Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi í síðustu viku nýj- an Cleopatra-bát til Burnmouth á austurströnd Skotlands. Að útgerð- inni stendur John Affleck, sjómað- ur frá Burnmouth, sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Soph-Ash-Jay. Báturinn er 15 brúttótonn. Soph-Ash-Jay er af gerðinni Cleopatra 38. Nýi báturinn er annar báturinn sem Trefjar af- henda útgerðinni, sá nýi mun leysa af hólmi eldri og minni Cleopatra- bát sem eigendurnir fengu afhent- an frá Trefjum síðla árs 2003. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM 11 610 hestöfl tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn 12 kW rafstöð af gerðinni Wester- beke. Siglingatæki koma frá Sim- rad. Hann er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til gildru- veiða á humri og töskukrabba. Reiknað er með að báturinn muni draga 1.000 gildrur á dag. Í fiski- lest bátsins er sjálfvirkt sjóúð- unarkerfi til að halda humri lifandi um borð. Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking. Rými er fyrir 14 380 lítra ker í lest. Í vistarverum er svefn- pláss fyrir þrjá til fjóra auk eld- unaraðstöðu með eldavél, örbylgju- ofni og ísskáp. Að sögn útgerðarinnar mun bát- urinn verða gerður út frá Burnmo- uth allt árið, reiknað er með að hann hefji veiðar í næstu viku. Ný Cleopatra 38 afgreidd til Skotlands ÚR VERINU                           !            " #                !!  " ! ! " !"                      #   " " " " "   " " " " "     " " " "                            "  "    !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! % & '& ()  * $ %   &  +)  !,) - &   . /"+  + +   0  $  %    '() &  +)  ,) - &     . /"+  + +   0  $   !  !  !  !  !  ! ()  * % & 1 $  2 ""! "! ""!   " 3 $ ,) 4  # *++ ,,+ +,, +-. -// *-- '& % & 5 67 & "  ! ++/ .. +0/ 3 $ ,) 4  #  "  "    "   #" NEFNDIR Alþingis þurfa að spýta í lófana nú þegar sól hækkar á lofti og aðeins einn mánuður eftir af áætluðum starfstíma þingsins. Nefndirnar hafa 72 stjórn- arfrumvörp og 57 þingmanna- frumvörp til meðferðar auk fjölda þingsályktunartillagna. Þar á með- al eru viðamikil mál á borð við frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu, orkuauðlinda- frumvarp iðnaðarráðherra og fjög- ur frumvörp menntamálaráðherra um leikskóla, grunnskóla, fram- haldsskóla og kennaramenntun. Ætla má að stjórnarfrumvörpin gangi fyrir og þingmenn geta því þurft að sætta sig við að bíða enn lengur með sín mál. Frumvörp eru rædd þrisvar sinnum á Alþingi áður en þau verða að lögum og ganga til nefnda milli fyrstu og annarrar um- ræðu og í sumum tilvikum aftur fyrir þriðju umræðu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti. Meiri annir með hækkandi sól Stuttur fundur Þingfundur gærdagsins var í styttra lagi og stóð aðeins frá kl. 15 til 17. Það kom dálítið á óvart enda mörg mál sem liggja fyrir þinginu og eftir einn mánuð eru áætluð þinglok. Hvað með Baldur? Herdís Þórð- ardóttir, Sjálf- stæðisflokki, spurði Kristján L. Möller sam- gönguráðherra hvort hann væri reiðubúinn að hætta við fyr- irhugaðan nið- urskurð á fram- lögum Vegagerðarinnar til Sæferða ehf. vegna ferða Baldurs yfir Breiða- fjörð þannig að ferðum yrði ekki fækkað í sumar. Gert er ráð fyrir að niðurgreiðslur ríkisins á ferðum Baldurs lækki smám saman fram til ársins 2010 meðan verið er að koma ástandi vega í betra horf. Herdís sagði hins vegar tafir hafa orðið á vegaframkvæmdum og skoraði á ráðherra að gaumgæfa hagsmuni íbúa á svæðinu. Kristján sagði þetta mál vera kom- ið til ráðuneytisins og áréttaði að það yrði skoðað á jákvæðan hátt ef svo færi að umræddir vegir yrðu ekki komnir í almennilegt ástand árið 2010. Beðið eftir skýrslu Þingflokkur Samfylkingarinnar er enn með frumvarp um uppstokkun embættis lögreglustjórans á Suð- urnesjum til meðhöndlunar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Samfylkingin sér að bíða eft- ir úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri embættisins sem Frjáls- lyndi flokkurinn hefur óskað eftir. Þá hefur fjárlaganefnd, að ósk Bjarna Harðarsonar, beðið um að Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, komi fyrir nefndina til að ræða fjármál embættisins en nefndin hefur einnig fjallað um lögreglustjóra- embættið á höfuðborgarsvæðinU. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag og á dagskrá er önnur umræða um samræmda neyðarsvörun sem og sjö þingmannafrumvörp, m.a. um reykherbergi á veitingastöðum. ÞETTA HELST... Herdís Þórðardóttir. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is STÓR hópur vörubílstjóra hefur haft samband við samgönguráðu- neytið og sagt mótmælaaðgerðir starfsbræðra sinna undanfarið ekki vera sér að skapi. Þetta kom fram í máli Kristjáns L. Möllers sam- gönguráðherra á Alþingi í gær en Jón Magnússon, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, óskaði svara frá ráðherranum um hvernig yrði brugðist við kröfum sem vörubíl- stjórar hafi haft uppi. Vísaði Jón bæði til óska um rýmri reglur um hvíldartíma og þess að verð á dísilolíu yrði lægra en verð á bensíni. Það myndi aftur lækka vöruverð í landinu. Kristján sagði að tillögum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um undan- þágur á hvíldartíma bílstjóra hefði þegar verið fylgt eftir á vettvangi Evrópusambandsins og þær væru til bóta. „Ég tek það hins vegar skýrt fram að á fundi með aðalmót- mælendunum sem hér hafa verið var það skýlaus krafa þeirra að reglugerðin í heild sinni og sekt- arákvæði og bara allt saman yrði fellt úr gildi sisvona,“ sagði Kristján og áréttaði að það kæmi ekki til greina. Kristján sagði jafnframt að hækkun á dísilolíu mætti rekja til breytinga á heimsmarkaðsverði. Hér á landi væri hlutur stjórnvalda í dísilolíuverði um 50% en hann væri um 60% í nágrannalöndunum. Féð rynni að mestu til samgöngumála. Vörubílstjórar ekki á eitt sáttir um aðgerðir Í HNOTSKURN » Vörubílstjórar hafa mót-mælt háu eldsneytisverði og heftandi reglum um hvíldartíma. » Samgönguráðherra segirtekjur af olíugjaldi að mestu renna til vegaframkvæmda. BJARGRÁÐASJÓÐUR verður lagður niður ef frumvarp, sem Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær, verður að lögum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1913 með það að markmiði að koma lands- mönnum í hallæri til hjálpar og þá einkum ef sveitarfélög gætu ekki af eigin rammleik forðað mönnum og skepnum frá harðrétti eða felli. Stjórnarandstöðuþingmenn gagn- rýndu samráðsleysi við Bænda- samtökin í umræðum í gær og höfðu jafnframt áhyggjur af því að hraða ætti málinu í gegnum þingið fyrir vorið. Kristján vísaði ásökunum um samráðsleysi á bug og sagði jafnframt að ekkert lægi á og væri þess óskað mætti vel taka frumvarpið upp á næsta þingi Bjargráða- sjóður burt GILDISTÍMI forsamþykkis vegna ættleiðingar verður lengdur úr tveimur árum í þrjú ef frumvarp sem Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra mælti fyr- ir á Alþingi í gær verður að lögum. Fólk sem vill ættleiða er- lent barn þarf að fá samþykki frá dóms- málaráðuneyt- inu áður en sótt er um til ann- arra ríkja en meðal skilyrða er hreint sakavottorð, andleg og lík- amleg hreysti og að viðkomandi geti með góðu móti framfleytt fjölskyldu. Síðustu ár hefur biðtími eftir ættleiðingu lengst til muna, eink- um þar sem færri börn virðast koma frá þeim ríkjum sem láta frá sér börn til ættleiðingar á Vesturlöndum. Forsamþykki frá ráðuneytinu hefur því oft verið útrunnið áður en til ættleiðingar kemur en nýju lögunum er ætlað að koma í veg fyrir það. Björn Bjarnason. Gildistími for- samþykkis vegna ættleið- ingar lengdur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.