Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is TÍU stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru nú með 52,47% heild- arkvótans, hálfu prósenti meira en fyrir ári. HB Grandi hf. er sem fyrr með mestan kvóta íslenskra útgerð- arfyrirtækja, tæplega 12% af heild- inni sem er það hámark sem útgerð má hafa. Fiskistofa hefur eftirlit með stöðu stærstu handhafa aflaheimilda og eignatengslum þeirra til að fram- fylgja ákvæðum um hámarksafla- hlutdeild einstakra aðila í lögum um stjórn fiskveiða. Stofnunin hefur nú birt upplýsingar um kvótastöðu 100 stærstu útgerðanna, miðað við 21. maí. Rétt undir hámarki Í töflu stofnunarinnar kemur fram hlutdeild útgerða í þeim tegundum sem lúta ákvæðum um hámarkseign, einnig aflaheimildir viðkomandi út- gerða í þorskígildum reiknað. Sleppt er stofnum sem alfarið veiðast utan íslenskrar lögsögu. Útgerð er heimilt að eiga allt að 12% heildaraflamarks, samkvæmt þessum útreikningum. HB Grandi er sem fyrr með mestu aflaheimild- irnar, nærri 45 þúsund tonn sem svarar til 11,91% af heildaraflamarki íslenskra skipa. Er það heldur hærra hlutfall en fyrir ári. Fyr- irtækið er því rétt undir því hámarki sem sett er í lögum. Þorskígildin eru mun færri en fyr- ir ári vegna niðurskurðar aflaheim- ilda en hlutföllin hafa ekki breyst mikið. Tíu stærstu útgerðarfélögin eru nú með 52,47% heildarkvótans. Er það heldur hærra hlutfall en fyrir ári þegar það var slétt 52%. Hlutur tíu stærstu útgerðanna á hverjum tíma hefur hækkað með árunum. Var til dæmis 47,7% haustið 2005. Á listann yfir tíu stærstu útgerð- irnar er komin Skinney-Þinganes, í níunda sæti, hefur bætt hlutdeild sína, en Síldarvinnslan í Neskaup- stað, sem var í fjórða sæti síðast, dettur niður í það ellefta. Ísfélag Vestmannaeyja hefur bætt við sig kvóta og hækkað á listanum um nokkur sæti og FISK-Seafood hefur einnig bætt við sig. Með mesta þorskkvótann Samherji er með 7,1% af þorsk- kvótanum og HB Grandi er með 6,6% af ýsukvótanum en hámarkið er 12% í báðum þessum tegundum. Hámarkið í nokkrum öðrum teg- undum er 20%. Þar er HB Grandi stærstur í ufsanum með 17,56%, Brim er kvótahæst í grálúðunni með 19,99%, HB Grandi er með 18,68% í loðnu, Skinney-Þinganes með 18,97% af síldarkvótanum og Hrað- frystihúsið Gunnvör er með 15,99% úthafsrækjukvótans. HB Grandi er síðan með 31,95% karfakvótans en hámarkið þar er 35%. Tíu stærstu útgerðirnar með 52,5% kvótans         !    "#$% && '&( !     %'   !   )   *      % )    +       %   , )  - .     '/    0& )       / & $ )         )  &  1 2 & "&    (           "  . /    &  3 45 6                                         !  "  # $ % & ' !( !! !  !" !  !# !$ !% !& !' ( !  "  # $ % & ' "(                                                                                 )*  ), )                         !       " #  $    %                '  (         )  *)      +             )  *)       !" "#$  %& %  -      ) !  , ((&  .         )       /)                                      Í HNOTSKURN »HB Grandi er kvótahæsta út-gerðin með tæp 11,91% heild- arkvótans. Samherji er í öðru sæti, með 7,72% sem er heldur meira en á síðasta ári og Brim er í þriðja sæti með 5,38% sem er minna en fyrir ári. »Samherji er með mestaþorskkvótann, 7,1% af heild- arkvótanum, en HB Grandi er kvótahæstur í fjórum tegundum af þeim átta sem lúta ákvæðum um hámark. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EKKI er vandi að veiða hum- arinn á vertíðinni og horfur á að helstu vinnslufyrirtækin ljúki vinnslu í júlí eða byrjun ágúst. Hins vegar hefur gengið verr að selja á erlendum mörkuðum og verðið heldur látið undan síga í erlendri mynt. „Þetta hefur gengið vel. Svip- að og tvær síðustu vertíðir,“ seg- ir Hermann Stefánsson vinnslu- stjóri hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn í Hornafirði. Fyrirtækið er með stærstu humarvinnslu landsins, vinnur um 150 tonn af humarhölum sem svarar til um 500 tonna af óslitnum humri. Skinney-Þinganes er með tvö skip á humarveiðum, Þóri SF og Erling SF, og landa skipin ann- an hvern dag, 40 til 50 körum. Er því ávallt verið að vinna nýtt hráefni. „Það er ekki vandamál að ná í hráefnið, það er nóg af humri,“ segir Hermann. Vinnslan hefur einnig gengið vel. Unnið er tíu tíma á dag og einnig á laugardögum. Fram- haldsskólanemendur eru komnir til starfa og hleypa auknum krafti í vinnsluna og síðan bæt- ast tíundu bekkingar úr grunn- skólanum við og þá verður allt komið á fulla ferð. Þótt fiskvinnslan hafi tækni- væðst er ekkert sem kemur í staðinn fyrir vinnufúsar hendur við humarvinnsluna. Humarinn sem kemur inn í húsið er flokk- aður með vogum en síðan er það fjöldi handa sem ræður afköst- unum í sjálfri vinnslunni. Það þarf að flokka það sem hentar í vinnslu á heilum humri og höl- um, stærðarflokka á báðum stöðum og pakka. Um það bil helmingur hráefnisins fer í hvorn flokk fyrir sig. Hermann reiknar með að humarvinnslu fyrirtækisins ljúki í lok júlí eða byrjun ágúst. Mest vinnsla í Þorlákshöfn Tvær stórar humarvinnslur eru í Þorlákshöfn, Rammi og Auðbjörg, auk Hafnarness sem er minni, og er staðurinn því mesti humarvinnslustaður landsins. Auk Þorlákshafnar og Hornafjarðar er humar unninn í Vestmannaeyjum í töluverðum mæli en lítil vinnsla annars stað- ar. „Þetta hefur gengið vel. Það er þokkaleg veiði á öllum svæð- um,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Auðbjargar hf. í Þor- lákshöfn. Fyrirtækið yfirtók rekstur Humarvinnslunnar á staðnum sl. vetur en er þó með svipaða vinnslu og áður, eða um 90 tonn af slitnum humri sem svarar til tæplega 300 tonna af heilum humri. Einar segir að lít- ill kvóti hafi fylgt eignum Hum- arvinnslunnar en hann taki kvóta á leigu til viðbótar þeim kvóta sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Auðbjörg gerir út tvo báta á humar, Ársæl ÁR og Skálafell ÁR. Einar segir ekki vandamál að veiða humar í ár, frekar en tvær undanfarnar vertíðir. Hann telur þó að meðafli hafi verið talsvert meiri en undanfarin ár. „Það veiðist meira af öllum tegund- um, hvort sem menn vilja eða ekki. Það virðast flestir stofnar vera að lagast,“ segir Einar. Fiskurinn skemmir skelina í sumum tilvikum en Einar segir ekkert við því að gera, annað en að toga styttri tíma í einu. Einar segir að búast með við að humarvertíðinni hjá Auð- björgu ljúki um miðjan júlí, ef fram heldur sem horfir. Verðið gefur