Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðlaugur Jóns-son var fæddur að Skarði á Skarðs- strönd, Dalabyggð, 30. apríl 1914. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð að kvöldi 23. apríl síðastliðins. Foreldrar hanns voru Ólína Sesselja Kristjana Ívars- dóttir, f. 29.6. 1866, d. 9.1. 1917 frá Langeyjarnesi og Jón Hannesson vinnumaður á Skarði, f. 1.2. 1876, d. 20.10. 1933 frá Heiðnabergi. Guðlaugur ólst upp á Skarði með föður sínum en móður sína missti hann mjög ungur. Albróðir Guðlaugs var Óskar Georg Jónsson, f. 31.10. 1915, d. 12.9. 1998. Hálfbróðir sammæðra var Marinó Breiðfjörð Valdimars- son, f. 16.4. 1906, látinn. Hálf- systkini samfeðra Ragnar Jóns- son, f. 6.2. 1908, látinn, Helga, f. 23.9. 1918. Díana Guðlaug, á hún 3 börn, Sylvía, á hún 2 börn, Ólína Krist- jana, Sesselja Ósk, Arnar Gauti. 4) Valdimar, f. 14.7. 1961. Börn hans með Elísabetu Pálsdóttur eru: Bylgja Rán. Hún á 2 syni, Oddrún Ragna, Jón Þorberg. 5) Ólína, f. 9.6. 1964, gift Sigurði Rafni Borgþórssyni, barn þeirra er Melkorka Rut. Fósturdóttir er Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir, f. 5.8. 1943. Börn hennar eru a) Sigurður, f. 12.7. 1961, á hann 3 börn. b) Kjartan, f. 12.7.1961, á hann 3 börn. c) Guðlaug, f. 20.1.1963, á hún 3 börn d) Ingi- björg Sigurunn, f. 2.1.1964, á hún 6 börn. e) Kolbrún, f. 9.10.1982, á hún 1 son. Kristín á 3 barna- barnabörn. Guðlaugur dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð síð- ustu 6 árin. Guðlaugur var vinnu- maður á Skarði, síðan í Búðardal, flutti til Reykjavíkur 1953, vann hjá varnarliðinu. Hjá Bílasmiðj- unni hf. starfaði Guðlaugur 1954- 1974 er hún hætti rekstri. Síðan hjá Pétri Snæland, á Hótel Akra- nesi til 1979. Eftir það hjá Goða- borg og svo ýmis störf eftir það. Guðlaugur verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Garðabæ, í dag og hefst athöfnin kl. 13. Ingveldur, f. 27.12. 1926, látin. Guðlaugur giftist 12.9. 1943 Ingi- björgu Valdimars- dóttur, f. 29.6. 1925. Hún er dóttir hjónanna Valdimars Sigurðssonar og Ingigerðar Sig- urbrandsdóttur frá Rúffeyjum á Breiða- firði. Börn Guðlaugs og Ingibjargar: 1) Jón, f. 22.8. 1945, kvænt- ur Öldu Særósu Þórðardóttur. Börn þeirra, Þórey Jónína, á hún tvær dætur, Guðlaugur, á hann tvær dætur, Óskar Georg, hann á 3 börn, Sóley Sigurborg, á hún eina dóttur, 2) Jóhannes Kristján, f. 24.1. 1948, kvæntur Hildi Steinþórs- dóttur. Börn þeirra: Hjörvar, hann á einn son, Sandra, Hilmir, Brynj- ar. 3) Kristbjörg Helga, f. 16.10. 1952. Börn hennar og Kristjáns Arnfjörðs eru Guðmundur Ingvar, Faðir minn ólst upp í fátækt og átti erfiða æsku, móðir hans lést þeg- ar hann var einungis þriggja ára gamall. Konurnar á heimilinu Skarði við Skarðsströnd önnuðust hann þar sem faðir hans var vinnumaður á heimilinu. Þegar Guðlaugur fór að geta bjargað sér sjálfur vann hann við hlið föður síns við sjómennsku, heyskap, sendiferðir á hestum og seinna við akstur á pallbíl, einn af fyrstu bílum á Íslandi. Hann giftist Ingibjörgu og bjuggu um tíma á Skarði, þaðan fluttust þau í Búðardal og voru með búskap, skömmu síðar fluttist fjölskyldan suður til móður- afa og hans fjölskyldu, þar sem þau bjuggu fyrst um sinn. Foreldrar mínir keyptu sumarbú- stað við Elliðaár og þangað flutti fjöl- skyldan með fjögur börn í eitt her- bergi og eldhús. Með dugnaði og vinnusemi pabba stækkaði húsið fljótt í 5 herbergi og bar heitið Skarð víð Elliðaár. Faðir minn vann á Keflavíkurflugvelli um tíma og síðan hjá Bílasmiðjunni. Við Elliðaár var gott að búa, þar var sveit í borginni. Það var sama hvað pabbi tók sér