Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 23
UMRÆÐAN
NÝLEGA var auglýst til sölu
einbýlishús á Stokkseyri. Ég
hafði beðið eftir þessari auglýs-
ingum um tíma þar sem mér var
kunnugt um að viðskiptabankinn
minn hafði eignast húsið og
hygðist selja. Þegar ég sá verðið
sem sett var á húsið hugsaði ég
með mér að kannski
væri það ekki eins
illa farið og ég hafði
talið eftir að hafa
skoðað það lauslega
utan frá fyrr í vetur.
Eftir að hafa fengið
lykla hjá fast-
eignasalanum fórum
við hjónin ásamt
tveim húsasmiðum og
skoðuðum djásnið. Og
takið nú eftir: allir
gluggar ónýtir og
gler sömuleiðis, gólfið
sigið á fleiri en einum
stað, lek, ryðguð hitalögn í gólfi,
þakjárn ónýtt, rakaskemmdir í
veggjum og múrhúð utan mjög
illa farin, lóðin í mikilli óhirðu og
bílskúrinn hálfgert hrófatildur.
16,8 milljónir fyrir hvað!
Okkar niðurstaða var að það
þyrfti að gera svo mikið fyrir
þetta hús að ekki mætti gefa
meira en 8-9 milljónir fyrir það.
Samtals höfum við sem skoð-
uðum húsið yfir 100 ára reynslu í
byggingariðnaðinum og erum því
væntanlega mörgum fremri við
mat á ástandi húsa og kostnaði
við lagfæringar.
Svo þræta fasteignasalar fyrir
að þeir haldi uppi fasteignaverði!
Þetta hús er dæmi um hið gagn-
stæða og sýnir svo ekki verður
um villst að það er fásinna að
láta sama aðila sjá um hagsmuni
bæði seljanda og
kaupanda. Þeim er
ekki treystandi til
þess af augljósum
aðstæðum.
Það er löngu tíma-
bært að breyta lög-
um og reglum varð-
andi kaup og sölu
fasteigna. Þvæla
eins og að söluþókn-
un sé prósenta af
andvirði eignar á
ekki að þekkjast.
Prósentureglan eyk-
ur einmitt líkur á svona vitlausu
mati eins og átt hefur sér stað á
Stokkseyri í þessu tilfelli.
Fasteignasalar eru heldur eng-
an veginn færir um að verðmeta
hús nema í algjörum undantekn-
ingartilfellum. Fæstir þeirra
hafa nokkra þá menntun sem
ætla megi að gagnist við slíkt
mat. Og mér er alveg sama hvað
formaður fasteignasala hefur
verið að segja um þetta í fjöl-
miðlum, fasteignasalar reyna
alltaf að þrýsta verðinu upp.
Auðvitað gera þeir það. Hver vill
ekki hærri laun?
Það á ekki að hengja bakara
fyrir smið. Kerfið er snarvit-
laust.
16,8 milljónir
fyrir ónýtt hús?
Gestur Kristinsson
skrifar um fasteignaverð
Gestur Kristinsson
» Fasteignasalar verð-
leggja mjög illa farið
hús á Stokkseyri á 16,8
milljónir. Hvað veldur?
Hafa þeir ekkert vit á
húsbyggingum eða er
það söluþóknunin
Höfundur er pípulagningameistari og
fyrverandi sölumaður fasteigna.
Mér brá óneitanlega nokkuð er
ég las pistil Dagnýar Heiðdal
„listfræðings“ í sunnudagsblaðinu
hvar hún gerir nokkrar at-
hugasemdir við síðasta sjónspegil
minn. Fyrst og fremst fyrir að
segja mig hnýta ótæpilega í þann
hóp sem meintur sökudólgur kýs
að kalla „listsögufræðinga“, eins
og það sé eitthvert
uppnefni (!) og taka
þá til ábyrgðar um
fjarveru Jóns Stef-
ánssonar á umræddri
sýningu á GL
STRAND. Allt skal
þó hiklaust áréttað
sem ég setti þar
fram enda ekki í
fyrsta skipti sem
gengið er fram hjá
Jóni varðandi kynn-
ingu norrænna
myndlistarmanna
sem stunduðu nám í
einkaskóla Matisse í París. En
Dagný tekur ummælin full-
bókstaflega til sín og stéttar sinn-
ar og athugar ekki að hér var um
að ræða samantekt gildra sýn-
ingaviðburða í Kaupmannahöfn en
ekki listrýni eða greinarskrif.
