir skipu-
lagða einstaklinga þurfa að vera iðna og hafa
sjálfsaga en einnig sé mikilvægt að fólk breyti
hugsunarhættinum og vilji virkilega breyta til.
Fólk þarf að flokka tilfinningarnar líkt og
hlutina og semja við sjálft sig um hverju skal
halda og hverju skal henda. „T.d. ef barnið
mitt teiknar ótalmargar myndir á leikskól-
anum, þá ákveð ég að eiga tvær,“ lýsir Guð-
rún. „Það þarf að finna milliveg.“
Að lokum segja Guðrún og Sirrý: „Í samein-
ingu hjálpum við fólki að byggja hús, en við
notum þá myndlíkingu fyrir fólkið sjálft, og
það er mikilvægt að líða vel með sjálfum sér.
Grunnurinn þarf að vera mjög sterkbyggður
og við aðstoðum fólk við að byggja traustar
undirstöður.“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Skipulagt líf Sigríður Jónsdóttir einkamarkþjálfi og Guðrún Brynjólfsdóttir atvinnuskipu-
leggjandi aðstoða fólk við að fóta sig í ysi og þysi nútímaþjóðfélags.
Góðir hlutir gerast hægt
Byrjið vinnudaginn á að fara í gegnum
tölvupóst og svara því sem liggur á
Ekki geyma tímarit í meira en tvo mánuði
Gott er að koma upp flokkunarkerfi varð-
andi verkefni og pappíra. Gefa, henda, geyma
Tökum lítið fyrir í einu. Stillið klukku og
takið til í 10 mínútur á dag
Veljið hinn gullna milliveg þegar kemur að
því að ákveða hverju skal henda og hvað skal
eiga
Finndu þína hæfileika og mótaðu stefnu
þína í lífinu með þá í huga
Leggðu til hliðar hugmyndir úr lífi þínu
sem hafa þjónað þér illa til þessa
Skoðaðu upp á nýtt hvað hentar þér og
hvað þú vilt fá út úr lífinu
Ekki láta hugmyndir annarra eða neikvætt
tal draga úr því sem þú vilt fá út úr lífinu
Finndu jafnvægi á milli þess að hugsa um
sjálfa/n þig, maka, börn, vinnu og áhugamál
Nokkur góð ráð
Ertu á réttum stað í lífinu? Ertu ánægð/ur í vinnunni? Er allt í
röð og reglu á skrifborðinu? Hefurðu nægilega orku til að taka
til heima hjá þér? Ef þú, lesandi góður, svarar einhverjum af
þessum spurningum neitandi gæti verið kominn tími til að fá
aðstoð markþjálfa og faglegan skipuleggjanda. Vala Ósk
Bergsveinsdóttir hitti tvo slíka og fékk nokkur góð ráð.
Reglulegar, stuttar brjósta-gjafir eru árangursríkarien að láta barnið stjórna
gjöfunum. Þetta eru niðurstöður
breskrar rannsóknar sem BBC
greinir frá á vefsíðu sinni.
Undanfarin ár hefur nýbök-
uðum mæðrum verið ráðlagt að
leyfa barninu að stjórna brjósta-
gjöfinni sjálfu, hvenær það vill
drekka og hversu lengi. Rannsókn
á 63 mæðrum í Bradford í Eng-
landi leiddi hins vegar í ljós að
þegar móðirin stýrði brjóstagjöf-
inni eftir ákveðinni rútínu þyngd-
ist barnið betur og brjóstagjöfin
varði yfir lengra tímabil en ella.
Vísindamennirnir, undir forystu
heimilislæknisins Anne Walshaw,
tóku eftir að þyngdaraukning
ungabarna hefur dalað eftir að al-
gengara varð að ráðleggja mæðr-
um að leyfa barninu sjálfu að
stýra tíðni brjóstagjafarinnar.
Þeir ákváðu því að rannsaka mál-
ið. Helmingur mæðranna fékk
þær ráðleggingar að hafa barnið í
mesta lagi í 10 mínútur á hvoru
brjósti á u.þ.b. þriggja tíma fresti
yfir dagtímann og ef nauðsyn
krefði á næturnar. Hinum
mæðrunum var sagt að gefa
barninu brjóst þegar það vildi og
eingöngu bjóða því seinna brjóstið
ef það sýndi ennþá merki um að
vera svangt.
Eftir tólf vikur var innan við
helmingur barnanna sem sjálf
stjórnuðu brjóstagjöfinni enn á
brjósti á meðan þrír fjórðu hluti
barnanna í hinum hópnum var
enn á brjósti. Að auki þótti fyrri
aðferðin tengjast lélegri þyngd-
araukningu fyrstu sex til átta vik-
urnar.
Barnið viti alltaf best
Vísindamennirnir gefa þá skýr-
ingu að barnastýrð brjóstagjöf
trufli mjólkurframleiðslu lík-
amans. Hormónið oxítósín sé
nauðsynlegt til að koma mjólk-
urlosunarviðbragðinu af stað hjá
móðurinni, en það veldur því að
mjólkin rennur frá mjólkur-
kirtlum og fram í geirvörtuna. Sé
barnið of lengi á brjóstinu truflist
framleiðsla oxítósíns.
Vísindamennirnir segja einnig
að ef barnið er ekki lagt á seinna
brjóstið verði til prótein í því sem
stöðvi frekari mjólkurframleiðslu,
sem aftur geti truflað mjólk-
urgjöfina í klukkutíma og jafnvel
daga á eftir.
Rannsóknin, sem upphaflega
var birt í Archives of Disease in
Childhood, hefur þó mætt gagn-
rýni ljósmæðra og annarra fag-
aðila sem telja einsýnt að „barnið
viti alltaf best.“
Alþjóða-heilbrigðisstofnunin
(WHO) mælir með því að börn fái
eingöngu brjóstamjólk í sex mán-
uði áður en þau fá frekari fæðu
að auki en aðeins ein af hverjum
fjórum breskum mæðrum fylgja
því ráði.
Á mamman eða barnið að stjórna brjóstagjöfinni?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Brjóstagjöf Sopinn er góður, hver
svo sem stýrir flæðinu!
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100