Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 19
„Ég skil satt best að segja ekki hvað fólki
gengur til með því að eyðileggja listaverk
annarra. Ég hreinlega skil ekki þá sálfræði,“
segir Klara Stephensen, íbúi við Þingholts-
stræti 27 í miðborg Reykjavíkur.
Port með miklu veggjarými tilheyrir hús-
inu sem hún býr í , en þar eru bæði íbúðir og
skrifstofuhúsnæði. Veggirnir voru orðnir
fremur ósjálegir í fyrravor eftir veggjakrot-
ara þegar Klara gekk eitt sinn fram á átta
stráka í portinu sem hún taldi vera líklega
graffara. Í samstarfi við aðra íbúa hússins
bauð hún strákunum þrjá myndarlega veggi
og eina súlu til afnota ef þeir hefðu áhuga á
því að skreyta veggi portsins upp á nýtt.
„Þeir tóku þessu boði fagnandi, voru
þarna við iðju sína í þó nokkrar vikur og til
varð verk, sem var listilega vel gert, að mínu
mati. Eftir að þeir luku vinnu sinni hurfu
strákarnir á brott, en ekki leið á löngu þar til
önnur „gengi“ hafa haft viðdvöl í portinu til
þess að skemma myndverkið. Mér finnst það
auðvitað mjög slæmt að svona lagað fái ekki
að vera í friði og skil ekki af hverju menn
finna hjá sér hvöt til að skemma listaverk
annarra, verk sem unnið var í þökk sjálfra
íbúanna,“ segir Klara, sem segist sjálf vera
mikill listunnandi inn við beinið.
Bauð gröff-
urum port
til afnota
Morgunblaðið/Valdís Thor
Skemmdarverk Búið er að krota á súluna með gíraffanum.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Graffitílist Töluverð vinna var lögð í verkin í portinu.
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 19
Á Sauðárkróki kvöddu vetur Aldan
stéttarfélag, Heilbrigðisstofnunin á
Sauðárkróki og Sveitarfélagið
Skagafjörður með því að stofna fé-
lag um starfsendurhæfingu í
Skagafirði. Að sögn Þórarins
Sverrissonar, formanns Öldunnar
stéttarfélags, er horft til Starfsend-
urhæfingar Norðurlands á Ak-
ureyri, sem náð hefur mjög góðum
árangri í þessum efnum og hefur
það félag orðið fyrirmynd margra
annarra félaga víða um land. Aðal-
tilgangur félaga af þessum toga er
að sporna við fjölgun öryrkja og
leitast við að gera sem allra flest-
um, þó þeir séu á einhvern hátt
með skerta starfsorku, fært að
komast út á og vera á vinnumark-
aði, og þannig að leitast við að
vinna gegn einangrun og lakari
lífsgæðum þessa hóps, þeim sjálf-
um og samfélaginu öllu til hags-
bóta.
Einmuna blíða var í Skagafirði síð-
ustu daga vetrarins, eins og víða
annarsstaðar á landinu, ekki er þó
vitað hvort fraus saman sumar og
vetur, sem átti að vera öruggt
merki um blítt sumar, en hinsvegar
rak inn fjörðinn þoku síðasta vetr-
ardag og einhverjir sögðu að slíkt
vissi á örugga snjókomu því að það
vildi hríða úr vetrarþoku sam-
kvæmt gamalli trú. Enda ólíklegt á
landi þar sem gera má ráð fyrir
hríðum jafnvel í öllum mánuðum
árs, að ekki komi kuldakast þó
komið sé sumar samkvæmt alman-
aki, og kom þetta líka á daginn nú
um helgina.
Svo er byrjuð Sæluvika, sem á
rætur allt aftur á þarsíðustu öld,
en var þá nefnd Sýslufundarvika,
og var þá eins og nú heilmikil há-
tíð, þó allverulegar breytingar hafi
á orðið í tímans rás. Hefðbundnir
og fastir dagskrárliðir eru þetta ár
eins og alltaf áður. Þannig sýnir
Leikfélag Sauðárkróks að þessu
sinni leikverkið Viltu finna milljón,
í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjáns-
sonar, mikið er um söng, og má
þar nefna Óperu Skagafjarðar sem
flytur söngperlur úr óperunum
Rigoletto og La Traviata, svo og
dagskrá helgaða minningu Sigvalda
Kaldalóns tónskálds. Þeirri sýningu
stýrir Guðrún Ásmundsdóttir leik-
kona. Þá verður kórsöngur í háveg-
um hafður, Karlakórinn Heimir og
Rökkurkórinn verða með tónleika í
Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð og
bjóða til sín gestum, Mosfells-
kórnum og Karlakór Bólstaðahlíð-
arhrepps. Kirkjukór Sauðárkróks
heldur sitt árlega Kirkjukvöld og
verður þar mikið sungið, en auk
heimamanna koma þar fram Gissur
Páll Gissurarson tenór og tónlist-
arkonurnar Helga Bryndís Magn-
úsdóttir og Anna Karítas Ingv-
arsdóttir. Ræðumaður kvöldsins er
Andri Snær Magnason.
