Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
L
istahátíð í Reykjavík var
sett í síðustu viku. Hún
hefur um árabil verið einn
meginviðburður í menn-
ingarlífi okkar og margir
heimsþekktir listamenn hafa heimsótt
hátíðina. Fyrir þremur árum bryddaði
Listahátíð í samstarfi við fyrirtæki og
menningarsamtök víða um land upp á
þeirri nýbreytni að færa viðburði frá
höfuðborginni. Var þá flogið víða um
land ásamt forseta Íslands, erlendum
listamönnum og fleirum til að skoða
hvað væri á seyði á ýmsum stöðum.
Í ár var leikurinn endurtekinn. Um
hádegi á laugardaginn var flaug 100
manna hópur burt úr Reykjavík í lista-
ferðalag um Ísland. Komið var við á Ak-
ureyri, Svalbarðsströnd, Eiðum, Egils-
stöðum og Seyðisfirði. Ég hitti hópinn
fyrir austan í blíðskaparverði, dálítið
kalt, en bjartur og fallegur dagur. Við
komuna að Eiðum mættum við ball-
erínum úr Klassíska listdansskólanum
og umhverfið við gamla Alþýðuskólann
iðaði af forvitnu fólki með eftirvænt-
ingu í andlitinu fyrir því á hverju væri
von næst.
Listamennirnir á Eiðum, þeir Hrafn-
kell Sigurðsson og Lennart Alvés,
nýttu framkvæmdirnar fyrir austan í
listsköpun sinni og það var upplifun að
standa á bökkum sundlaugar gamla
skólans og horfa á verk Hrafnkels.
Litlu munaði að gestir misstu fótanna
og lentu í lauginni. Það hefði verið saga
til næsta bæjar. Ég spjallaði við gamla
nemendur úr Eiðaskóla sem sögðu mér
eitt og annað um sögu skólans sem
þeim þykir harla vænt um. Um leið og
ég er ánægð með það starf sem Sig-
urjón Sighvatsson og hans fólk er að
vinna á Eiðum má til sanns vegar færa
að Eiðastaður býður sjálfur upp á
margt áhugavert sem gaman væri fyrir
ferðamenn að kynnast nánar. Hver veit
hvað framtíðin ber í skauti sér í því efni.
Búfénaði er ekki lengur slátrað í slát-
urhúsinu á Egilsstöðum. Í gamla frysti-
klefanum njóta íbúar nú leiksýninga og
listviðburða af ýmsu tagi. Á laugardag-
inn var niðamyrkur í frystiklefanum en
þó mátti sjá glitta í glitrandi grjót Söru
Björnsdóttur þar sem við gengum um
með vasaljós. Ýmislegt annað var á
seyði í húsinu og margt um manninn.
Gamla sláturhúsið er hrörlegt hús að
ytra byrði en einhvern veginn er það
líka sjarminn við það og ég er viss um
að það á eftir að verða lyftistöng fyrir
samfélagið eystra. Sumir segjast enn
finna sláturlykt í húsinu og finnst skrít-
ið að koma þar inn prúðbúnir eftir að
hafa klofað yfir skrokka áratugum sam-
an. En það er einmitt hluti af sjarm-
anum, að tengja gamla landbún-
aðarsamfélagið á Héraði við nútímann
og nota þau hús og þær byggingar sem
til eru. Það tókst vel til í Ketilhúsinu á
Akureyri og það mun takast fyrir aust-
an líka.
Lokaáfangastaður listaferðalagsins
var Skaftfell á Seyðisfirði, sem var vel
við hæfi enda miðstöð myndlistar á
Austurlandi. Skaftfell hefur um árabil
verið leiðandi í að koma samtímalist á
framfæri undir styrkri stjórn Björns
Roth, og eru þær áherslur í hávegum
hafðar nú sem fyrr. Þar urðum við vitni
að mögnuðum gjörningi þríeykisins
Skyr Lee Bob, nutum innsetninga
Christophs Büchels og létum verkið
Painting by Numbers eftir seyðfirska
listamanninn Pétur Kristjánsson hrista
vel upp í okkur. Pétur notaði vinnuvélar
í fullri stærð, svo sem gröfur, drátt-
arvélar og vörubíla, í listsköpun sinni
og hreyfði um leið hressilega við miklu
hitamáli okkar Austfirðinga, jarð-
göngum um Austurland.
