Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 18
G erð hjólreiðasamninga við atvinnurekendur er nýleg af nálinni hér- lendis. Reykjavíkur- borg hefur boðið starfsmönnum sínum slíka samn- inga frá því í haust og eins er kunn- ugt um að einkafyrirtæki veiti starfsmönnum svipaða samgöngu- styrki. Hjólreiðasamningur borgarinnar kveður á um að starfsmaður hjóli í og úr vinnu og fyrir það fær hann mánaðarlegar greiðslur sem sam- svara 50 km akstri og taka greiðslur mið af ákvörðunum ferðakostnaðar- nefndar ríkisins. Einnig skuldbind- ur starfsmaðurinn sig til að nota reiðhjólið til styttri ferða í vinnunni. Hjá þeim sem þurfa að vera á bílum í vinnunni eru í gildi aksturssamn- ingar og að sögn Pálma Freys Randverssonar, sérfræðings í sam- göngumálum á umhverfis- og samgöngusviði, ákvað borgin að bjóða líka að nota hjólin en þá verði fólk að sýna farna kílómetra og halda hjólabók, svipaða akstursbók. „Við erum að reyna að beina fólki frá því að keyra of mikið,“ segir Pálmi og bætir því við að umhverfis- og samgönguráð sé að móta sér- staka samgöngustefnu fyrir 400 starfsmenn borgarinnar í fyrir- huguðu húsnæði í Borgartúni 10-12 þar sem reynt verði að gæta jafn- ræðis á milli allra samgönguleiða. Hjólreiðasamningurinn hafi verið skref í áttina að þessari samgöngu- stefnu. Ef vel takist til segir Pálmi stefnuna síðan fordæmisgefandi fyr- ir aðra starfsmenn borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannauðsskrifstofu Reykjavíkur- borgar hafa ekki verið gerðir marg- ir hjólreiðasamningar enn sem kom- ið er og því vanti reynslu á fyrir- komulagið áður en fjöldi þeirra verður tekinn saman. Búast má við að þeim fjölgi með hækkandi sól en samningurinn er uppsegjanlegur með mánaðarfyrirvara og því mögu- legt að hafa samning í gildi hluta úr ári. Fram kemur á vefsíðu Mannvits að fyrirtækið veitir starfsmönnum sínum allvíðtækan samgöngustyrk þar sem hægt er að fá strætókort greidd og eins er hægt að fá and- virði strætókorts fyrir þá sem ganga eða hjóla til vinnu eða koma með öðrum í bíl. Að auki eru merkt- ir fyrirtækisbílar til staðar fyrir vinnutengdar ferðir og ef þeir sem nýta sér vistvænan ferðamáta þurfa óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutíma fá þeir endurgreiddan leigubílakostnað. thuridur@mbl.is Hjólreiðasamningar í gildi Morgunblaðið/Ásdís Ferðast um á hjóli Í mótun er sérstök samgöngustefna fyrir borgarstarfsmenn sem starfa munu í Borgartúni. Hjólreiðasamningur borgarinnar kveður á um að starfsmaður hjóli í og úr vinnu og fyrir það fær hann mánaðar- legar greiðslur sem samsvara 50 km akstri Bílaþjóðir gleyma því auðveldlega að til sé annar ferðamáti en bíllinn. Æ fleiri hér á landi telja þó hjólreiðar bráðsniðugt sam- göngutæki út frá heilbrigðis- og umhverfislegum sjónarmiðum og ekki hvað síst þegar dýrtíð ríkir. Möguleiki á gerð hjólreiða- samnings sem svipar til ökutækjastyrks virðist hins vegar ekki á allra vitorði. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir hjólaði í málið. |þriðjudagur|29. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Sesselja Traustadóttir grunnskólakennarihefur í seinni tíð gerst mikill hjólagarpurog er ötull talsmaður aukinnar hjólreiða- menningar á Íslandi. Hún er varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna og situr í stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Ljós rann upp fyrir henni fyrir tveimur árum þegar tók hún þátt í hjólreiðaátakinu Hjólað í vinnuna. „Allt í einu sá ég að þetta væri lífsstíll sem ég gæti sætt mig við,“ segir Sesselja sem fer nú flestra sinna ferða á hjóli og fjölskylda hennar hefur m.a. farið í hjólaferðir út fyrir landsteinana. Sesselja hefur hjólað í vinnuna í Álftamýrar- skóla í allan vetur og hvetur samstarfsfélaga sína til hins sama. „Þegar átakið Hjólað í vinn- una stendur yfir hvet ég fólk til að fara lengri leið heim á hjólinu og telja kílómetrana. Þá er ég með leik þannig að ef fólk hjólar t.d. í Perl- una fær það límmiða, það er mikil stemning. Ég er svo mikill kennari,“ útskýrir Sesselja kank- vís. Í haust gerði hún svo hjólreiðasamning við Reykjavíkurborg og segist fá um 40 þúsund krónur á ári. „Í rauninni ætti að borga okkur miklu meira fyrir að losa minni koltvísýring,“ segir hún en lýsir hins vegar ánægju með þetta framlag hjá borginni. Samningur sem Mannvit bjóði upp á sé þó betur útfærður og ekki eins hamlandi en í samning borgarinnar gildi einu hvort maður hjóli 50 km á mánuði eða 50 km á dag. Landssamtök hjólreiðamanna séu að