Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 19 Berlín, og fleiri mann- virki. Þá hefur sú inn- pökkun mistekist hrap- allega. Að öllu gamni slepptu er þó furðulegt að svona drasl skuli ekki vera hreinsað upp. x x x Svipuð sjón blasti viðVíkverja þegar hann ók eftir Hring- braut meðfram Reykjavíkurflugvelli um daginn. Við girð- inguna liggur pappír, pokar og rusl. Þegar blæs leggst ruslið upp að girðingunni. Oft má sjá merkingar á pokunum, en sú auglýsing er kannski ekki með þeim hætti, sem viðkomandi fyrirtæki og verslanir hefðu kosið. Eigendur girðinga eiga vitaskuld að sjá til þess að þær séu ekki lýti á umhverfinu. x x x Umræða um rusl á hins vegarekki aðeins að snúast um það af hverju það sé ekki fjarlægt. Það verður einnig að spyrja hvers vegna fólk gengur jafn subbulega um og raun ber vitni. Lítur almenningur á umhverfi sitt sem einn rusladall? Þykir fólki sjálfsagt að henda sígar- ettustubbum út um bílglugga og skilja eftir matarumbúðir, sælgæt- isbréf, límonaðiflöskur, plastpoka og annað drasl á víðavangi? Þætti þessu sama fólki sjálfsagt að annað fólk henti drasli inn í bíla þeirra, garða og hús og styngi sælgætis- og pulsu- bréfum inn um bréfalúgur þess? Þessi umgengni veldur ef til vill ekki sama tjóni og veggjakrot, en hún ber vitni svipuðum hugsunarhætti – full- komnu virðingarleysi fyrir umhverf- inu og öðru fólki. x x x Og fyrst talið hefur borist að um-gengni er við hæfi að ljúka pistlinum á umhverfisnótum. Um- hverfisvænir Reykvíkingar eiga þess kost að fá græna og bláa tunnu vilji þeir flokka hjá sér sorpið. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að borga þarf sérstaklega fyrir að vera með bláa tunnu. Væri ekki nær að hvetja til vistvænnar hegðunar með því að hafa bláu tunnuna án endurgjalds? Brautarholtskirkjaer ein elsta timb- urkirkja landsins og er nú 150 ára gömul. Vík- verji gerði sér ferð að kirkjunni fyrir stuttu og skoðaði þessa merku byggingu, sem á sér merka sögu eins og rakið var í Morgun- blaðinu í desember. Kirkjan gladdi augað, en það sama er ekki hægt að segja um sóða- skapinn, sem blasti við á leiðinni að kirkjunni frá þjóðveginum. Á einum kafla eru gadda- vírsgirðingar og á þeim blakta plastpokar og annað rusl, sem fest hefur á göddunum. Það er eins og línu hafi verið kastað í plastpoka- torfu, en það er enginn til að taka aflann af önglunum. Margir virtust pokarnir skítugir og slitnir og var auðvelt að draga þá ályktun að þeir hefðu verið þarna lengi. Ef til vill hefur listamaðurinn Cristo verið á ferð á Kjalarnesinu og ætlað að pakka inn girðingunum líkt og hann gerði við Reichstag, þinghúsið í        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Sérstök samgöngustefna hefurverið tekin upp í Mannviti,sameinuðu fyrirtæki VGK- Hönnunar og Rafhönnunar þar sem 360 starfsmenn vinna. Nýju sam- göngustefnunni er ætlað að hvetja starfsmenn til að koma sér í og úr vinnu án þess að nota einkabílinn og þar með velja sér annan ferðamáta en að aka einir í bíl til og frá vinnu, segir Auðunn Gunnar Eiríksson, starfsmaður í starfsmannahaldi Mannvits, í samtali við Daglegt líf. Strætókort eða beingreiðslur „Fyrirtækið vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi, borg- arbrag og heilsu íbúa sem og starfs- manna. Til