Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 9
„FYRIRLESTURINN snýst um þróun stjórnmála í Suður-Afríku og er liður í því að ræða um Afríku á jafningjagrunni, ekki eins og hjálpar þurfandi álfu heldur álfu þar sem stjórnmálaþróun á sér stað rétt eins og í okkar nánasta nágrenni,“ segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku og prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, um erindi sitt í stofu 101 á Háskólatorgi í dag. „Við erum gjörn á að líta á Afríku sem eitthvað framandi en stjórnmál- in eru söm við sig alls staðar og um það mun ég fjalla. Það hafa orðið miklar hræringar í suðurafrískum stjórnmálum undanfarið ár. Ég ætla að gera grein fyrir þeim og hvaða áhrif þær hrær- ingar hafa, ann- ars vegar á lýð- ræðisþróun í Suður-Afríku og hins vegar á þró- un mála í þessum hluta álfunnar, sunnanverðri Afríku, en þar er Suður-Afríka lang- öflugasta ríkið. Það sem gerist þar hefur áhrif upp eftir álfunni.“ Sigríður Dúna leggur áherslu á að Suður-Afríka sé ungt ríki. „Lýðveldið Suður-Afríka er aðeins 14 ára gamalt og varð til árið 1994 með fyrstu frjálsu kosningunum eft- ir að aðskilnaðarstefnunni lauk. Síð- an hefur aðeins einn stjórnmála- flokkur verið við völd, það er Afríska þjóðarfylkingin og hún hefur verið að breytast úr andspyrnuhreyfingu yfir í stjórnmálaflokk að vestrænni fyrirmynd og það eru í raun og veru þessar breytingar sem eru kjarninn í umfjölluninni.“ Fyrirlestur Sigríðar Dúnu undir yfirskriftinni „Þróun stjórnmála í Suður-Afríku: Umbrotatímar í ungu lýðveldi“ hefst klukkan 12.15. Hann er öllum opinn og mun Sigríður einn- ig fjalla um Simbabve, næsta ná- grannaríki Suður-Afríku. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Stjórnmálin eru söm við sig alls staðar“ „HVAÐ er helst til ráða í hríðarbyl á jökli þegar leiðsögumaðurinn hef- ur fallið ofan í stóra sprungu, svarar ekki kalli og engin hreyfing er merkjanleg á línunni?“ Þannig spyr Gunnlaugur B. Ólafsson á bloggsíðu sinni, en hann stóð ásamt fimm öðr- um ferðafélögum frammi fyrir þess- ari spurningu í 1.450 metra hæð á Öræfajökli um helgina. „Þetta er nokkuð sem við getum alltaf átt von á. Þetta fylgir ferðum um skriðjökla,“ segir Stefán Mark- ússon, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem féll ofan í sprunguna. Tekur hann fram að þetta sé ástæða þess að gerðar séu stífar öryggiskröfur um að allir séu í línu um leið og lagt er á jökul. Að- spurður segir Stefán fallið niður um sprunguna hafa verið einir 8-10 metrar, en að sér hafi ekki orðið meint af, enda sé hann alvanur því að ferðast um jökla og æfður í því að fara niður um sprungur og klifra upp aftur. Miklar kröfur „Enda er það ekki að ástæðu- lausu sem gerðar eru miklar kröfur til leiðsögumanna sem leiðbeina hópum á ferð um jökla.“ Tekur hann fram að í þeim tilvikum þegar leiðsögumaður dettur ofan í sprungu eigi samferðafólkið bara að setjast niður til að stoppa fallið og bíða, því leiðsögumenn séu þjálfaðir í því að koma sér sjálfir upp. Að sögn Stefáns hefur hann starfað með Hjálparsveit skáta í Kópavogi síðan 1995 og verið leiðsögumaður sl. tíu ár. Spurður hvað hafi þotið í gegnum huga hans þegar hann datt ofan í sprunguna segist Stefán fyrst og síðast hafa haft áhyggjur af sam- ferðafólki sínu og hvernig það myndi upplifa uppákomuna. „Sjálf- ur er ég vanur því að fara ofan í hol- ur, enda æfum við það og eigum að kunna að bjarga ýmist okkur sjálf- um eða öðrum sem fara niður um sprungu. Þó maður detti í sprungu þá breytir það engu. Þetta er álíka mikið bögg eins og þegar maður er að stikla yfir á og stígur óvart ofan í ána og blotnar í lappirnar.“ Að sögn Stefáns hugðist hann klifra upp sprunguna. „Þegar ég stoppaði í fallinu hékk ég fyrst í lausu lofti, en við hlið mér var lítil snjóbrú sem ég vippaði mér upp á. Ég kallaði upp til hópsins til að láta vita af mér og leggja áherslu á að þau ættu ekki að hífa mig upp því ég stóð mjög vel á snjóbrúninni, en þau hafa greinilega ekki heyrt í mér. Síðan kippti ég af mér bakpok- anum og ætlaði að græja mig þann- ig að ég yrði enn fljótari upp, en í þeim svifum tóku þau í línuna og byrjuðu að hífa mig upp,“ segir Stefán sem við það missti bakpok- ann út úr höndunum en í honum var m.a. GPS-staðsetningartæki. Allt fór þó vel að lokum og hópurinn komst klakklaust niður af