fyr- ir hendur, það lék allt í höndum hans, má þar nefna smíðar, bílaklæðning- ar, viðgerðir við bílvélar, saumavél- ar, rafmagnstæki og klukkur. Hann smíðaði einnig fyrir okkur krakkana fjölbreytt leikföng og kenndi okkur að bjarga okkur sjálf, því allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Frá Elliða- ánum fluttist fjölskyldan síðan að Grettisgötu og gamla húsið við El- liðaár var rifið. Eftir að foreldrar mínir skildu fluttist faðir minn upp á Akranes og starfaði sem húsvörður á Hótel Akranesi í mörg ár, þar líkaði honum vel. Bróðir Guðlaugs, Óskar bjó fyrir vestan, á Ballará, þangað fór faðir minn hvert sumar og vann við hey- skap og fleira eins og fyrstu hjúskap- arárin. Guðlaugur bjó síðan hjá dótt- ur sinni Helgu og hennar fjölskyldu. Börn Helgu hændust fljótt að afa sínum og hafa alla tíð haft náið sam- band við hann, ekki síst eftir að hann fluttist á Hjúkrunarheimilið Holts- búð í Garðabæ. Ég kveð þig nú, pabbi minn, með miklum söknuði, þú varst orðinn mjög þreyttur og heilsulaus fyrir löngu og hvíldinni fegin. Þú hefðir orðið 94 ára í dag, 30. apríl, til hamingju með daginn, Guð varðveiti þig. Þinn sonur, Jóhnnes Kristján Guðlaugsson. Elsku afi, mikið er það erfitt að hugsa um að þú sért farinn frá okkur en við vitum að þér líður betur núna. Okkur langar að minnast þín með nokkrum fallegum orðum og minn- ingum frá okkur. Við systkinin vorum það heppin að fá að kynnast þér mjög vel, þú bjóst með okkur í mörg ár. Það eru marg- ar skemmtilegar minningar sem fylgja þessum árum sem við áttum saman. Þú gafst okkur mikið öryggi þegar við vorum búnar í skólanum, þú varst alltaf heima til að gæta okk- ar og hjálpa okkur. Afi, þvottahúsið var þitt. Það kom aldrei til að okkur vantaði eitthvað sem var óhreint því þú stóðst þig eins og hetja við að halda öllum fötunum okkar hreinum. Þegar við áttum heima í Kópavogi passaðir þú mjög vel upp á okkur systurnar, þú ætlaðir ekki að leyfa hvaða strák sem var að tala við okk- ur. Ef þeir komu á lóðina til að spyrja eftir okkur varst þú kominn út og sagðir þeim að hypja sig í burtu, einnig ef þeir ætluðu að fara í gegn- um garðinn og reyna að plata þig þá varst þú svo snöggur að hlaupa upp og út í garð svo það gekk aldrei upp hjá þeim. Síðan þegar Björn og Vignir komu til sögunnar þurftu þeir að sanna sig fyrir þér, í dag ertu mjög sáttur við þá. Þú náðir oft í okkur systurnar þegar við vorum búnar að vinna – munum við sérstaklega vel eftir því þegar Sylvía hélt að þú værir kominn til að ná í hana. Hún rauk út í bíl og beið eftir þér dálitla stund en þá tók hún eftir því að það var barnastóll í bílnum og áttaði sig á því að þetta var ekki þinn bíll. Þér fannst yndislegt að geta keyrt um stræti borgarinnar. Við systurn- ar fórum í sunnudagaskólann og þar var sagt við okkur að við ættum ekki að blóta en þú áttir það stundum til og þá gekk Díana á eftir þér og bað guð fyrirgefningar í hvert skipti. Öll þau jól sem við áttum saman voru yndisleg, við vitum ekki hve oft við fengum í magann af möndlugrautn- um því þú varst alltaf svo lúmskur, varst oft með möndluna en plataðir okkur svo að við enduðum með því að sleikja upp úr pottinum til að finna hana. Það var mjög gaman að sjá þig þegar Gummi bróðir okkar kom með bílinn til þín. Þú fékkst að hafa hann í bílskúrnum í Holtsbúð, varst voða- lega glaður að geta keyrt á milli og gefið í. Þú sagðir við okkur að bílinn gæti líka bakkað, varst voðalega ánægður og brostir allan hringinn. Sylvía man vel hvað þú ljómaðir þeg- ar hún átti að koma með þér út í bíl- skúr að sjá bílinn sem þú eitt sinn