Þykist ég kenna draug yfir öxl
hennar því þetta lítur ekki út fyr-
ir að vera sú sama jarðtengda
Dagný og reit prýðilegan pistil í
blaðið fyrir nokkrum árum og vís-
aði á falda fjársjóði í fórum Lista-
safns Íslands. Margir myndlist-
armenn kunnu vel að meta hann
og kunnu henni ómældar þakkir
fyrir, sáu hér bjarma fyrir nýrri
kynslóð fræðinga.
En í mínu tilfelli er mál einfald-
lega að ég er engan veginn höf-
undur algildra hugtaka í myndlist
en skilgreiningu á þeim má lesa í
uppsláttarbókum, lexíkonum, og
hvet hana (og drauginn/draugana)
til að fletta upp í þeim. Allt hef ég
áður skilgreint og sundurliðað í
pistlum mínum og hlotið ámæli og
svívirðingar fyrir frá hendi „list-
fræðinga“. Einn gekk svo langt að
segja að ég væri á móti menntun,
þ.e. lærdómi, svo sem alþjóð væri
fullkunnugt um!! Lengra er nú
trauðla hægt að ganga í óhróðri
og öfugmælum.
Samkvæmt „lexíkonum“ hvar
gerð eru ítarleg skil á mennt-
unargrunni á myndlistir er jafn
miklu púðri eytt í listasögu og
listfræði þ.e. „kunsthistorie og
kunstteori“. Í öllu falli í þeirri
sem ég styðst helst við og er í tólf
bindum: „Lexikon der Kunst,
Malerei, Architektur,, Bildhauerk-
unst. Herder Verlag
GmbH & co KG,
Freiburg 1989 (önnur
útgáfa). Og samkvæmt
orðanna hljóðan í rit-
röðinni má telja að
ganga megi út frá því
að fyrri skilgreiningin
eigi réttar við um hér-
lenda fræðinga en hin
seinni. Nokkrir þeirra
hafa nefnilega tekið
það ráð er þeir eygðu
að almenn saga lá
ekki fyrir þeim ytra,
að nýta fengna áfanga
í þeirri grein til fljóttekins list-
söguprófs svona til að koma með
einhver prófskírteini og réttindi
heim. Heimkomnir og teknir til
starfa hafa viðkomandi skiljanlega
verið lítt upplýstir um íslenska
myndlist enda hennar að engu
getið í uppsláttarritum og fjarri
því íþyngjandi kennslufag í há-
skólum ytra!
Þá vil ég alveg sérstaklega vísa
til þess að ég ber jafn mikla virð-
ingu fyrir inniviðum beggja hug-
takanna, geri mér þó ljósa grein
fyrir að í báðum starfshópunum
eru til framúrskarandi ein-
staklingar, einnig slakir, svona
eins og gerist og gengur á mann-
lífsvettvangi.
Ég stend á því fastar en fót-
unum hvað það snertir að vegur
Jóns Stefánssonar hefur verið fyr-
ir borð borin af íslenskum list-
sögufræðingum og þjóðinni, líkt
og það sé alveg gleymt að hann
bar viðurnefnið „Islands store
maler“ á hinum Norðurlöndunum,
sem auðsjáanlega hefur farið í
taugarnar á einhverjum hér
heima og enn vindur upp á sig.
Veglega var staðið að aldarafmæli
Ásgríms Jónssonar 1976, þakkað
veri frænku hans, dugnaðarfor-
kinum Bjarnveigu Bjarnadóttur,
en síður listsögufræðingum. Alveg
átti að gleyma aldarafmæli Jóns
Stefánssonar 1981, eins og hann
væri ekki til en því gátum við þá-
verandi Lesbókarritstjóri bjargað
að nokkru. Hins vegar var annað
uppi á teningnum varðandi ald-
arafmæli Jóhannesar Kjarvals
1985, heil tvö ár fóru í undirbún-
ing veglegra hátíðahalda ásamt
tilheyrandi skrifum. Ástæðan var
að hópur málsmetandi manna stóð
jafnan og alla tíð að baki lista-
mannsins, sem í sjálfu sér er auð-
vitað gott mál en slíkt bakland
áttu hinir tveir brautryðjendurnir
stórum minna. Kemur að sjálf-
sögðu listrænu vægi myndverka
þeirra lítið við, en kannski hægt
að afsaka þetta að nokkru með því
að listsögufræðingarnir voru þá
örfáir. En svo komið er mikil
spurn hvaða afsökun fræðingarnir
hafi þegar þeir eru orðnir um og
yfir fimmtíu talsins en stein-
gleymdu aldarafmæli Þorvaldar
Skúlasonar 1906 og Jóhanns
Briem 1907? Loks ekki að ófyr-
irsynju að minna hér á að ald-
arafmæli Jóns Engilberts ber upp
á þessu ári, nákvæmara í næsta
mánuði, en ég hef ekki orðið var
við neinn viðbúnað enn sem komið
er. Lýsir þetta brennandi áhuga
fræðinganna á íslenskri myndlist
og að gera veg hennar sem mest-
an innan lands sem utan? Og hvað
hefur íslenska þjóðin gert til að
viðhalda rótgróinni ímynd þeirra
Jóns Stefánssonar og Júlíönu
Sveinsdóttur í Danmörku (?),
svarið er: nákvæmlega ekki neitt,
umhyggjusemin á núlli. Eitthvað
þykir mér þetta skondið og á
skjön við þá ræktarsemi sem hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar sýna
brautryðjendum sínum í list og
mennt.
