Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VIÐ reynum eftir mætti að styrkja
stöðu kvenna í viðskiptalífinu, takist
það munum við einnig ýta undir
valdeflingu kvenna á öðrum sviðum.
Sums staðar er nóg frelsi en annars
staðar eintómar hömlur. Við verðum
að nýta okkur það frelsi sem við höf-
um til að ryðja burt þessum höml-
um,“ segir Nadereh Chamlou, ír-
anskur hagfræðingur hjá
Alþjóðabankanum. Hún starfar þar
sem ráðgjafi og flytur fyrirlestur á
vegum Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands og Landsnefndar
UNIFEM á Íslandi í Lögbergi í dag.
Mun hún fjalla um kynjamisrétti og
valdeflingu kvenna í samfélögum
Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.
En hvaða misskilningur er oftast
á ferðinni þegar Vesturlandamenn
ræða um ríkin og stöðu kvenna á
umræddu svæði?
„Margir þeirra og reyndar einnig
fólk frá þessum sömu ríkjum telja að
konur í Mið-Austurlöndum og Norð-
ur-Afríku sé að jafnaði verr mennt-
aðar en karlarnir,“ svarar Chamlou.
„En nú er svo komið að í 11 af 18
ríkjum á svæðinu sem ég mun ræða
um eru konur hlutfallslega fleiri en
karlar í háskólunum og þannig hefur
þetta verið í flestum landanna und-
anfarin sjö eða átta ár. Konurnar
skortir ekki menntun. Samt sem áð-
ur er lítið um að konur séu áberandi
á opinberum vettvangi í þessum
löndum en það er ekki mennt-
unarleysi sem háir konum.
Annar algengur misskilningur er
að kona sem hylur sig blæju eða not-
ar höfuðklút hljóti að vera áhrifa-
laus. Eitt af því sem er athyglisvert
við stöðu kvenna í Mið-Aust-
urlöndum er geysilegar þverstæður.
Tökum sem dæmi Sádi-Arabíu. Þar
eru 40% allra einkafyrirtækja í eigu
kvenna en hvergi á svæðinu er at-
vinnuþátttaka kvenna jafn lítil.“
– En tvö stór vandamál eru illvið-
ráðanleg: mikið atvinnuleysi meðal
unga fólksins og hröð fólksfjölgun.
Hvernig er tekið á þeim?
„Það er rétt, þetta tvennt er enn
erfitt viðfangs. En fæðingatíðni hef-
ur lækkað á síðari árum og atvinnu-
leysi hefur minnkað verulega þegar
litið er á svæðið í heild, það t.d. er
komið niður í um 10% í Egyptalandi.
Vandinn er að fólk fær ekki störf
sem það langar til að stunda, fær
ekki vinnu þar sem menntunin nýt-
ist. Það er ekki nóg fyrir háskóla-
menntað fólk að vinna sem leigubíl-
stjóri. Mikilvægasta viðfangsefnið er
að skapa hágæðastörf á svæðinu til
að glata ekki menntafólkinu. Ef litið
er á svæðið sem heild flytjast þang-
að mun fleiri til að vinna en fara það-
an en störfin eru mest láglauna-
störf.“
– Haldið er aftur af konum í þess-
um löndum, meira en annars staðar í
heiminum. Eru karlarnir svona
hræddir um að missa völd?
Chamlou hlær dátt. „Ég veit ekki
hvort það eru endilega karlar sem
halda aftur af þeim. Ef við lítum á þá
sem helst láta að sér kveða í lönd-
unum eru það stundum karlar sem
ganga lengra í að krefjast kynjajafn-
réttis en konurnar. Fram kemur í
gögnum sem við notum hjá bank-
anum um afstöðu kynjanna að karlar
í Sádi-Arabíu voru að jafnaði mun
hlynntari jafnrétti en konurnar
sjálfar! Íhaldssemin er mikil.“
Lýðræðishallinn og
opinská umræða
– En nú ríkir yfirleitt ekki lýðræði
í umræddum löndum og tjáning-
arfrelsið er skert. Er rætt þar um
stöðu kvenna á opinskáan hátt?
„Það er talsvert um að hvatt sé til
þess að hlutur kvenna sé bættur. En
ef til vill hafa átökin og stríðin síð-
ustu ár valdið nokkru afturhvarfi til
íhaldssemi á sviði kynjaumræðu.
Margir líta á hefðbundin kynja-
hlutverk sem mikilvægan hluta af
sjálfsvitund fólks í ríkjunum og það
hefur kannski orðið dálítið aft-
urhvarf til eldri sjónarmiða.“
Hún segir brýnt að ýta undir
aukna þátttöku kvenna í atvinnu- og
viðskiptalífinu vegna þess að þá sé
varkárnin og tortryggnin minni en
þegar fjallað sé um réttindi þeirra á
öðrum sviðum.
„Efnahagslegu lögin eru hlutlaus
gagnvart kynjunum en það eru lög á
öðrum sviðum sem valda vanda.