keyptir þér. Þú settist á hann og keyrðir fram og til baka. Sýndir henni hvernig allt virkaði. Þú ljóm- aðir af gleði. Þegar við sjáum eða heyrum um leikinn „fagur fiskur í sjó“ hugsum við ávallt til þín, þú varst alltaf tilbú- inn að leika við okkur og einnig við barnabörnin þín í þessum leik. Elsku besti afi, hvíldu í friði, elskum þig. Díana Guðlaug. Elsku afi. Þú varst ótrúlega duglegur að búa til karla úr appelsínum. Okkur fannst ekki leiðinlegt að fara með appelsínukarla með okkur í skólann. Þér leist ekki vel á þegar Díana og fjölskylda flutti til útlanda, þú spurð- ir hana í hvert skipti sem hún kom í heimsókn til þín hvort þau væru komin heim á klakann aftur, en hún var það heppin að geta heimsótt þig oft. Þegar hún gifti sig gast þú ekki verið viðstaddur vegna vanheilsu svo brúðhjónin tóku stóran rúnt og skruppu í heimsókn til þín í brúðar- dressinu og gáfu þér blóm úr brúð- kaupsvendinum. Þú varst mjög stolt- ur af þessu. Við ætluðum alltaf að reyna fá þig með okkur til Vestmannaeyja því þú hafðir aldrei komið þangað né ferðast í flugvél. Alltaf þegar við töluðum um þetta hentaði það þér mjög illa svo það varð aldrei neitt úr þessu hjá okkur. En í dag getur þú skoðað Vest- mannaeyjar vel úr þinni flugvél. Díönu var það mikill heiður að þú hélst Kristófer undir skírn, takk fyr- ir það. Það gladdi þig ávallt mikið þegar við komum með barnabörnin til þín, brosið var það breiðasta og hjartað blómstraði. Það var yndislegt að Díana náði að koma heim og kveðja þig áður en þú kvaddir þetta líf, takk fyrir það. Við vorum það heppin að geta öll sex systkinin verið hjá þér og kvatt þig þennan örlagaríka dag. Elsku afi, okkar síðustu ár hefur þú verið að búa þig undir að fara í þetta ferðalag. Við gætum skrifað fullt af bókum um allar þær frábæru minningar sem við eigum.Við viljum þakka Ólínu systur okkar fyrir allan tímann sem hún gaf sér til að vera með þér, og Sylvíu sem passaði að þú fengir nóga næringu, og þér þótti það ekki slæmt þegar hún nuddaði fæturna á þér. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og hjálp- að, hafðu það sem allra best hjá guði sem geymi þig og varðveiti þig. Saknaðarkveðjur. Sylvía. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur, við söknum þín mikið. Mikið var gott að kúra uppi í hjá þér, þú varst svo blíður og góður. Við undum okkur vel saman í bílskúrnum heima, þú kenndir mér að smíða og margt fleira sem við dunduðum okkur við í bílskúrnum. Ég elti þig á röndum ef ég var ekki í leikskólanum eða skóla. Ég nánast átti heima í þínu herbergi. Þú gerðir svo margt fyrir mig. Mér fannst æði er þú fékkst leik- fangabyssuna mína með hvellhettun- um lánaða því hundarnir í hverfinu voru alltaf að skíta á blettinn og þú skaust út um gluggann hjá þér til að hrekja þá í burtu – þetta fannst okk- ur báðum sniðugt. Við vorum miklir félagar, þú og ég, afi. Enda held ég að þú hafir alið mig upp, þú varst svo blíður og góður. Þú smíðaðir verk- færaskáp handa mér með lás og öllu hengdir hann upp í bílskúrnum og fylltir hann af verkfærum. Þetta var heilagur skápur. Það mátti enginn komast í hann. Þú brýndir það fyrir mér og ég var svo stoltur með lyk- ilinn en hann var geymdur hjá þér. Þá var öruggt að enginn komst inn í skápinn, þú passaðir lykilinn. Þess- um skáp hefur mamma mátt drösla með okkur er við höfum flutt á milli húsa. Við áttum öll leynistað í herberg- inu þínu svo við hefðum frið með okk- ar dýrmæta dót og sælgæti. Þú hafð- ir gaman af því að spila, margar stundirnar sátum við eitthvert systk- inanna að spila við þig, þú varst alltaf tilbúinn. Við