Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kæra Hanna, Nú er komið að kveðjustund. Þú kvaddir alltof snemma. Þvílíkt óréttlæti, kona á besta aldri tekin í burtu frá yndisleg- um eiginmanni og tveimur frábærum börnum, og eftir sitjum við og syrgjum yndislega, góða og hjartahlýja konu. Það eru ekki nema þrjú ár síðan þú greindist með krabbameinið. Þá kom í ljós hvaða persónu þú hafðir að geyma, alltaf svo jákvæð og dugleg, enda var það jákvæðni og þín létta lund sem einkenndi þig alla tíð. Þú varst ákveðin strax í upphafi að hafa betur í baráttunni sem þú og gerðir þá. Aldrei heyrði ég þig kvarta, styrk- ur þinn var engu líkur. Áfallið var því gríðarlegt þegar þú veiktist aftur um páskana. Þá varð ekki við neitt ráðið. Lokaorrustan var erfið og þú mikið veik. En þrátt fyrir það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér. Elsku Hanna mín, það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast þér og hlúa að þér þar til yfir lauk. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig sem ég mun varðveita. Það verður svo tómlegt án þín. Ég sakna þín óskap- lega. Elsku Hjalli, Hjalti og Helga. Við Hinrik og Skúli Freyr vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall ynd- islegrar eiginkonu og móður og þér Stína mín við fráfall yndislegrar dótt- ur. Kæra Hanna mín, oft töluðum við um að við hefðum átt að kynnast fyrr en við gerðum, en héldum að í staðinn ættum við margt ógert saman, ætl- uðum okkur að eldast saman og skemmta okkur í ellinni. Ég kveð þig með miklum söknuði og sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir að fá að kynnast þér. Ég mun ávallt minnast þín og þeirra góðu stunda sem við fengum saman. Þín vinkona, Ásta Skúla. Þá er Hanna Stína gengin og hug- urinn reikar aftur til fortíðar að upp- hafi kynna okkar og atburða liðinna tíma. Í brjóstinu bærast ólgandi til- finningar, eftirsjá, tregi, reiði vegna óréttlætis heimsins og spurningin vaknar hvers vegna hún, hvers vegna tekur skaparinn alltaf fyrst sína bestu menn, langt um aldur fram. Hvers vegna mega þeir ekki dvelja hér enn um stund, sjáfum sér og öðrum til gagns og gamans. Hver er tilgangur alls þessa. En það eru líka minningar um gleðilegar samverustundir, ferða- lög, matarboð og umræður um vanda- mál heimsins. Og tímarnir hafa verið tvennir á liðnum áratugum, nóg að ræða um. Minningar um hjartahlýjan, glaðværan, félagslyndan fagurkera með nýja sýn á lífið, annað sjónar- horn, ákveðinn í skoðunum og mein- ingu sinni trúr. Ekki gat farið hjá því að umræður yrðu líflegar og skoðana- skipti mikil. Og upphafið var eitthvað á þá leið að Hjálmar, bekkjarbróðir og félagi okkar, sem þykir manna glæsilegast- Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir ✝ Jóhanna KristínRagnarsdóttir (Hanna Stína) hár- greiðslumeistari fæddist í Neskaup- stað 3. febrúar 1961. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. apríl síð- astliðinn og var jarðsungin frá Hafnarfjarð- arkirkju 25. apríl. ur á velli, fór austur á sjóinn. Hann réð sig á Barðann í sumarfríum frá skólanum og dvald- ist því á Neskaupstað þegar hann var ekki á sjó. Það hlaut að fara svo að hann drægist að hvað besta kvenkosti staðarins og svo fór að Hanna Stína slóst í för og var kynnt suður í Hafnarfirði. Tóku nú við ár glaðværs skóla- fólks sem eyddi frí- stundum sínum í ferða- lög, heimsóknir hvert hjá öðru og