Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórður Þorkels-son fæddist í
Reykjavík 20. febr-
úar 1925. Hann
andaðst á Landspít-
alanum 21. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Þorkell Þórð-
arson, sem lengi
rak Billjardstofuna
á Klapparstíg, f .
4.9. 1897, d. 10.2.
1983 og Guðrún
Kristjánsdóttir hús-
freyja, f. 11.9. 1900,
d. 6.4. 1989. Systir Þórðar er
Ragnheiður Kristín, f. 5.8. 1926
og hálfbróðir hans var Óskar
Þorkelsson, f. 7.12. 1923, d. 22.3.
1990.
Hinn 2.12. 1950 kvæntist Þórð-
ur eftirlifandi eiginkonu sinni,
Svanhildi Guðnadóttur, f. 3.1.
1924.
Dóttir þeirra er Guðrún Þórey,
f. 28.7. 1952, gift Þorvaldi Kára
Þorsteinssyni, f. 5.11. 1951.
Þorvaldur og Guðrún eiga dæt-
urnar Svanhildi, gift Þór
Tryggvasyni, og Margréti
Ágústu, gift Georg Garðarssyni.
Dóttir Svanhildar og Þórs er
Embla Þórey og börn Margrétar
varð þrisvar sinnum Íslands-
meistari með meistaraflokki.
Hann sat í aðalstjórn Vals meira
og minna í 25 ár, þar af sem for-
maður félagsins í 5 ár. Þórður lét
sér mjög annt um félagið og hag
þess og mátti alltaf til hans leita
þegar krafta hans var þörf. Hann
var líka lengi gjaldkeri Íþrótta-
sambands Íslands og var einn af
helstu frumkvöðlum þess að Ís-
lensk getspá, sem rekur Lottóið,
var stofnuð, ásamt því að vera
fyrsti stjórnarformaður hennar
um árabil. Þá átti hann þátt í að
koma Íþróttahátíð ÍSÍ á lagg-
irnar.
Fyrir störf sín í þágu íþrótta-
hreyfingarinnar var Þórður
heiðraður á margan hátt. Hann
var heiðursfélagi Vals og Íþrótta-
sambands Íslands og hin ýmsu
sérsambönd ÍSÍ heiðruðu hann
fyrir margvísleg störf.
Þórður hafði mikinn áhuga á
laxveiði og sérstaklega voru El-
liðaárnar honum hugleiknar enda
veiddi hann þar mikið frá 12 ára
aldri. Benda má á að á fræðslu-
vef Orkuveitu Reykjavíkur er að
finna viðtal við Þórð um veiðar í
ánni hér áður fyrr.
Þórður var sjálfstæðismaður
og starfaði mikið fyrir flokkinn,
einkum í hverfanefndum, og sat
mörg landsþing.
Útför Þórðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag kl. 15.
og Georgs eru Íris
Aðalheiður og Kári
Þorvaldur.
Á uppvaxtarárum
Þórðar bjó fjöl-
skyldan lengst af á
Norðurmýrarbletti,
sem nú er Hörgshlíð
2 í Reykjavík. Síðar
byggðu Þórður og
Svanhildur húsið að
Hörgshlíð 6 ásamt
foreldrum hans,
systur og mági. Hús-
ið að Hörgshlíð 6
var því, og er enn,
sannkallað fjölskylduhús.
Þórður lauk verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands. Fyrst á
eftir rak hann eigið hjólbarða-
verkstæði en hóf síðan störf á
endurskoðendaskrifstofu Sig-
urðar Stefánssonar. Í kjölfarið
stofnaði hann eigin stofu og
starfaði við bókhald og endur-
skoðun eftir það auk þess að
sinna ýmsum skrifstofu- og upp-
gjörsverkefnum hjá Prentsmiðj-
unni Odda um áratugaskeið.
Félagsmál voru Þórði mjög
hugleikin. Hann var Valsmaður í
húð og hár. Hann lék knatt-
spyrnu og síðar handknattleik
með félaginu um langt skeið og
Tengdafaðir minn, vinur og veiði-
félagi hefur stigið sín hinstu skref. Á
slíkum stundum reikar hugurinn til
baka og fram koma ýmsar minning-
ar og atvik sem alla jafna er ekki
verið að leiða hugann að dagsdag-
lega.
Það eru komin yfir 40 ár síðan ég
fór að venja komur mínar í Hörgs-
hlíðina. Fljótlega kom í ljós að við
Þórður áttum margt sameiginlegt.