Öðrum og meiðandi sparðatín-
ingi læt ég ósvarað en vísa til að
allur efsti salur GL STRAND var
tekinn undir alls óskylt verkefni,
innsetningu ungra sem stendur
hrárri hugmyndfræði nær, svo
ekki var um rýmisskort að ræða á
staðnum og kom til viðbótar hinni
framkvæmdinni ekki hið minnsta
við. Fjarstæða að fjárhagsskortur
hafi sett sýningarstjórunum
skorður því sáralítið hefði kostað
að senda nokkur verk Jóns Stef-
ánssonar utan, eða einungis
brotabrot af því sem fór í svo-
nefnda „heimsmeistarakeppni“
myndlistar í Feneyjum á liðnu
sumri.
Orð til Dagnýjar Heiðdal
Bragi Ásgeirsson svarar grein
Dagnýjar Heiðdal »Dagný tekur um-
mælin fullbók-
staflega til sín og stéttar
sinnar og athugar ekki
að hér var um að ræða
samantekt gildra sýn-
ingaviðburða í Kaup-
mannahöfn en ekki list-
rýni eða greinarskrif.
myndlistarmaður
Höfundur er myndlistarmaður og
gagnrýnandi.
NÚ STANDA yfir samræmd próf
í grunnskólum landsins og hópur
nemenda er að ljúka tíu ára skyldu-
námi. Fyrir suma er það spennandi
og skemmtilegt verk-
efni en aðrir fyllast
kvíða og streitu. Það
er mikilvægt að við
foreldrar styðjum
börnin okkar í þessu
verkefni, hvetjum þau
á uppbyggilegan hátt,
séum til staðar og gef-
um þeim af tíma okk-
ar.
Foreldrar, skólar
og félagsmiðstöðvar
hafa undanfarin ár
unnið saman að því að
skipuleggja ýmsa at-
burði fyrir 10. bekkinga strax að
loknum samræmdum prófum. Hef-
ur verið almenn ánægja með fram-
kvæmdina og unglingarnir átt góð-
ar stundir með skólafélögum,
foreldrum, kennurum og starfs-
mönnum félagsmiðstöðvanna. Það
hefur mikið að segja að við for-
eldrar tökum virkan þátt í und-
irbúningi og framkvæmd þessara
atburða. Það er ekki síst á ábyrgð
okkar að stuðla að því að ungling-
urinn okkar fagni þessum þátta-
skilum á jákvæðan og upp-
byggilegan hátt.
Margar fjölskyldur
móta líka sínar eigin
hefðir til að halda upp
á tímamótin með ung-
lingnum sínum og er
það vel.
Við foreldrar berum
ábyrgð á uppeldi
barnanna okkar og
menntun a.m.k. þar til
þau ná 18 ára aldri.
Rannsóknir hafa sýnt
svo ekki verður um
villst að þeim börnum
sem upplifa umhyggju, aðhald og
eftirlit foreldra líður betur, þeim
gengur betur í skóla og þau eru síð-
ur líkleg til að neyta áfengis og ann-
arra vímuefna. Næstu dagar og vik-
ur eru erfiðir dagar fyrir mörg
börn. Þau þurfa á nærveru okkar
og umhyggju að halda núna og það
þolir enga bið. Hvernig ætlar þú að
forgangsraða?
Börnin þurfa á nær-
veru okkar að halda
Bergþóra Valsdóttir brýnir fyr-
ir foreldrum að huga að börn-
um sínum við próflok
Bergþóra Valsdóttir
» Fyrir suma eru sam-
ræmd próf spenn-
andi og skemmtilegt
verkefni en aðrir fyllast
kvíða og streitu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
SAMFOK og fulltrúi í SAMAN-
hópnum.
smáauglýsingar
mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn