Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í VIÐTALI á Stöð 2 við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kom fram að skoðanir hans um að breyta yfirstjórn löggæslumála á Suðurnesjum eru óbreyttar. Hann vill að embætti lögreglustjóra komi undir samgöngu-, fjármála- og dómsmálaráðuneytið, en eins og kunnugt er fer lögreglustjóri, Jó- hann R. Benediktsson, nú einn með yfirstjórn þessara mála. Rétt er að árétta að allt frá því að varn- arsamningurinn var gerður 1951 við Bandaríkin hefur ávallt lög- reglustjóri eða sýslumaður gegnt yfirstjórn löggæslumála á Kefla- víkurflugvelli, í 56 ár, en embættið kom þá eins og kunnugt er undir utanríkisráðneytið þar til varn- arliðið fór. Þessi yfirstjórn hefur alla tíð hentað þessu embætti vel og eng- inn ágreiningur verið um það, fyrr en núverandi dómsmálaráðherra vill fara að þrískipta yfirstjórn þess. Aðalrök hans fyrir þessari breytingu eru að spara fjármuni. Yfirleitt er þessu öfugt farið, að sameining embætta og sveit- arstjórna sé gerð til hagræðis og að spara fé. Persónulega sé ég engin haldbær rök hjá ráðherra fyrir þessari breytingu. Ég tel mig gjörþekkja þessa stofnun bæði fjárhags- og rekstrarlega eftir að hafa starfað þar á sínum tíma, sem deildarstjóri á þriðja tug ára. Ég hef á bloggsíðum mínum lýst skipulagháttum embættisins er viðkemur störfum í flugstöðinni. Hér er aðallega um að ræða lög- reglu-, tollgæslu- og öryggismál, landamæraeftirlit o.fl. Þá hefur fíkniefnaeftirlit verið stóraukið eins og kunnugt er. Flest þessara starfa tengjast með einum eða öðr- um hætti komu- og brottfararf- arþegum og fragtflugi. Skipulag þessara starfa samtengist á vett- vangi öryggismála, enda er hér um samverkandi eftirlit að ræða, sem verður að skipuleggja í meg- inatriðum út frá áætlun flugfélaga til og frá landinu. Það ætti því öll- um að vera augljóst, sem að þess- um skipulagsmálum koma, að þrí- skipting valds myndi stjórnsýslulega torvelda boðleiðir og veikja stjórnunarstörf embætt- isins stórlega. Það væri afar slæmt ef Jóhann R. Benediktsson og fleiri starfsmenn embættisins hættu störfum þarna vegna ágrein- ings við dómsmálaráðherra. Jó- hann er hæfileikaríkur, dugmikill kjarkmaður, sem hefur sýnt í verki hvers megnugur hann er og hann hefur á að skipa mjög hæfu starfs- liði. Enn og aftur bið ég því dóms- málaráðherra að koma sér upp úr þeirri svartavillu sem hann hefur rótfest sig í þessu máli. Hins vegar er ég sammála ráðherra um að a.m.k. 200-300 manna varaliði verði komið á fót til að styrkja og efla lögregluna þegar skortir mannafla við sérstakar aðstæður, annað er ábyrgðarleysi. KRISTJÁN PÉTURSSON, fv. deildarstjóri. Óbreytt afstaða dóms- málaráðherra veldur óhug Frá Kristjáni Péturssyni MJÖG hafa verið misjafnar skoð- anir manna á mótmælum vörubíl- stjóra og oft heyrst að mótmælin beinist aðallega gegn almenningi og að þeim sé ekki sýnd sama harka og öðrum mótmælendum af hálfu lögreglu. Afleiðingin af kröfunni um meiri hörku gegn bíl- stjórum birtist svo í einhverri fá- ránlegustu uppákomu af hálfu lögreglu sem sést hefur og var varla hægt annað en vorkenna þeim lögreglumönnunum sem í þessu stóðu. Mér finnst mikill munur á því hvort verið er að mótmæla t.d. virkjunum eða krefjast réttlátrar vinnuaðstöðu og rekstrarafkomu eins og bíl- stjórarnir gera. Það vekur furðu mína að við skulum þurfa að taka upp hvíldartímasetningu Evrópu- sambandsins þar sem við erum ekki í Evrópusambandinu, erum hér langt úti í hafi og þar með ekki í neinum tengslum við bíla- umferð annarra landa í