löguðum hjólin saman og eins er þú varst að dútla við bílana þá mátti ég alltaf vera með. Það var alveg sama hvað þú varst að gera, alltaf máttum við snúast þar í kring enda lærðum við mikið af því. Ég kom oft upp í Holtsbúð eftir að þú fórst þangað, ég sætti mig aldrei við þegar þú fórst að heiman. Þú áttir að vera hjá okkur. Mikið varstu flottur á litla bílnum sem Guðmundur keypti svo þú kæmist á milli húsa í Holtsbúð, þú varst svo stoltur er þú komst akandi. Eftir að þú gast ekki keyrt hann kom ég stundum til þín á honum með sódavatnið, það fannst þér gaman. Það var sárt að sjá hvað þú varst orðinn veikur, ég fór með mömmu til þín er hún sat hjá þér síð- ustu sólarhringana – ég vildi vera hjá þér, það kom ekki til greina að vera heima. Innst inni héldum við að þér mundi batna, þú máttir ekki yfirgefa okkur. Ég vildi ekki missa þig. Við héldum öll í höndina á þér er þú kvaddir. Þinn Arnar Gauti Arnfjörð. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur, það er mjög erfitt að sætta sig við það, þú varst okkur systkinunum svo mikið. Ég man er geitungur var í eldhúsglugganum og ég var svo hrædd að ég þorði ekki inn en þú fórst inn og tókst hann úr gluggan- um. Ég var svo hreykin af þér að ég tilkynnti öllum hvað þú værir mikil hetja að taka fluguna. Þú varst sko hetjan mín. Einnig er við Arnar kveiktum í vinnuherberginu hennar mömmu og leikherberginu okkar. Þú komst niður um morguninn við átt- um að fara á leikskólann eftir hádegi en vorum niðri að leika okkur. Arnar fann kveikjarann og við fórum að fikta við sígarettustubbana í ösku- bakkanum sem þarna var. Við vorum að athuga hvernig væri að reykja, þú rakst okkur upp. Við höfðum fundið karamellupoka og fórum hróðug upp með hann og inn í herbergi til að borða karamell- urnar. Mamma spurði hvað við hefð- um verið að gera af okkur því við vor- um svo kindarleg. Þú fórst aftur niður í þvottahús svolítið seinna því þér fannst það þitt athafnasvæði og bílskúrinn. Komst svo upp og sagðir mömmu að við værum búinn að kveikja í. Þegar þú rakst okkur upp hentum við sígarettustubbnum í bókhaldið hennar mömmu, nóg elds- efni. Mamma og þú fóruð niður að reyna slökkva eldinn en hann var svo mikill að það var ekki hægt svo mamma bað þig að koma upp en þú ætlaðir að slökkva eldinn. Hún var í vandræðum að ná þér úr reyknum. Þið komuð upp, mamma hringdi á slökkviliðið. Þú komst okkur út úr húsinu og fórst síðan til Óskars að hjálpa honum út með súrefniskútinn. Þú varst með stjórnina á hreinu. Svo kom löggan, mikið varð ég hrædd og er enn við lögregluna. Þeir vildu fara með þig í skoðun á spítala en þú vildir það ekki og varst með all- an hugann við að koma Óskari upp á Vífilsstaði. Aldrei sagðirðu styggð- aryrði við okkur þó að þú þusaðir yfir uppátækinu í okkur. Við Arnar vor- um uppátektasöm en aldrei skamm- aðir þú okkur en hafðir vakandi auga með hvað við vorum að bralla. Ekki var vanþörf á enda datt okkur ým- islegt í hug. Þú kenndir mér að prjóna eins og hinum kökkunum. Afi minn, þú varst svo þrjóskur ef þú tókst eitthvað í þig en samt svo góður. Aðra eins hetju á enginn nema ég og við systkinin. Þú varst besti afi í heimi. Það verður skrýtið að geta ekki farið í Holtsbúð í heim- sókn. Óskar tekur á móti þér á nýj- um stað og mamma þín og pabbi. Ég veit að þú hefur það betra þar. Þín Sesselja Ósk Arnfjörð. Elsku besti afi minn, nú ertu far- inn. Það verður erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, en ég á marg- ar góðar gamlar sem nýjar minning- ar frá þér og um þig, þótt ég sé bara tvítug, því þú bjóst heima hjá okkur og það