Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Opnun Björk Guðjónsdóttir, formaður menningarráðs Reykjanesbæjar, ávarpar gesti við opnun Listasmiðjunnar á Vallarheiði. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Það virðist strax vera að komast líf í húsið,“ segir Haraldur Árnason, formaður Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Félagið er einn þeirra menningar- hópa sem fá aðstöðu í Listasmiðju Reykjanesbæjar á Vallarheiði. Reykjanesbær tók á leigu um þús- und fermetra húsnæði, sem Há- skólavellir eiga við Víkingabraut á Vallarheiði, fyrir menningar- og tómstundahópa. Húsnæðið var byggt fyrir tómstundastarfsemi á vegum bandaríska sjóhersins á Keflavíkurflugvelli og er aðstaðan því góð. Húsið er nú nefnt Lista- smiðjan en þó einnig haldið í gamla heitið, Hobby Center. Í Listasmiðjunni verður fjölbreytt menningar- og tómstundastarf. Út- skurðarhópurinn Einstakir fær tré- smiðju hússins til afnota, ljósmynda- klúbburinn Ljósop hefur komið sér upp vinnu- og félagsaðstöðu og myndlistarfólk hefur verið að hreiðra þar um sig. Auk þess fá kór- ar æfingaraðstöðu og ýmsir aðrir menningar- og tómstundahópar. Rúmgott og bjart Félag myndlistarmanna hefur haft aðstöðu í Svarta pakkhúsinu við Hafnargötu. Fyrirhugað er að rífa það húsnæði. Hermann Árnason for- maður segist sakna gömlu aðstöð- unnar en fagna um leið þeirri nýju. Hún sé rúmgóð og björt. „Þetta gef- ur okkur tækifæri til að breiða að- eins úr okkur og bjóða upp á lifandi og skemmtilega vinnuaðstöðu,“ segir Hermann. Námskeiðahald á vegum félagsins flyst í Listakringluna og einnig fá fé- lagsmenn aðstöðu til að koma saman til að mála. Sýningaraðstaða verður í rúmgóðum sal. Þarna verður því lif- andi starfsemi, að sögn Hermanns, og sambýli ólíkra menningar- og tómstundahópa mun auka á sköpun- argleðina. Opnað á handverkshátíð Listasmiðjan var formlega opnuð á frístundahátíð sem að þessu sinni fór fram í húsnæðinu sl. laugardag. Lista- og handverksfólk sýndi verk sín, tól og tæki. Að sögn Ásmundar Friðrikssonar, verkefnisstjóra hjá Reykjanesbæ, komu um tvö þúsund gestir á hátíðina. Kveðst hann ánægður með hátíðina. Nú þegar er komið líf í nýju Listasmiðjuna Í HNOTSKURN »Húsnæði Listasmiðjunnar áVallarheiði er um þúsund fermetrar og var það byggt árið 1978. Þar var áður ýmis tóm- stundastarfsemi fyrir banda- ríska hermenn á meðan á dvöl þeirra hér á landi stóð, svonefnt Hobby Center, og var reksturinn í höndum Tómstundadeildar sjó- hersins. »Húsnæðið er því sérsniðið aðtómstundastarfsemi og að- staðan fyrsta flokks. Félögin fá betra og stærra húsnæði en áður. Menningarhús opnað í Hobby Center á Vellinum Eftir Svanhildí Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Ávinningurinn er fyrst og fremst sá að rútínuvinnan minnkar og nú hefur starfsfólk meiri tími til þess að sinna öðrum verkefnum á safninu, svo sem upp- lýsingaleit, aðstoð við efnisöflun og ábendingum um lestur,“ sagði María Ögmundsdóttir, vaktstjóri á Bókasafni Reykjanesbæjar, spurð um ávinninginn af aukinni sjálf- virkni á safninu. Sjálfsafgreiðsluvél hefur verið tekin í notkun á Bókasafni Reykja- nesbæjar. Framvegis geta skilvísir notendur