Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VERÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA KLEINUHRINGI KLEINU- HRINGIRNIR ERU BÚNIR JÁ... HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í ÞVÍ? ÉG ER MEÐ TILLÖGU Á ÉG EKKI AÐ FINNA EITTHVAÐ Í STAÐINN FYRIR TEPPIÐ ÞITT? KANNSKI VISKUSTYKKI EÐA EITTHVAÐ MUNDIR ÞÚ GEFA SVELTANDI HUNDI GÚMMÍBEIN? STUNDUM ER HEIMUR- INN SVO DIMMUR OG LEIÐIN- LEGUR ÞESS VEGNA ERU DÝR SVONA MJÚK OG KRÚTTLEG JÁ... LÆKNIR, HVAÐ ER AÐ MÉR? ÞÚ DREKKUR OF MIKIÐ, ÞÚ BORÐAR OF MIKIÐ, ÞÚ ERT LÁVAXINN, ÞÚ ERT ANDFÚLL, ÞÚ SEFUR EKKI NÓG, ÞÚ HREYFIR ÞIG ALDREI, ÞÚ ERT MEÐ SLÆM HNÉ, ÓNÝTT BAK, ÞÚ ÞARFT AÐ FÁ ÞÉR GLERAUGU, ÞÚ ERT AÐ VERÐA HEYRNALAUS, HÁRIÐ Á ÞÉR ER SKÍTUGT OG ÞÚ ERT MEÐ FLÖSU GETUR ÞÚ NOKKUÐ SKRIFAÐ UPP Á EITTHVAÐ FYRIR MIG? MÉR TÓKST ÞAÐ! MÉR TÓKST AÐ LIFA AF ÚTI Í NÁTTÚRUNNI TIL HAMINGJU ÉG ER BETRI HUNDUR FYRIR VIKIÐ! ÉG ER HARÐARI! ÉG ER HUNDUR! ALVÖRU HUNDUR! HVERT ERTU AÐ FARA? ÞAÐ ER ALLT OF LANGT SÍÐAN ÉG ÞURRKAÐI AF DÚKKUSAFN- INU MÍNU VARST ÞÚ Í ÞESSUM SKÓLA? NEI, ÉG ER BARA MAKI ÉG LÍKA! KONAN MÍN VAR ROSALEGA HRÆDD VIÐ AÐ KOMA HINGAÐ MÍN LÍKA! ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ ÞEIM FINNST MIKILVÆGT AÐ LÍTA VEL ÚT FYRIR ÞETTA FÓLK FÓRST ÞÚ Á SVONA SAMKOMU HJÁ SKÓLANUM ÞÍNUM? TIL AÐ LEYFA ÞEIM AÐ SITJA OG DÆMA MIG? KEMUR EKKI TIL GREINA! HVERNIG VISSIR ÞÚ AÐ M.J. VÆRI VIÐ TÖKUR HÉRNA? MEIRA AÐ SEGJA MENN MEÐ ARMA GETA LESIÐ BLÖÐIN HÚN LÍTUR ANSI VEL ÚT Í MARVELLU BÚNINGNUM SÍNUM EN HÚN Á EFTIR AÐ LÆRA AÐ ÞAÐ ÞARF MEIRA EN BÚNING TIL ÞESS AÐ VERÐA OFURHETJA dagbók|velvakandi Óréttlæti ÉG las um daginn forsíðugrein í DV þar sem fjallað var ýtarlega um fá- tæktina á Íslandi. Svo sannarlega er það rétt að margir eiga mjög erfitt með að ná endum saman og lifa við stöðugar fjárhagsáhyggjur. Finnst mörgum það líka niðurlægjandi að þurfa að leita til hjálparstofnana en eiga því miður ekki annarra kosta völ. Í DV 28. apríl er forsíðugreinin um ólíka hluti, þar er fjallað um laun þeirra sem stjórnað hafa landi okkar. Þar er sagt meðal annars að einn hafi tvöfaldað eftirlaun sín og þetta sé svo sniðið að ferli annarra. Mikið er þetta óréttlátt. Það er skelfileg misskipting sem orðin er í þessu samfélagi okkar og þeir sem þiggja laun úr hendi skatt- greiðenda hafa lítið vilja gera til þess að rétta hlut hinna lægst launuðu, t.d. eldri borgara og öryrkja. Þetta fólk fékk aðeins 4% hækkun um síðustu mánaðamót og sagt er að það vanti 10.000 kr upp á til að ná kjarasamn- ingum. Ég vil bara ekki trúa öðru en að ríkistjórnin leiðrétti þetta sem allra fyrst, annars ættum við að hugsa okkur vel um fyrir næstu kostningar. Sigrún Reynisdóttir Landspítali háskólaskjúkrahús ÉG vil benda stjórnendum Landspít- alans á að lesa viðtalið sem birtist þann 25. apríl í Morgunblaðinu. Þetta er viðtal við Björn Flygering hjarta- skurðlækni, en hann er yfirlæknir við sjúkrahúsið í Boston. Hann segir meðal annars: „Ef breytingar eiga að takast, þá verður að fara fyrir slíkum breytingum góður leiðtogi og að starfsfólk trúi á breytinguna. Breyt- ingin má ekki aðeins koma ofan frá, hún verður einnig að koma neðan frá. Þannig höfum við reynt að vinna og ég tel það ástæðuna fyrir því að okk- ur hafi farnast svo vel sem raun ber vitni. Við reynum að virkja alla og fá allt starfsfólkið til að taka þátt. Það skiptir mjög miklu máli að fólk finni að á það sé hlustað og að það hafi eit- hvað að segja um hvernig hlutirnir þróast og að skoðun þess skipti máli. Sé fólki aðeins skipað fyrir fær það á tilfininguna að því sé ekki treyst og að breytingar gerðar samkvæmt slík- um vinnubrögðum eru dæmdar til að mistakast.