Þessi dásamlegi dagur endaði í góðri
veislu fyrir utan menningarmiðstöðina í
gamla bænum á Seyðisfirði. Eftir lang-
an dag laumaðist ég í góðra vina hópi til
að setjast niður og fá mér hressingu á
„bistró-inu“ í kjallaranum, sem er ein af
mörgum perlum Austurlands.
Þetta framtak Listahátíðar er lofs-
vert og tengingin við menningarsetrin
er ekki bara lyftistöng fyrir þessa staði,
heldur einfaldlega vegna þess að þar er
að finna menningarstarfsemi á heims-
mælikvarða sem styður Listahátíð
Reykjavíkur í að halda sínum sessi um
víðan völl.
Listaferðalag um Ísland
» Þetta framtak Listahá-tíðar er lofsvert og
tengingin við menning-
arsetrin er ekki bara lyfti-
stöng fyrir þessa staði,
heldur einfaldlega vegna
þess að þar er að finna
menningarstarfsemi á
heimsmælikvarða.
PISTILL
Ólöf
Nordal
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Ólöf Nordal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SALUR Norræna hússins var troð-
fullur og setið fram í anddyri á opn-
um fundi Hugarafls um geðheil-
brigðismál sem haldinn var í gær.
Fundurinn, „Upp á grasið aftur“, var
haldinn í tilefni af fimm ára afmæli
samtakanna Hugarafls og vegna
frumkvæðis Árna Tryggvasonar
sem rætt hefur opinberlega um veik-
indi sín og aðbúnað á geðdeild Land-
spítalans – háskólasjúkrahúss.
Fyrirlesarar sögðu frá hugsjónum
Hugarafls í upphafi og hvernig
gengið hefði að koma þeim áfram.
Auður Axelsdóttir og Elín Ebba Ás-
mundsdóttir, sem voru meðal stofn-
enda Hugarafls, sögðu að til væru
fjölbreyttar leiðir fyrir fólk sem ætti
við geðsjúkdóma að stríða til að ná
bata og mikilvægt fyrir notendur
þjónustunnar að koma sjálfir þar að
og velja sér leiðir við hæfi. Elín Ebba
sagði að hópurinn sem léti þessi mál
til sín taka þyrfti ekki að vera sam-
mála um alla hluti en sjá til þess að
mismunandi sjónarmið væru virt.
„Við þurfum að berjast fyrir val-
möguleikunum,“ sagði hún.
Herdís Benediktsdóttir frá Hug-
arafli sagði frá sinni reynslu og hug-
myndum um Brúna, rólegan og fal-
legan griðastað sem yrði mótvægi og
viðbót við geðdeild. Hugmyndin
byggist á brú milli stofnana og sam-
félagsins.
Opinská umræða
Eyrún Thorstensen hjúkrunar-
fræðingur sagði frá samskiptum á
geðdeild og mikilvægi þeirra. Pétur
Hauksson geðlæknir sagði að raddir
notenda yrðu að heyrast. Þær væru
besta eftirlitið fyrir heilbrigðiskerf-
ið. Hann sagði að það gæti verið erf-
itt að vera innan um margt geðveikt
fólk og sagði að leggja þyrfti áherslu
á bata utan stofnana. Hægt væri að
auka valmöguleika notenda með því
að efla slíka þjónustu. Þá fór Pétur
yfir stöðu þeirra allra veikustu og
vildi tala máli þeirra. Sagði að þrátt
fyrir allt hefði margt áunnist.
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi
sagði að umfjöllun fjölmiðla um geð-
sjúkdóma þyrfti að byggjast á þekk-
ingu, skilningi og fagmennsku. Einn-
ig að rætt væri opinskátt um málin,
þögnin rofin. Hann lýsti jafnframt
þeirri skoðun sinni að ekki væri
sama hvernig þetta væri gert.
Spurði til dæmis þeirrar spurningar
hvort hafa mætti geðsjúkdóma og
geðræna erfiðleika fólks í flimting-
um. Vísaði hann í því efni til við-
bragða við umfjöllun Spaugstofunn-
ar um veikindi borgarstjórans í
Reykjavík og gagnrýndi umfjöllun
þáttarins.
Þá höfðaði Jón Viðar til ábyrgðar
blaðamanna og tók dæmi af viðtali.