eftir Þótt veiðarnar og vinnslan gangi vel er ekki sömu söguna að segja af erlendum mörkuð- um, að sögn Hermanns Stefáns- sonar og Einars Sigurðssonar. „Markaðurinn er þungur. Það virðist vera að þessi vara sé of dýr fyrir markaðinn eins og hann er núna,“ segir Einar. Hann segir að þetta vandamál sé þekkt í öðrum greinum fisk- vinnslunnar. Þegar erfiðleikar steðji að í efnahagslífinu á mark- aðssvæðunum líði dýrustu afurð- irnar fyrst fyrir það. „Þetta er þekkt og hefur oft gerst áður. Það eru víðar erfiðleikar en hér hjá okkur. Við gerum bara meira úr þeim,“ sagði Einar. Hermann sagði að verð afurð- anna hefði heldur gefið eftir í er- lendri mynt. „Lækkun á gengi íslensku krónunnar hefur komið þar á móti,“ sagði hann. Betra að veiða humarinn en selja Góð veiði er hjá humarbátum á öllum svæðum, þriðju vertíðina í röð Morgunblaðið/ÞÖK Flokkun Það er mörg handtök við flokkun og pökkun á humri. Myndin er tekin í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. „ÞAÐ er mjög gott fiskirí. Veiðin stýrist meira af því hvað vinnslan ræður við. Það er reynt að vinna þetta sem nýjast,“ segir Pálm- ar Björgvinsson, skipstjóri á Fróða ÁR 33 sem á föstudag var við humarveiðar á Lóns- dýpi. Pálmar hefur verið stýrimaður á hum- arbátum í níu ár og var skipstjóri í þessum túr. Fróði ÁR hóf humarveiðar strax eftir páska og er aflahæsti humarbáturinn sam- kvæmt nýlegum humarlista sem birtur er á vefnum aflafrettir.com. Búið er að kaupa nýjan bát sem leysa mun Fróða af hólmi. Hann er í Þorlákshöfn þar sem verið er að búa hann undir hlutverkið. Það er því hugs- anlegt að túrinn sé sá síðasti hjá gamla Fróða. Rammi hf. á Siglufirði gerir Fróða út ásamt Jóni á Hofi ÁR og er aflinn unninn í vinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Bátarnir eru þeir kvótahæstu á landinu, með samtals um 22,5% af heildaraflamarki í humri, sem svarar til 132 lesta af slitnum humri. „Við erum yfirleitt einn og hálfan sólar- hring í túr og löndum fimmtíu til sextíu kör- um sem gera um tvö og hálft tonn af skott- um,“ segir Pálmar. Töluvert af fiski kemur með humrinum sem meðafli eða fjögur til átta tonn. Pálmar segir ekki hjá því komist á þessum árstíma. Samkvæmt lista aflafretta.is er fiskur um helmingur aflans hjá humarbátunum, miðað við óslitinn humar. Draga tvö troll „Já, það finnst mér. Þetta er alvöru veiði- skapur,“ segir Pálmar. Hann segir að hum- arveiðarnar hafi breyst mikið frá því hann byrjaði. Aflinn sé miklu meiri. Flestir bátarn- ir draga tvö troll og fá 60-80% meiri afla en þegar eitt troll er dregið. Hann telur einnig að stofninn sé stærri en var fyrir nokkrum árum. Veiðisvæðið er með allri suðurströnd landsins, frá Eldey og í Lónsdýpi. Fróði ÁR landar á Hornafirði þegar hann er á veiðum á austurhluta svæðisins, eins og var á föstu- dag. „Það tekur okkur 20 til 22 tíma að sigla til Þorlákshafnar og það sparast mikill tími við að landa fyrir austan. Það skiptir líka máli þegar olían er orðin svona dýr að draga úr siglingum,“ segir Pálmar. Aflanum er ek- ið til vinnslu í Þorlákshöfn. Veiðin stýrist af vinnslunni Pálmar á Fróða ÁR 33 ánægður með veiðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.