Má þar fyrst til taka takmarkalausa
aðdáun okkar á heimasætunni á
staðnum og báðir höfðum við mikinn
áhuga á íþróttum. Í ljós kom sam-
eiginlegur áhugi okkar á stangveið-
um og síðast en ekki síst stuðlaði
hann að því að ég gerðist endur-
skoðandi, þannig að bókhald og end-
urskoðun varð starfsvettvangur
okkar beggja.
Félagsmálin voru Þórði í blóð
borin.
Ungur hóf hann að leika með Val
og síðan snerist stór hluti af hans lífi
um Val. Ágæt saga er til sem gerðist
í formannstíð hans. Nýbúið var að
byggja grasvöllinn meðfram Flug-
vallarvegi og nokkurt gras farið að
spretta. Eldsnemma sunnudags-
morguns er hringt í Þórð frá flug-
turninum og hann látinn vita að völl-
urinn sé þakinn gæsum. Brást hann
skjótt við og það næsta sem þeir í
turninum sáu var minn maður á
fullri ferð eftir vellinum veifandi
báðum höndum. Svo mikill var hrað-
inn og bægslagangurinn að flugum-
ferðarstjórarnir voru komnir á
fremsta hlunn með að veita honum
flugtaksheimild. Af gæsunum sagði
fátt, þær héldu sig vestan megin í
Vatnsmýrinni það sem eftir lifði
sumars.
Laxveiði stundaði hann frá barns-
aldri og fórum við venjulega tvisvar
á sumri í Elliðaárnar, auk margra
annarra ferða. Ekkert gefið eftir þó
aldurinn færðist yfir og búinn að
kaupa sinn dag í sumar. Sá dagur
verður notaður og er ég þess fullviss
að hann líti yfir öxl okkar þann dag-
inn.
Hann hvatti oft sína menn á vell-
inum og ef honum fannst eitthvað
gefið eftir lét hann menn heyra að
leiknum væri ekki lokið fyrr en
flautað hefði verið af. Hann lifði og
starfaði sjálfur eftir þessu. Að gef-
ast upp var einfaldlega ekki í mynd-
inni. Það sem hann kom í verk með
fullu starfi er í sjálfu sér með ólík-
indum. Þetta gerði hann hins vegar
ekki einn því kona hans Svanhildur
studdi hann með ráðum og dáð og
var það Þórði mikil gæfa að hafa
hana sér við hlið.
Hann naut þess að vera í faðmi
fjölskyldunnar og lét sér sérstak-
lega annt um barnabörnin, fylgdist
grannt með hvað þær voru að gera
og aðstoðaði allan hátt. Síðustu árin
bættust við langafabörnin sem
veittu honum mikla gleði.
Daginn áður en Þórður lést hafði
hann á orði við mig að nú hefði hann
lokið við að gera upp þau fyrirtæki,
sem hann var með auk þess að ljúka
öllum sínum skattframtölum og
sagði að líklega væri ég ekki svona
vel staddur. Þetta lýsir honum
kannski best, ljúka við uppgjörin,
ljúka við framtölin. Allt klárt, nú er
hægt að kveðja. Leikurinn flautaður
af.
Nær kemst maður ekki að fæðast,
lifa og deyja með glæsibrag.
Ég ætla að kveðja með þessum fá-
tæklegu orðum og veit að góður guð
mun vera með þér á þeirri braut
sem þú nú hefur lagt út á.
Þorvaldur K. Þorsteinsson.
Afi leyfði mér alltaf að halda í
stýrið þegar hann keyrði mig heim
upp Drápuhlíðina.
Þegar ég fékk Prinskex hjá lang-
ömmu í kjallaranum og nagaði allt
súkkulaðið af þá borðaði hann alltaf
afganginn.
Hann leyfði mér alltaf að binda
inn listaverkin mín með rauða lím-
bandinu í skjalaskápnum.
Hann kenndi mér mannganginn.
Þegar hann gleymdi sér í sínum
eigin heimi þá sönglaði hann, „Dara-
reideideideideidei …“
Stundum, þegar ég gisti hjá
ömmu og afa, fékk ég að sofa í hol-
unni hans.
Hann keypti alltaf handa mér
mjólkurhristing, stóran með jarðar-
berjabragði, þegar ég var búin í pí-
anóprófi.
Hann geymdi bíllyklana sína í
misheppnaða öskubakkanum sem
ég bjó til í leirmótun.
