Morgunblaðið - 26.05.2008, Side 18

Morgunblaðið - 26.05.2008, Side 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Sem nýbakaður garðeigandi finn égpressuna vaxa hið innra. Hvernig erhægt að komast í gegnum sumarið ánþess að hafa garðhúsgögn, gashitara, fallega lýsingu og ryðfrítt Weber-grill á ver- öndinni? Hver á eftir að vilja heimsækja blessuð börnin ef þau eru ekki með trampólín, dúkkuhús, sandkassa og rólu á flötinni? Hvernig á að vera hægt að sinna garðverk- unum án þess að hafa bensínknúna sláttuvél, rafmagnstrjáklippur og -kantskera við hönd- ina? Og síðast en ekki síst – hvernig er hægt að kalla sig Íslending án þess að hafa heitan pott á pallinum? Þetta er aðeins brot af „ýtrustu nauðsynj- um“ í garðinn ef marka má sölu slíkra gripa undanfarin ár. Nú er kreppan hins vegar handan við hornið og ástæða til að skera niður útgjöldin. Skyldi vera hægt að njóta veð- urblíðunnar og langra sumardaga í garðinum án þess að styðjast við öll þessi tæki og tól? Garðhúsgögn – Í stað þess að fjárfesta í nýj- um garðhúsgögnum má taka borðið og stólana úr eldhúsinu út á pall þegar vel viðrar til úti- máltíða, eða jafnvel tjaldhúsgögn sem annars standa ónotuð inni í skúr eða geymslu. Kannski má nálgast hræbilleg húsgögn á pall- inn í Góða hirðinum. Ef allt um þrýtur má hafa á bak við eyrað að máltíðir undir berum himni eru uppskrúfaðar á íslenskum sum- arkvöldum – maturinn kólnar jú á ljóshraða sé hitinn úti við lægri en 20°C. Grill – Sé ekkert grill til á heimilinu má finna lítið horn í garðinum, hlaða upp góðum stein- um í hring, setja álpappír í holuna, kol ofan á og nota grindina úr bakaraofninum. Sé fjár- fest í grilli þarf það ekki að vera það allradýr- asta en þó er gott að það sé endingargott – grill sem endist bara eitt sumar er slæm kaup. Eins er ágætis hugmynd að stinga grillinu inn í skúr eða geymslu yfir veturinn – það er lygi- legt hvað líftíminn lengist við slíkar aðgerðir. Garðlýsing – ofmetið fyrirbrigði hérlendis enda bjartar sumarnætur framundan. Þegar komið er fram í ágúst má kveikja á spritt- kertum í ódýrum trjáluktum og ef gjólan er of mikil er sennilega hvort eða er ekki notalegt að sitja úti. Svo má kannski draga upp gaslu- ktina úr kassanum með tjaldbúnaðinum – hún gefur afskaplega rómantíska birtu. Gashitari – Ekki gleyma því að þú ert Íslend- ingur! Klæddu gjóluna af þér – gamla góða lopapeysan og Max-gallinn eru í fullu gildi, líka á sumrin. Trampólín – Þau eru frábær og hvetja litlu sófakartöflurnar okkar svo sannarlega til hreyfingar. Hins vegar eru þau dýr og á stærð við meðalþyrluflugpall. Þau er samt að finna í öðrum hverjum garði á landinu og í flestum þeirra eru gestir hjartanlega vel- komnir. Í staðinn má koma upp annars konar og kannski „frumlegri“ leiktækjum í eigin garði, s.s. gamaldags krokketi, badmin- tonspöðum, teygju fyrir teygjutvist og dágóð- um slatta af vatnsblöðrum. Það er ótrúlegt hvað hægt er að skemmta sér vel og hreyfa sig mikið í ærlegum vatnsslag í góðu veðri. Leiktæki – Ekki má gleyma að rólur og sand- kassa er að finna á lóðum leikskóla og skóla og það er gott að þessir staðir hafi sitt að- dráttarafl og töfra. Sé kofi hátt á óskalist- anum er verðugt verkefni fyrir krakka og for- eldra að smíða einn slíkan og innrétta eftir eigin draumum og ímyndunarafli. Eldri krakkar geta m.a.s. innritað sig á einhvern af fjölmörgum smíðavöllum borgar og bæja og fengið þar aðstoð við smíðina – maður er líka miklu stoltari af eigin húsbyggingu en ann- arra! Garðverkfæri – Það er lygilegt hvað leynist í geymslum og skúrum foreldra, nágranna og systkina sem oft eru meira en lítið ánægð með að lána græjurnar sínar og fá þannig betri nýtingu á fjárfestinguna. Eins má leigja alls kyns garðtæki og -tól í áhaldaleigum stóru byggingarvöruverslananna. Stundum borgar sig margfalt að leigja í stað þess að kaupa. Heiti potturinn – Aftur komum við að því að töfrar sumra hluta eru staðbundnir – það er hætt við að sumarbústaður stéttarfélagsins missi aðdráttarafl sitt ef heita pottinn er líka að finna heima. Sé buslþörfinni ekki fullnægt þar og í sundi má alltaf fara ódýru leiðina að pottalífinu með því að kaupa eina af þessum uppblásnu barnalaugum, sem fást fyrir lítið fé í Rúmfatalagernum og víðar. Þær hafa líka þann kost að hægt er að pakka þeim saman og troða inn í geymsluna þegar buslinu lýkur – sé þar pláss fyrir öllu hinu dótinu. Dokað við Kannski er lykillinn einfaldlega fólginn í því að kúpla sig út úr „allt í einu“-væðingunni sem hefur tröllriðið öllu undanfarin ár. Að láta sér nægja eitt skref í einu – kaupa sér eina græju þetta sumarið og aðra það næsta … og jafnvel safna fyrir henni. Það er líka ágætis regla með stærri innkaup að doka við áður en ráðist er í þau. Hver veit nema yfirþyrmandi löngunin í heitan pott eða ofurgrill líði hjá í vetur, enda heimilisfólk kannski búið að átta sig á því að sumarhamingjan er ekki fólgin í meira dóti heldur björtum kvöldum, ilmandi gróðurlykt og hlýjum andvara sem er svo ein- staklega dýrmætur á ísa köldu landi. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Sullumbull Einfaldur buslpottur getur haft ótrúlegt aðdráttarafl – og líka rúmað marga. Krónurækt í garðinum heima dögum áður, með myndlist í öndvegi. Ekki höfðu allir húmor fyrir uppátækinu, enda rasismi alvarlegt mál. En þýðir uppþotið í samfélaginu að lista- manninum hafi tekist ætlun sín? Það var skondin sjón í kvöldfréttum RÚV að sjá kindarlega íslenska lögreglumenn mæla risavaxin veggspjöldin sem komið hafði verið upp við Hvalfjarð- argöngin. Þeir „ákváðu að aðhafast ekki frek- ar“. Hvað voru þeir eiginlega að mæla? Voru þeir kannski hluti af gjörningnum? x x x Víkverji er hjartanlega sammálastjórnarmanni í Lands- samtökum hjólreiðamanna sem lýsir aðstæðum hjólreiðamanna í borg- inni í Morgunblaðinu í dag. Það er óneitanlega pirrandi þegar hjól- reiðastígar (þá sjaldan þeir finnast) gufa upp á miðri leið og hjólaferðin breytist í martraðakennda háskaför. Engir hjólreiðastígar voru lagðir meðfram Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut þegar akreinarnar voru tvöfaldaðar bendir stjórn- armaðurinn á. Svokallaðir „útivist- arstígar“ eru alltof þröngir og ætl- aðir hjólandi sem gangandi. Það er slæm blanda á þröngum stígum sem býður hættunni heim og veldur pirringi. Það er svo sann- arlega kominn tími til að hjólreiðar verði teknar inn í heildarskipulag gatnamála og ekki aðeins flokkaðar sem dægrastytting eða útivist. Það yrði kannski til að fleiri nýttu sér þennan valkost. Víkverji er handviss um að hjól- reiðamönnum myndi fjölga til mik- illa muna í borginni með tilheyrandi rjóðum kinnum og aumum rössum ef aðstaðan yrði bætt. Aukið öryggi myndi einnig ýta undir hjólreiðat- úra þar sem börn yrðu höfð með í för. Víkverji hefur veriðað velta sviss- nesku kindunum fyrir sér. Samtímalistinni sem setti allt á annan endann. Svissneskur öfga-hægriflokkur að hreiðra um sig á Ís- landi. Svissneskir þjóðernissinnar orðnir svo öflugir á Íslandi að búið var að festa upp veggspjöld um alla borg og víðar auk þess að stilla upp risavöxn- um veggspjöldum við Hvalfjarðargöngin áð- ur en lögreglan náði að snúa sér við. Hljómar undarlega, svona eftir á allavega. Þegar búið er að ljóstra upp um ástæður veggspjaldanna liggur í augum uppi að þetta var hluti af alþjóðlegri listahátíð. Ef til vill sýnir það jaðarstöðu myndlist- arinnar á Íslandi að enginn setti veggspjöldin í samhengi við listahá- tíðina sem var sett aðeins tveimur      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is REYKINGAR, eða nánar til tekið sígarettureykur, hrinda af stað erfða- fræðilegum breytingum sem orsaka lungnakrabbamein. Þetta eru nið- urstöður rannsóknar sem vísinda- menn á vegum Oregon Health and Science University unnu að og birt var nýlega í British Journal of Can- cer. Rannsakendur settu saman gervi- barka og notuðu hann til að kynna sér áhrif sígarettureyks á hin ýmsu pró- tein lungnafrumnanna. Rannsóknin leiddi í ljós að sígarettureykur hægir á framleiðslu próteinsins, FANCD2, sem leikur lykilhlutverk við að græða DNA-erfðaefni auk þess að kippa sýktum frumum úr umferð áður en þær þróast yfir í krabbamein. Þó að vísindamennina gruni að fleiri prótein leiki sinn þátt í að græða DNA- erfðaefnið sýndi rannsóknin engu að síður fram á mikilvægi FANCD2 við að vernda lungnafrumurnar gegn síg- arettureyk. „Þessar niðurstöður sýna hve mikilvægt hlutverk próteinið leikur er kemur að því að vernda lungnafrumurnar gegn sígar- ettureyk,“ hefur BBC eftir dr. Lauru Hays sem fór fyrir rannsókninni. En frumur með hátt magn FANCD2 reyndust vera ónæmar fyrir eitur- áhrifum reyksins. Rannsókin er talin auka skilning á því hvers vegna sígarettureykur er jafn hættulegur og raun ber vitni, en níu af hverjum tíu tilfellum lungna- krabbameins má rekja til reykinga. Reykurinn veldur erfða- fræðilegum breytingum Reykur Slæmur fyrir lungun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.