Tökum sem dæmi að kona geri
samning við risafyrirtæki eins og
Boeing eða Halliburton. Hún und-
irritar samninginn sjálf og enginn
átelur hana fyrir það. En þegar
kemur að hjónabandssáttmálanum
verður hún að hafa fengið leyfi hjá
föður sínum!
Chamlou er spurð um hlutskipti
kvenna í Íran og segir hún að mikið
hafi verið gert til að ýta undir rétt-
indi þeirra um langa hríð. „Jafnvel í
tíð núverandi ráðamanna hafa konur
fengið alls konar tækifæri. Konur í
mjög íhaldssömum hlutum sam-
félagsins vildu fyrir byltinguna 1979
ekki fara út án blæju og það merkti
að þær gátu ekki sótt háskóla, þar
var bannað að vera með blæju í tíð
keisarans.
Samfélagið hefur nú lagað sig að
blæjunni og kynjahlutverkunum, at-
vinnuþátttaka íranskra kvenna er nú
hærri en í nokkru öðru landi á svæð-
inu, um 42%. Konur geta nú verið
leigubílstjórar í Teheran en sinna þá
eingöngu konum, þær geta verið
slökkviliðsmenn. Margar íhalds-
samar konur sætta sig betur við
ásýnd samfélagsins eins og hún er
núna, finnst það siðsamlegra. Og
þær hætta sér þess vegna út í ým-
islegt sem þær gerðu ekki fyrr.“
„Konurnar skortir ekki menntun“
Íranskur hagfræðingur segir að hlutfall kvenna með háskólamenntun í Mið-Austurlöndum sé nú
hærra en meðal karla og hægt sé að efla jafnrétti með aukinni þátttöku kvenna í viðskiptalífinu
Í HNOTSKURN
»Mið-Austurlönd og Norður-Afríka ná frá Íran í austri til
Marokkó í vestri, frá Sýrlandi í
norðri til Jemen í suðri. Þorri
íbúanna er arabar ef Íran og Ísr-
ael eru undanskilin.
»Reglur um höfuðklúta ogblæjur fyrir bæði kyn til að
verjast sólinni eru miklu eldri en
íslam.
»Elstu skráðu lög sögunnar,sem Hammúrabí lét skrá fyr-
ir 4.000 árum, kveða á um um
hlutverk kynjanna.
Reuters
Ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum Nadereh Chamlou: „Margir líta á hefð-
bundin kynjahlutverk sem mikilvægan hluta af sjálfsvitund fólks í ríkj-
unum og það hefur kannski orðið dálítið afturhvarf til eldri sjónarmiða.“
»Tveir af hverjum þrem íbú-um svæðisins eru undir 30
ára aldri. Hagvöxtur hefur auk-
ist mjög, er nú um 5,7%.
»Hlutfall kvenna á atvinnu-markaði var 23% árið 1970
en 32% árið 2000 sem er lægra en
í flestum löndum heims. Atvinnu-
leysi meðal ungs fólks var frá
37% í Marokkó í 73% í Sýrlandi.
»Frá 1970 til 2000 jókst læsimeðal kvenna úr 16,6% í
52,5%. Hlutfall kynjanna í grunn-
skóla var svipað og sama var að
segja um framhaldsskóla. Gæði
þessara skóla eru þó víða talin
lítil.
Starf Konur í Sádi-Arabíu mála.
SÖLU fimm skála Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs norðaustan Vatna-
jökuls hefur verið frestað til hausts-
ins og alls er óvíst hvort af henni
verður.
Viðhald skálanna hefur lengi lent
á örfáum félagsmönnum án þess að
endurgjald hafi komið til og orðið
er torvelt að fá félaga til starfans.
Félagið hefur ekki burði til að ráða
starfsmann til að sinna viðhaldi og
rekstri skálanna. Kom því fram
hugmynd um að skálarnir yrðu
seldir og félagið myndi einbeita sér
að uppbyggingu skála á Klyppstað í
Loðmundarfirði til að tengja við
skála sína í Breiðuvík og Húsavík.
Í viðræðum við
sveitarfélagið
Á aðalfundi félagsins nýverið tók
ný stjórn Ferðafélags Fljótsdals-
héraðs af skarið með að ákvarð-
anatöku um sölu skálanna skyldi
frestað fram til hausts. Félagið
stendur í viðræðum við bæjarstjórn
Fljótsdalshéraðs um hugsanlegan
stuðning við reksturinn. Ferðafélag
Íslands hefur dregið tilboð sitt upp
á 45 milljónir króna í skálana til
baka og ætlar að sjá hverju fram
vindur.
Skálarnir fimm munu verða inn-
an Vatnajökulsþjóðgarðs.
Sölu fimm
skála Ferða-
félags Fljóts-
dalshéraðs
frestað
Örfáir félagsmenn
hafa séð um viðhald
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HJALTI Jón Sveinsson, skólameist-
ari Verkmenntaskólans á Akureyri,
hefur efasemdir um þá þróun að litlir
framhaldsskólar
verði stofnaðir
víðs vegar um
landið í nágrenni
stærri skóla.