Evrópu. Erum við kannski ekki frjálst og fullvalda ríki lengur? Ef Evrópu- sambandið ræður ríkjum hér og við getum ekki lengur sett vinnu- löggjöf í landinu sem hentar okk- ur Íslendingum, hefði átt að byrja á því að byggja sams konar vegi og eru í Evrópu og þjón- ustustöðvar sem henta reglunum, áður en bílstjórunum var gert skylt að vinna eftir þeim. Sinnuleysi viðsemjenda í kjara- baráttu hefur oft kallað fram mót- mæli sem leitt hafa til harkalegra samskipta við lögreglu og hand- töku manna. Slík barátta hefur alltaf komið niður á hinum al- menna borgara, en ekki gegn þeim, heldur viðsemjendum, þannig er þetta einnig hjá bíl- stjórunum. Nú stendur yfir mikil deila við hjúkrunarfræðinga og hafa þeir ákveðið að mótmæla neitum yfirvalda um samninga með því að hætta störfum. Ætli ríkisvaldið sendi óeirðasveit til að berja á hjúkrunarfræðingum og þvinga þá til að fara aftur inn og vinna? Þarna koma mótmælin harðast niður á sjúklingum, en er þó ekki beint gegn þeim, heldur ríkisvaldinu sem sýnir einræði og neitar lýðræðislegu samkomulagi, sem leiðir af sér mótmæli. Þegar búið verður að stofna óeirða- lögreglu til að berja á almenningi í hagsmunabaráttu, hversu mikið er þá eftir af lýðræðinu? GUÐVARÐUR JÓNSSON Valshólum 2, Reykjavík. Mótmæli vörubílstjóra Frá Guðvarði Jónssyni I. Jafnvægisástand: Íslendingar gera ótrúlegar kröfur til lífsstíls síns. Þetta unga, vel menntaða, skulduga fólk á alla samúð mína. Ísland græðir á því að fólksfjöldi landsins vaxi, því nær sem við komumst því að vera milljón talsins þeim mun hagstæðara verður lífið fyrir fleiri á Íslandi. Hag- fræðilegir útreikningar. Sjáið bara tollana sem renna til ríkissjóðs af bílainn- kaupum, þeir hækka um næstum helming á ótrúlega litlum ára- fjölda vegna aukinnar fólksfjölgunar. Það þyrftu að vera viðmið á þessum tollum hvenær ríkissjóður stendur á sléttu og hvenær hann er að græða og láta þann gróða þá aftur til fólksins með lækkun tollagjalda. Þessi vönt- un á jafnvægisstuðlum kemur niður á unga fólkinu sem er hreinlega ekki komið með háu tekj- urnar … enn! II. Fasteignir utan höfuðborg- arsvæðis: En það búa nú ekki allir í miðri stórborginni. Þegar verð á fasteignum í höfuðborginni er fyrir ofan velsæmismörk eða verið að höfða til fólks með peninga þá leitar annað fólk aðeins út fyrir svæðið, Akranes, Borgarnes og Suðurnesin eru með mun viðráðanlegra verðlag. (Ágætis 1. íbúðar blokkaríbúðir, t.d á Hjallavegi í Njarðvík á 10-15 millj- ónir, sjá fasteignir mbl.is.) Þessi sveitarfélög mega náttúrlega líka njóta góðs af unga, vel menntaða, skulduga mannauðnum. Strætóferð- ir í bæinn fríar vegna nýrrar tækni sem heitir vetni, ég geri ráð fyrir að vegna vetnisstrætóanna séu ferð- irnar ókeypis III. Vetnisbílar: Svo á fólk nátt- úrlega ekki að þurfa að skammast sín fyrir að keyra ekki á nýjasta bíla- módelinu. Setja smáprinsippreglu um að eiga bílinn til nokkurra ára, allavega þangað til hann er orðinn skuldlaus, ha? Ekki henda bílum sem ganga enn o.s.frv. Það eru til raf- magnsbílar á undir milljón sem hægt er að hlaða heima í húsi þannig að bensínkostnaður er enginn, svo eru líka til hybrid-bílar á islandus.com sem hafa fengið afslátt á innflutn- ingstollum ríkissjóðs á „umhverf- isvæna bíla“ sem enn eru á fyrsta milljónabilinu og eru mun ódýrari í rekstri en bensínbílar. Það þarf ekki alltaf að keyra á 100 … Hvað dóu margir í árekstrum þetta árið? Fleiri en í fyrra held ég, – mætti lækka kröf- urnar þar. Einhver hvíslaði því að mér að það væri ekkert mál að breyta bensínvélum í vetnisknúnar