Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 27
Josef Fritzl, 73 ára Austurríkismaður, játaði ígær að hafa haldið dóttur sinni fanginni ígluggalausum kjallara í 24 ár, beitt hanakynferðislegu ofbeldi og átt með henni sjö
börn. Þrjú barnanna, sem eru núna fimm til nítján
ára, kúldruðust í kjallaranum með móður sinni,
fjórða barnið dó þar skömmu eftir fæðingu en þrjú
barnanna bjuggu hjá ömmu sinni og afa/föður sem
höfðu fengið heimild til að taka þau í fóstur.
Málið hefur vakið mikinn óhug meðal Austurrík-
ismanna, einkum íbúa Amstetten, 23.000 manna
bæjar, þar sem börnin fundust. Mörg austurrísk
dagblöð kröfðust svara við því hvers vegna yfirvöld
fundu ekki börnin fyrr í „hryllingshúsinu“. Dag-
blaðið Österreich lýsti málinu sem „versta glæp
allra tíma“ í sex síðna grein. „Hvernig getur þetta
gerst hérna?“ spurði blaðið Die Presse. „Öll þjóðin
þarf að spyrja sig grundvallarspurninga um hvað
farið hefur úrskeiðis,“ sagði blaðið Der Standard í
forystugrein. Áður höfðu yfirvöldin sætt harðri
gagnrýni fyrir handvömm við rannsókn á hvarfi tíu
ára stúlku, sem 44 ára karlmaður rændi og hélt
nauðugri í dýflissu á heimili sínu í nágrenni Vín-
arborgar í rúm átta ár þangað til hún slapp fyrir til-
viljun í ágúst 2006.
Kurteis og vingjarnlegur
Austurrísk dagblöð höfðu eftir nágrönnum Fritzl
að hann hefði verið vel þokkaður, kurteis og vin-
gjarnlegur. Rannsókn lögreglunnar bendir þó til
þess að „Skrímslið Fritzl“, eins og blöðin kalla
hann, hafi skipulagt glæpinn mjög nákvæmlega til
að geta haldið honum leyndum svo lengi.
„Á sama tíma og dóttir hans og þrjú börn hennar
liðu endalausa kvöl í dýflissu lék Skrímslið Fritzl
virðulegan afa í sama húsi,“ sagði dagblaðið Kro-
nen-Zeitung. „Hann lék umhyggjusaman afa sem
annaðist um þrjú barnabörn sín, en þau reyndust
vera hans eigin börn, getin í blóðskömm.“
Haft var eftir nágrönnum Fritzl að hann hefði
verið geðfelldur og kurteis, alltaf verið tilbúinn til
að hjálpa öðrum og virst bera mikla umhyggju fyrir
börnum sínum og barnabörnum. Hann á sjö upp-
komin börn með eiginkonu sinni, Rosemarie, sem
virðist ekki hafa vitað af prísund dóttur sinnar og
barnabarnanna þriggja í kjallaranum.
Fritzl er á eftirlaunum og var áður rafvirki í
verksmiðju sem framleiðir byggingarefni.
Dóttir Fritzl, Elizabeth, sem er nú 42 ára, segir
að hann hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi frá því
að hún var ellefu ára. Hann hafi gefið henni svefn-
lyf, handjárnað hana og læst hana inni í kjall-
aranum 28. ágúst 1984, þegar hún var átján ára.
Fritzl neyddi stúlkuna til að skrifa bréf þar sem
hún bað foreldra sína um að leita ekki að sér. Hann
taldi lögreglunni og bæjarbúum trú um að stúlkan
hefði gengið í einangraðan sértrúarsöfnuð.
Lögreglan hefur eftir Elizabeth að faðir hennar
hafi haldið áfram að beita hana kynferðislegu of-
beldi í þau 24 ár sem hann hélt henni í prísundinni.
Sex barnanna, sem hún ól í kjallaranum, eru nú á
aldrinum fimm til nítján ára. Sjöunda barnið dó
nokkrum dögum eftir fæðingu vegna ófullnægjandi
aðhlynningar og Fritzl játaði að hafa brennt lík
þess.