leggja drög að því sem þau telja mjög góðan hjólasamning. „Við erum að skoða hvað er að gerast í kringum okkur og það er mikið, Danir tala t.d. um skattalækkanir fyrir fólk sem hjólar í vinnuna. Við sóttum nýlega fund hjá hjólreiða- nefnd Reykjavíkur sem hefur áhuga á að bæta hag hjólreiðafólks. Borgin áttar sig náttúrlega á því að það er ekki endalaust hægt að hlaupa skilyrðislaust eftir því að opna fleiri bílastæði, það þarf að grípa til opinberra aðgerða svo við getum þrifist hérna. Ef fólk þorir að koma út að hjóla fáum við miklu fallegri og brosandi borg. Það má ekki gleyma því að mannlífið er ekki fal- legt með fullt af fólki í bílum, það er svo gott að geta brosað hver til annars í umferðinni og það má líka spjalla þegar maður hittist.“ Ég er sjálfbær! Nánast allt vestan megin Elliðaáa hjólar Sesselja en hún fer á bílnum ef hún þarf að stússast eitthvað t.d. fyrir krakkana sína en sjaldnast fyrir sjálfa sig. „Mér finnst mest gam- an að fara í Bónus með kerruna aftan á hjólinu, mér finnst það svo töff, ég er sjálfbær! Ég get ferðast með mörg kíló af mat og drykk og bara með kerru aftan í.“ Hún segir stundum upplit á fólki enda ekki margir sem fari hjólandi í matarinnkaup hér á landi. „Ég fæ notalega strauma frá fólki: „Mikið ertu dugleg,“ segir það og trúir því ekki hvað þetta er fyrst og fremst skemmtilegt. Maður fer að hugsa aðeins öðruvísi þegar maður ferðast allt á hjóli, maður hættir að skjótast alltaf allt og skipuleggur sig betur. Það þarf heldur ekki að fara í leikfimi eftir vinnu.“ Hún undirstrikar þó að hún eigi bæði líkamsrækt- arkort og bíl. „En hjólið gerir alveg rosalega mikið fyrir mig. Ef maður hugsar út frá al- mennri lýðheilsu væri hægt að losa þjóðina við mikið af gleðipillum, bara við það að fá fleiri út að hjóla. Þetta er svo gríðarlega holl og nær- andi hreyfing – og nytsamleg!“ Veðrið sé held- ur ekkert vandamál með góðum klæðnaði. „Ég finn aldrei fyrir veðri. Þessi búningur utan um mig kostar alveg 25 þúsund krónur en er mjög góður.“ Ekki hvað síst í ljósi umræðna um hækkandi eldsneytisverð síðustu misserin segir Sesselja það tilvalið fyrir starfsmenn borgarinnar að gera hjólasamning, „þó það væri ekki nema bara frá maí fram í september. Ef fólk færi að hjóla sæist hve það drægi úr umferðinni og fólk fengi greitt nokkra þúsundkalla fyrir að fara í vinnuna í stað þess að þurfa að borga endalaust með sér.“ Hún játar því glaðlega að hún komi út í plús. „Ég geri það á svo margan hátt.“ Hún vill að Reykjavíkurborg liðki á ýmsan hátt fyrir hjólreiðum, t.d. opni sundstaði sína fyrir hjólreiðafólki til að skola af sér ferða- svitann. Hjólreiðasamtökin hafa auk þess sett fram tillögu um hjólavísa. „Það minnir fólk á að hjólreiðamenn eru á samgöngutæki sem eiga allan rétt á að vera á götum borgarinnar, án þess að það sé keyrt á þá. Til þess þurfum við hjólreiðafólk að vera sýnileg og markvisst verð- ur að minna ökumenn á tilvistarrétt hjólreiða- fólks. Því miður eru hjólreiðar á gangstéttum og útivistarstígum dæmi um falskt öryggi. Svo dregur það úr umferðarhraða þeirra sem nota hjólin sín sem samgöngutæki.“ Sesselja er með í undirbúningi stórt kennsluprógramm um hjólafærni og hún segir marga vilja sjá að markvisst sé unnið að málum hjólreiðamanna. Alltaf sé t.d. þörf á að minna á hve hægri beygja ökumanna sé varasöm því þá sé hjólreiðamaður á stíg ökumanninum nánast ósýnilegur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólagarpur „Ég get ferðast með mörg kíló af mat og drykk og bara með kerru aftan í,“ segir Sesselja sem ferðast að langmestu leyti á hjóli og Snati fær stundum að fylgja með. Brosandi borg með hjólum Ef fólk þorir að koma út að hjóla fáum við miklu fallegri og bros- andi borg. Það má ekki gleyma því að mannlífið er ekki fallegt með fullt af fólki í bílum Hjólað í vinnuna á samningi VORIÐ er á næsta leiti og nú er lag fyrir landsmenn að láta reyna á hjólakunnáttuna sem langflestir búa yfir og hjóla í vinnuna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur frá árinu 2003 staðið að heilsu- og hvatningar- átakinu Hjólað í vinnuna. Þessi árlega vinnustaða- keppni er farin að sverja sig í ætt við vorboðana ljúfu og í ár hefst átakið 7. maí og stendur í þrjár vikur. Í fyrra hjóluðu þátttakendur samtals 311,5 hringi í kringum landið. Lesendur sem vilja eiga þátt í hringferðunum í ár og velja hjól sem samgöngutæki ættu í leiðinni að athuga undirtektir vinnuveitanda með hjólreiðasamning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.