Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 44
■ Fim 8. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis- skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis- barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. ■ Lau. 17. maí kl. 14. Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Ég vissi ekki hver hann var fyrr en ég heyrði að hann hefði verið að drulla yfir mig … 49 » reykjavíkreykjavík ÞAÐ eru ekki einatt hinir stóru hljómleikahaldarar sem barma sér um þessar mundir undan hruni krónunnar. Smærri innflytjendur á borð við þá sem flytja inn einn og einn plötusnúð finna fyrir geng- islækkuninni á eigin skinni og svo er komið að töluvert fleiri miða þarf að selja inn á hvert ball svo það standi undir sér. Þó skal ekki vanmeta þá sem standa í þessum bransa því oft- ar en ekki hafa þeir hugsjónina eina að leiðarljósi og brennandi áhugann á tónlist. Eins og flestir vita er von á plötu- snúðnum og hljóðblandaranum Eric Prydz hingað til lands í næst mánuði (17. maí). Undanfarna daga hefur sérstakt tilboðsverð verið í boði á ballið sem haldið verður á Broadway en síðasti dagur tilboðsins verður í dag. Tónleikahaldarar biðla því auð- mjúklega til allra dansfíkla um að skella sér niður á Broadway milli kl. 13 og 17 og útvega sér miða á 3.000 krónur í stað 4.000 krónur. Einnig er hægt að nálgast miða á midi.is. Eric Prydz á afslætti Eric Prydz Lagið „Call On Me“ verður án efa spilað á Broadway.  Svo virðist sem sjónvarpsáhorf landsmanna minnki með hækkandi sól ef marka má síðustu mælingar Capa- cent á sjónvarpsáhorfi. Allir helstu dagskrárliðir Sjónvarpsins tapa áhorfi og skiptir þá engu hvort horft er til Spaugstofunnar sívin- sælu, Sunnudagskvölds Evu Maríu eða Útsvars. Sömu sögu er að segja um helstu dagskrárliði Skjás eins. Top Gear sem maður hefði haldið að ætti sér stöðugan áhorfendahóp, hrapar úr 23,8% áhorfi í aldurshópnum 12–80 ára niður í 16,5%. Hins vegar hefur spennan í Am- erican Idol á Stöð 2 fært áhorfið upp á við um rúm 2% og rúmlega 1% aukning var á áhorfi á úr- slitaþátt Bandsins hans Bubba. Um er að ræða tvo vinsælustu þætti Stöðvar 2 vikuna 14.–20 apríl og því fróðlegt að sjá hvað dagskrárstjóri Stöðvar 2 tekur til bragðs þegar American Idol sleppir. Sumar og sól eitur í beinum dagskrárstjóra  Hinn gamalreyndi stórleikari Jóhann Sigurðarson hefur ákveð- ið að söðla um, og hefur hann nú verið fastráðinn sem leikari við Borgarleikhúsið. Jóhann hefur verið fastráðinn hjá Þjóðleikhús- inu síðan 1986 og því um nokkur tímamót að ræða. Jóhann hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði, en einnig í kvikmyndum á borð við Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Tár úr steini og 101 Reykja- vík. Jóhann er fimmti leikarinn sem er fastráðinn hjá LR frá því Magnús Geir Þórðarson var skip- aður leikhússtjóri leikfélagsins. Jói stóri til LR Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG ætlaði að hefja tökur um síðustu jól, en svo frestuðust þær af þeirri einu ástæðu sem bíó- myndir frestast,“ segir kvikmyndagerðarmað- urinn Hilmar Oddsson um sitt næsta verkefni, jólamynd sem hefur hlotið vinnuheitið Hátíð í bæ eftir samnefndu jólalagi. Unnið er að fjár- mögnun fyrir myndina, sem að sögn Hilmars gengur nokkuð vel, og stefnir hann að því að hefja tökur fyrir næstu jól. „Ég er svolítið búinn að mála mig út í horn vegna þess að ég verð að taka myndina um jól. Ég þarf sem sagt Reykjavík í jólaljósunum og vil þess vegna taka hana í nóvember, desember og janúar,“ útskýrir leikstjórinn. Handrit myndarinnar skrifar Páll Kristinn Pálsson, en það er byggt á hugmynd Páls og Hilmars. „Þetta er mynd um basl, en samt á kómískum nótum. Það er aðeins verið að fjalla um að það geta ekki allir haldið eins jól og þeir vilja, þannig að þessi mynd er gagnrýnin, en um leið hugljúf. En þetta er samt ekki tragedía því ég fer ekki þá leið. Sögnin í myndinni er frekar uppbyggileg, ég er ekki að draga fólk niður heldur frekar að reyna að peppa það upp.“ Mætti þá kannski segja að þarna verði á ferð- inni grátbrosleg fjölskyldumynd? „Já kannski, en þó ekki „a la Disney“. En hún verður örugg- lega ekki bönnuð börnum,“ segir Hilmar og bæt- ir því við að tónlistin verði fyrirferðarmikil í myndinni, því bæði vinni aðalpersónan við tón- list, auk þess sem íslensk jólatónlist verði að sjálfsögðu i fyrirrúmi. „Við ætlum sem sagt að reyna að mynda mannlega, grátbroslega, íslenska jólamynd. Reykjavík er líka einstök yfir jólin, og það skipt- ir engu máli hvort það verður snjór eða ekki.“ Gerir mynd um Dieter Roth Það er því allt útlit fyrir að Hilmar muni gera fyrstu íslensku jólamyndina í fullri lengd, en fjöl- margar slíkar hafa verið gerðar vestur í Holly- wood, og nægir þar að nefna National Lampo- on’s Christmas Vacation sem fjölmargir Íslendingar horfa á hver einustu jól. „Það væri algjör draumur, ef hún næði slíkum stalli,“ segir Hilmar um sína mynd. Hvað leikarana varðar segist Hilmar ekki bú- inn að ráða í helstu hlutverk, þó hann sé nú þeg- ar með ákveðnar hugmyndir í kollinum. Áður en að gerð jólamyndar Hilmars kemur mun hann hins vegar frumsýna heimildarmynd um myndlistarmanninn Dieter Roth. Um er að ræða 105 mínútna langa mynd sem hann hefur unnið að síðan 2004. Myndin verður sýnd í Sjón- varpinu áður en langt um líður, en verður þó lík- lega frumsýnd í kvikmyndahúsi fyrst. „Það getur vel verið að við reynum líka að koma henni á framfæri erlendis því Dieter Roth er eitt af 100 stærstu nöfnum í myndlist í heim- inum,“ segir Hilmar sem er bæði höfundur og leikstjóri myndarinnar. „Hún er gerð á svolítið persónulegum nótum vegna þess að ég þekkti hann alla mína ævi því hann var giftur föð- ursystur minni. Þannig að þetta er ekki hlutlaus úttekt heldur er ég að gera hana sem maður sem þekkti hann.“ Hilmar á fjórar kvikmyndir í fullri lengd að baki: Eins og skepnan deyr (1986), Tár úr steini (1995), Sporlaust (1998) og Kaldaljós (2004). Hátíð Hilmars í bíó Hilmar Oddsson er með fyrstu íslensku jólamyndina í fullri lengd í bígerð Morgunblaðið/Jim Smart Verðlaun Hilmar tekur við Eddu-verðlaununum fyrir kvikmynd sína Kaldaljós árið 2004.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.