umræður um landsins gagn og nauð- synjar en ekki síst um pólitík, um- hverfismál og tilgang lífsins. Seinna skildi leiðir er Hanna Stína og Hjálm- ar fluttu austur á Neskaupstað og við í aðrar áttir. Sambandinu var haldið með bréfa- og kortaskrifum á tímum þegar ekkert var tölvunetið og símtöl svo dýr að nota varð sparlega. Úr rættist þegar Hafnarfjörður varð okkar samastaður á ný þótt þráður- inn næði landshorna á milli í bókstaf- legustu merkingu þeirra orða. Nýir tímar voru að ganga í garð með auð- veldari samskiptum. Enn rættist úr er Hanna Stína og Hjálmar fluttu aft- ur í Hafnarfjörð og fjarlægðir minni. Í umræðum komu skýrt fram skoð- anir Hönnu Stínu, hún lá ekki á þeim og stóð fast á þeim. Hún var ákveðinn mannvinur, vildi bæta hag þeirra sem minna máttu sín og var umhverfis- sinni. Á tímum þegar Neskaupstaður var kallaður litla Moskva og kalda stríðið í algleymi var hún gagnrýnin á stefnu Vesturlanda þótt ekki tæki hún upp hanskann fyrir Sovétríkin. Umhverfismál voru einnig ofarlega á baugi og þá tengd við neysluvenjur okkar Vesturlandabúa sem kunnum okkur ekki hóf og kaupum bíla og annan varning án umhugsunar um áhrif á umhverfið eða efnahag þriðja heims þjóða. Hanna Stína var því ekki bara góð- ur félagi, hún skilur eftir sig minn- ingar um mannvin, góðan viðræðu- félaga og hjartahlýju sem leitun er á. Hún skilur einnig eftir sig tvö mynd- arleg börn sem greinilega hafa margt frá henni fengið og varðveita hennar góðu rúnir í orðum og æði. Á kveðjustund er samúð okkar öll hjá Hjalla og börnunum. Megi þau ganga á guðs vegum. Þórður, Halldóra, Helgi, Pétur og Anna Stína. Kæra vinkona! Það er erfitt að trúa því að ég setjist nú niður til að skrifa nokkur orð til minningar um þig. Að þú sért nú horfin frá okkur sem eftir erum, er erfitt að sætta sig við. Þú varst alltaf svo bjartsýn og viss um að þú myndir sigrast á og hafa betur í baráttu við þennan illvíga sjúkdóm sem hrjáði þig síðustu árin og hefur nú haft betur. Þetta lýsir þér þó vel því þú varst alltaf svo bjartsýn, von- góð og aldrei var neinn barlóm hjá þér að heyra,tókst með æðruleysi og hugrekki á við það sem fylgir slíkum sjúkdómi. Það eru margar minningar sem hafa komið upp í hugann síðustu daga um samveru okkar, minningar sem ekki munu gleymast og verða huggun um ókomna tíð. Við urðum strax góðar vinkonur sem börn. Þú komst með gleði og óendanlega uppsprettu af allskyns uppátækjum inn í tilveru mína í sveit- inni. Svo fékk ég líka að vera mikið samvistum við þig hjá foreldrum þín- um sem alltaf tóku mér opnum örm- um og þar var ég ávallt velkomin og fannst ég vera aufúsugestur. Þegar ég hugsa til baka get ég ekki munað að við höfum látið okkur leiðast, þar skipti miklu að þú varst ótrúlega uppátækjasöm og ýmislegt var fundið sér til gamans. Við höfum líka oft í seinni tíð hlegið að því sem við fund- um okkur til afþreyingar. Það var mínu fólki öllu mikil ánægja að hafa þig hjá okkur og þú varst okkur mjög kær. Ekki var það kannski alltaf það sem þótti viðeig- andi og gott eitt sem við gerðum og foreldrar okkar voru sjálfsagt stund- um áhyggjufullir. En þannig er nú að vera barn og unglingur, maður gerir stundum annað en það sem gott er. Þegar við urðum eldri urðu sam- skipti okkar minni, en sú vinátta sem við bundumst sem börn var alltaf til staðar. Þegar ég flutti til útlanda, þar sem ég hef að mestu búið undanfarin ár, gat ég alltaf haft samband og kom- ið og hitt þig, án þess að hafa að því aðdraganda. Það var mér mikils virði, því að oft rofna tengsl og jafnvel miss- ir maður alveg samband við vini sína. Alltaf var jafn gefandi og gaman að hitta þig. Þú áttir svo ótrúlega mikið að gefa af þér, varst svo hlý og hafðir einstaka samskiptahæfileika. Ég vildi svo gjarnan hafa átt meiri samveru með þér en þá sem raun var og nú síð- ustu daga hefur mér orðið ljósara hve lífið og hver dagur þess er dýrmætur. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks og gleðjast yfir því sem það hefur upp á að bjóða. Það væri of langt að telja upp minn- ingar sem hafa komið upp í hugann þegar ég hef verið að skoða myndir og annað sem við höfum átt saman. Þær mun ég geyma með mér. Ég rakst þó á miningarbókina mína sem þú hafðir skrifað í og þar á meðal þessa vísu Skáld-Rósu. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Ég vil senda Hjalla, Hjalta, Helgu, Stínu og öðrum aðstandendum mínar bestu samúðarkveðjur. Minningin um þig mun lifa áfram. Besta kveðja að austan Friðný Helga Þorláksdóttir (Fía). Það er sárt að þurfa að kveðja Hönnu Stínu nú þegar náttúran er að vakna eftir veturinn og birtan varpar ljósi á fegurðina sem vorið kemur með. Hún minnti sjálf alltaf dálítið á vorið með sinni léttu lund og jákvæðu afstöðu. Kynni okkar hófust þegar hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Hjálmari Kristinssyni, sem á ætt- ir að rekja til Norðfjarðar. Hann hafði sem barn hlustað á ömmu sína, Helgu Hjálmarsdóttur frá Ekru á Norðfirði, segja sögur frá æskustöðvum sínum og í þeim sögum var sannarlega bjart yfir Norðfirði og þar bjó aðeins úrvals fólk. Það má því segja að það hafi glatt fjölskylduna, sem öll var flutt á mölina, að fá aftur tengingu við heimahagana á Austurlandi. Þau Hanna Stína stofnuðu heimili á Norð- firði og Hjálmar varð fljótt mikill Norðfirðingur í sér og þar fæddust börnin þeirra, Hjalti og Helga. Hjálmar var ekki sá eini úr fjöl- skyldunni, sem náði tengingu við upp- runann fyrir austan. Synir okkur áttu þess einnig kost að dvelja hjá þeim sumarlangt og minnast þeir þess með gleði og þakklæti. Það var ekki síst gestrisni Hönnu Stínu að þakka, en hún var boðin og búin að opna heim- ilið fyrir borgarbörnunum og gefa þeim innsýn í bæjarbraginn, þar sem allir þekkjast og eru tilbúnir að gefa af sér og greiða fyrir náunganum. Hjálmar hafði þegar kynnst sorg- inni er hann hitti Hönnu Stínu, en hann var aðeins 17 ára þegar móðir hans dó eftir erfið veikindi. Það eru því ótrúleg örlög að hann skuli nú sjá á bak eiginkonu sinni, sem var búin að berjast við sjúkdóminn og virtist á tímabili ætla að hafa betur. Elsku Hjálmar, Hjalti, Helga og Kristín, megi bjartar minningar um Hönnu Stínu veita ykkur og öðrum ástvinum styrk á þessari erfiðu stundu. Örn og Bjarney. Elsku Hanna mín. Það er alveg ótrúlegt hvað sjúkdómurinn tók þig hratt. Ég vil þakka þér fyrir þau frá- bæru kynni sem við áttum síðastliðin tuttugu og fimm ár. Okkar kynni hóf- ust þegar ég kom með Eddu Guðrúnu í heimsókn á Svalbarðið og kynnti hún okkur þar. Strax fannst mér þú svo skemmtilegur karakter og heill- aðist ég mikið af frásagnargleði þinni. Mér fannst þú svo veraldarvön að hafa farið til Danmerkur í Lýðháskól- ann sem þú sagðir okkur sögur af. Það var fyrir þína tilstuðlan að ég fór að læra hárgreiðslu fimmtán ára