Einu sinni fékk ég að fara með
honum á landsleik í fótbolta og sitja
í heiðursstúkunni.
Þegar mér fannst einn páfagauk-
urinn í Dýraríkinu eitthvað út und-
an fór hann sér ferð með mig í búð-
ina daginn eftir til að athuga hvort
ekki væri örugglega í lagi með hann.
Hann sagði alltaf „itræt“ í staðinn
fyrir „íþróttir“ þegar við spiluðum
Trivial Pursuit.
Hann nennti alltaf að skutla mér á
æfingu eða í píanótíma.
Hann tók mynd af mér þegar ég
sofnaði í sófanum.
Þegar hann komst að því að vinur
minn hefði áhuga á fótbolta, sendi
hann honum alltaf Valsblaðið – þó að
vinur minn kynni ekki íslensku – og
spurði eftir Liverpool-manninum.
Hann sendi mér reglulega tölvu-
póst til að láta mig vita hvernig Val
gengi í boltanum.
Við kvöddumst alltaf með þéttu
faðmlagi og dálitlum látum.
Ég hélt að hann myndi lifa að ei-
lífu.
Svanhildur.
Kallið er komið, Þórður Þorkels-
son er horfinn á braut. Doddi, eins
og hann var kallaður í fjölskyld-
unni, fylkir nú liði með fleiri ástvin-
um fjölskyldunnar sem hafa kvatt
okkur. Það fylgdi Dodda ávallt góð-
ur og léttur andblær. Hann var
hláturmildur og skemmtilegur,
einnig við okkur krakkana, öðruvísi
þekkti ég hann ekki. Hann var þó
mikill alvörumaður, það sannar
bæði sá starfsvettvangur sem hann
valdi sér og öll þau trúnaðarstörf
sem hann gegndi fyrir íþróttahreyf-
inguna.
Doddi kvæntist Svönu Guðna-
dóttur, systur föður míns Páls
Guðnasonar. Þeir voru saman í Val
og báðir tóku þeir virkan þátt í að
vinna að framgangi félagsins. Það
var góður vinskapur milli fjölskyld-
anna, kannski ekki síst vegna sam-
eiginlegs áhugamáls þeirra Dodda
og pabba. Það var margt brallað, en
eftirminnilegastar eru skíðaferðir
okkar og veiðiferðirnar vestur í
Hvannadalsá. Doddi var mikill
veiðimaður og fóru þeir pabbi í
marga könnunarleiðangra um ána
og komu iðulega með vænan laxinn
heim í kofa. Við krakkarnir fengum
stundum að koma með. Einu atviki
gleymi ég aldrei, það var held ég
okkar fyrsta ferð saman í ána.
Gunna frænka, eins og hún var köll-
uð af okkur systkinunum, dóttir
Svönu og Dodda fór með föður sín-
um í leiðangur, markviss tilgangur
þeirra var að finna fisk, því ekkert
hafði veiðst daginn áður. Þau voru
komin alllangt frá veiðikofanum og
það mátti grilla í þau við veiðar. Allt
í einu heyrðist óp og síðan sáum við
Gunnu frænku greinilega hoppa
hæð föður síns og ekki bara einu
sinni. Hafði orðið slys? Það var rok-
ið af stað og þegar komið var á vett-
vang mættum við gleiðbrosandi
feðginum, með fisk. Ég held að
fáum hafi tekist annað eins stökk og
henni frænku minni.
Á veturna var farið á skíði, þar
lærðum við börnin að standa skíðin.
Þetta varð til þess að á unglings-
árum stunduðum við systkinin og
Gunna frænka íþróttina. Ármanns-
skálinn í Jósepsdal var okkar
heimasvæði. Þar kynntist Gunna
sínum framtíðarförunauti, Þorvaldi
Þorsteinssyni. Þar fékk Doddi góð-
an félaga, en svo vildi til að Valdi
lagði þá stund á viðskiptafræði og
hefur hann síðar m.a. unnið við end-
urskoðun líkt og tengdafaðir hans.
Það er ávallt eftirsjá að góðum
manni og horfum við systkinabörn-
in nú á eftir kynslóð foreldra okkar
kveðja þessa tilvist eitt af öðru, en
ég er þess fullviss að það er ekki
endapunkturinn heldur góð byrjun
á næsta ferli. Ég votta Svönu,
Gunnu og Valda, dætrum þeirra og
fjölskyldum mínar dýpstu samúð-
arkveðjur. Guð blessi ykkur.
