Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 18
|miðvikudagur|30. 4. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Sigrún hefur búið og starfaðí borg tískunnar í tæp 20ár en segir þó huga sinnstefna í síauknum mæli til
Rússlands en þangað hefur hún
ávallt sótt innblástur fyrir hönnun
sína.
Sigrún býður upp á kaffi í rúss-
neskum bollum í húsakynnum sín-
um á Saint Honoré-götu þar sem
hún heldur líka úti sýningar-
herbergi eða „Show room“ fyrir
hönnun sína. Segja má að rue Sa-
int Honoré sé Mekka hátískunnar
í París. Í götunni verður vart
þverfótað fyrir verslunum þekkt-
ustu fatahönnuða og skartgripa-
hönnuða heims enda segir Sigrún
að skartgripir og föt sé óaðskilj-
anleg heild. Eðli málsins sam-
kvæmt eru vorlínur skartgripa-
hönnuða ávallt léttar yfirlitum og
ganga í takt við léttari efnisval
fatahönnuða. „Eða öfugt,“ segir
Sigrún sem selur skartgripi sína í
tíu verslunum í París en líka á Ís-
landi í Saga boutique, Leonard og
á Hótel Hilton.
Sigrún segir þörfina fyrir að
skreyta sig hafi fylgt mannkyninu
frá upphafi og það sé ákaflega
gaman að stúdera hvernig mann-
fólkið skreyti sig.
„Það er líka sérstaklega gaman
að fylgjast með því hvernig viðhorf
íslenskra kvenna til skartgripa
hefur breyst á undanförnum árum
og hvernig þær skreyta sig öðru-
vísi núna en bara fyrir um 10 ár-
um.“
Hún útskýrir að áður fyrr hafi
erfðaskart verið nánast einu skart-
gripirnir sem íslenskar konur
báru. Gullfalleg armbönd, hálsmen
eða hringir gengu kynslóða á milli
og höfðu mikið tilfinningalegt gildi.
„Sjálfri finnst mér þessi hefð
einstaklega falleg en með meiri
velmegun hefur þetta breyst und-
anfarin ár og nú skreyta íslenskar
konur sig meira og eru mun
óhræddari við djarfari skartgripi
en áður,“ segir Sigrún.
Óvenjulegur efniviður
Sjálf leggur hún mesta áherslu á
efnisval í skartgripi sína og vakti
athygli fyrir nokkrum árum fyrir
frumlega notkun á fiskroði í skart
sitt. Nú er það hins vegar lamba-
skinnið sem er að ryðja sér til
rúms í hönnun Sigrúnar á sér-
stæðan hátt í armböndum skreytt-
um eðalsteinum.
„Ég legg mikið upp úr því að
efnið sem ég vinn með sé gæðaefni
og mér hefur ávallt fundist mjög
gefandi að prófa mig áfram með
ýmis efni sem helst sjást sjaldan í
skartgripahönnun,“ segir Sigrún
sem lætur vinna hluta af skarti
sínu í Kína og hefur til að mynda
notað kínverskar perlur í hönnun
sína að undanförnu. „Ég held mig
þó líka við klassíska hluti eins og
Swarowski-steina og silfur sem
gefast ávallt mjög vel. Síðan verð-
ur maður líka að finna út hvað
hentar hverjum markaði fyrir sig,
til að mynda gengur mjög vel hjá
mér að selja svarta skartgripi í
Japan.“
Hún bætir við að tilraunastarf-
semi sína fái hún útrás fyrir með
ýmis efni við hönnun á töskum
sem hún stefnir á að bjóða upp á í
sama mæli og skartgripina.
Rússland freistar
Sigrún gefur út nýjar
skartgripalínur á haustin og vorin
og þá nokkrar línur í senn. Þannig
geta mismunandi aldurshópar og
konur með mismunandi smekk
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Um þessar mundir er María
mey áberandi í hálsmenum hennar
í bland við gotneskan stíl. Hún
segir samspil trúartákna og dauð-
ans vera spennandi og eiga sér
langa sögu í skartgripahönnun.
„Hauskúpur eru núna afar vinsæl-
ar bæði í hálsmenum, hringum og
í armböndum og það er eins og
eldri konur séu að tileinka sér got-
neska stílinn sem hefur verið áber-
andi í götutískunni um nokkurt
skeið.“
Sigrún bjó í fimm ár í Rússlandi
og segist vera nánast gagntekin af
öllu því sem rússneskt er. Það
endurspeglast í skarti hennar með
ýmsum hætti eins og munstri og
samsetningu og þó svo að hún hafi
komið sér vel fyrir í París leitar
hugurinn þó ávallt til Rússlands.
„Það eru svo gríðarlega spennandi
tímar núna í Rússlandi og upp-
gangurinn mikill, þannig að ef
maður talar rússnesku er alveg
kjörið að koma sér þar fyrir enda
stefni ég þangað leynt og ljóst.“
María mey og got-
neskir straumar
Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir segir samspil dauðans og
trúartákna vera spennandi og eiga sér langa sögu í skartgripahönnun.
