Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ER Bolvíkingur og stór hluti fjölskyldu minnar og ættboga býr þar. Hagur Bolungarvíkur og vel- ferð Bolvíkinga skiptir mig miklu máli, er mitt hjartans mál. Undanfarinn áratug eða svo hefur ekki blásið byrlega fyrir Bolvík- ingum eða öðru landsbyggðarfólki og þess vegna hefur samstaða skipt höf- uðmáli. Það særði mig meir en tárum tæki að fylgj- ast með atburðum síð- ustu viku nú í upphafi sumars. Meirihlutinn í Bolungarvík sprengd- ur í loft upp! Því miður líta málin þar vestra þannig út að engu er líkara en ein- hverjar aðrar hvatir en velferð bæjarbúa ráði gerðum þeirra er nú stökkva frá borði á versta tíma, miðju kjörtímabili í háönnum. Ég dvaldi í Bolungarvík yfir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar. Ég hafði því gott tækifæri til að fylgjast með aðdraganda kosninganna og því sem gerðist eftir þær. Órói var í kringum prófkjör D- listans. Helsta krafa þeirra var að sigurvegari prófkjörsins og þar með oddviti D-listans yrði bæj- arstjóraefni þeirra. Tveir kandídat- ar börðust hart um efsta sætið, Elí- as Jónatansson og Anna G. Edvardsdóttir. Elías sigraði. Anna sætti sig ekki við úrslitin og klauf flokkinn. A-listinn var stofnaður, ósættið og ég leyfi mér að segja fjandskapurinn sem af þessu hlaust virtist rista djúpt. Margt var sagt og gert sem maður ímyndaði sér að erf- itt yrði að taka aftur. Til að fara fljótt yfir sögu mynd- uðu K-listi og A-listi meirihluta. Öll- um var ljóst að oddviti A-listans gat ekki hugsað sér að vinna með Elíasi. Hún hafði lýst því yfir að hún vildi hann ekki sem bæjarstjóra. Þar sem sjálfstæðismenn höfðu verið í meiri- hluta samfellt síðustu 60 ár fannst fólki eðlilegt að sigurvegarar kosn- inganna, K-listinn, leyfði sjálfstæð- ismönnum að hvíla sig eftir svo langa og dygga þjónustu í meiri- hluta og leituðu til A-listanns sem hlaut að teljast eðlilegt með tilliti til úrslita kosninganna. Það gekk eftir, K og A mynduðu meirihluta og réðu Grím Atlason sem bæjarstjóra. Það heyrðust nokkrar efasemda- raddir þegar Grímur var ráðinn. Ekkert óeðlilegt við það, menn vissu ekki hver Grímur var eða fyrir hvað hann stóð. Á ótrúlega skömmum tíma vann Grímur hug og hjarta Bolvíkinga með ljúf- mannlegri framkomu, heiðarleika og ósér- hlífni við að vinna bæj- arfélaginu og íbúum þess gagn. Honum fylgdu ferskir vindar, nýjar hugmyndir og ástríðufull eljusemi að tala máli, ekki aðeins Bolvíkinga, heldur Vestfirðinga allra. Nú er svo komið að A-listinn er búinn að stöðva skipið í miðjum róðri, sveik samstarfsflokk- inn og sprengdi meirihlutann. Þessi litli hópur hefur gert lítið úr vilja meirhluta Bolvíkinga. Ástæðan? Jú, trúnaðarbrestur! Fyrir utan það að það virðist vera í tísku að skýla sér á bak við eitthvert misnotað hugtak sem nefnist „trúnaðarbrestur̈“ og fæstir vita hvað þýðir, þá segir odd- viti A-listans að umsvif Soffíu Vagnsdóttur í bænum séu orðin of fyrirferðarmikil, hún sé of fram- takssöm, það beri of mikið á henni! Helst er á A-listanum að skilja að Soffía sé að misnota aðstöðu sína í skjóli meirihluta Bolvíkinga til að skara eld að eigin köku! Hún náði 100 millj. kr. viðskiptasamningi inn í bolvískt samfélag sem hefði auð- veldlega getað farið annað! Viðskipti bolvískra þjónustufyrirtækja munu aukast um allan helming. Eftiráskýringar A-listans er ótrú- legur og ótrúverðugur samsetn- ingur sem segir meira um höfund- ana en ástandið í bæjarmálunum. Það sjá allir heilvita menn að samstarfsslitin verður að skýra með öðrum og trúverðugri hætti en