afgreitt sig sjálfir, fengið bækur að láni, skilað safngögnum og framlengt. Að sögn Maríu hefur fólk tekið þessum nýja þjón- ustuþætti vel og margir verið vilj- ugir að prófa vélina. Hún sagði marga lánþega mjög sjálfstæða þegar kæmi að efnisvali og þeir vildu gjarnan hjálpa sér sjálfir. Unga fólkið hefði ekki síður verið duglegt að notfæra sér sjálfs- afgreiðsluvélina og yngstu notend- urnir væru mjög spenntir yfir henni. „Sjálfvirknin gefur starfs- fólki kost á að vera sýnilegra og bjóða upp á persónulegri þjón- ustu.“ Katrín Sigurðardóttir, einn af fastagestum bókasafnsins, var ánægð með sjálfsafgreiðsluvélina, þó sagðist hún í samtali við blaða- mann ekki síður koma á bókasafnið til þess að hitta fólk. „Ég hef verið lesandi bækur alla mína tíð og vissi ekkert betra í æsku en komast í bækur. Seinna fékk ég alltaf marg- ar bækur í jólagjöf og ég hef verið sílesandi,“ sagði Katrín, sem kem- ur að meðaltali tvisvar í viku á safnið. Auk bóka gluggar Katrín gjarnan í prjónablöð en hún rekur Prjónastofu Katrínar í Njarðvík. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sjálfsafgreiðsla Katrín Sigurðardóttir er ánægð með sjálfsafgreiðsluvél- ina þó hún komi ekki síst á bókasafnið til þess að hitta fólk og spjalla. Ný tækni flýtir fyrir afgreiðslu Þorlákshöfn | Myndasýning hefur verið opnuð í skrúðgarði Þorláks- hafnar og er það þriðja sýningin sem þar er haldin. Heiðurinn að nýrri sýningu á Þorlákshafnarbúinn Magnús Har- aldsson. Magnús er mikill áhuga- maður um sögu staðarins og hefur safnað ljósmyndum er tengjast upp- hafi byggðar í Þorlákshöfn. Hann kom með þá tillögu að á sýningunni yrði úrval fréttamynda og texta úr úrklippusafni Gunnars Markús- sonar, sem var forstöðumaður bóka- og minjasafnsins Egilsbúðar þar til hann lést árið 1997. Eitt af mörgu sem Gunnar safn- aði voru úrklippur og ljósrit af því sem ritað hafði verið um Þorláks- höfn í dagblöðum. Úrklippunum raðaði hann eftir ártali í möppur og er hægt að skoða þær á Bæjar- bókasafni Ölfuss. Gamlar fréttir á sýningu í skrúðgarðinum LANDIÐ Hvanneyri | „Kvæði og spuni“ er yfirskrift dagskrár sem verður í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri annað kvöld, miðviku- dag, kl. 20.30. Dagskráin er í samvinnu safnsins og Ullarsels- ins. Bjarni Guðmundsson og fleiri flytja innlend kvæði og ljóð, lesin og sungin. Kvæðin eiga það öll sameiginlegt að vera tengd grip- um Landbúnaðarsafnsins, svo sem ljáum, hrífum, eldsmiðju, hesta- sláttuvél, jarðýtu og skurðgröfu, að rokkunum ógleymdum. Ullar- selskonur munu teygja lopann og spinna þræði snurðulaust á rokka sína undir flutningi kvæðanna. Kvæði og spuni í landbúnaðarsafni á Hvanneyri Dalir | „Við lítum björtum augum til framtíðar og höfum að leiðarljósi að reka fyrirmyndarhjúkr- unarheimili að Fellsenda um ókom- in ár,“ segir Ólafur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fellsenda. Heimilið var með opið hús í tilefni af fjörutíu ára afmæli sínu á sum- ardaginn fyrsta. Heimilismenn eru nú 24 og að sögn Ólafs er aðstaða fyrir 28 og er stefnt að því að hún verði fullnýtt um mitt sumar. Heldur hefur rofað til í starfsmannamálum að und- anförnu og það hefur skapað að- stöðu til að fjölga heimilismönnum. Ólafur tekur jafnframt fram að um leið sé nauðsynlegt að það haldist í hendur við þjónustuna því mik- ilvægt sé veita áfram þá góðu þjón- ustu sem hefði er fyrir á Fellsenda. Stefnt er að því að ráða sjúkra- þjálfa og iðjuþjálfa í hlutastarf til að auka þjónustuna. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur hefur verið að skrifa bók um sögu Fellsenda, „Í skjóli fellsins“. Hún afhenti Óskari Inga Ingasyni, formanni stjórnar Fellsenda, handrit að bókinni á opna húsinu en fyrirhugað er að bókin komi út síðar á árinu. Merkileg saga Hjúkrunarheimilið á sér sérstaka sögu. Finnur Ólafsson lét allar eig- ur sínar renna til stofnunar sjóðs til minningar um foreldra sína. Hon- um átti að verja til að „reisa og styrkja dvalarheimili gamalmenna í Dalasýslu“, eins og það er orðað í erfðaskrá Finns, og átti það að rísa í landi Fellsenda. Finnur lést 1957. Starfsemi hófst á árinu 1967 og heimilið var síðan vígt 25. apríl 1968. Morgunblaðið/Björn Anton Einarsson Viðurkenning Báru og Ernu Hjaltadætrum var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf frá stofnun heimilisins. Með þeim eru Ólafur Kristjánsson framkvæmdastjóri og Ína Rúna Þorleifsdóttir hjúkrunarforstjóri. Áfram rekið fyr- irmyndarheimili Hvanneyri | Fulltrúar frá Jakútíu í Rússlandi hafa verið í heimsókn hér á landi að undanförnu til að kynna sér hrossarækt. Ræktunarbú voru heimsótt og Landbúnaðarháskóli Ís- lands á Hvanneyri. Þriggja manna sendinefnd frá Ríkislandbúnaðarháskólanum í Jakútíu var á ferðinni ásamt Victor I. Tatarintsev, sendiherra rússneska sambandsríkisins. Markmið heim- sóknar þeirra til Hvanneyrar var að skoða hugsanlegt samstarf milli há- skólanna og kynnast reynslu Íslend- inga í hrossarækt, samkvæmt upp- lýsingum Þorbjargar Valdísar Kristjánsdóttur, alþjóðafulltrúa Landbúnaðarháskólans. Talið er að hægt sé að nota svipaðar aðferðir við ræktun og þjálfun hrossa í Jakútíu og Íslandi en jakútískur hestur er sérstök tegund sem er að finna í Norður- og Mið-Síberíu og svipar mjög til hesta frá Hjaltlandseyjum sem og íslenska hestsins. Rektorar háskólanna, þeir Ágúst Sigurðsson og Leonid N. Vladimir- ov, funduðu um samstarf en þess má geta að rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að hleypa af stokkunum sér- stöku átaki til eflingar hrossarækt í Jakútíu. Í viðræðum rektoranna var sérstaklega rætt um samstarf á sviði erfða- og kynbótafræði og meðal annars ákveðið að útvíkka rannsókn sem nú stendur yfir hjá LBHÍ á upp- runa íslenska hestsins og fella jakút- íska hestinn þar inn, samkvæmt upp- lýsingum Þorbjargar. Brugðu sér á bak Sendinefndin heimsótti meðal annars hestamiðstöð Landbúnað- arháskólans á sumardaginn fyrsta þar sem fylgst var með skeifudegi nemenda af miklum áhuga undir leiðsögn Ingimars Sveinssonar hestafræðings. Fulltrúarnir luku svo deginum með því að bregða sér á hestbak. Jakútar kynna sér íslenska hrossarækt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reiðhöll Fulltrúar Jakútíu skoðuðu meðal annars reiðhöllina á Mið- Fossum í Andakíl en Landbúnaðarháskólinn hefur þar aðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.