Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ eru blikur á lofti í mann- virkjageiranum. Menn treysta sér þó ekki til að spá um þróunina næstu vikur og mánuði, því um er að ræða sam- spil svo margra ólíkra þátta,“ segir Árni Jó- hannsson, for- stöðumaður mannvirkja- greina hjá Sam- tökum iðnaðarins (SÍ). „Þetta er mjög mannaflsfrekur iðnaður og ef það hægir á þá snert- ir það atvinnuhagsmuni mjög margra. Þannig að vöxtur og við- gangur mannvirkjageirans er ekki lengur einkamál þeirra sem starfa þar,“ segir Árni og bendir á að árið 2007 hafi 17 þúsund manns starfað í mannvirkjageiranum. „Sem betur fer hafa stjórnvöld brugðist við og veitt auknu fjármagni t.d. til vega- gerðar sem vegur upp á móti sam- drætti í byggingabransanum.“ Að sögn Árna má skipta markaði mannvirkjagerðar upp í minni markaði, þ.e. íbúðabyggingar, at- vinnuhúsnæði og innviði á borð við vegagerð, flugvallargerð og stór- iðjuframkvæmdir,“ segir Árni. Bendir hann á að sum fyrirtæki í geiranum hafi sérhæft sig á einu sviði meðan önnur vinni á öllum sviðum. Því sérhæfðari sem fyr- irtækin á íbúðabyggingamarkaði séu, þeim mun erfiðara eigi þau með að bregðast við samdrætti á sínu sviði. Spurður hversu hátt hlutfall fyrirtækja í bransanum sé mjög sérhæft segir Árni þær tölu- legu upplýsingar ekki liggja fyrir. Bendir hann jafnframt á að þegar saman dragist í nýbyggingarfram- kvæmdum, þá leiti menn annað, m.a. í að sinna viðhaldi sem menn geri síður á uppgangstímum. Öll hráefni hækka í verði „Það sem er að gerast núna snertir fyrst og fremst markað með íbúðabyggingar, sem er kom- inn í steinastopp og er búinn að vera stopp síðan í nóvember,“ segir Árni. Tekur hann fram að erfitt sé að spá um framhaldið á markaðn- um þar sem samspil þátta á borð við aðgengi verktaka að lánsfé til að fjármagna framkvæmdir sínar, gengisþróunin, þróun stimpilgjalda og hugsanlegt afnám þeirra sem og almenn eftirspurn eftir íbúðarhús- næði muni hafa mikil áhrif á þróun mála. Einnig muni hækkun hráefnis- kostnaðar hafa talsverð áhrif. „Öll hráefni til byggingarstarfsemi, nema timbur, hafa og eru að hækka á heimsmarkaði. Þannig hefur verð á olíu, plasti, öllum lagnaefnum á borð við kopar og stál verið á fleygiferð í vetur,“ seg- ir Árni. Blikur eru á lofti í mannvirkjageiranum Sérhæfðari fyrirtækin eiga erfiðara með að bregðast við Í HNOTSKURN » Árið 2007 unnu 17.000manns í mannvirkjageir- anum. » Markaður með íbúðabygg-ingar er búinn að vera í „steinastopp“ frá því í nóvember. » Öll hráefni til bygginga-starfsemi hafa hækkað á heimsmarkaði. » Leita í önnur verkefni þegarsamdráttur verður í nýbygg- ingum, s.s. í viðhaldsverkefni. Árni Jóhannsson ÞRJÁTÍU starfsmönnum hjá steypustöðinni Mest hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Hjalta Más Bjarnasonar, forstjóra Mest, er hér um neyðaraðgerð að ræða til þess að bregðast við ástandi mark- aðarins og erfiðum horfum fram- undan. Segir hann uppsagnirnar þannig gerðar í hagræðingarskyni. Bendir hann á að það sé ekkert launungarmál að skórinn kreppi að fólki í byggingaiðnaðnum og tekur fram að hjá Mest verði menn varir við að erfiðlega gangi að fá greitt frá viðskiptavinum fyrirtækisins. Að sögn Hjalta hafa um 220 manns starfað hjá fyrirtækinu fram að þessu. Spurður hvort von sé á fleiri uppsögnum svarar Hjalti því neitandi og segist vonast til þess að þessar uppsagnir dugi Ekki borist fleiri hópuppsagnir Hjá Vinnumálastofnun fengust þær upplýsingar að tilkynningin frá Mest um hópuppsögn væri sú eina sem borist hefði stofnuninni í aprílmánuði sem senn er á enda. Morgunblaðið/Júlíus Erfiðar horfur Viðvarandi samdráttur í byggingabransanum leiðir nú til uppsagna starfsmanna. Margir telja erfitt að spá um framhaldið. 30 starfsmönnum sagt upp hjá Mest FORSÆTIS- RÁÐHERRA Ís- lands, Geir H. Haarde, hefur verið útnefndur „grænasti stjórn- málaleiðtoginn“ af tímaritinu News- week. Á vefsíðu tíma- ritsins er nýting Íslendinga á orkuauðlindum lands- ins lofuð í hástert og talin öðrum þjóðum til eftirbreytni. Newsweek segir frá því að hamingja og velferð Íslendinga sé fyrst og fremst til komin af legu landsins sem sé óþrjótandi uppspretta náttúrulegrar orku. Einarða stjórn hafi þó þurft til að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga. Í viðtali við tímaritið lýsir Geir þróun orkumála hérlendis og for- ystuhlutverki Íslendinga hvað jarð- varmatækni varðar. Geir er grænastur leiðtoga Geir H. Haarde KARLMAÐUR á áttræðisaldri hef- ur verið kærður til lögreglu fyrir beita stúlku kynferðislegu ofbeldi um langa hríð, eða frá því hún var tólf ára til tvítugs. Konan er 21 árs í dag. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, segir rannsókn miða ágætlega en vildi lítið tjá sig efnis- lega um málið. Maðurinn er ekki í haldi lögreglu. Skemmst er að minnast þess að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í lok mars sl. mann á áttræðisaldri til tveggja ára fangelsisvistar fyrir kyn- ferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem voru þá tíu og tólf ára. Þá rennur gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kyn- ferðisbrot gegn tveimur dætrum sín- um, sem eru átta og þrettán ára, út í dag. Tekin verður ákvörðun um framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum í dag. Brotin stóðu yfir í átta ár Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Ylfu Kristínu Árnadóttur LÖGREGLAN handtók fjóra menn í um tvítugt í fyrrinótt grunaða um mikla sinubruna á svæði Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyr- arvatn þar sem mörg þúsund tré skemmdust ásamt gróðri. Hinir handteknu játuðu við yfirheyrslur að hafa kveikt í sinunni en ekki hafa fengist skýringar á því af hverju þeir gerðu það. Þeir voru enn í haldi lög- reglu í gærkvöld og ekki ljóst hvort þeim yrði sleppt að loknum yfir- heyrslum eða farið fram á gæslu- varðhald. Hinir handteknu hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður vegna óknytta. Mennirnir eru fyrst og fremst handteknir fyrir eignaspjöll en sam- kvæmt hegningarlögum varða stór- felld eignaspjöll allt að 6 ára fangelsi. Búast má við að um fimm þúsund tré, mörg allt að mannhæðarhá, hafi eyðilagst í sinueldinum. Flest trén voru gróðursett fyrir um fimmtán árum að sögn Árna Þórólfssonar, starfsmanns Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Tjónið er mikið að hans sögn, ekki síst vegna þeirrar miklu vinnu sem lá í uppgræðslu á svæðinu og gróðursetningu. Árni segir að mikill hiti hafi mynd- ast í eldinum, og kvoðan í trjánum soðið, með þeim afleiðingum að trén drepist. Vera kunni að þau laufgist í sumar, en ólíklegt að þau lifi af næsta vetur. Á annað hundrað sinuútköll Það sem af er þessu ári hafa 60 út- köll vegna sinuelda borist slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Vanalega þarf slökkviliðið að sinna 60-130 út- köllum árlega vegna sinubruna. Í fyrra bárust slökkviliðinu 90 tilkynn- ingar um sinubruna en árin 2005 og 2006 voru þær um 130. Að sögn Daða Þorsteinssonar, sviðsstjóra grein- ingarsviðs Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, sinna slökkviliðsmenn u.þ.b. 300 útköllum á ári vegna elds á víðavangi, t.d. elds í bifreiðum, gám- um og sinu, og eru sinubrunar um þriðjungur þessara útkalla. Alls fer slökkviliðið í rúm 1.400 útköll á ári og er eldur á víðavangi stærsti einstaki flokkurinn. Daði segir álagið síðustu daga hafa verið gífurlegt. Nú séu þurrkar og hlýindi og því góð veðurfarsleg skilyrði fyrir sinubruna. „Ástandið batnar ekki fyrr en við fáum almennilegar rigningar eða nýi gróðurinn kemst í gegn,“ segir Daði. Aðspurður segir hann afar mismun- andi hve langan tíma það getur tekið að slökkva sinueld. „Það getur verið mjög mismunandi, allt frá því að stappa með stígvéli á sinuna upp í þó nokkuð marga klukkutíma.“ Játuðu íkveikjuna á skógræktarsvæðinu Morgunblaðið/Júlíus Sinubruni Mikið skógræktarstarf eyðilagðist í sinubrunanum í fyrrinótt og er málið í rannsókn lögreglunnar. Fjórir ungir menn handteknir vegna íkveikju í Hafnarfirði ♦♦♦ NOKKRIR starfsmenn Sím- ans fengu upp- sagnarbréf í gær, að sögn Lindu Bjarkar Waage, forstöðumanns samskiptasviðs Skipta og upplýs- ingafulltrúa Sím- ans. Hún segir að í nokkurn tíma hafi ekki verið ráðið í störf sem hafi losnað og fólk hafi ver- ið fært til innan fyrirtækisins í hag- ræðingaskyni. Um 750 manns starfa hjá Síman- um. Linda Björk segir að sumum starfsmönnum hafi verið boðið að færa sig til innan fyrirtækisins, en viðbrögð við því boði liggi ekki fyrir. Linda Björk segir að Síminn hafi, eins og mörg önnur fyrirtæki, þurft að draga saman seglin á sumum svið- um vegna ástandsins í þjóðfélaginu og hagræðing því nauðsynleg. Síminn til- kynnir uppsagnir Linda Björk Waage HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt systkini í 2 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögregluvarðstjóra við skyldu- störf í árslok 2006. Ákærðu voru 17 og 23 ára þegar brotið var framið í stympingum á lögreglustöð í Hafn- arfirði. Sannað þótti að pilturinn hefði skallað varðstjórann tvisvar í andlit og systir hans klórað hann í andlit og bitið í handlegg. Dómurinn taldi ósannað að varðstjórinn hefði beitt fólkið harðræði eins og ákærðu héldu fram og hefði háttsemi hans gagnvart þeim ekki gefið þeim tilefni til að bregðast við eins og þau gerðu. Bæði voru þau með hreint sakarvott- orð þegar brotið var framið. Veittust að varð- stjóra 2 mánaða fangelsi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.