vélar. Bílasalarnir sem eru að reyna að losa sig við eldri bensínmódelin yrðu glaðir ef þeir gætu boðið upp á slíka um- setningu líka (http:// www.runyourcarwithwater.com). Verðugt viðfangsefni fyrir unga, efnilega, nýútskrifaða bifvélavirkja að halda þeim í landinu. IV. Veltukort: Hvernig fer maður að þessu? Nú er talað með miklum vandlætingarsvip um aukna skulda- söfnun Íslendinga, sem eflaust að einhverjum hluta kemur til af því að okkur þykir gott að geta veitt okkur áður ósparanlega (dýra) hluti á af- borgunum. Eftir því sem fólki fjölgar aukast afborgunarskuldir. Þannig er það bara. Við viljum vera til í dag, sem er mjög skiljanlegt, þó að nátt- úrlega gamaldags, rómantísku sam- böndin þar sem sparað var fyrir hlut- unum eigi nú dálítinn hljómgrunn meðal unga fólksins líka. Það er bara verst þegar slíkt verður að tísku, þá hleypur verðbólga í þá hugsjón líka. Fólk hættir að skynja hvað eru raun- veruleg verðmæti og hvað ekki … Svo náttúrlega þegar börnin koma, þá verða allir að vera jafnir og þá tekur IKEA við. Í huga mér hef ég alltaf blessað tilkomu veltukortanna árið 1998 og afborgunarmöguleik- ana. Dásamlegt að þurfa ekki alltaf að standa reikningsskil gjörða sinna á mánaðarfresti. Minnir mann á blæðingar! Menn hafa mun lengri tíðahring og við fáum að njóta þess með tilkomu veltukortsins í baráttu um daglega brauðið eða kannski ekki daglega brauðið, áður ófáanlegu hlutina. Maður fer bara heim til mömmu og pabba fyrir daglega brauðið, það er nú það góða við Ís- land, fjölskyldubönd eru sterk … og svo er það náttúrlega ótrúlega BÓN- US … V. Að lokum: Þannig hafa gerst hér lífsbætandi hlutir á tíunda ára- tugnum sem hreinlega voru ekki í boði hér áður fyrr. IKEA, Bónus, veltukort, ríkissjóður. Þannig að ef unga fólkið er eitthvað að velta því fyrir sér hvernig á að fara að hlut- unum, af hverju ekki að vera snið- ugur og nýta sér góða afkomu rík- issjóðs? T.d. ráða sig í kennslu, allir innan skólakerfisins elska nýút- skrifað háskólafólk og opinberar stöður lausar í röðum í starfsauglýs- ingum. Hjálpa þannig borgarsjóði að koma sér hjá því að setja meiri pen- inga í að ráða starfsfólk (hljómar þetta ekki dálítið fáránlega?). Krækja í hagstæð lífeyrissjóðslán hins opinbera fyrir fasteignakaupum og halda síðan áfram þaðan. Það gerði fólkið hérna í gamla daga og tók svona tíu ár að fá það sem kröfu- harðir eru að biðja um að gerist strax hjá þeim. Tími er peningar og því meiri tíma sem hlutirnir taka þeim mun verðmætari verða þeir. Og þá náttúrlega líka er unga fólkið komið með tilfinningu fyrir landi og þjóð, sem þýðir raunveruleg ítök í landinu. Léttu leiðirnar ljúfu Vera Steinsen skrifar um lífsstíl » Í framhaldi af lands- flóttagrein unga fólksins eftir Unni Mar- íu Birgisdóttur og Eygló Arnardóttur Vera Steinsen Höfundur er kennari. FLESTIR þolendur ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ganga um samfélagið í þrúgandi þögn og leita sér sjaldnast hjálpar. Hvers vegna? Hvers vegna er það kraftaverki líkast fyrir einstakling að koma fram og segja frá ofbeldi og leita sér hjálpar? Þessari spurningu erum við að leitast við að svara, m.a. á þessari árlegu forvarn- arráðstefnu Blátt áfram. Blátt áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur sam- takana að efla for- varnir gegn kynferð- islegu ofbeldi á börnum. Ráðstefnan er í samstarfi við Barnaverndarstofu, Þroskahjálp, Háskól- ann í Reykjavík, Heilsugæslu Reykjavíkur og Neyð- arlínuna 112. Ráðstefnan verður haldin dagana 15. og 16. maí 2008 í Háskólanum í Reykjavík. Samkvæmt