Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR UPPSKERUHÁTÍÐ vísindafólks við Landspítalann hefst formlega kl. 11.30 í dag með opnun vegg- spjaldasýningar í K-byggingu spít- alans.Yfir 350 vísindamenn og samstarfsaðilar þeirra munu kynna niðurstöður rannsókna við spítalann. Á fundi sem hefst í Hringsal kl. 13 verður m.a. valinn heiðursvís- indamaður ársins og erlendur fyr- irlesari, dr. Robin Murray, flytur erindi um áhrif umhverfis á orsak- ir geðrofs – einkum af völdum kannabisefna. Dr. Robin Murray er talinn einn helsti sérfræðingur heims á sínu sviði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra ávarpar samkom- una, en Landspítalinn er ein stærsta mennta- og vísindastofnun landsins. Á veggspjöldum verður að finna niðurstöður margháttaðra rann- sókna, t.a.m. um tengsl tölvuleikja við ofvirkni og athyglisbrest, áhrif náttúrulyfs á lungnaþekjuvef, lífs- gæði krabbameinssjúklinga og líð- an heilbrigðisstarfsfólks. Vísindahátíðin á Landspítala í dag er að venju opin öllum al- menningi. Morgunblaðið/Þorkell Landspítali Hinn árlegi vísindadagur LSH fer fram á spítalanum í dag. Uppskeruhátíð vísindafólks við Landspítala haldin í dag FJÓRÐUNGUR þeirra GSM-senda sem ráðgert er að tæknimenn Vodafone setji upp á árinu er nú þegar kominn í notkun. Alls hafa 35 nýir GSM-sendar verið gangsettir um allt land og tryggt GSM- samband á fjölmörgum svæðum sem ekki höfðu notið slíkrar þjón- ustu fyrr. 11 nýir sendar voru gangsettir í byrjun vikunnar en aldrei hafa fleiri sendar verið gang- settir í sömu viku, segir í frétt frá fyrirtækinu. Flestir eru þessir sendar á Vest- fjörðum t.d. í Súgandafirði, í Bol- ungarvík og Ísafirði en einnig voru nýir sendar gangsettir á Norður- landi t.d. í Siglufirði, Ólafsfirði og á Skollahnjúk. Vodafone hyggst halda uppbygg- ingunni áfram út árið og á næstu vikum munu íbúar á völdum svæð- um finna áþreifanlega fyrir breyt- ingu. Ofangreind uppbygging hef- ur nú þegar leitt til þess að við- skiptavinir Vodafone geta notað GSM-símann víðar en áður. Eyjar Unnið að uppsetningu. GSM-sendar settir upp SJÖFN Þórðardóttir verkefnastjóri hefur tekið við for- mennsku Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra. Sjöfn tók við af Maríu Kristínu Gylfadóttur, sem gegnt hefur formennsku undanfarin fjögur ár. Sjöfn er fædd 9. júlí 1972. Hún hefur mikla reynslu af uppeldis-, félags- og nefndarstörfum og hefur tekið virk- an þátt í ýmiss konar foreldrastarfi hjá börnum sínum í leik- og grunnskóla, æskulýðs- og íþróttastarfi frá árinu 1994. Hún var formaður foreldrafélags Mýrarhúsaskóla 2004 til 2006, meðstjórnandi í foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness 2006-2007 og stjórnarmaður landssamtakanna Heimilis og skóla frá árinu 2006. Sjöfn er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og stundar nú nám við Kennaraháskóla Íslands. Sjöfn er gift Lárusi B. Lárussyni flugstjóra og eiga þau saman tvö börn, Aron Frey, 16 ára, og Elínu Helgu, 10 ára. Formaður Heimilis og skóla Sjöfn Þórðardóttir VIKUNA 2.