Hann telur það
geta dregið úr
krafti þeirra sem
fyrir eru og mik-
ilvægara sé fyrir
nemendur að al-
menningssam-
göngur á svæðun-
um séu efldar. 144 nemendur
brautskráðust frá VMA á laugardag-
inn.
„Sitthvað í þessum hugmyndum
finnst mér orka tvímælis, einkum og
sér í lagi vegna þess að gert er ráð
fyrir að hinir nýju skólar verði reistir
í nágrenni stærri skóla, sem hafa ver-
ið að byggja upp fjölbreytt náms-
framboð bæði verklegt og bóklegt
með hagsmuni ákveðinna svæða í
huga,“ sagði Hjalti Jón í ávarpi sínu
við brautskráningu.
Hjalti Jón sagðist eiga við fyrirætl-
anir um stofnun framhaldsskóla á
Reyðarfirði, í næsta nágrenni við
Verkmenntaskóla Austurlands á
Norðfirði og Menntaskólann á Egils-
stöðum. „Einnig er verið að ræða
stofnun skóla á Hvolsvelli – en hing-
að til hafa nemendur af Rangárvöll-
um sótt Fjölbrautaskóla Suðurlands
á Selfossi. Í þriðja lagi er verið að
ræða stofnun framhaldsskóla í
Grindavík – en Fjölbrautaskóli Suð-
urnesja í Keflavík hefur þjónað nem-
endum þaðan með sóma.“
Hjalti Jón segist þeirrar skoðunar
að skynsamlegra sé að efla almenn-
ingssamgöngur innan þessara
svæða, en þannig gæfist nemendum
kostur á að sækja öflugri skóla með
miklu námsframboði. Litlu skólarnir
muni aðeins geta boðið upp á tak-
markaðar námsleiðir – og þá fyrst og
fremst á sviði bóknáms. „Auk þess tel
ég að hinir nýju skólar muni draga úr
krafti þeirra sem fyrir eru sem þurfi
þá jafnvel í kjölfarið að rifa seglin
með því að fækka kostnaðarsömum
verknámsdeildum. Spurning mín er
því sú: Er þetta leiðin til að bæta að-
gengi nemenda á landsbyggðinni að
fjölbreyttu framhaldsskólanámi?“
Akureyrsk sókn
Skólameistari VMA orðaði það svo
að ekki væri gott að segja hvaða áhrif
væntanleg stofnun framhaldsskóla
við utanverðan Eyjafjörð muni hafa á
starfsemi framhaldsskólanna á Ak-
ureyri, sem báðir hafi verið í mikilli
sókn á undanförnum árum. „Ekki
verður það heldur séð fyrir hvort
nemendur af Dalvík munu fremur
koma hingað en að fara til Ólafsfjarð-
ar þar sem fyrirhugað er að reisa
hinn nýja skóla. Þá er næsta víst að
einhverjir nemendur bæði úr Dalvík-
ur- og Fjallabyggð munu eftir sem
áður taka stefnuna á Menntaskólann
á Akureyri og aðrir hingað í Verk-
menntaskólann í krafti hins mikla og
kraftmikla námsframboðs.“
Hann nefndi að verið væri að end-
urskoða almenningssamgöngur um
Eyjafjörð „og ég held því fram að
fjölgun ferða um svæðið myndi ekki
síst þjóna framhaldsskólanemend-
um. Vissulega er gott að nemendur
geti sótt framhaldsskóla í heima-
byggð eða sem næst henni. Ég get
samt ekki neitað því að þessi þróun,
sem virðist vera farin af stað, veldur
mér nokkrum áhyggjum og hef
ákveðnar efasemdir um að hún verði
til góðs þegar heildarmyndin er skoð-
uð,“ sagði Hjalti Jón.
Skólameistari ræddi einnig um ný
framhaldsskólalög, sem hann reiknar
með að verði komin í gagnið að ein-
hverju leyti í haust – og segir skóla-
fólk gera sér vonir um að nýju lög-
unum muni fylgja aukið fjármagn inn
í framhaldsskólakerfið, t.d. til náms-
efnisgerðar „því að þar sé pottur víða
mölbrotinn,“ eins og hann komst að
orði. „Nú er tækifærið fyrir stjórn-
völd að bæta verulega í og auglýsa
hreinlega eftir fólki í fullt starf næstu
tvö til þrjú árin til þess að semja
kennsluefni í fjölmörgum greinum
sem yrði bæði í takt við nýja tíma og
bætti úr þeirri brýnu þörf sem víða
er fyrir hendi.“
Efast um skynsemi þess að
stofna litla framhaldsskóla
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Útskrift 144 nemendur voru brautskráðir frá VMA á laugardaginn.
Víða pottur brot-
inn varðandi náms-
efni, segir skóla-
meistari VMA
Hjalti Jón
Sveinsson