að framfylgja stefnunni er starfsfólkinu greiddir svokallaðir samgöngustyrkir, ýmist í formi strætókorta eða beinna peninga,“ segir Auðunn Gunnar. Fyrirtækið greiðir strætókort fyr- ir þá starfsmenn, sem að jafnaði nota strætisvagna til og frá vinnu. Þeir starfsmenn, sem að jafnaði ganga eða hjóla til vinnu eða koma með öðrum í bíl fá greitt andvirði strætókortsins í peningum sem jafn- gildir 5.600 krónum á mánuði. Til að auðvelda starfsmönnum að nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu verða merktir vistvænir fyrirtækis- bílar á vinnustaðnum sem starfs- menn geta þá nýtt í vinnutengdar ferðir. Þurfi starfsmenn, sem nýta sér vistvæna ferðamátann, óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutím- anum, til dæmis vegna veikinda barna, mun fyrirtækið endurgreiða viðkomandi leigubílakostnað. Fyrirtækið Mannvit er nú rekið á þremur stöðum í höfuðborginni, við Grensásveg, Ármúla og Laugaveg, en á næsta ári er stefnt að því að taka nýjar höfuðstöðvar í notkun undir alla starfsemina við Grensás- veg 1 þar sem gert er ráð fyrir góðri búninga- og sturtuaðstöðu fyrir hjóla- og göngugarpa. „Nýja samgöngustefnan var fyrst kynnt starfsmönnum VGK-Hönnun- ar í janúar síðastliðnum áður en fyr- irtækið sameinaðist Rafhönnun og nú hafa fregnir borist af því að önn- ur fyrirtæki og stofnanir séu farin að apa þetta eftir okkur sem er bara gott mál,“ segir Auðunn. Meðal ann- ars hyggst Reykjavíkurborg taka upp svipaða samgöngustefnu fyrir starfsmenn sína þegar nokkur svið borgarinnar flytja í nýtt húsnæði við Höfðatorg. Allt að 25% fækkun bílferða „Nýja stefnan hefur vakið mikla athygli og fer vel af stað,“ segir Þor- steinn R. Hermannsson, verkfræð- ingur hjá Mannviti og einn af höf- undum samgöngustefnunnar. Þorsteinn kynntist fyrirkomulag- inu fyrst á námsárum sínum vestur í Seattle í Bandaríkjunum þar sem starfsfólk nokkurra fyrirtækja fékk ákveðna beingreiðslu gegn því að koma ekki á einkabílnum til vinnu. „Fyrirtækið þurfti þar með ekki að skaffa starfsmönnum sínum bíla- stæði þegjandi og hljóðalaust, en setti að öðru leyti ferðavalið sjálft í hendur starfsmanna. Þessari leið er beitt víða í Bandaríkjunum og í Evr- ópu við stjórnun umferðarálags sem leitt hefur til allt að 25% fækkunar þeirra, sem keyra sig einir í bíl til og frá vinnu. Í Kaliforníu eru svo uppi kröfur um að fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn komi sér upp sam- göngustefnu í þeirri viðleitni að draga úr bílaumferð. Nú finnst okk- ur kominn tími til að prófa þetta í Reykjavík,“ segir Þorsteinn. Skipulag og sveigjanleiki Í nýju stefnunni felst þó engin harðstjórn, að sögn Þorsteins, held- ur er sveigjanleiki hafður að leiðar- ljósi. „Það eru auðvitað ekki allir í aðstöðu til þess að nýta sér vistvæn- an ferðamáta til að klára sín erindi, en við erum einfaldlega að ýta við fólki til að kanna alla möguleika og hugsa sinn gang vel og vandlega. Nýja stefnan gerir t.d. ráð fyrir því að fullur styrkur fáist greiddur þó að starfsfólk komi á einkabílnum í vinn- una einn dag í viku. Á þann dag mætti til dæmis safna saman einka- erindum og innkaupum og nýta sér strætó, hjólafák eða gönguskó í vinnuna þess á milli, að minnsta kosti hluta úr ári. Þá eru menn strax farnir að leggja sitt af mörkum til umhverfisins án þess að hafa skuld- bundið sig um aldur og ævi. Nýleg könnun sýnir að 27% höfuðborgar- búa búa innan við 2 km frá vinnu- staðnum sem er kjörin hjóla- eða göngufjarlægð auk þess sem margir hafa komist að því að strætó stoppar bæði nálægt vinnustaðnum og heim- ilunum, sem er tiltölulega ný upp- götvun fyrir marga.