rannsóknum (og ber þeim íslensku saman við þær er- lendu) læknar tíminn ekki öll sár. Ef eitthvað er þá getur tíminn sem líð- ur frá því að ofbeldið gerist og þang- að til einstaklingurinn leitar sér hjálpar valdið því að einstakling- urinn á það á hættu að missa heilsu sína og jafnvel nokkur ár af ævi sinni. Líkurnar eru einnig miklar á því að þessi einstaklingur hafi fund- ið leið til að deyfa sársaukann með einhverju móti, meðvitað eða ómeð- vitað, með nikótíni, áfengi, eit- urlyfjum, mat, sjónvarpi, tölvunni, ofbeldi, samböndum o.fl. Hugmyndin með ráðstefnunni er að sýna fram á mikilvægi þess að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi leiti sér hjálpar og mikilvægi þess að fagfólk spyrji réttu spurn- inganna til að gera fólki kleift að segja frá reynslu sinni. Það er á ábyrgð samfélagsins í heild að opna umræðuna um ofbeldi. Ofbeldi er samþykkt með þögninni! Við þurfum öll að skoða okkur sjálf og sjá hversu opin við erum fyrir þessari um- ræðu. Hvernig bregst ég við því að lesa þessa grein? Fer ég í vörn? Finnst mér verið að ásaka mig? Ef þú tekur þessu sem jákvæðri áskorun frekar en nei- kvæðri ásökun þá ertu að leggja málefninu lið og hugsanlega að hjálpa einstaklingum í þínu umhverfi sem eru að leita að hjálp. Þú eykur líkurnar á því að hjálpa vin í raun. Því jákvæðari og opnari sem þú ert gagnvart þessum upplýsing- um, því meiri líkur eru fyrir því að samfélagið sé að breytast. Og það er að breytast! með því að axla ábyrgð og sýna fordæmi og taka virkan þátt í opinni og jákvæðri umræðu um úr- ræði hvað varðar allt ofbeldi. Meðal góðra gesta á ráðstefnunni verður Vincent Felitti, læknir við forvarnadeild Medicine Kaiser Permanent Medical Care Program í Kaliforníu. Dr. Felitti mun fjalla um 13 ára rannsókn, sem 17 þúsund Kaliforníubúar tóku þátt í, sem sýn- ir sambandið milli mismunandi of- beldis og vanrækslu í æsku annars vegar og heilsu á síðari árum hins vegar. Þessi rannsókn er líklega ein sinnar tegundar í heiminum og er unnin í samvinnu við Heilbrigð- isstofnun Bandaríkjanna. Dr. Felitti sýnir í erindi sínu auðveldar leiðir sem mögulega er hægt að fara til að koma til móts við einstaklinga sem leita til læknastéttarinnar eftir að- stoð, því miður oft ekki fyrr en þeg- ar skaðinn er skeður. Dr. Felitti varpar fram mörgum athygl- isverðum spurningum tengdum rannsókninni sem vert er að leita svara við. Önnur erindi í boði á ráðstefnunni eru m.a. kynferðisofbeldi gegn fötl- uðum og greindarskertum börnum, örugg netnotkun, afleiðingar kyn- ferðislegt ofbelds á heilsu kvenna, ásakanir um kynferðisofbeldi í for- ræðismálum, kynning á starfsemi Barnahúss og kynning á forvarna- átaki Blátt áfram. Ráðstefnan er öll- um opin og fer fram á ensku. Forvarnir er besta leiðin! Svava Björnsdóttir segir frá ráðstefnunni Forvarnir er besta leiðin! sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík » Flestir þolendur of- beldis, andlegs, lík- amlegs og kynferðis- legs, ganga um samfé- lagið í þrúgandi þögn og leita sér sjaldnast hjálp- ar. Hvers vegna? Svava Björnsdóttir Höfundur er einn af stofnendum Blátt áfram og hefur umsjón yfir undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar. TENGLAR .............................................. www.blattafram.is MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið má nálgast undir liðnum Senda inn efni undir lógói Morgun- blaðsins ofarlega á forsíðu mbl.is, og einnig neðarlega á forsíðu mbl.is undir liðnum Sendu inn efni. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.