gömul og komst að sem nemi á hár- greiðslustofunni Carmen þar sem þú varst nemi líka. Við áttum svo sann- arlega skemmtileg ár saman þar. Einnig vil ég þakka þér fyrir alla að- stoðina sem þú veittir okkur Jónu Draumeyju þegar hún fór í gegnum sitt próf í hárgreiðslu. Þér fannst ekk- ert mál að koma og hjálpa til. Elsku Stína, Hjalli, Hjalti, Helga og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Þórey Erla Gísladóttir. Nú er komið að kveðjustund. Margt kemur upp í huga minn þegar mín góða vinkona og samstarfskona til margra ára kveður. Ekki grunaði mig að það myndi gerast svo snögg- lega. Hanna var ung í blóma lífsins og átti eftir að gera svo margt. Það ríkti alltaf gleði þar sem Hanna var og húmorinn aldrei langt undan. Hún hafði sterkan persónuleika og var jákvæð, glaðleg og góð. Það var þægilegt að leita til hennar og hún hafði lag á að sjá jákvæðar hliðar á hlutunum. Henni gekk mjög vel í sínu fagi og samskiptum við annað fólk. Það líkaði öllum vel við Hönnu. Við eyddum ófáum stundum saman í vinnu og ut- an. Ég minnist ferða okkar til London þar sem við sóttum nokkrar saman námskeið. Það var mikið hlegið enda hafði Hanna sérstakt lag á að sjá spaugilegar hliðar lífsins. Guðrún Hanna biður fyrir bestu kveðjur til fjölskyldunnar. Hún minn- ist Þórsmerkurferðar sem við fórum með Hönnu og Hjalla fyrir meira en tuttugu árum. Fólk hændist auðveld- lega að Hönnu og tengslin sem mynd- uðust rofnuðu aldrei. Ég, Björgvin, Kolla og Guðrún Hanna sendum Stínu, Hjalla og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiða tíma. Selma Jónsdóttir. Elsku Hanna. Það er erfitt til þess að hugsa að þú verðir ekki hér á meðal okkar áfram. Sumarið ’84 þá 12 ára gömul hófust okkar kynni. Þú ætlaðir að setja upp stofu í Neskaupstað og vantaði barna- píu. Úr varð að ég fór með ykkur austur. Mér leið svo vel hjá ykkur því að þið höfðuð það sameiginlegt að gefa frá ykkur gleði og góða nærveru. Þetta er mér minnisstætt, því þetta var í fyrsta sinn sem ég fór lengi frá foreldrum mínum og kveið ég því. En þetta varð allt svo eðlilegt og síðan þá hefur mér fundist ég vera partur af ykkur. Leiðir lágu aftur saman árið ’02 þegar við urðum vinnufélagar á Car- men. Þar gafst mér tækifæri á að kynnast þér betur, bæði sem fag- manneskju og persónu. Skynbragð þitt á öllu því sem tengdust hönnun og tísku var mikið og þú drakkst í þig all- ar nýjungar tengdar faginu af mikilli ástríðu og áhuga. Árið eftir gerðumst við meðlimir í Intercoiffure á Íslandi, sem okkur þótti mikill heiður að. Mér fannst ég svo heppin að fá að vinna meira með þér því ég leit mikið upp til þín sem fagmanneskju. Þau voru mörg kvöld- in sem við veltum fyrir okkur nýjung- um í faginu. Man ég sérstaklega eftir því þegar við vorum fengnar til að kynna nýjar línur á námskeiði á veg- um Intercoiffure. Það var alltaf svo gaman að heyra þig lýsa klippiaðferð- um. Þú gerðir allt svo skemmtilegt og komst ávallt með góða punkta. Þú hefur kennt mér svo margt, jafnt í faginu sem og lífinu. Þegar þú fluttist suður aftur urðum við nágrannar, svona geta örlögin nú verið. Það var svo notalegt að sitja við eldhúsgluggann með börnunum á morgnana og sjá ykkur Hjalla koma úr morgungöngunni af Víðistaðatúni sem þið gerðuð alla morgna saman. Þið veifuðuð til okkar í glugganum, alltaf svo glöð. Það var svo aðdáun- arvert að sjá hversu samhent þið vor- uð í