nú hefur verið gert, annars verður ekki annað séð en að aðrar og annarlegri hvatir hafi legið að baki þessum gjörningi. Það hefði verið stórmannlegt og drengilegt af Elíasi og félögum við þessar aðstæður að hefja sig yfir flokkslínur, leggjast á árar með þeim lista sem hafði stuðning flestra Bolvíkinga í síðustu kosningum, K- listans, og mynda þannig sterkasta hugsanlegan meirihluta. Setja hag fólksins og byggðarlagsins á oddinn, bjarga verðmætum og róa skipinu heilu til hafnar. Ljúka kjör- tímabilinu og þeim verkum sem nú eru í uppnámi. Ég er viss um að það hefði styrkt stöðu þeirra í næstu kosningum Þessi ákvörðun þeirra um að ganga til liðs við A-listann mun veikja þá til muna í næstu kosn- ingum, ef ekki hreinlega leiða til af- hroðs. Það er því miður einkenni á okkur Bolvíkingum að hugsa mikið og hafa sterkar skoðanir en segja þær aldrei upphátt. Þessu þarf að breyta. Ég skora á alla Bolvíkinga að strengja þess nú heit að láta skoðanir sínar í ljós og jafnvel skiptast á þeim, svo lýðræðið spegli nú virkilega vilja al- mennings. Að lokum vil ég óska þess að sá baráttuandi og löngu tímabæra bjartsýni á betri tíma sem mér hef- ur fundist ríkja í Bolungarvík síð- ustu misserin megi halda áfram að styrkjast. Sú hugsun verður að vera ríkjandi í okkar góða landi að lands- byggðin skipti máli því það gerir hún svo sannarlega. Það hafa allir tapað í þessari orr- ustu. Hún kemur harðast niður á íbúum Bolungaríkur, hvar í flokki sem þeir standa. Bolungarvík blæðir Pálmi Gestsson skrifar um sveitarstjórnarmál í Bolungarvík »Ég skora á alla Bol- víkinga að strengja þess nú heit að láta skoðanir sínar í ljós og jafnvel skiptast á þeim, svo lýðræðið spegli nú virkilega vilja almenn- ings. Pálmi Gestsson Höfundur er leikari og Bolvíkingur. MANNRÉTTINDASTEFNA borgarinnar var samþykkt á sama fundi og umhverfisstefna borg- arinnar, Reykjavík í mótun, vorið 2006. Stuttu seinna komust sjálfstæðismenn í lang- þráðan meirihluta. Hugsum stórt, horfum langt og byrjum strax voru kjörorð sjálfstæð- ismanna. Reykjavík í mótun Það var glaðbeittur meirihluti sem þá tókst á við verkefni á vett- vangi borgarstjórnar. Reykjavík í mótun var innleidd með Grænum skrefum við almennan fögnuð. Grænu skref- unum var ýtt úr vör með miklu kynningarátaki, auglýsingum og vefsíðu sem allt starfsfólk Umhverf- issviðs vann að hörðum höndum. Yf- irgripsmikil þekking og mannauður á sviðinu skipti sköpum. Án þeirra hefðu Grænu skrefin aldrei orðið að veruleika. Minnihlutinn studdi heilshugar við Grænu skrefin sem voru eðlilegt framhald af samþykktri stefnu- mörkun í borgarstjórn og þótti fjár- magni til átaksins vel varið. Bætt að- gengi að strætó, verðlaun til visthæfra bíla, efling göngu- og hjól- reiðstíga og meiri endurvinnsla eru mikilvæg græn skref sem borgin á að veita fjármagni til. Umhverfið skiptir máli og það er fulltrúum allra flokka mikilvægt að Reykjavík- urborg verði áfram leiðandi á sviði umhverfismála. Gleymd mannrétt- indastefna Á sautján mánaða valdatíð meirihlutans, sem taldi sig vera stór- huga og framsýnan, ríkti þó alger kyrrstaða í mannréttindamálum. Í stað þess að byrja strax var ákveðið að gera ekkert. Einn starfsmaður átti að sinna öllum þeim verk- efnum sem í mannrétt- indastefnunni fólust og fjármagn til málaflokksins var skammarlega lágt. Ekki var til fjár- magn til útgáfu eða kynningar á mannréttindastefnunni og aðgerðir í kjölfar stefnumótunarinnar voru engar. Meirihlutinn áttaði sig ekki á að í mannréttindastefnunni fólust ekki síðri tækifæri en í Reykjavík í