Fritzl og eiginkona hans segjast hafa fundið þrjú
barnanna – dreng og tvær stúlkur – fyrir utan hús
þeirra á árunum 1993, 1994 og 1997 þegar þau voru
níu til fimmtán mánaða gömul. Talið er að hann hafi
neytt dóttur sína til að skrifa bréf sem skilið var eft-
ir hjá barninu sem fannst 1993, en í því stóð að móð-
irin ætti þegar tvö önnur börn og gæti ekki annast
það þriðja. Í öðru bréfi kvaðst hún hafa eignast son
í desember 2002 og foreldrarnir voru beðnir um að
leita ekki að henni. „Það væri gagnslaust og gæti
aðeins aukið þjáningu mína og barna minna.“
Fritzl og eiginkona hans fengu heimild til að taka
börnin þrjú í fóstur og nágrannar þeirra sögðu að
ekkert virtist hafa verið athugavert við uppeldi
þeirra. Þau eru nú á aldrinum tólf til sextán ára.
Hin börnin þrjú, nítján ára stúlka og tveir bræð-
ur hennar, fimm og átján ára gamlir, dvöldu hins
vegar í kjallaranum og höfðu aldrei séð dagsljós
þegar þau fundust. „Móðir þeirra kenndi þeim að
tala,“ höfðu austurrísku dagblöðin eftir talsmanni
lögreglunnar.
Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni sleppti
maðurinn Elizabeth og tveimur barnanna úr prís-
undinni nýlega og sagði eiginkonu sinni að dóttir
þeirra hefði ákveðið að segja skilið við söfnuðinn og
koma aftur heim. Þriðja barnið, Kerstin, sem er
nítján ára, fannst síðan meðvitundarlaus í íbúð
mannsins fyrir rúmri viku og hjá henni var bréf þar
sem móðir hennar bað um að dóttur sinni yrði kom-
ið undir læknishendur.
Á sjúkrahúsi í bænum kom í ljós að Kerstin þjá-
ist af alvarlegum og óþekktum sjúkdómi og yfirvöld
gáfu út yfirlýsingu þar sem þau báðu móðurina að
gefa sig fram til að hægt yrði að afla upplýsinga
sem gætu varpað ljósi á sjúkdóminn. Elizabeth
fannst síðan hjá föður sínum á laugardaginn var og
kvöldið eftir fann lögreglan dýflissu barnanna
þriggja og móður þeirra.
Þeim var haldið í þremur herbergjum sem eru
alls 50-60 fermetrar og lofthæðin mest 1,70 metrar.
Lögreglustjórinn Franz Polzer sagði að mörgum
spurningum væri enn ósvarað, til að mynda hvernig
Fritzl sá Elizabeth og börnunum fyrir mat, hvernig
hún gat fætt börnin og annast þau í þessu þrönga
rými og hvernig hann gat haldið þeim svo lengi í
prísund án þess að eiginkona hans kæmist að því.
Polzer sagði að Fritzl hefði verið mjög ráðríkur í
fjölskyldunni og stranglega bannað öllum að fara
inn í kjallarann sem hann kvaðst nota sem verk-
stæði. Lögreglumenn fundu ekki dýflissuna fyrr en
Flitzl gaf þeim upp leynilegan kóða til að opna
rammgerða og skráarlausa hurð á bak við hillur
sem voru fullar af brúsum og öðrum ílátum.
Börnin þrjú og móðir þeirra voru allan tímann án
sólarljóss og algjörlega einangruð frá umheiminum
að öðru leyti en því að í dýflissunni var sjónvarps-
tæki, útvarp og myndbandstæki. Í henni voru einn-
ig plötur til að hita mat og lúga sem maðurinn not-
aði til að koma matvælum og fatnaði til barna sinna.
Í kjallaranum er sturta og eitt herbergjanna fóðrað
með gúmmíi af einhverjum ástæðum.
Elizabeth er í mjög slæmu ástandi líkamlega og
andlega, náföl og virðist 20 árum eldri en hún er, að
sögn lögreglunnar, sem sagði að konan hefði ekki
viljað svara spurningum lögreglumanna fyrr en
þeir lofuðu að hún þyrfti ekki að sjá föður sinn aft-
ur. Hún er sögð á sjúkrahúsi og njóta þar meðal
annars aðstoðar sálfræðinga. Yfirvöld hafa ekki
viljað veita upplýsingar um líðan barnanna. Eig-
inkona Fritzl og amma barnanna hefur fengið
áfallahjálp.
Skrímslið hélt börnum sínum
í gluggalausri kjallaraprísund
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Dýflissan Austurríska lögreglan birti í gær myndir af gluggalausri kjallaradýflissunni. Á myndinni
til vinstri sést þröngur gangur inn í svefnherbergi og til hægri sést inngangurinn að prísundinni.
Reuters
Skrímslið 73 ára maður, sem hefur játað að hafa haldið dóttur sinni
fanginni í 24 ár, beitt hana kynferðislegu ofbeldi og átt með henni sjö
börn. Þrjú þeirra voru í prísund með henni í gluggalausum kjallara.