-9. maí fer fram árleg hreinsunarvika á Seltjarnarnesi undir slagorðunum: Koma svo – Allir með! Þessa viku eru bæjarbúar hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum og huga að sínu nánasta umhverfi og opnum svæðum. Starfsmenn áhaldahúss Seltjarn- arness munu í hreinsunarvikunni fjarlægja garðaúrgang og af- klippur í knippum sem settar hafa verið við lóðamörk. Einungis verð- ur fjarlægt það sem áður er upp- talið en ekki almennt rusl og úr sér gengin tæki. Þeim sem þurfa að farga slíku er bent á næstu mót- tökustöð Sorpu. Í vikunni verður svo borinn í hús umhverfisvænn sumarglaðningur frá umhverfisnefnd Seltjarnarness. Hreinsað á Nesinu SIGRÚN Sigurðardóttir menning- arfræðingur flytur fyrirlestur á morgun, miðvikudag, í Kennarahá- skóla Íslands í salnum Bratta milli kl. 16-17. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina „Helförin: Listræn úr- vinnsla og söguskilningur.“ Í fyrirlestrinum verður fjallað um þau vandamál sem sagnfræð- ingar og höfundar kennsluefnis standa frammi fyrir þegar kemur að umfjöllun um síðari heimstyrj- öldina. Sérstaklega verður fjallað um helförina og úrvinnslu á henni eins og hún birtist í ritum rithöf- unda, kvikmyndagerðarmanna, listamanna og arkitekta sem vinna með reynslu fólks af þessum at- burðum í verkum sínum. Rætt verð- ur um hvernig listaverk sem byggj- ast á úrvinnslu helfararinnar geta nýst við kennslu. Helförin rædd STUTT Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ALLAR matvöruverslanakeðjur að einni undanskilinni hækkuðu verð á vörukörfu ASÍ á milli annarrar og þriðju viku aprílmánaðar. Verðlags- eftirlit ASÍ mælir breytingar á verði vörukörfu sem endurspeglað getur almenn meðalinnkaup heim- ilis. Í nýjustu mælingunum kemur fram að verðhækkanir voru almennt mestar í lágvöruverðsverslunum. Aðeins í klukkubúðinni Samkaup- um-Strax lækkaði verðið milli vikna um 1,3%. Karfan hækkaði mest í Kaskó Í lágvöruverðsverslunum hækk- aði vörukarfa ASÍ um 0,7% til 5,7% á milli vikna. Karfan hækkaði minnst hjá Krónunni, um 0,7%, og mest í Kaskó, um 5,7%. Í almennum matvöruverslunum hækkaði vöru- karfan mest í Nóatúni, um 1,7%, og minnst í Samkaupum-Úrval um 0,5%. Í klukkubúðunum hækkaði verð á vörukörfu ASÍ mest í 10-11 um 1,6% en lækkaði í Samkaupum- Strax um 1,3%. Þegar einstakir vöruflokkar í körfunni eru skoðaðir kemur í ljós að brauð og kornvörur hækkuðu mikið milli vikna. Þær hækkuðu t.a.m. um ríflega 4%, bæði í Hag- kaupum og Nóatúni. Almennt hækkuðu brauð og korn- vörur, kjötvörur og mjólkurvörur, ostar og egg mest í lágvöruverðs- verslunum. Mest hækkuðu brauð og kornvörur í Nettó, eða um 7% milli vikna. Flokkurinn mjólkurvörur, ostar og egg hækkaði mikið í öllum versl- unum á milli vikna, eða á bilinu 3,7%-5,1%. Í klukkubúðunum breyttist verð á einstaka vöruflokkum með mjög misjöfnum hætti milli verslana. Þannig hækkuðu kjötvörur um 5,1% í 10-11 en lækkuðu um 8,1% í Sam- kaupum-Strax. Brauð og kornvörur hækkuðu um 4,6% í 11-11 en verð í Samkaupum-Strax stóð í stað. Allar keðjur utan ein hækka verð  Verð hækkar mest í lágvöruverðsverslunum  Brauð og kornvörur meðal þess sem hækkar mikið                !!"                                        Í HNOTSKURN »Vörukarfa ASÍ inniheldurallar almennar mat- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, kaffi og fleira. »ASÍ vekur athygli á því aðekki er um beinan verðsam- anburð að ræða, heldur eru birt- ar upplýsingar um verðbreyt- ingar í verslunarkeðjunum á milli vikna. »Verðlagseftirlit ASÍ hefur aðbeiðni viðskiptaráðuneytisins hafið sérstakt átak í eftirliti með breytingum á verðlagi í mat- vöruverslunum. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands (HRFÍ) hefur fengið skráð vöru- merkið HRFÍ eða H.R.F.Í. hjá Einkaleyfastofunni en það var áður skráð á Hundaræktunarfélagið Ís- hunda. Í október sl. skráðu Íshundar skammstöfunina H.R.F.Í. sem vöru- merki hjá Einkaleyfastofunni en HRFÍ varð ekki kunnugt um það fyrr en í byrjun árs þegar Íshundar tilkynntu um það á heimasíðu sinni. Þá var tveggja mánaða andmæla- frestur liðinn. Í kjölfarið hafði félag- ið samband við Lögfræðistofu Reykjavíkur sem óskaði eftir því við Einkaleyfastofuna að skráning vöru- merkisins yrði afmáð úr vöru- merkjaskrá. Þegar því var hafnað var farið fram á lögbann við notkun Íshunda á vörumerkinu. Gæti valdið óbætanlegu tjóni Rök HRFÍ voru þau að skamm- stöfunin hefði verið notuð alla tíð, frá stofnun félagsins árið 1969. Hún hefði verið notuð í tengslum við flest það sem tengdist félaginu, t.d. ætt- bókarskírteini, hundasýningar, nám- skeið og fréttabréf auk þess sem félagsmenn hefðu tekið þátt í við- burðum erlendis undir merki HRFÍ. Þá hefði félagið átt lénin hrfi.is og hrfí.is í tæp 10 ár. Í lögbannsbeiðn- inni sagði einnig að HRFÍ hefði lagt „gífurlegar fjárhæðir í að skapa sér sérstöðu undir skammstöfuninni HRFÍ og myndi notkun gerðarþola [Íshunda] á skammstöfuninni skapa mjög mikla ruglingshættu og hafa í för með sér óbætanlegt tjón“. Röksemdir Íshunda voru á þá leið að vörumerkið H.R.F.Í. (með punkt- um milli stafa) fæli í sér beina skír- skotun í nafn félagsins. Hefði HRFÍ öðlast rétt á vörumerkinu HRFÍ með langvinnri notkun á því þá þyrfti skráning Íshunda á vöru- merkinu H.R.F.Í. ekki að brjóta á þeim rétti. Þá hefði HRFÍ ekki and- mælt skráningunni innan tilskilins frests. Sýslumaðurinn í Reykjavík sam- þykkti lögbannið í byrjun marsmán- aðar og sagði það vera ljóst, að með notkun skammstöfunarinnar fyrir starfsemi sína í tæplega 40 ár hefði HRFÍ öðlast vörumerkjarétt yfir henni. Viðurkenndu rétt HRFÍ Þremur dögum síðar gerðu HRFÍ og Íshundar með sér samkomulag. Í því fólst að Íshundar viðurkenndu rétt HRFÍ yfir skammstöfuninni og vörumerkinu HRFÍ og H.R.F.Í. en í staðinn féll HRFÍ frá kröfum um að Íshundar greiddu allan málskostnað. Í kjölfarið fékk HRFÍ heimild til að afskrá vörumerkið af nafni Íshunda. Send var inn ný umsókn til Einka- leyfastofunnar þar sem óskað var eftir að vörumerkið væri skráð á nafn Hundaræktarfélags Íslands og var það samþykkt fyrir skemmstu. HRFÍ fær loks skráð vörumerkið HRFÍ Íshundar eignuðust vörumerkið í haust en viðurkenndu rétt Hundaræktarfélags Íslands yfir því í kjölfar lögbannskröfu Deiluefni Vörumerkið H.R.F.Í. var bitbein Hundaræktarfélags Íslands og Hundaræktunarfélagsins Íshunda en leyst hefur verið úr ágreiningnum. Í HNOTSKURN »Hundaræktarfélag Íslandsvar stofnað 4. september 1969 og hefur notað skammstöf- unina HRFÍ allar götur síðan »Í október sl. skráði Hunda-ræktunarfélagið Íshundar vörumerkið H.R.F.Í. á sitt nafn »HRFÍ fór í kjölfarið fram álögbann og var það sam- þykkt. Stuttu síðar gerðu félögin með sér samkomulag. Í því fólst m.a. að réttur HRFÍ yfir skamm- stöfuninni var viðurkenndur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.