Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 33 Örn Guðmundsson ✝ Örn Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 11. maí 1947. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. apríl síðastliðinn og var jarðsung- inn frá Bústaða- kirkju 25. apríl. tryggur vinur vina sinna, velviljaður og einstaklega greiðvik- inn. Það fór ekki fram hjá okkur að Örn var mikil félagsvera og jafnframt mikill fé- lagsmálamaður. Hann hafði komið víða við en engum blandaðist hugur um að Víking- ur átti stærsta og veglegasta sessinn. Nú síðast hreif hann okkur með sér við undirbúning 100 ára afmælis fé- lagsins. Íþróttir voru honum í blóð born- ar. Hann æfði reglulega knatt- spyrnu með félögum sínum og sam- an léku þau Esther golf. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ átti einstaklega vel við um Örn. Félagar hans og vinir voru á öllum aldri. Hann hljóp frekar en gekk og aldrei nokkurn tímann áleit hann sig þurfa að gefa eftir vegna aldurs. Að leiðarlokum koma ýmis atvik upp í hugann. Atvik sem fyrir aðeins nokkrum dögum virt- ust ósköp hversdagsleg og sjálfsögð en ylja okkur nú. Sigraði Liverpool leik mátti heyra lag óma um alla ganga og yrði mönnum litið upp í glugga Arnar mátti jafnframt sjá fána Liverpool þekja gluggarúðuna. Spjall og umræður um menn og málefni, glettin tilsvör, gátur eða fróðleiksmolar af veraldarvefnum. Allt tilvik sem lífguðu upp á vinnu- daginn. Kæru Esther, Helena, Arnar og fjölskylda. Við samstarfsmenn í tekjustýringu vottum ykkur ein- læga samúð. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Við kveðjum kæran samstarfs- mann með þakklæti og trega. Blessuð sé minning hans. Ester Jónatansdóttir, for- stöðumaður tekjustýringar. Við feðgar viljum minnast Arnar Guðmundssonar í örfáum orðum. Örn og fjölskylda bjuggu um tíma í sama stigagangi og við og góður samgangur var á milli fjöl- skyldnanna tveggja. Örn var vel- viljaður og skemmtilegur maður og alltaf var stutt í húmorinn hjá hon- um. Hann starfaði mikið fyrir sitt uppeldisfélag, knattspyrnufélagið Víking, enda mikill stuðningsmaður félagsins líkt og bræður hans tveir. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Örn, Hallsteinn og Valur Örn. Skjótt skipast veður í lofti og gleðin sem fylgir vorkomunni breytist í djúpa sorg. Góður dreng- ur er fallinn frá, svo skjótt og fyr- irvaralaust. Ég kynntist Erni Guðmundssyni fyrir um það bil 30 árum. Ég hafði þá um skamma hríð unnið náið með Esther, eiginkonu hans, og með okkur tekist góð vinátta. Þau hjón- in bjuggu á þeim tíma í Dalseli í Reykjavík, ásamt börnunum Arnari og seinna Helenu. Oft var glatt á hjalla á heimili þeirra, Örn var hrókur alls fagnaðar og þau hjón bæði höfðingjar heim að sækja, fé- lagslynd, vinmörg og vinsæl. Est- her og Örn voru sérstaklega sam- hent hjón. Þau stóðu þétt saman og stigu ölduna í lífsins ólgusjó, bæði í mótbyr og meðbyr. Eftir því sem árin liðu og ég kynntist Erni betur sá ég hvern kostamann hann hafði að geyma. Örn var framkvæmdamaður og lét ekki sitja við orðin tóm, sporléttur og snar í snúningum. Hann var glaðlyndur, einstaklega hlýr og elskulegur. Hann umvafði fjöl- skyldu sína og vini ást og um- hyggju og var afar bóngóður og hjálpsamur. Örn kunni að meta góðan húmor, var grallari í sér og stríðinn. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum, en á nær- gætinn hátt og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni eða láta særandi orð falla. Hann var gjafmildur á tíma sinn og starfs- krafta og nutu þess margir, bæði menn og málefni. Ég kveð Örn með eftirsjá. Hans verður sárt saknað. Andinn fæðist ei og ei hann deyr, hann er og verður nú og endalaust. Hann á sér ekkert upphaf, hættir ei að vera til, og ei hann deyr þótt holdið vegið sé. (Ljóð Krishna/Bhagavad-Gíta.) Ég og fjölskylda mín sendum elsku Esther, Helenu, Arnari og fjölskyldu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin lifir. Kristín Jóhanna Helgadóttir. Það var fyrir rúmum hálfum mánuði að við vorum saman á ferðalagi í Berlín, tuttugu gamlir strákar úr Lunch United til að spila fótbolta við kapplið heima- manna og skoða okkur um í borg- inni og allir voru í skínandi skapi og mórallinn góður en það er á engan mann hallað þótt sagt sé að Örn Guðmunds hafi verið kátastur allra. Hann var elstur í hópnum, sextugur í fyrra, en unglegur og hraustlegur svo af bar; við spil- uðum klukkutíma leik við oldboys úr Herthu-Berlín, fyrrverandi at- vinnumenn og landsliðsmenn í bland og þótt við Lönsarar þyrftum að skipta inná sæmilega ört til að halda í við kappana þá spilaði Össi allan leikinn og blés ekki úr nös. Og í menningartúrum á daginn og gleðskap á kvöldin lék hann líka á als oddi, brandararnir streymdu upp úr honum, „eins og á perlu- festi“ sagði einhver; ekki allt há- fleyg gamansemi eða djúp en hélt samt öllum hlæjandi. Nokkrum dögum seinna hringdi hann í annan okkar sem var einn á hótelherbergi úti á landi og feginn hringingunni, og ekki síður að heyra rödd Össa sem átti eitthvert smáerindi, vant- aði símanúmer, en var enn í berl- ínarhúmornum og það var spaugað í furðu langan tíma um allt og ekk- ert. En fáeinum dögum seinna fréttist að hann sé fallinn í valinn. Lífið er hverfult. Við sem þetta ritum byrjuðum um svipað leyti að mæta á Lönsæf- ingar, í byrjun þessarar aldar, og þar voru margir stórir einstakling- ar fyrir og sumt gamlir meistara- flokks- og landsliðsmenn og kröf- urnar miklar og glósur sem fjúka ekki allar eins og ætlaðar viðkvæm- um sálum, en sömuleiðis streymdi glitrandi vinskapur úr augum sumra alveg frá því menn heils- uðust fyrst, og ekki síst átti það við Össa sem var farinn að hringja stuttu seinna formálalaust eins og aldavinur, að bjóða uppá að mæta á herrakvöld Víkings og vera með framlag í gleðskapinn, og þar var hann líka eins og kóngur í ríki sínu. Hann var samt fastur á sínu; alltaf sama hornið í búningsklefanum hjá Lunch, og auk Víkings studdi hann Liverpool og var ekki með neinar málamiðlanir. Í grimmdarfrosti kom í ljós á Lunchæfingu að hann var í rauða liðinu en vantaði rauða treyju. Einhver bauðst til að lána honum Man United-bol en hann sagði: „Heldur spila ég ber að ofan en í þessum fjanda.“ Ef ætti að lýsa honum í tveimur orðum er varla hægt að finna önn- ur betri en þessi tvö: glaðværð og elskusemi. Það var auðvitað ekkert tímabært við andlát slíks sóma- manns; en hann var ungur í sextíu ár og geri aðrir betur, og kannski erfitt að ímynda sér hann öðruvísi. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Einar Kára og Friðrik Þór. Vinur minn Örn er látinn. Eng- inn veit hvenær kallið kemur. En nú kom það skyndilega og alltof óvænt. Engum gat dottið í hug að hann gæti ekki haldið upp á 100 ára afmæli Víkings sem hann var búinn að undirbúa svo vel og lengi og beið eftir með mikilli eftirvænt- ingu að taka þátt í, eins og öllu sem því félagi viðkom. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 35 árum þegar hann nýút- skrifaður úr viðskiptafræði tók að sér sumarstarf í tölvudeild Loft- leiða og ég starfsmaður Hótels Loftleiða. Fljótlega urðu kynni okkar Össa að góðum vinskap sem hefur staðið óslitið síðan. Það var gott að leita til hans hann tók öllum ljúfmannlega, fór aldrei í mann- greinarálit, var bóngóður, stundum alvarlegur en alltaf skemmtilegur og hrífandi einstaklingur. Knatt- spyrna var hans aðaláhugamál enda gamall afreksmaður í íþrótt- inni. Ég minnist þess þegar hann hringdi eitt sinn í mig og bauð mér í kvöldverð á Grillinu á Hótel sögu með ekki ómerkari manni en sjálf- um Pele eins og hann orðaði það sjálfur og var allur uppnuminn. Össi lét ekki slíkan happavinning fram hjá sér fara, þá kvöldstund fór vinur minn á kostum. Örn lagði aldeilis ekki skóna á hilluna þar sem hann tók fram golfskóna og hefur golfíþróttin átt hug hans all- an nú síðustu ár og hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim Esther sameinast í því áhugamáli þar sem keppniskapið hefur fengið að njóta sín. Ekki er það ofsögum sagt að Össi hafi verið óvenju vinamargur enda félagslyndur með afbrigðum. Hann tók fólki sem leitaði til hans ávalt vel og reyndi af fremsta megna að leysa úr hvers manns vanda. Ég kveð Örn Guðmundsson með eftirsjá. Hann var mér hjálparhella í gegnum lífið, mikill gleðigjafi og ómetanlegur vinur. Ég finn til van- máttar er ég horfi á eftir þessum góða dreng í blóma lífsins hverfa mér sjónum. Kæra Esther, hugur okkar Jón- ínu er hjá þér og fjölskyldunni. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Guðmundur Valtýsson. Fallinn er frá félagi minn Örn Guðmundsson – Össi. Leiðir okkar lágu saman í ungmennafélaginu Lunch United þar sem hann geyst- ist endanna á milli á gervigrasvell- inum í Laugardal þrisvar í viku klukkutíma í senn. Það var ekki að sjá í Berlínarferð félagsins fyrir tæpum þremur vikum eða á æfingu fyrir rúmlega tveimur að þar færi sextugur maður. Reyndar gerði hann okkur yngri mönnunum oft skömm til með frammistöðu sinni, hvort sem var í Laugardalnum eða Berlín. Ég þekkti Örn Guðmundsson ekki mjög lengi samanborið við marga aðra. Reyndar hef ég komist að því á undanförnum árum að nokkrar kynslóðir íslenskra knatt- spyrnuiðkenda og -unnenda, auk fjölmargra annarra, kveiktu sam- stundis á perunni ef nafn Arnar bar á góma. Sjálfsagt hefur verulegur hluti þess hóps þekkt Örn betur en ég ef hægt er að beita einhverskon- ar köldum magnmælikvarða á sam- band manna. Það breytir þó engu um það að á þeim fimm árum sem ég þekkti Örn varð hann mér mjög kær og af mörgu góðum félögum í hádegisfélaginu stóð hann mér hvað næst. Hann er mér því mikill harmdauði. Það þarf ekki að hafa mörg orð um nánast takmarkalausan áhuga Arnar á Víkingi og tryggð hans við félagið. Þessi ástríða hans gat reynst honum dýr þegar kom að metingi um líkleg úrslit leikja sem stundum leiddu til kappsamlegra en heldur vafasamra veðmála af hans hálfu. Þannig vann ég reglu- lega af honum