mót- un. Aðlögun samfélagsins að til- tölulega nýtilkominni fjölmenningu er brýnt verkefni, kynbundinn launamunur virðist standa í stað og málaflokkar aldraðra og fatlaðra eru í þann mund að færast frá ríki til sveitarfélaga. Nauðganir verða gróf- ari og staðalímyndir minnihlutahópa hafa vond áhrif á uppvöxt komandi kynslóða. Mýmörg verkefni hefðu getað orðið til og meirihlutinn hefði getað barið sér á brjóst sem raun- verulega stóruhuga og framsýnn. Líka á sviði mannréttinda. Vel nýttir hundrað dagar Þegar hundrað daga meirihlutinn tók við var verk að vinna. Gera þurfti skurk í mannréttindamálum, en til þess þurfti bæði fjármagn og starfsfólk. Á hundrað dögum var mikil vinna sett af stað, samþykkt var að ráða þrjá starfsmenn á mann- réttindaskrifstofu og starfshópar voru settir í gang til að undirbúa og móta áframhaldandi vinnu. Lagt var upp með að mannrétt- indaskrifstofan yrði leiðbeinandi fyrir fagsvið borgarinnar, með yf- irsýn yfir verkefni á sviði mannrétt- indamála. Skrifstofunni var ætlað að miðla þekkingu og ráðgjöf til starfs- fólks og borgarbúa. Meðal starfs- fólks Reykjavíkurborgar er töluverð reynsla og þekking á mannréttinda- málum, en skort hefur á heildstæða nálgun í málaflokknum og verkefnin því ólík eftir sviðum. Með heild- stæðri stefnu í mannréttindamálum verður allt starf í þágu mannrétt- inda samræmdara og markvissara. Atvinnuauglýsingar vegna starfa á skrifstofu mannréttindamála voru tilbúnar undir miðjan janúar. Þegar Ólafur F. Magnússon gekk til liðs við sjálfstæðismenn. Mannlaus mann- réttindaskrifstofa Nú þegar Ólafur F. Magnússon hefur myndað nýjan meirihluta með sjálfstæðismönnum eru verkin látin tala. Þessi nýi og lítt afgerandi meirihluti hefur nú ákveðið að grípa til aðgerða og stöðva framgang mannréttindamála í Reykjavík. Ráðningarbann ríkir á mannrétt- indaskrifstofunni og nú þegar mann- réttindastjóri er að láta af störfum verður skrifstofan mannlaus. Þannig má gera ráð fyrir að mannréttindastefna Reykjavík- urborgar komist aftur á sinn gamla stað – ofan í skúffu. Verkefnin verða látin bíða og borgarbúar munu líða fyrir það. Í nafni aðhalds. Aðhalds sem kemur til með að kosta sam- félagið háar upphæðir þegar fram í sækir, enda alveg ljóst að mannrétt- indabrot hafa vondar afleiðingar fyr- ir þá sem fyrir þeim verða. En meiri- hlutann varðar ekkert um það. Hann er upptekinn við annað. Mannlaus mannréttindaskrifstofa Sóley Tómasdóttir skrifar um framvindu mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar »Nýr og lítt afgerandi meirihluti lætur verkin tala. Hann hefur nú ákveðið að grípa til aðgerða og stöðva fram- gang mannréttindamála í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. ÖFLUGT atvinnulíf og sterkir innviðir eru forsendur blómlegrar byggðar og óþarfi að rekja það frekar að þar sem þeirra nýtur ekki við hnignar atvinnulífi, fólki fækkar, þjónusta versnar og þannig hefst atburðarás sem ekki verður snúið við með góðu móti. Þó að við viljum halda öllu landinu í byggð vitum við vel að byggð mun ekki verða óbreytt í um ókomin ár. Búseta fólks mun hér eftir sem hingað til taka mið af breyttum at- vinnuháttum og þróun samfélagsins. Á tímum hnattvæð- ingar er þetta sér- staklega mikilvægt þar sem bæði fyr- irtæki og ein- staklingar leita sér umhverfis þar sem skilyrði til rekstrar og fjölbreytts mannlífs eru best. Ætlum við Íslendingar að við- halda búsetu sem víð- ast í landinu, verðum við að nýta þá land- kosti sem til staðar eru og tryggja að atvinnulífinu séu sköpuð góð rekstrarskilyrði. Það