Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja ljós-
leiðara í hvert hús í Arnarneshreppi.
Fulltrúar hreppsins skrifa í dag und-
ir samning þar að lútandi við fyrir-
tækið Tengi hf. á Akureyri sem vinn-
ur verkið með stuðningi
sveitarfélagsins. Reiknað er með að
verkinu verði lokið í haust.
„Fólk fær tengingu inn til sín og
nauðsynlegan endabúnað, og þarf svo
bara að semja við eitthvert netþjón-
ustufyrirtæki,“ sagði Axel Grettis-
son, oddviti Arnarneshrepps, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Alls er
um að ræða hálfan sjötta tug húsa.
„Þetta verður bylting fyrir íbúa
sveitarfélagsins. Búsetuskilyrðin
gjörbreytast raunverulega,“ segir
oddvitinn, og segist þegar vita um
einhver fyrirtæki sem ætli að flytja
starfsemi sína í hreppinn. Í dag er
boðið upp á örbylgjusamband, sem
hann segir lélegt og því nái ekki einu
sinni allir. „Þeir eru þá bara með
ISDN-tengingu sem enginn vill nota
lengur vegna þess að hún er svo
hæg.“
Verkið hefst í næstu viku og af full-
um krafti um leið og frost fer úr
jörðu.
Ljósleiðari
í allan Arn-
arneshrepp
FRAMKVÆMDIR við lengingu Ak-
ureyrarflugvallar hefjast næstu
daga. Samgönguráðherra skrifaði
undir samning þar að lútandi í gær
við forráðamenn Ístaks í Flugsafn-
inu á Akureyri.
Ístak bauð rúmar 475 milljónir
króna í verkið en kostnaðaráætlunin
var upp á tæpar 555 milljónir króna.
Tilboð Ístaks er því um 85% af
kostnaðaráætlun. Aðallega er um að
ræða jarðvegsskipti á um 600 metra
löngu svæði við suðurenda brautar-
innar og 150 m við norðurendann.
Samkvæmt útboðinu á verktakinn
jafnframt að færa Brunná suður fyr-
ir flugvöll, verja nýjan farveg fyrir
rofi, koma upp öryggisgirðingu og
hliðum, undirstöðum undir loftnet og
fleira.
Samgönguráðherra, Kristján
Möller, sagði við Morgunblaðið að
þessum hluta verksins ætti að ljúka í
haust en því miður næðist ekki að
malbika brautina fyrr en næsta sum-
ar. „Við töpuðum dýrmætum tíma í
vetur þegar beðið var úrskurðar um
hvort umhverfismat væri nauðsyn-
legt eða ekki og það er ekki hægt að
malbika nema fram í september.“
Ráðherra segir framkvæmdina
mikilvæga fyrir Norðlendinga. „Þeg-
ar þessu verður lokið verður hér
mjög fínn flugvöllur sem skiptir allt
Miðnorðurland miklu máli, bæði
vegna farþegaflugs og fraktflugs.“
Malbikun vallarins var boðin út
sérstaklega. Eitt tilboð barst, sem
opnað var nýlega. Það var frá fyr-
irtækinu Hlaðbæ – Colas í Hafnar-
firði en það bauðst til að vinna verkið
fyrir rúmar 719 milljónir sem er um
111% af kostnaðaráætlun sem var
rúmlega 647 milljónir. Kristján segir
að þrátt fyrir að tilboðið hafi verið
hærra en áætlunin hafi ríkisstjórnin
ákveðið á fundi í gærmorgun að
þessu brýna verkefni yrði haldið
áfram.
Flugbrautin á Akureyri verður
lengd um 460 til suðurs og örygg-
issvæði gerð við báða enda hennar.
Að framkvæmdum loknum verður
brautin 2.400 m löng.
Kjartan Lárusson, framkvæmda-
stjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á
Norðurlandi, sagði við Morgunblaðið
þegar ljóst var að verkið þyrfti ekki í
umhverfismat að lenging brautar-
innar skipti miklu máli. „Það er sér-
staklega tvennt sem vinnst með því.