» Blöðin höfðu eft-
ir nágrönnum
Fritzl að hann hefði
verið geðfelldur og
kurteis maður, sem
hefði alltaf verið
tilbúinn til að hjálpa
öðrum og virst bera
mikla umhyggju
fyrir börnum sínum
og barnabörnum.
Hann á sjö upp-
komin börn með eig-
inkonu sinni, Rose-
marie, sem virðist
ekki hafa vitað af
prísund dóttur sinn-
ar og barna-
barnanna þriggja í
kjallaranum.
Hryllingshúsið Sjónvarpsmenn fyrir utan húsið
þar sem konunni og börnunum var haldið.
Austurríkismaður játar
að hafa haldið dóttur sinni
fanginni í 24 ár og eignast
með henni sjö börn
sitala
milli
mars og apríl. Fara þarf allt aft-
ur til janúar árið 1985 til að
finna meiri hækkun, en þá
hækkaði vísitalan án húsnæðis-
liðarins um 4,8%.
Í tilkynningu Hagstofunnar
segir að gengissig íslensku krón-
unnar undanfarið hafi skilað sér
mjög hratt út í verðlagið og
hækkaði verð á innfluttum
vörum um 6,2% milli mars og
apríl í ár. (Vísitöluáhrif af þeirri
hækkun eru 2,1%).
Kostnaður vegna reksturs eig-
in bifreiðar jókst um 7,1%
(vísitöluáhrif 1,14%), en þar af
hækkaði verð á nýjum bílum um
11,0% (vísitöluáhrif 0,77%) og
verð á bensíni og olíum um 5,2%
(0,24%). Verð á mat og
drykkjarvöru hækkaði um 6,4%
(0,77%), þar af hækkaði verð á
mjólk og mjólkurvörum um
10,2% (0,20%).
lga
:
:
%
(
B2
B
(
nn að geta haft hemil á gengislekanum.
engi krónunnar verður hins vegar alltaf
eiflukennt, og ef sveiflurnar eru að koma
ona beint inn í verðbólguna þá gerir það
verkum að það er erfitt að reka pen-
gamálastefnu í landinu,“ segir Ásgeir.
erðbólgan hraðar niður
Að sögn Ingólfs Bender, forstöðumanns
reiningar Glitnis, skýrist munurinn á spá
ildarinnar og raunverulegri hækkun á
sitölu neysluverðs milli mars og apríl fyrst
fremst af því að gengisáhrifin hafi komið
fyrr og af meiri krafti en búist hafi verið
Hann segir að því fylgi mikil óvissa hve
tt gengislækkun sé velt út í verðlagið.
nnski hafi þar áhrif nú hvað gengislækk-
n í mars hafi verið mikil á skömmum
a. Gengislækkunin hafi gefið tilefni til
rra verðlagshækkana sem orðið hafi og
nvel gott betur, og við því sé að búast að
iri hækkanir séu fram undan vegna geng-
hrifanna.
Við reiknuðum með því áður að verð-
gumarkmið Seðlabankans myndi nást á
nni helmingi næsta árs og að verðbólgan
ndi detta tiltölulega hratt niður þegar
ngisáhrifin verða frá. Það sem er að ger-
nú er að gengisáhrifin eru að koma fyrr
, þannig að verðbólgan mun að öllum lík-
um lækka fyrr en við gerðum áður ráð
ir,“ segir Ingólfur.
aðar
ður
voru í lok apríl í fyrra, en þeir
voru þá 4,65%. Þá er gert ráð
fyrir að lánstíminn sé 40 ár.
Eftirstöðvar af 18 milljóna
króna láni, sem tekið var fyrir
ári síðan, hafa einnig hækkað
eins og greiðslubyrðin og eru nú
um 19,3 milljónir.
Til að standa skil á hærri
mánaðarlegum greiðslum af 18
milljóna króna íbúðaláni, sem
tekið var fyrir ári síðan, þurfa
laun að vera rúmlega 9 þúsund
krónum hærri nú en þau voru
þá, þegar tekið hefur verið tillit
til staðgreiðslu skatta. Ekki er
þá horft til hugsanlegra hærri
vaxtabóta sem einhverjir gætu
fengið.
Rétt er að benda á að íbúða-
lán með 4,65% vöxtum eru ekki í
boði hjá Íbúðalánasjóði nú.
Lægstu vextir sjóðsins eru 5,2%.
Mánaðarleg greiðslubyrði af
slíku láni upp á 18 milljónir og
til 40 ára er nú um 90 þúsund
krónur.