Þór Elís Pálsson.
Hann Þórður (Doddi) er látinn.
Ég kynntist Dodda fyrst þegar
ég vandi komu mínar fyrir rúmum
20 árum „heim“ í Hörgshlíðina til
þess að hitta frænku Dodda, hana
Helgu sem síðar varð konan mín.
Hörgshlíðin var sannkallað fjöl-
skylduhús en á efstu hæðinni
bjuggu Helgi og Ragnheiður systir
Dodda, sem urðu síðar tengdafor-
eldrar mínir, á miðhæðinni Doddi
og Svana, og á neðstu hæðinni
amma Guðrún.
Ég var fljótur að kynnast Dodda
enda hafði ég góða forgjöf þar sem
ég var og er Valsmaður. Doddi var
mikill Valsmaður og var á sínum
tíma leikmaður, og seinna meir tók
hann að sér hin ýmsu störf bæði hjá
Val og ÍSÍ. Þetta var áður en netið
kom til sögunnar og því ekki hlaup-
ið að því að fá úrslit úr leikjum ef
maður átti ekki kost á því að sjá þá í
sjónvarpi. Það var því auðvelt að
heimsækja miðhæðina og fá upplýs-
ingar um leikina. Doddi sat mikið
við skrifborðið sitt og sinnti sínum
endurskoðunarstörfum nú eða hann
sat við sjónvarpið og fylgdist með
öllum íþróttum nánast í öllum heim-
inum.
Doddi hafði sterkar skoðanir á
öllum hlutum og lét mann heyra það
á góðlátlegan hátt ef svo bar undir.
Hann var léttur í lund og lúmskt
stríðinn þannig að það voru oft líf-
legar samræður sem áttu sér stað.
Ekki má gleyma innskotum frá
Svönu en hún er létt í lund eins og
Doddi heitinn og einstaklega orð-
heppin.
Heimsóknir mínar urðu fleiri og
þann tíma sem við hjónin bjuggum
erlendis og komum heim í frí bjugg-
um við í húsinu. Landsleikir voru
margir á þessum árum og það var
eins gott að landa sigrum svo
Doddi, sem fylgdist grannt með í
sjónvarpinu, tæki vel á móti manni,
hann var gagnrýninn en alltaf sann-
gjarn og studdi þennan gaur sem
kominn var inn í fjölskylduna.
Við fluttum heim og ég fór aftur
að spila með Val og enn síðar fór ég
að þjálfa ÍR og þrátt fyrir að stuðn-
ingur væri frá honum vildi hann
samt sem áður sjá sinn mann koma
heim og þjálfa á Hlíðarenda. Hver
veit nema sá dagur komi, og það er
nokkuð ljóst að ef af verður þá verð-
ur hann meðal áhorfenda og styður
sitt lið og sinn mann eins og áður.
Með þessum fáu orðum viljum við
Helga og Alexander Örn þakka
Dodda fyrir allar góðu samveru-
stundirnar.
Vottum Svönu, Gunnu, Þorvaldi
og fjölskyldu samúð.
Júlíus Jónasson.
Kveðja frá
Knattspyrnufélaginu Val
Við Valsmenn kveðjum í dag með
þakklæti einn þriggja heiðursfélaga
okkar, Þórð Þorkelsson endurskoð-
anda. Valur hefur átt því láni að
fagna að hafa í gegnum langa tíð átt
marga áhugasama og vinnuglaða
félaga sem með ræktarsemi sinni
og elju hafa gefið mikið af sér til
þess að sjá drauma sína um eflingu
Vals rætast. Þórður var svo sann-
arlega einn þessara félaga, ávallt að
huga að framgangi mála og vildi
enga kyrrstöðu. Í þeim efnum voru
Þórði töm orð eldri frumkvöðla
Vals: „Valur er ekki annað en ég, þú
og allir hinir!“. Þeir voru því glaðir
heiðursfélagarnir Þórður, Sigurður
Ólafsson og Jóhannes Bergsteins-
son þegar nýju mannvirkin að Hlíð-
arenda voru vígð á síðasta ári.