Annars vegar að með því að fjölga
komustöðum inn í landið verða
ferðamöguleikar hins tímabundna
nútímamanns mun meiri en hingað
til, það þarf ekki alltaf að fara hring-
inn í kringum landið enda hafa menn
ekki tíma til þess lengur, og hins
vegar – sem er ekki síður mikilvægt
– léttir þetta á Keflavíkurflugvelli en
þar er álagið orðið ansi mikið. Í leið-
inni mun þetta væntanlega létta
nokkuð álag á hringveginum sem er
þjóðhagslega mikilvægt.“
Hefjast handa við að
lengja flugbrautina
Ekki verður malbikað fyrr en næsta sumar, segir ráðherra
Ljósmynd/Kristján
Allt klárt Júlíus Sæberg Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, Haukur Hauksson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstoða, Kristján Möller samgönguráð-
herra, Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, og Ásgeir Loftsson, yfir-
verkfræðingur Ístaks, við undirritun samningsins á Akureyri í gær.
RÚMUM 4,5 milljónum hefur verið
úthlutað úr Menningarsjóði Spari-
sjóðs Svarfdæla til 18 verkefna.
100.000 – Myriam Dalstein til
heimasíðugerðar vegna ferðaþjón-
ustu á Skeiði; Dana Ýr Antonsdóttir
til að vinna að eigin tónlist.
150.000 – Freyr Antonsson til að
koma á fót ljósmyndasamkeppni
vegna 10 ára afmælis Dalvík-
urbyggðar; Skafti Brynjólfsson til
að vinna að rannsóknum á jöklum.
200.000 – Foreldrafélag leikskól-
anna til danskennslu fyrir leik-
skólabörnin; Elmar Sindri Eiríks-
son til útgáfu hljómdisks.
250.000 – Vignir Þór Hall-
grímsson til að vinna að listsköpun;
Kvikmyndafélag Dalvíkurbyggðar
til að safna og festa viðburði í Dal-
víkurbyggð á filmu; Guðrún Edda
Gunnarsdóttir til að gera upp 100
ára kvíhús á Atlastöðum.
300.000 – Artex ehf. til merking-
ar gönguleiða og uppsetningar
skilta; Guðmundur Ingi til gerðar
heimasíðu og að koma þar fyrir efni
og myndum úr gömlum Bæjarpóst-
blöðum; Fígúra ehf. til innréttingar
á brúðuhúsi vegna sýninga og leið-
sagnar fyrir börn; Karlakór Dalvík-
ur til styrktar starfsemi kórsins;
Mímiskórinn til að halda kóramót
eldri borgara; Kvennakórinn á Dal-
vík til að koma starfseminni á rek-
spöl; Hrísiðn Hrísey til að byggja
upp aðstöðu til sýninga og vinnslu á
gömlum amboðum og minjagripum;
Byggðasafnið Hvoll til útgáfu á
bæklingi um skemmtanir og
dægradvöl í Dalvíkurbyggð.
500.000 – Urðakirkja í Svarfað-
ardal til forvörslu á predikunarstól
kirkjunnar.
4,5 millj.
kr. til átján
verkefna
GUÐMUNDUR Heiðar Frímanns-
son prófessor flytur í dag erindi á
málstofu kennaradeildar undir yf-
irskriftinni Heimspeki í menntun
kennaraefna. Málstofan hefst kl.
16.15 í stofu 14 í húsnæði HA við
Þingvallastræti.
Heimspeki og
kennaraefni
AKUREYRI
SKÓFLUSTUNGA að nýrri við-
byggingu við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti (FB) var tekin fyrir
skömmu. Þau Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
og Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri tóku saman skóflustungu og
skrifuðu að því loknu undir samning
um framkvæmdina.
