Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 27 ærri kjörum. t fyrir hinn hvað varðar ans sem eru sem slík sam- niborðinu, að um stundir, ar mögulegar mismunandi sbankinn og væri viðbúið lánardrottna m hætti, þótt vikum yrði að endir lánar- s segja eitt- ssi sameining skiptamódeli. erslu á að þið ykkar erlend- Nú virðist þið if ykkar á Ís- num. Þetta er ð það sem þið g því þarf að ýtt. itnis erlendis ögðin verið á ði alltaf talað löndum, sér- tengdri sjáv- áherslan vera til Íslands og dseyja. Þetta samið verði á gtímalánalín- mmar r erlenda lán- bankana eru skuldatrygg- nú í himin- kkað umtals- kum en álagið ndandi lang- tímalánum er á hinn bóginn á bilinu 20 til 40 punktar sem jafngildir 0,2% til 0,4% álagi á LIBOR vexti en það álag er um þessar mundir á bilinu 225 til 375 punktar, (2,25% til 3,75% álag á LIBOR). Þegar verst lét fór skuldatryggingarálag Kaupþings yf- ir 1.000 punkta, eða 10%. Þótt álagið hafi lækkað til muna undanfarnar vikur fer því víðsfjarri að kjörin sem standa bönkunum til boða séu að- gengileg og því halda þeir að sér höndum. Hér er því um fjárhæðir að tefla sem skipta milljörðum, jafnvel tug- milljörðum, í versnandi kjörum fyrir íslensku bankana ef þeir þyrftu að endursemja um langtímalánalínur sínar í dag. Það skiptir því öllu máli fyrir bank- ana hvort sem um viðskiptabankana þrjá er að ræða, eða Straum fjárfest- ingarbanka, að hreyfa sig ekki eitt hænufet í átt til sameiningar hvað sem líður reiknilíkönum um svo og svo mikinn sparnað, hagræðingu og ávinning af hugsanlegri sameiningu. Stjórnendur íslensku bankanna vita að erlendu lánardrottnarnir bíða eins og hrægammar eftir því að ís- lensku bankarnir misstígi sig, þannig að sá möguleiki opnist að segja upp lánum sem eru á góðum kjörum og bjóða síðan upp á nýja samninga á af- arkjörum. Þeir telja því að þeir geti sig hvergi hrært, hvað varðar sameiningar- áform, því við þær aðstæður sem nú ríkja á fjármálamörkuðum væri sú hætta yfirvofandi að allt hagræðið af sameiningu sem menn hefðu í huga að skipta á milli hluthafa og neytenda hér á landi lenti í vösum erlendra lán- ardrottna bankanna. Því sé betur heima setið en af stað farið, að minnsta kosti nú um stundir og að öllum líkindum næstu misserin, jafn- vel árin, ef spár svartsýnustu manna ganga eftir. Morgunblaðið/Golli hagsmunir viðskiptabankanna eru í húfi að kjör á dist óbreytt. Jafnvel getur munað tugmilljörðum. ar sameiningu innan banka- m og knúið fram afarkjör Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Við erum að hreinsa ósprungnarsprengjur í þorpum, á banana-ekrum, á allskonar svæðum. Viðerum að gera fólki kleift að búa þarna áfram. Verkið hefur gengið mjög vel,“ segir Sigurður Ásgrímsson, fagstjóri sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um þátttöku Íslendinga í sprengjuleit í Líbanon. „Þetta er í annað skiptið sem við hjá Landhelgisgæslunni förum til Líbanon. Við erum þarna á vegum íslensku friðargæsl- unnar vegna samnings sem felur í sér að við útvegum sjálfboðaliða í þetta verkefni sem friðargæslan greiðir síðan fyrir. Við sendum tvo menn rétt eftir miðjan mars, þá Jónas Þorvaldsson og Alexander Rúnarsson, sem eru komnir heim. Þeirra í stað héldu utan þeir Marvin Ingólfsson og Martin Sövang, en þeir verða í Líbanon til 6. júní. Það sem við erum að gera er að starfa að mannúðarverkefni með Svíum und- ir því sem nefnt er regnhlíf Sameinuðu þjóð- anna.“ Sigurður segir sérfræðinga Landhelg- isgæslunnar fást við ýmsar gerðir af sprengjum, þar með taldar klasasprengjur og stórar sprengjur, en Ísraelsher beitti m.a. fyrrnefndu gerðinni í átökum við skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar í Suð- ur-Líbanon sumarið 2006. Stór hluti sprengnanna er frá þeim tíma. „Fyrir skömmu voru okkar menn að sprengja 500 kílóa flugvélasprengju. Eins og með allar sprengjur þurftum við að gera hana óvirka svo hægt væri að flytja hana. Þá var hún orðin mjög örugg. Síðan þurfti að flytja hana á afvikið svæði þar sem hún var sprengd ofanjarðar. Með okkur í för er Eggert Guðmundsson bráðatæknir frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS), sem er til taks ef eitthvað kemur fyrir. Við erum ávallt á tveimur bílum. Annar er fyrir sprengjuleitarmennina en hinn er hugsaður sem sjúkraflutningabíll.