Þórður fæddist í Reykjavík 20.
febrúar 1925. Hann gerðist félagi í
Val 8 ára gamall og æfði og lék
knattspyrnu framan af þar til hann
söðlaði að mestu um og sneri sér að
handknattleiknum. Hann varð
þrisvar sinnum Íslandsmeistari
með Val í handknattleik á árunum
1945 til 1954. Samhliða íþróttaiðk-
uninni tók Þórður þátt í stjórnar-
störfum og sat í aðalstjórn félagsins
frá 1948 til 1955 og aftur á árunum
1964 til 1967. Þórður varð síðan for-
maður félagsins árin 1970-1975. Ár-
ið 1971 var Þórður skipaður for-
maður nefndar til þess að stýra
uppbyggingu á nýjum knattspyrnu-
velli með áhorfendastæðum að
Hlíðarenda. Með honum í nefndinni
sátu þekktir Valsmenn, þeir Úlfar
Þórðarson, Jóhannes Bergsteins-
son, Guðmundur Ásmundsson,
Guðmundur Kr. Guðmundsson og
Guðni Jónsson. Hinn 9. september
1979 var völlurinn, sem þá þótti
glæsilegt mannvirki, vígður. Þann-
ig hafa áfangasigrar unnist og oft-
ast hefur Þórður verið nærri þegar
góðir hlutir hafa gerst innan Vals
með sínu jákvæða og framsækna
hugarfari. Þórður var gerður að
heiðursfélaga Vals á 85 ára afmæli
félagsins hinn 11. maí 1996.
Ekki er möguleiki á því að fjöl-
skyldumenn geti lagt svo vel til fé-
lagsstarfsemi nema þeim fylgi full-
ur stuðningur frá eiginkonu og
fjölskyldu. Þórður var lánsamur í
einkalífi sínu og gekk að eiga eft-
irlifandi eiginkonu sína Svanhildi
Guðnadóttur hinn 2. desember
1950. Dóttir þeirra hjóna er Guðrún
Þórey, gift Þorvaldi K. Þorsteins-
syni. Barnabörn Þórðar og Svan-
hildar eru tvö og barnabarnabörnin
eru þrjú.
Við Valsmenn kveðjum kæran fé-
laga og vandaðan mann og sendum
fjölskyldu hans, ættingjum og vin-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Grímur Sæmundsen, formaður
Knattspyrnufélagsins Vals
Með Þórði Þorkelssyni er geng-
inn merkur forystumaður íslenskra
íþróttamála, en eftir farsælan
íþróttaferil með Val gerðist hann
formaður félagsins og síðar stjórn-
armaður í ÍSÍ. Þá er ógetið fram-
lags Þórðar við stofnun Íslenskrar
getspár, sem stofnuð var 1986 og
gjörbreytti tekjuöflun íþrótta-
hreyfingarinnar á Íslandi. Þórður
var fyrsti stjórnarformaður fyrir-
tækisins og leiddi starfsemi þess
fyrstu árin. Stjórnarmenn ÍSÍ á
þessum árum, þ. á m. Þórður, geng-
ust í persónulegar ábyrgðir í
Landsbankanum svo að fyrirtækið
kæmist á laggirnar. Síðan þá hafa
milljarðar króna runnið úr sjóðum
Íslenskrar getspár til íþróttafélaga,
héraðssambanda og sérsambanda
ÍSÍ.
Við leiðarlok vil ég þakka Þórði
ánægjulega samfylgd og minnist
með hlýju fjölmargra ferðalaga sem
við hjón fórum með Þórði og Svönu
konu hans, en þau voru einstaklega
samhent.
Blessuð sé minning Þórðar Þor-
kelssonar.
Alfreð Þorsteinsson.
Þórður Þorkelsson starfaði með
okkur í Odda um langa hríð en þótt
formlegu samstarfi hafi lokið fyrir
meira en 10 árum, hélt hann alla tíð
góðu sambandi við sína fyrrverandi
samstarfsmenn og fyrirtækið og
var annt um hvort tveggja.
Þórður var alltaf einstaklega
mikill félagi allra sem hann vann
með, vinsæll, virtur og vel metinn
enda heiðarlegur og traustur og
léttleikinn aldrei langt undan.
Þótt formlegu starfi hans lyki
fyrir löngu var hann í stöðugu sam-
bandi við okkur og kom í heimsókn-
ir af og til og fylgdist grannt með
fyrirtækinu og sínum gömlu sam-
starfsmönnum. Hann var alltaf vel-
kominn og öllum þótti vænt um
Þórður Þorkelsson
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Með söknuði ég kveð minn
kæra bróður
og þakka fyrir langa sam-
fylgd
sem aldrei bar skugga á.
Ragnheiður systir.
HINSTA KVEÐJA