bjórkippu þegar veðjað var um úrslit í leikjum meistaraflokks karla í knattspyrnu. En slíkt sló Örn aldrei út af laginu og skuldin var auðvitað ávallt gold- in með bros á vör – með Víking bjór, að sjálfsögðu. Fráfall Arnar var óvænt og án fyrirboða. Eftir lifa fjölskylda og félagar sem þurfa að takast á við mikinn missi. Nú þegar ég er loks farinn að átta mig á því að hann sé ekki lengur á meðal okkar er mér þó efst í huga þakklæti fyrir frá- bær kynni á undanförnum árum og vináttu sem ég mun geyma í hjarta mér um ókomna tíð. Ég votta fjöl- skyldu hans og öðrum nákomnum samúð mína að gengnum góðum dreng. Einar Páll Tamimi. Fallinn er frá langt um aldur fram Víkingurinn og góðvinur okk- ar, Örn Guðmundsson eða Össi eins og hann jafnan var nefndur af flest- um sem hann þekktu. Össi tilheyrði þeim hópi nýbúa hverra foreldrar byggðu upp Smá- íbúða- og Bústaðahverfið upp úr 1950. Vaxtarbroddur Reykjavíkur þá var að stórum hluta í þessu hverfi, svo á þessum árum óx upp öflugur æskulýður þessa lands. Um svipað leyti flutti Víkingur sína starfsemi í þetta hverfi sem varð öllum til góðs. Össi varð fljótlega eins og aðrir strákar strax virkur þátttakandi í fótboltanum hjá hinu vaxandi íþróttafélagi, enda nánast alinn upp við hliðarlínuna á gamla Víkings- vellinum eins og við bræður sem og bræður Össa Helgi og Ási. Nú, árin liðu en áfram hélst kunningsskapurinn í gegnum félag- ið okkar. Fótboltinn var stundaður eins og kostur var og smám saman jókst kunningsskapur milli okkar sem með árunum varð að vináttu sem aldrei bar skugga á. Um knattspyrnuafrek okkar á íþróttavellinum látum við aðra dæma, því ef við tækjum allar þær frægðarsögur sem Össi hafði gam- an af að segja, t.d. Arnari syni sín- um og fleiri, af gömlum afrekum Víkinganna frá okkar meistara- flokksárum, mætti ætla að Víking- ur hefði verið Íslandsmeistari í knattspyrnu allt frá stofnun félags- ins. Það góða við sögurnar hans Össa var það að þó að þær væru ávallt sagðar í léttum dúr og mönnum síðan eftirlátið að ráða í það hversu hárréttar þær væru, þá var þess ávallt gætt að enginn væri særður. Hér er komið að lykileinkennum okkar góða vinar, því að um leið og hann gerði grín að sjálfum sér og öðrum þá lá honum ávallt gott orð til allra, eiginleiki sem við mörg okkar mættum taka til fyrirmynd- ar. Össi er einhver mesta félagsvera sem við höfum kynnzt. Á öðrum vettvangi en Víkingsslóðum munu aðrir geta greint betur frá. Innan vallar frábær félagi, ávallt jákvæð- ur og hvetjandi, utan vallar hrókur alls fagnaðar. Vegna hans meðfædda félags- málaáhuga kom það engum á óvart þó að margvísleg trúnaðarstörf lentu á herðum Össa fyrir félagið. Össi var alltaf mikill áhugamaður um rætur okkar félags, vildi að Víkingur væri öflugt hverfisfélag, þar sem rætur félagsins liggja. Sem betur fer er staða félagsins þannig í dag. Össi var líka mikill áhugamaður um allar þær íþróttagreinar sem stundaðar voru og eru stundaðar innan félagsins. Hann lék einnig handbolta með félaginu og golf síðan á gamals aldri þó að fótboltinn hafi verið hans aðalvettvangur. Eins og áður var getið þá hlóðust mörg trúnaðarstörf á Össa fyrir fé- lagið, en einn hans besti kostur var kannski hans mesti veikleiki, en hann var sá að eiga ákaflega vont með að segja nei, væri til hans leit- að ef eitthvað þurfti að gera fyrir félagið. Þegar komið er að leiðarlokum er þakklæti okkur efst í huga fyrir samferðina. Elsku Esther, Arnar og Helena, við bræðurnir sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma sem og Emilíu, Helga, Ása, Guðrúnu og fjölskyld- um þeirra. Guð blessi ykkur öll. Þórhallur, Gunnar, Bergþór og Kristján Jónassynir. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Örn Guðmundsson eða Össa eins og við félagarnir í Lunch Utd. kölluðum hann. Össi var einn af okkar traustustu félögum. Hann mætti einna best á æfingar og var alltaf tilbúinn til að taka þátt í uppátækjum sem okkur datt í hug að gera. Þó það sæist ekki á Össa þá var hann elstur af okkur sem stundum boltann í Laugardalnum í hádeginu alla mánudaga, þriðjudaga og fimmtudag allt árið um kring. Hann sýndi okkur yngri félögunum gott fordæmi með því að mæta vel, taka best á því, vera ávallt kátur og glaður og hrókur alls fagnaðar. Það var í byrjun apríl sl. að við félagarnir í Lunch Utd. fórum í okkar fyrstu keppnisferð. Ferðinni var heitið til Berlínar og áttum við að etja kappi við old boys lið Herthu Berlin. Össa var falið það hlutverk að út- vega búninga á liðið og hafði hann frjálsar hendur með að ákveða hvernig þeir ættu að líta út. Eins og Össa er einum lagið þá tókst honum að gera spennu í kringum þetta. Spennan fólst í því að hann gaf okkur enga hugmynd um hvernig búningarnir yrðu, sendi okkur póst „hvaða númer vilt þú“ „viltu hafa nafnið þitt stytt“ „þú notar náttúrulega large stuttbuxur“ Þetta var Össi, alltaf að grínast og gera menn káta. Búningana fengum við ekki að sjá fyrr en í búningsherberginu í Berlin. Við urðum ekki fyrir von- brigðum þegar við sáum bún- ingana. Eins og við mátti búast voru þeir mjög fallegir og með húmor og pössuðu vel við okkur. Þetta var Össi, skilaði öllu tipp, topp. Össi spilaði allan leikinn og stóð sig með mikilli prýði eins og hans var von og vísa. Össi, sextugur ung- lingurinn þurfti ekki eina mínútu hvíld. Við Luncharar vottuðum Össa virðingu okkar í Laugardalnum sl. mánudag með mínútu þögn. Það er erfitt að sjá á eftir góðum félaga en minningar um góðan dreng Örn Guðmundsson lifa. Við Luncharar vottum eiginkonu hans Esther, börnum, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. F.h. Lunch Utd. Gísli M. Eyjólfsson. Kveðja frá samstarfsmönnum Sorg og söknuður eru í huga okkar samstarfsmanna Arnar Guð- mundssonar sem svo óvænt og fyr- irvaralítið féll frá langt um aldur fram. Örn hóf störf hjá Símanum árið 2000. Fyrstu árin á reiknistofu, en í desember 2004 hófst samstarf okk- ar er ný deild, tekjustýring var stofnuð innan Símans (nú Skipta). Örn bjó að góðri menntun sem við- skiptafræðingur frá HÍ og sem kerfisfræðingur frá IBM. Hann hafði einnig mikla og fjölbreytta starfsreynslu. Hann var mikill áhugamaður um eftirlitsþætti og framfarir í upplýsinga- og fjar- skiptatækni og fylgdist vel með í greininni. Hann þekkti fyrirtækið vel og átti þegar marga kunningja og vini. Deildin naut sannarlega góðs af tengslum hans og þekkingu. Glaðværð og vingjarnleiki mót- uðu framkomu Arnar. Öll samskipti voru auðveld og ánægjuleg og hans framlag afar mikilvægt í að við- halda góðum anda og samheldni innan deildarinnar. Hann var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.