einu og öllu, miklir vinir og virð- ingin, kærleikurinn og ástin fannst og sást langar leiðir. Þannig eru góð hjónabönd. Þið eignuðust tvö börn, Hjalta og Helgu, sem nú hafa misst mikið. Það er gott veganesti fyrir þau að hafa fengið þennan dýrmæta tíma með mömmu og pabba saman og minningin um yndislega móður sem gerði allt af einlægni, ást og um- hyggju mun hjálpa þeim í framtíðinni. Lífið gengur í hringi eins og stund- um er sagt. Ég byrjaði að passa fyrir þig og þegar ég svo eignast hann Ein- ar Örn minn, fékk ég Helgu, dóttur þína, til að passa fyrir mig. Enda hef- ur hún alveg einstakt lag á börnum. Svo eignast ég Emilíu fyrir um 5 ár- um og á Helga í þeim hvert bein. Oft kom það fyrir að börnin fóru í heim- sókn til Hönnu, þá var sko aldeilis dekrað við þau. Já, já, bara eins og að vera hjá ömmu. Ég er svo þakklát og glöð fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér. Þau sakna þín sárt og eru alveg viss um það að þú sért hjá guði og englunum og búin að hitta Einar afa. Hann tekur á móti þér opn- um örmum, það erum við viss um. Hanna mín.Takk fyrir þennan dýr- mæta tíma. Þín verður sárt saknað. Elsku Hjalli, Hjalti og Helga. Megi góður guð styrkja ykkur og varðveita um ókomna framtíð og votta ég ykkur og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Sigríður Margrét Einarsdóttir (Sirrý). Elsku Hanna mín. Mér er þetta svo erfitt að setjast niður og minnast þín, okkar fyrstu kynni voru er þú og Hjalli komuð til mín á Carmen haustið ’81. Þú sóttir um að komast á samning hjá mér í hársnyrtiiðn. Það var ekki spurning að minni hálfu, þú varst ráðin á staðn- um og byrjaðir strax næsta dag. Það kom strax í ljós hvaða mann þú hafðir að geyma, bæði sem fagmanneskja, einstaklega hlý og jákvæð og húm- orinn var aldrei langt undan. Það er svo margs að minnast, elsku vina. Ég byrja á þegar við mættum í Neskaupstað ég, Þórey, Selma og fleiri í brúðkaup ykkar Hjalla sem var yndislegur dagur. Þið voruð höfðingj- ar heim að sækja eins og reyndar fjöl- skyldan öll sem þarf nú að sjá á eftir þér langt fyrir aldur fram. Alltaf vor- um við í góðu sambandi þó að þú vær- ir búin að opna stofu í Neskaupstað. Þú fylgdist vel með öllu sem snerti tísku og varst fljót að tileinka þér nýj- ungar á öllum sviðum. Þú varst frá- bær fagmaður, enda fórst þú að kenna í Verkmenntaskóla Austur- lands og opnaðir síðar stofu á Egil- stöðum. Þú varst með hárgreiðslu- sýningar, námskeið og greiddir fegurðardrottningum svo ekki sé meira sagt. Kaflaskipti urðu í ykkar lífi þegar þið fjölskyldan ákváðuð að flytja aftur suður árið 2000. Hanna mín. Mikið var gaman að fá þig til liðs við okkur á Carmen 2002 eftir þá 21 ár ásamt Selmu, því það voruð nú þið tvær sem byrjuðu með mér ’81. Það var mikið í gangi hjá okkur, að miðla, deila, fram- kvæma og skiptast á skoðunum um allt sem sneri að hári og tísku. Það var oft hlegið, því alltaf var stutt í húm- orinn hjá okkur. Árið 2002 gerðist þú meðlimur í Við samstarfsmenn og eig- endur Aríu viljum þakka Hönnu Stínu innilega sam- starfið sem var gott en allt of stutt. Hanna var einstök kona, jákvæð, þægileg og allt- af stutt í gleðina hjá henni. Verður hennar sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur með von um að minning um yndislega konu hjálpi þeim á sorg- artíma. Kristín, Edda og Íris. HINSTA KVEÐJA Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.