“ Stemning fyrir hjólakeppni Um 15% starfsmanna Mannvits eru nú að nýta sér samgöngu- styrkina, en gera má ráð fyrir að fleiri fari að þeirra ráði með hækk- andi sól enda veitir mönnum ekkert af aukapening í allri dýrtíðinni nú á tímum, að sögn Auðuns. Bæði Auð- unn og Þorsteinn hjóla til og frá vinnu og eru harðákveðnir í því að taka þátt í hjólakeppninni „Hjólað í vinnuna“, sem framundan er, ásamt fjölmörgum vinnufélögum enda sé heilmikil stemning að skapast. Starfsmenn styrktir til að sniðganga einkabílinn Morgunblaðið/hag Vistvæn samgöngustefna Starfsmönnum fyrirtækisins Mannvits er umbunað sérstaklega ef þeir koma sér í og úr vinnu án þess að aka einir í bíl til og frá, segja þeir Auðunn Gunnar Eiríksson og Þorsteinn R. Hermannsson, sem báðir nota nú hjólafákinn í eigin þágu og umhverfisins. Það eru auðvitað ekki allir í aðstöðu til þess að nýta sér vistvænan ferðamáta til að klára sín erindi, en við erum einfaldlega að ýta við fólki til að kanna alla möguleika EF konur eru 60 ára eða eldri og stunda ákveðna tegund jóga tvisvar í viku, getur það dregið verulega úr hættu á því að þær detti og bein- brjóti sig, vegna þess að jógað bæt- ir jafnvægiskyn þeirra. Frá þessu er sagt á vefmiðli MSNBC og vitnað til rannsóknar sem nýlega var gerð í Temple University í Philadelphia á þessum málum. Eftir níu vikna jóganámskeið komust þær konur sem tóku þátt í rannsókninni hraðar yfir (mælan- legur munur var á auknum göngu- hraða) og einnig hafði jafnvægi þeirra batnað. Þær hækkuðu enn fremur um einn sentimetra að meðaltali sem er rakið til þess að úr þeim réttist við jógaiðkunina (þær stækkuðu semsagt ekki). Jógað sem konurnar stunduðu nefnist Iyengar jóga og ætlað eldra fólki. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni voru 65 ára og eldri og fóru í jógatíma í einn og hálfan klukkutíma í senn, tvisvar í viku í níu vikur. Árangur- inn var sá að þær gengu hraðar, tóku stærri skref og gátu staðið lengur á öðrum fæti. Einnig voru þær öruggari með jafnvægi sitt, hvort sem þær stóðu kyrrar eða voru á göngu. Styrkur og liðleiki eru grundvall- arþættir þegar kemur að því að forða eldra fólki frá falli, en stað- reyndin er sú að beinbrot og annað sem fylgir því að detta er meðal þess helsta sem hamlar eldra fólki í daglegu lífi og sérstaklega á þetta við um konur. Jóga forðar konum á besta aldri frá falli Morgunblaðið/Árni Sæberg Bætir ýmislegt Jóga er góð aðferð til að styrkja líkamann, bæta jafn- vægið og rétta úr fólki. ÞÆR eru óneitanlega tignarlegar fyrirsæturnar sem hér ganga eftir sýning- arpallinum í Istanbúl í Tyrklandi á dögnum og myndu efalítið vekja umtals- verða athygli hér heima. Klæðnaðurinn er úr vor- og sumarlínu íslamska tískuhússins Tekbir í Ist- anbúl og gefur e.t.v. hugmynd um hverju tyrkneskar konur kunna að klæð- ast á komandi mánuðum. Reuters Ljósir sumarlitir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.