dugar skammt að hafa uppi hástemmdar yfirlýsingar um að efla byggð í landinu ef því fylgja ekki athafnir. Það dugar ekki að segja að í stað fiskvinnslu og fisk- iðnaðar skuli íbúar landsbyggð- arinnar bara taka sér eitthvað ann- að fyrir hendur og að hvergi megi hrófla við náttúru landsins. Fisk- iðnaður verður aldrei aftur sú und- irstaða byggðar í landinu sem hún var, og skiptir þá ekki máli hvort afli við Íslandsstrendur glæðist á ný. Það þarf nefnilega í dag ekki nema þriðjunginn af þeim mann- skap sem þurfti fyrir 10 árum til að vinna þann afla sem á land berst. Ferðaþjónusta er góðra gjalda verð en árstíðarbundin at- vinnugrein og lands- byggðarfólk eins og aðrir landsmenn þurfa vinnu og tekjur allt ár- ið. Gríðarlegur flutn- ingskostnaður kemur í veg fyrir eða hamlar mjög allri framleiðslu- starfsemi á lands- byggðinni a.m.k. þeirri sem byggist á vöruút- flutningi og gildir þá einu hvort um er að ræða flutning á stærsta markaðssvæði landsins eða til út- landa. Sem betur fer eru víða um land enn til staðar góðar forsendur til uppbyggingar öfl- ugra fyrirtækja. Arð- bær rekstur sem nýtir hugvit og aðrar auð- lindir, skapar ný störf, greiðir góð laun og er byggður upp til langr- ar framtíðar er það sem við þurfum til að skapa grunn að frekari uppbyggingu. Við þurfum stór og öflug fyrirtæki á landsbyggðinni því þau styrkja ekki aðeins sam- félagið með fjölgun nýrra starfa, heldur skapa tækifæri til öflugrar þjónustu bæði af hálfu einkaaðila og hins opinbera. Þetta má skýrt sjá á þeim umskiptum sem orðið hafa á Austurlandi. Því er það al- veg nauðsynlegt að stjórnvöld greiði sem frekast er unnt götu þeirra sem hyggjast fjárfesta í nýj- um öflugum fyrirtækjum hvort sem um er að ræða álver, aflþynnuverk- smiðju eða netþjónabú og þá ríður á að innviðir samfélagsins séu til- búnir að taka við slíkri uppbygg- ingu hvort sem litið er til sam- gangna, fjarskipta, orkukerfisins eða annarra þátta. Auðvitað þannig að samtímis séu uppfylltar strangar kröfur í umhverfismálum. Um leið er nauðsynlegt að stjórnvöld taki mið af mismunandi aðstæðum í landinu þegar framkvæmdaröð er ákveðin. Eftir ítarlega skoðun og mat á landkostum og aðstæðum í Eyja- firði, Skagafirði og við Húsavík kynnti Alcoa þá ákvörðun sína að velja Bakka við Húsavík sem væn- legasta staðinn á Norðurlandi fyrir næsta álver fyrirtækisins í lok jan- úar 2006 eða fyrir rúmum tveimur árum. Frá þeim tíma hefur stærst- ur hluti íbúa þessa landshluta beðið eftir því með óþreyju að verkefnið fari af stað. Miðað við Kyoto- bókunina er ekki svigrúm til að byggja mörg álver á Íslandi og því telja allir sem hér búa að álver eigi að rísa á Bakka um það er full samstaða meðal Norðlendinga. Hér er orkan til staðar og augljóst að það þarf stóriðju af einhverju tagi til að nýta hana. Hér hefur slík framkvæmd minni neikvæð áhrif en á flestum öðrum stöðum landsins og hér hefði stórt álver gríðarleg áhrif á þróun byggðar á svæði sem nú þegar á í vök að verjast. Það er því í sjálfu sér heilmikill áfangi að nú skuli vera tekin um það ákvörð- un að fara af stað með mat á um- hverfisáhrifum álvers á Bakka sem færir verkefnið einu skrefi nær framkvæmdum. Atvinnuupp- bygging á lands- byggðinni Ásgeir Magnússon skrifar um uppbyggingu stóriðju Ásgeir Magnússon » Arðbær rekstur sem nýtir hugvit og auðlindir, skap- ar ný störf, greiðir góð laun og er byggður upp til fram- tíðar skapar grunn að frekari uppbyggingu. Höfundur er forstöðumaður Skrif- stofu atvinnulífsins á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.