Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ RÓMANTÍSKA gamanmyndin For- getting Sarah Marshall er á toppn- um að nýafstaðinni helgi, aðra helgina í röð og greinilegt að sum- arið er tíminn fyrir rómantík og grín. Hafa ber í huga að myndin er sýnd í fimm sölum en sú sem er í öðru sæti, Street Kings, er sýnd í þremur sölum. Þó myndirnar séu nokkuð nærri hvor annarri í aðsókn, þ.e. fjölda gesta miðað við fjölda sýningarsala, þá virðist heilmikill gæðamunur á þeim því Street Kings hlaut afleita dóma í Morgunblaðinu í gær, hálfa stjörnu af fimm mögulegum, en For- getting Sarah Marshall þótti hins vegar prýðisgóð afþreying og fékk þrjár og hálfa stjörnu í nýlegum dómi. Street Kings virðist sanna hið margkveðna að þekktir og virtir leikarar (Hugh Laurie og Forest Whittaker í þessu tilfelli) geta ekki bjargað kvikmynd frá slæmum dóm- um ef handritið er ónýtt. Það þykir í það minnsta gagnrýnanda Morg- unblaðsins og telur hann einnig Keanu Reeves heillum horfinn í að- alhlutverkinu. Þó svo Owen Wilson sé með vin- sælli gamanleikurum í kvikmyndum í dag náði hann ekki að koma mynd- inni Drillbit Taylor ofar en í 4. sæti. Myndin var frumsýnd í síðustu viku. Íslenska myndin Stóra planið hangir enn inni á lista, er í 8. sæti og hefur fallið um fjögur sæti milli vikna. 19.353.660 krónur hafa verið greidd- ar í aðgangseyri á þá mynd. In the Valley of Elah, með gamla refnum Tommy Lee Jones, nær tíunda sæti en myndin er aðeins sýnd í einum bíósal. Bubbi byggir svo sem aldrei fyrr í 6. sæti, börnum Íslands til mikillar ánægju. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Sarah Marshall fellur ekki svo glatt í gleymsku        3D+  ,                           !  "  #  #  $#   # %& '" ( % # %  ) * + (  ,  - . /              Forgetting Sarah Marshall Jason Segel og Mila Kunis í hlutverkum sínum í rómantískri gamanmynd sem nýtur góðrar aðsóknar á Íslandi. eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 eee - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í HáskólabíóiSími 564 0000Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eeeeeee„Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 21 kl. 8 - 10:35 B.i. 12 ára Superhero Movie kl. 4 - 6 - 10 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Street Kings kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Forgetting Sarah Marshall kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Superhero Movie kl. 6 B.i. 7 ára Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 6 Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Forgetting Sarah M.. kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Bubbi Byggir ísl. tal kl. 4 Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Awake kl. 8 - 10 B.i. 16 ára 21 kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Superhero movie kl. 6 B.i. 7 ára Doomsday kl. 10:20 B.i. 16 ára Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! toppMyndin á íslandi í dag! eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir Ver ð aðeins 550 kr. eee - 24 stundir MEXÍKÓSKI leikstjórinn Guillermo del Toro segist þurfa að flytja til Nýja-Sjálands og búa þar í fjögur ár til að leikstýra Hobbitanum og fram- haldsmynd hennar, en nýlega var það tilkynnt að Toro hefði hreppt hnossið. Toro segir tvo leikara úr Hringa- dróttinssögu-myndum Peters Jack- son ætla að endurtaka leikinn, þá Andy Serkis og Ian McKellen. Hann hafi auk þess rætt við mikinn fjölda leikara seinustu vikur og vilji umfram allt hafa samhljóm með Hobbitanum og Hringadróttinssögu-myndunum en McKellen lék vitkann Gandálf í þeim myndum og Serkis kvikindið Gollri. Hobbitinn segir af leiðangri hobbit- ans Bilbó Bagga, 13 dverga og Gan- dálfs til Fjallsins eina þar sem þeir ætla sér að endurheimta fjársjóð úr höndum dreka. Sagan er í raun for- saga Hringadróttinssögu og rituð á undan henni. Aðdáendur Tolkiens geta því farið að hlakka til enn frekari kvikmyndaveislu. McKellen verður með Gandálfur Ian McKellen tekur aft- ur upp stafinn og hempuna. TÁNINGSSTJARNAN Miley Cy- rus, kunn af túlkun sinni á söngkon- unni Hannah Montana í samnefnd- um Disney-sjónvarpsþáttum, hefur beðist afsökunar á því að mynda- syrpa af henni fáklæddri hafi komist fyrir almenningssjónir, þ.e. á netið. Á einni myndinni liggur hún í kjöltu fyrrum kærasta síns og er brjóstahaldarinn sýnilegur. Þetta væri sjálfsagt ekki í frásögur fær- andi væri Cyrus ekki 15 ára gömul. Cyrus sendi frá sér tilkynningu í fyrradag þar sem fram kemur að henni þyki þetta mjög leitt. Ljósmyndir sem Anne Leibovitz tók af Cyrus eiga að birtast í glans- tímaritinu Vanity Fair í júní og á einni myndanna er hún nakin en með teppi eða klæði vafið utan um sig (sjá mynd). Cyrus segist hafa verið mjög spennt fyrir því að vinna með þessum heimskunna ljósmynd- ara en nú skammist hún sín fyrir klæðaleysið. Disney Channel-sjónvarpsstöðin styður Cyrus og segir ljóst að tíma- ritið vilji hagnast á 15 ára gamalli sjónvarpsstjörnunni. Vanity Fair segir á móti að foreldrar Cyrus hafi verið viðstaddir ljósmyndatökurnar allan daginn sem þær fóru fram. Þeim hafi þótt myndin af Cyrus með teppið vafið um sig mjög falleg, allt var tekið með stafrænum mynda- vélum og því hægt að skoða mynd- irnar jafnóðum og þær voru teknar. Leið yfir nektarmyndum Bert bak Forsíða júní-heftis Vanity Fair og ljósmyndin umdeilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.