Viðbyggingin, sem verður vestan
við skólann, verður um tvö þúsund
fermetrar að stærð og mun hýsa al-
mennar skólastofur, myndlistar-
deild skólans og mötuneyti. Áætl-
aður kostnaður er á bilinu 5-600
milljónir.
Starfsfólk og nemendur fylgdust
glaðbeittir með skóflustungunni og
létu skólameistarinn, Kristín Arn-
alds, og aðstoðarskólameistarinn,
Stefán Benediktsson, sig að sjálf-
sögðu ekki vanta.
Þá mættu einnig á viðhöfnina nú-
verandi formaður nemendafélags
FB, Svava Gunnarsdóttir, sem og
þrír fyrrverandi formenn.
Átti upphaflega
að vera stærri
Í ræðu sem menntamálaráðherra
hélt kom það fram að um lang-
þráðan draum væri að ræða að
stækka skólann. Skólinn, sem er
fyrsti fjölbrautaskólinn í Reykjavík,
var byggður í þremur áföngum á
árunum 1972-5 og er minni en upp-
haflega var gert ráð fyrir. Í upp-
runalegu teikningunum var gert ráð
fyrir fjórum álmum á tveimur hæð-
um en úr varð að aðeins tvær álmur
voru byggðar en á þremur hæðum.
Viðbyggingarinnar hefur því lengi
verið beðið. Verklok eru ráðgerð 20.
júlí 2009.
Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti stækkar
Tölvuteikning/Arkís
Glæsileg Áætlað er að viðbyggingin, sem er um 2.000 fm, verði tekin í
notkun 20. júlí 2009 en arkitektastofan Arkís hannaði hana.
Ljósmynd/Bjarni G. Þórmundsson
Undirritun Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra ásamt Stefáni Benediktssyni, aðstoð-
arskólameistara FB, og Kristínu Arnalds, skólameistara FB.
KRISTJÁN Möller samgöngu-
ráðherra átti í gærmorgun fund
með stjórnendum Garðabæjar til
að fara yfir stöðuna í samgöngu-
málum Garðbæinga. Fundurinn
hófst á gatnamótum Hafnarfjarð-
arvegar og Vífilsstaðavegar þar
sem ráðherra sá þá erfiðu stöðu
sem íbúar í Ása- og Sjálandshverfi
búa við til að komast í vinnu á
morgnana. Til að auðvelda um-
ferðarflæði innanbæjar og bæta
hljóðvist hefur Garðabær sett
fram þau fyrirheit í aðalskipulagi
að Hafnarfjarðarvegur verði sett-
ur í stokk til framtíðar, segir í
frétt frá Garðabæ.
Fram kemur að hópurinn skoð-
aði einnig væntanleg brúarmann-
virki á mótum Reykjanesbrautar
og Vífilsstaðavegar. Að lokum var
ráðherranum boðið í kaffi á bæj-
arskrifstofunum þar sem málin
voru rædd.
Fundurinn var haldinn að frum-
kvæði Stefáns Konráðssonar, bæj-
arfulltrúa og formanns skipulags-
nefndar Garðabæjar sem ritaði
nýverið grein í Morgunblaðið þar
sem hann vakti athygli á stöðu
samgöngumála í Garðabæ og á
höfuðborgarsvæðinu. Í greininni
hvatti Stefán ráðherra til að koma
í heimsókn og fara yfir málin.
Ráðherrann brást skjótt við þess-
ari hvatningu og mætti til Garða-
bæjar í morgun. Á fundinum auk
Stefáns voru formaður bæjarráðs,
Erling Ásgeirsson, Guðjón Erling
Friðriksson bæjarritari og Ey-
steinn Haraldsson bæjarverkfræð-
ingur.
Fundarmenn Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Stefán Konráðs-
son, form. skipulagsnefndar, Kristján Möller samgönguráðherra, Erling
Ásgeirsson, formaður bæjarráðs, og Guðjón E. Friðriksson bæjarritari.
Kynnti sér sam-
göngur í Garðabæ
♦♦♦