hefur gert þig að mínum lang- besta vini sem ég mun aldrei gleyma. Mér finnst ég líka svo rosalega hepp- in að hafa kynnst þér svona vel, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og systkini mín. Elsku afi minn, ég man mjög vel eftir því þegar þú varst alltaf að segja mér sögur úr sveitinni, þú hafðir svo gaman af því að rifja þetta allt saman upp og mér fannst svo gaman að hlusta á þær. Þú elskaðir að segja mér sögur af henni Krist- jönu, hvað hún var æðislega góð kona og þegar ég fæddist vildir þú að ég héti í höfuðið á henni og ég er mjög ánægð með það, ég vona að ég hafi verið jafngóð við þig og hún var. Þú varst minn spilafélagi, þú kenndir mér marías og ólsen ólsen sem við vorum alltaf að spila. Þú varst svo rosalega góður í marías að þú gast alltaf lesið út hvaða spil ég væri með. Þú leyfðir mér að geyma nammið mitt í skápnum þínum svo Sesselja og Arnar gætu ekki borðað það frá mér og stundum gleymdi ég því í nokkur ár. Við krakkarnir litum svo mikið upp til þín eins og til dæmis hvernig þú bjóst um rúmið þitt, það var alltaf svo fallegt og snyrtilegt þannig að við krakkarnir vorum far- in að gera eins. Þú hafðir svo gaman af því að föndra og þótt þú værir með þessa stóru mjúku putta gastu gert allt sem var lítið og smátt með þeim, eins og t.d. þegar þú límdir saman íspinnana og bjóst til hús úr þeim. Árið 2002 fluttist þú á Hjúkrunar- heimilið Holtsbúð, ég veit ekki hvernig þér leið þar en í lokin var þér nú farið að leiðast svolítið. Þú mál- aðir fullt af flottum hlutum þarna og gafst okkur afabörnunum þínum sem við öll erum mjög ánægð með. Þú varst svo ánægður þegar Gummi bróðir lét þig fá rafmagnsbílinn. Þú gast dundað þér við hann og þér fannst hann svo æðislegur. Þú fórst ekkert á honum nema í næsta hús til að fara í mat. Þér fannst alltaf svo æðislegt þegar maður kom í heim- sókn til þín, þú varst alltaf búinn að finna fullt af hlutum sem maður þyrfti að gera fyrir þig, Þú elskaðir kex með hvítu kremi á milli, kandís, kleinur og sódavatn. Og svo kom ég stundum með Elitess fyrir þig og þér fannst það æðislegt. Við brölluðum margt saman síð- ustu dagana þína hér. Nú verður skrítið að fara ekki upp í Holtsbúð í heimsókn til þín og spjalla smávegis við þig, og hoppa í Bónus og kaupa fyrir þig kex og sódavatn. Jæja, elsku afi minn, ég er nú ekki eldri en tvítug þannig að ég hef ekkert ro- samikið til að skrifa til þín því tíminn líður svo rosalega hratt og margt gleymist. Þetta er búinn að vera æð- islegur tími með þér, en ég sakna þín rosalega og þú munt alltaf vera efst í hjarta mér, en nú ertu kominn á betri stað, til litla bróður þíns og for- eldra og þér líður mjög vel. Ég fann fallegt ljóð sem lýsir tilfinningum mínum til þín, elsku afi. Vertu bless, afi minn, og við sjáumst aftur seinna. Er leiðir skilja, afi elskulegi, við eigum gull í minninganna sjóð. Um allar þínar mörgu og góðu gjafir, sem gleymast ei, þótt lokist gröfin hljóð. Elsku afi, þökkum þér af hjarta, þína leiðsögn, gæði þín og tryggð. Öll þín merka ævisaga á jörðu, er á visku og sönnum manndóm byggð. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín afadóttir Ólína Kristjana. Guðlaugur Jónsson Er leiðir skilja, afi elskulegi, við eigum gull í minninganna sjóð. Um allar þínar mörgu og góðu gjafir, sem gleymast ei, þótt lokist gröfin hljóð. Elsku afi, þökkum þér af hjarta, þína leiðsögn, gæði þín og tryggð. Öll þín merka ævisaga á jörðu, er á visku og sönnum manndóm byggð. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ólína Kristjana A.K. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.