“ Mér finnst viðtalið við Björn vera góð lexía fyrir yfirstjórnendur Land- spítalans. Skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- ingum sendi ég baráttukveðjur. Hrönn Jónsdóttir Geðhjúkrunarfræðingur á eftirlaunum Lyklakippa fannst STÓR lyklakippa fannst á planinu við Nauthólsvík sl. sunnudagsmorgun 27. april. Eigandinn getur fengið upp- lýsingar í síma 691-4024 Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ er róandi að hlusta á gutlið í sjónum og horfa á ruggandi smábátana, þessi hundur hefur látið það eftir sér að fá sér blund á bryggjunni og er ekkert að flýta sér. Morgunblaðið/Valdís Thor Rólegheit við höfnina LÖGREGLUMESSA verður í Lang- holtskirkju á uppstigningardag og hefst kl. 11 en þetta er í 15. sinn sem sérstök lögreglumessa er haldin. Við messuna munu sr. Hans Markús Hafsteinsson, héraðs- prestur og fyrrverandi lög- reglumaður, og sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur og prestur lögreglunnar, þjóna fyr- ir altari. Ræðumaður verður Snorri Magnússon, nýkjörinn formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Org- anisti verður Jón Stefánsson. Starfsfólk lögreglunnar les ritning- arorð. Að guðsþjónustunni lokinni býð- ur Lögreglukórinn til kirkjukaffis. Almenningur er hvattur til að mæta í messuna. Lögreglu- messa á upp- stigningardag FRÉTTIR BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglarnir, efna til stærstu hóp- keyrslu ársins 1. maí. Mæting verður á plani Marels, Austurhrauni 9, Garðabæ, kl. 13.30 og lagt af stað kl. 14.30. Ekið verður frá Marel út á Reykjanesbrautina. Þaðan liggur leiðin inn á Sæbraut. Keyrslunni lýk- ur á nýju bryggjunni beint á móti Viðey, nánar tiltekið á Skarfabakka. Fjölbreytt dagskrá verður á veg- um Snigla á endastöð. Vegfarendur eru beðnir að taka tillit til bifhjólafólks á þessari leið á milli kl.14.30 og 15.30 þann 1. maí. Allt bifhjólafólk hvatt til að mæta og taka þátt í að setja enn eitt Ís- landsmetið í hópkeyrslu. Hópkeyrsla Snigla á morgun FRAMHALDSAÐALFUNDUR Varmársamtakanna verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna hinn 8. maí nk. kl. 20.30. Á dagskrá fundarins er tillaga að lagabreytingu og kosning í stjórn. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir sem áhuga hafa á að starfa í stjórn samtakanna þurfi að til- kynna framboð sitt í síðasta lagi einum sólarhring fyrir fundinn. Sama gildir um þá sem vilja gerast félagar. Áður en aðalfundur hefst mun fulltrúi frá Mosfellsbæ segja frá undirbúningi að nýju miðbæj- arskipulagi. Gert er ráð fyrir al- mennum umræðum um skipulagið að lokinni kynningu. Varmársamtökin voru stofnuð 8. maí 2006 í þeim tilgangi að standa vörð um útivistarsvæði og sögu- legar minjar á bökkum Varmár en auk þess eru samtökin hugsuð sem vettvangur íbúa til að taka þátt í mótun bæjarfélagsins. Nánari upp- lýsingar er að finna á blogginu www.varmarsamtokin.blog.is Framhaldsaðal- fundur Varmár- samtakanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.