“ Yfirleitt fimm ára þjálfun Aðspurður hvaða menntun þurfi til að gegna stöðu sprengjuleitarmanns segir Sig- urður mennina fjóra alla hafa svokallaða EOD-þjálfun, sem veiti alþjóðleg réttindi til að eyða hernaðarsprengjum. „Slíka þjálfun fáum við erlendis, bæði í Bretlandi og Danmörku. Hún gefur okkur réttinn til að fást við allar hernaðarsprengj- ur, frá minnstu sprengjum upp í stærstu flugskeyti. Miðað við að námið sé tekið sam- hliða öðrum störfum áætlum við að full- þjálfun sprengjuleitarsérfræðings taki fimm ár. Nú eru fjórir hjá gæslunni með prófið, eftir að sá fimmti hætti.“ Sigurður vill nýta sérfræðingana í meira mæli til sprengjuleitar á Íslandi til að fín- kemba svokölluð „óhreinsuð“ svæði. „Við stöndum frammi fyrir því núna að geta bætt við mannskap. Það eru óhreinsuð svæði á Íslandi og við höfum því varpað fram þeirri hugmynd að hægt væri að nýta þennan mannskap hér heima á sumrin og erlendis á veturna, þegar ekki er hægt að vinna hér heima. Þá á ég við svæði sem hafa verið könnuð lauslega af okkur, einkum æfingasvæði sem Bandaríkjaher var með á sínum tíma. Stærsti hluti svæðanna er á Reykjanesi, í kringum gamla varnarsvæðið. Auðvitað er búið að fara yfir þau nokkrum sinnum, en nú stendur til að fara að gera það með skipulegum hætti.“ Fylgja mjög stífum reglum Jónas Þorvaldsson hefur nýlega tekið þátt í sprengjueyðingu í Líbanon. Inntur eftir verkefnum Íslendinga segir Jónas hópinn sinna bráðatilfellum fyrir Sameinuðu þjóðirnar, á meðan önnur teymi frá öðrum ríkjum leiti að sjálfum sprengj- unum. Hann segir hópinn fylgja ströngum vinnu- reglum. „Þegar við höfum kannað aðstæður og komist að því að ekki er öruggt að nálgast hlutinn þurfum við að beita öðrum ráðum eins og að nota málmleitartæki. Það vakna margar spurningar í upphafi og áður en haf- ist er handa er haldinn stuttur fundur með sjúkraflutningamanni þannig að allir viti hvað er að fara að gerast og í hvaða stigum ætlunin er að vinna verkefnið,“ segir Jónas. „Öruggasta leiðin er hreinlega að sprengja sprengjuna á staðnum. Það er allt- af fyrsti valkostur. Ef, einhverra hluta vegna, staðsetningin er þannig að ekki er hægt að sprengja sprengjuna þurfum við annað hvort að gera hana óvirka eða færa hana á öruggan hátt á stað þar sem við get- um eytt henni. Einnig erum við með heil- mikið af búnaði sem er notaður til að gera sprengjur óvirkar, allt frá því að skjóta kveikibúnaðinn af sprengjunni til þess að skrúfa hann af með fjarstýrðu tæki. Þá erum við með búnað til að færa hluti án þess að þurfa að liggja ofan í þeim. Við erum jafnframt með röntgenmyndavél og getum skoðað ástand hlutar og gegnumlýst hann, ásamt því sem við getum flett upp upplýsingum um hann í gagnabanka NATO um hvernig eigi að gera hlutinn óvirkan. Stundum er þetta þó gert í höndunum og þá þarf maður að taka upp verkfæri og fram- kvæma ýmsa galdra.“ Spurður að lokum hvernig tilfinning það sé að halda á sprengju segir Jónas það kom- ast upp í vana. Fylgt sé „rosalega stífum reglum“, enda aðeins ein aðferð sem fylgja beri hverju sinni þegar sprengja er aftengd. Sprengjueyðing Líbanskir hermenn ræða við heimamenn fyrir framan holu við hús í Suður-Líbanon þar sem 500 kílóa flugvélasprengja lenti. Aftengja sprengjur í Líbanon  Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða ósprungnum sprengjum eftir átökin í S-Líbanon árið 2006  Vilja fínkemba „óhreinsuð“ svæði á Íslandi Hluti búnaðarins Eggert Guðmundsson (t.v.), bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS), Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni og Kristján Sigfússon, bráðatæknir hjá SHS, ræða saman í höfuðstöðvum deildarinnar í Tyr. Bíllinn sem sést inn í er sprengjuleitarbíll, hinn er sjúkraflutingabíll. Jafnan er bráðatæknir við sprengjueyðinguna. Á leitarstaðnum Jónas Þorvaldsson fylgir stífum reglum við eyðingu klasasprengju. Í HNOTSKURN »EOD stendur fyrir explosive ordnancedisposal og felur í sér að sprengja er gerð óvirk á öruggan hátt. »Sprengjudeild Landhelgisgæslunnarsér um alla sprengjueyðingu á Íslandi. Ljósmynd/Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.