Lýsti hann þeirri skoðun sinni að
enginn ætti að tjá sig um veikindi
nema hann hefði annaðhvort reynslu
af þeim sjálfur eða hefði aflað sér
víðtækrar þekkingar á efninu.
Fundurinn var haldinn í kjölfar
greinar sem Árni Tryggvason skrif-
aði í Morgunblaðið fyrir skömmu og
vakti þjóðarathygli, eins og Styrmir
Gunnarsson fundarstjóri rifjaði upp.
Árni hafði áhuga á að eitthvað gerð-
ist frekar og þess vegna væri fund-
urinn haldinn.
Árni sagði frá glímunni við sjúk-
dóminn í áratugi og reynslu sinni af
læknum og geðdeildum. Hann sagði
að oft hefði verið erfitt en gat þess
um leið að hann hefði oft gert bestu
hlutina á leiksviðinu þegar honum
leið sem verst. „Þetta var oft erfitt
en ég hafði það af án þess að taka lyf
– þar til núna í febrúar,“ sagði Árni
og vísaði til veikinda sinna í vetur.
Hann sagði að starfsfólkið á geð-
deildinni gerði sitt besta og væri til
fyrirmyndar, en aðstæður þarna
væru ekki nógu góðar.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Upp á grasið aftur Fjölmenni sótti fund Hugarafls, en Árni Tryggvason leikari átti frumkvæði að því að hann var hald-
inn. Erindi fluttu m.a. Jón Viðar Jónsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Herdís Benediktsdóttir og Eyrún Thorstensen.
Þurfum að berjast
fyrir valmöguleikunum
Fjölmenni á fundi
Hugarafls um
geðheilbrigðismál
HUGARAFL veitti á fundinum í gær heiðursverðlaun
samtakanna í fyrsta sinn. Auður Axelsdóttir afhenti
Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, Gáruna.
Auður sagði við þetta tækifæri að Styrmir Gunn-
arsson hefði breytt umræðunni um geðheilbrigðismál á
Íslandi. Hugarafl vildi þakka honum fyrir veittan stuðn-
ing við samtökin, góð ráð og áleitnar spurningar.
Um leið og Auður sæmdi Styrmi heiðursverðlaun-
unum sem nefnd eru Gáran las hún upp úr skjalinu sem
þeim fylgir. Þar kemur fram að verðlaunin eru veitt
fyrir vandaða og fordómalausa umfjöllun og til að
þakka stuðning.
Heiðursverðlaunin
Gáran veitt í fyrsta sinn
Styrmir
Gunnarsson
BIRGIR H. Sigurðsson, sviðsstjóri
umhverfis- og skipulagssviðs Kópa-
vogsbæjar, mætir á mánudagsfund
Samfylkingarinnar í Kópavogi 26.
maí og kynnir nýjar hugmyndir um
skipulag á Kársnesi.
Íbúar eru hvattir til að mæta og
kynna sér málin og ræða við Birgi,
segir í tilkynningu.
Fundurinn er í Hamraborg 11, 3.
hæð, og hefst kl. 20.30.
Ræða nýjar
hugmyndir
Morgunblaðið/ÞÖK
Nei takk Fyrri hugmyndum um
landfyllingar á Kársnesi var hafnað.
KIRSTEN Rask,
málfarsráðunaut-
ur í dönsku, held-
ur tvo fyrirlestra,
þann fyrri í dag,
mánudag, og
þann seinni á
morgun.
Sá fyrri verður
á Háskólatorgi kl.
16 í dag og fjallar
um málvísindamanninn og Íslands-
vininn Rasmus Kr. Rask (1786-1832)
er var meðstofnandi Hins íslenzka
bókmenntafélags og brautryðjandi í
samanburðarmálfræði. Um hann
hefur Kirsten skrifað rómaða ævi-
sögu.
Seinni fyrirlesturinn verður í Nor-
ræna húsinu á morgun, þriðjudag,
klukkan 16 og fjallar um danska mál-
stefnu undir yfirskriftinni „Den
danske sprogpolitik“.
Þess má geta að Kirsten Rask sat
nokkur ár í dönsku málnefndinni og
gaf þar áður út málhreinsunarorða-
bókina „TAL DANSK!“
Brengluð fréttatilkynning um
fyrirlestra Rask birtist í Morgun-
blaðinu á laugardag og er beðist vel-
virðingar á því.
Fyrirlestrar
um Rask
og danska
málstefnu
Rasmus Kr. Rask