jöklinum. Leiðsögumaður- inn hvarf ofan í jökulsprungu MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Hvítar buxur, síðar og kvart. Mikið úrval. Str. 38-56 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Sumarkjólar Frá og með 1. maí flyst lækningastofa mín úr Lækningu Lágmúla 5, í Læknahúsið Domus Medica, Egilsgötu 3 , 101 Reykjavík. Flutningur á lækningastofu Dr. Karl Logason sérgrein æðaskurðlækningar og almennar skurðlækningar Tímapantanir daglega mil l i kl 9-18 í s íma: 563 1060 ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að samið verði við Knattspyrnufélagið Fram um uppbyggingu á framtíðarað- stöðu félagsins á nýju íþróttasvæði í Grafarholti og Úlfarsárdal. Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, segir að gera megi ráð fyrir að málið verði tekið fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Samning- urinn feli í sér byggingu íþrótta- húss og lagningu keppnisvallar, gervigrasvallar og æfingaaðstöðu auk annarrar aðstöðu fyrir 2,7 milljarða króna á sjö árum. Þetta sé stærsti samningur Reykjavík- urborgar við íþróttafélag, en Fram taki að sér skipulagningu og starf- rækslu íþróttastarfs í hverfinu og íþróttahúsið muni m.a. þjóna fyrsta grunnskólanum á svæðinu. Reykja- víkurborg eignist síðan 30.000 fer- metra lóð og fasteignir Fram í Safamýri en íþróttahúsið þar sé metið á 1,1 milljarð. Fram fagnar aldarafmæli sínu á morgun og segir Steinar Þór Guð- geirsson, formaður félagsins, að þetta séu mikil tímamót. Morgunblaðið/Eggert Framtíðin Steinar Þór Guðgeirsson og Kjartan Magnússon á nýja íþróttasvæði Fram. Stærsti samningurinn Samið um uppbyggingu mannvirkja á nýju svæði Fram „ÞAÐ að detta í sprungu er viðbúin hætta í öllu okkar starfi. Þess vegna höfum við mjög afgerandi öryggiskröfur sem við förum eftir þegar ferðast er á jöklum, en þá eru allir settir í línu, “ segir Jón Gauti Jónsson, sem sér um markaðs- og kynningarmál hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. Tekur hann fram að það gerist reglulega að fólk fari niður um sprungur í ferðum sínum um jökul og þá sé lykilatriði að vera með réttan búnað og kunna að bregðast rétt við aðstæðum, enda séu gerðar miklar kröfur til fjalla- leiðsögumanna fyrirtækisins. „Við ætlum að skoða þetta mál og læra af því,“ segir Jón Gauti og tekur fram að ávallt sé farið yfir verk- ferla og skoðað hvernig megi breyta og bæta hlutina þegar upp koma atvik á borð við það sem varð á Öræfajökli um helgina. Réttur búnaður er lykilatriði Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞETTA er hiti dagsins sýnist mér,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, um grein for- vera síns í formannsstóli, Jóns Sig- urðssonar, í Morgunblaðinu í gær og bætir við að vegna stöðu bankanna og peningamála virðist margir trúa því að Ísland þurfi að ganga í Evrópu- sambandið (ESB). Í greininni heldur Jón því afdráttarlaust fram að tími aðildarumsóknar sé kominn. „Jón Sigurðsson kenndi mér margt en eitt kenndi hann mér alveg sérstaklega og það var að ef menn ætla að sækja um aðild að Evrópusambandinu gera þeir það ekki í veikleika sínum heldur í styrkleika sín- um,“ segir Guðni og áréttar að eins og efnahagsmálin standi í dag eigi Ísland ekki mjög sterka stöðu við samningaborðið. Guðni segir þó að umræðunnar vegna þurfi stjórnmálamenn að búa þannig um að á einhverjum tímapunkti sé hægt að fá niðurstöðu í þetta mál. „Stóra atrið- ið er að við hendum ekki inn umsókn. Það á eftir að vinna alla undirbún- ingsvinnu á Alþingi Íslendinga,“ segir Guðni og tekur sem dæmi að breyta þurfi stjórnarskrá og ná niðurstöðu um hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild ætti að fara fram ef til þess kæmi. „Jón hefur sitt frelsi, getur skrifað sínar greinar og sett fram sín- ar skoðanir,“ segir Guðni og útilokar ekki að umræðan um þessi mál hitni í Framsóknarflokknum en ágreiningur hefur verið innan flokksins um mögu- lega umsókn um aðild að ESB. Sótt um aðild í styrk- leika, ekki veikleika Segir grein Jóns Sigurðssonar vera hita dagsins Guðni Ágústsson Í HNOTSKURN » Úrslit í Evrópumálum verðaaðeins ráðin við samninga- borðið og í þjóðaratkvæða- greiðslu, sagði Jón Sigurðsson, fyrrv. formaður Framsókn- arflokksins, í Morgunblaðinu í gær. Þjálfaðir til að koma sér sjálfir upp aftur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.