Ekki er svo ástæða til að gleyma
hestamönnum sem taka til kost-
anna og fara við það á kostum,
kvöld eftir kvöld, í reiðhöllinni
Svaðastöðum, Myndlistarsýning er
í Safnahúsinu en þar fjallar lista-
maðurinn Baski um örlög Reyni-
staðabræðra í myndum, texta og
tali.
Undir lok Sæluvikunnar býður svo
sveiflukógurinn Geirmundur til
tónlistarveislu og dansleiks í
Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í til-
efni þess að nú eru fimmtíu ár síð-
an hann fór að leika fyrir dansi, og
munu fá eða engin samkomuhús
vera á landinu þar sem skagfirska
sveiflan hefur ekki lyft þakinu.
Líklega hafa fáir tónlistarmenn
orðið jafn vinsælir og Geirmundur,
sem enn er á fullri ferð og er með
tvær hljómsveitir í gangi, aðra fyr-
ir sunnan en hina fyrir norðan, og
er ekki að sjá að lát sé á vinsæld-
unum.
Fjöldi einsöngvara og kóra kem-
urfram og flytur hin frábæru lög
Geirmundar, og heyrst hefur að
gamlir félagar hans úr bransanum
muni mæta og rifja upp gamla
takta.
SAUÐÁRKRÓKUR
Björn Björnsson fréttaritari
Morgunblaðið/ Björn Björnsson
Vorvindar Það var kalt á klárunum sunnan Túnahverfis.
en þetta kvað hafa ver-
ið óþverrapest. For-
setahjónin eru áreið-
anlega öllu vön þegar
þétt dagskrá er annars
vegar, en annað virðist
gilda um gestgjafana.
Þeir hafa greinilega
ekki þolað álagið!
x x x
Þrátt fyrir forseta-veikina er árleg
Sæluvika Skagfirðinga
farin af stað. Sem fyrri
daginn kennir margra
grasa en þessi við-
burður hefur fyrir
löngu skipað sér veg-
legan sess í menningarlífi héraðsins
og landsins alls. Hápunkturinn þetta
árið er án nokkurs vafa stór-
tónleikar Geirmundar Valtýssonar í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki nk.
föstudagskvöld. Tónleikarnir eru
haldnir í tilefni 50 ára tónlistar-
afmælis Geirmundar, sem aðeins 14
ára að aldri hóf glæstan feril sinn.
Hann er enn í fullu fjöri, ferðast um
landið með hljómsveit sína og lætur
landann tjútta á dansgólfinu. Geir-
mundur hefur langtum meira úthald
en honum yngri menn, kominn með
tvær hljómsveitir, aðra fyrir sunnan
og hina fyrir norðan. Hann heldur
áfram að ferðast á milli. Geirmundur
engum líkur.
Víkverji átti leið umSkagafjörð um
helgina og fékk nettan
kuldahroll að sjá hvíta
jörð á fyrstu dögum
sumars. Bændur létu
það ekki á sig fá og
dreifðu sumir hverjir
áburði á fannhvít tún-
in, þar sem sjá mátti
litlu lömbin stíga sín
fyrstu skref.
En Víkverji heyrði
annað af Skagfirð-
ingum sem honum
þótti athyglisvert. Þar
liggur víst annar hver
maður í pest sem gár-
ungar eru farnir að
kalla forsetaveikina. Ekki er hún til
komin vegna þess að Skagfirðingar
ali með sér þann draum að verða for-
setar, svo fast að þeir leggist í rúm-
ið, heldur munu flestir hinna sjúku
hafa lagst í bælið að lokinni vel-
heppnaðri heimsókn forseta-
hjónanna í Skagafjörð á dögunum.
Þó sólin hafi skinið þessa daga var
kalt í lofti og svo virðist sem einhver
vírus hafi farið af stað. Þannig munu
langflestir í möttökunefndinni hafa
lagst í bælið með kvef og hita og
ýmsir aðrir sem nálægt heimsókn-
inni komu. Engum sögum fer af
heilsu forsetahjónanna en víst er að
Skagfirðingum þykir þetta skondið,
að undanskildum þeim er veiktust,
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Pétur Stefánsson mælir: Ég yrki um vín og fögur fljóð,
og fólk og dýr í samförum,
og allt sem getur þjakað þjóð
frá þýðviðri að hamförum.
Efli ég þannig andans sjóð
með ótrúlegum framförum.
Ég yrki um fuglinn fljúgandi,
fjöllin, hraun og dali,
um auðmenn, aðra kúgandi,
einnig fiska og hvali.
Ég yrki líka ljúgandi.
– Nú lýk ég skáldatali.
Ingólfur Ómar Ármannsson
sendir Vísnahorninu kveðju:
Nú er lundin ljúf og þýð
létt er mér um sporið.
Sólin glóir grænkar hlíð
gleði færir vorið.
Í æðum mínum ólgar blóð
eykst til muna þorið.
Fuglar syngja unaðsóð
yndislegt er vorið.
Meintar viðræður um ESB í
London spurðust norður til Davíðs
Hjálmars Haraldssonar:
Gaspraði mikið Gordon Brán,
Geir komst þar varla nokkuð að
en ræddi samt lengi Evrópu án
þess eiginlega að vita það.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af vori og ráðherrum
úr bæjarlífinu