Hauskúpur og trúartákn leika lausum hala í skartgripum Sig-
rúnar Úlfarsdóttur, skartgripahönnuðar í París, en vorlínan
hennar, segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, er þó léttari og
stelpulegri að mati hönnuðarins sjálfs.
Glæsileiki
Rússnesku
áhrifin leyna
sér ekki.
Trúartákn Háls-
men með bleikri
rós og Maríu
mey.
Litskrúðug
Armbönd úr
vorlínu Sig-
rúnar.
Auðunn Bragi Sveinssonskrifar Vísnahorninu að frá
því segi í ævisögu Jóhanns
Sigurjónssonar, skálds frá
Laxamýri, að hann hafi undir
ævilok í Danmörku fengist við að
fullkomna uppfinningu þá er
ryklok nefndist og átti að varna
því að ölglös söfnuðu ryki:
Rétti honum ryklokið
rýran fjárhagsgróða.
Fráhverft honum fjármagnið,
fjöld þó orti ljóða.
Auðunn Bragi segir vatnið ein
af mestu gæðum lífsins:
Vatnssopinn í veröld hér
víst oss léttir kífið,
því hverjum dropa ætlað er
að endurnýja lífið.
Þá rifjar hann upp vísu gamals
nemanda síns úr Þinghólsskóla,
Kristjáns Hreinssonar:
Að vera ljós í veröld hér
víst er talinn styrkur,
því hverjum geisla ætlað er
að yfirbuga myrkur.
Að lokum hugleiðing um að láta
ekki mærðina yfirbuga allt:
Víst eru orðin vörn og björg,
vandlega ef grundum.
Eru þau samt allt of mörg,
er við notum stundum.
Sigmundur Benediktsson yrkir
hringhendu í kuldanum á Fróni:
Norðan rosinn næðir hér
nístir brosin slöku,
þankinn frosinn allur er
illt að losa stöku.
Hjálmar Freysteinsson yrkir
sumarvísu:
Hér er allt á vonar völ
svo verður manni ekki um sel,
harla fátt sem bætir böl
bankastjórar svelta í hel.
Kristján Eiríksson yrkir að vori:
Lóan er komin og grundin grær,
grænkar í mónum og sprettur lyng,
flautunnar þytur er fagurskær,
flórgoðar veganna heyja þing.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af rykloki og sumarkulda
ÁSTRALSKIR vísindamenn telja sig hafa uppgötvað
hvernig hjálpa megi fólki að grennast án þess að
minnka matarskammta sína, að því er greint var frá á
vefmiðli BBC á dögunum.
Vísindamennirnir sem starfa í Melbourne í Ástralíu
komust að því að með því að fikta í fitufrumum í mús-
um þá gátu þeir aukið fitubrennslu í líkama þeirra. Með
því að fjarlægja ákveðið ensím, svo nefnt angiotensin
converting ensími (ACE), gátu mýsnar borðað sama
magn fæðu og aðrar mýs en samt brennt fleiri kalorí-
um og þyngst hægar en viðmiðunarhópurinn. Sýndi
rannsóknin enn fremur að þær mýs sem ACE ensímið
hafði verið fjarlægt úr voru að meðaltali 20% léttari en
venjulegar mýs og með allt að 60% minni líkamsfitu.
Uppgötvunin er talin geta nýst við þróun fitu-
brennslulyfja og gagnast að auki vel í baráttunni gegn
sykursýki, en hröð fitubrennsla músanna dró verulega
úr hættu á að þær þróuðu með sér sykursýki.
Lyf sem draga úr virkni ACE ensímsins í mannslík-
amanum eru til nú þegar og eru notuð til að lækka of
háan blóðþrýsting. Ekki er þó enn vitað hvort það hafi
sömu grennandi áhrif á mann og mús að fjárlægja ACE
ensímið úr fitufrumunum.
Doktor Ian Campell lækningaforstjóri hjá samtök-
unum Weight Concern, segir niðurstöður rannsókn-
arinnar áhugaverðar, en hann ítrekaði þó að þær hefðu
einungis verið framkvæmdar á músum og að
megrunarlyfjum fylgdu yfirleitt einhverjar aukaverk-
anir eins og t.d. hætta á nýrnaskaða.
Það er ólíklegt að maður eigin nokkurn tímann eftir
að geta borðað meira án þess að þyngjast, hefur BBC
eftir Campell. „Allar upplýsingar sem við höfum benda
til þess að ekkert virki betur en heilsusamlegt mat-
aræði og aukin hreyfing, hvort sem megrunarlyfja er
neytt eða ekki.“
Lausnin á skammta-
stærðunum fundin?
Reuters
Aukin brennsla Er fram líða stundir kann að verða
mögulegt að borða fituríkan mat en grennast samt.