Morgunblaðið - 26.05.2008, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERFIÐ VERKEFNI
Geir H. Haarde forsætisráðherrasegir í viðtali, sem birtist íMorgunblaðinu á laugardag í
tilefni af árs afmæli ríkisstjórnarinnar,
að áhrif yfirstandandi efnahagsþreng-
inga á atvinnulífið eigi eftir að koma að
fullu fram, þótt hann telji að sjái fyrir
endann á þrengingunum á fjármála-
markaðnum og „að sá verðbólgukúfur,
sem við göngum nú í gegnum, muni
ganga hratt niður“. Síðan bætir hann
við: „En ég tel að það sé mikilvægt
verkefni fyrir okkur að reyna að koma í
veg fyrir að hér verði stöðnun í þjóðar-
framleiðslu eða samdráttur, sem gæti
leitt til verulegs atvinnuleysis. Það má
segja að verkefnið sé að koma í veg fyr-
ir að spár um það rætist. Þess vegna er
mikilvægt að halda áfram atvinnuupp-
byggingu og efla framleiðsluna.“
Þetta er kjarni málsins í þeim vanda,
sem nú steðjar að. Það er vonandi rétt
mat hjá forsætisráðherra að botninum
sé náð á fjármálamörkuðum í þeirri
niðursveiflu, sem hófst í haust og enn
er að koma fram, en ýmislegt bendir þó
til að svo sé ekki. Það er erfið list að
halda réttum kili í efnahagsmálum
þegar gefur á bátinn. Á undanförnum
árum hefur aðgangur að fé verið nán-
ast óheftur, en nú hefur dæmið snúist
við og verulega hægt á hjólum efna-
hagslífsins. Undanfarna áratugi hefur
hins vegar verið meginmarkmið að
halda atvinnuleysi í lágmarki á Íslandi
öndvert við meginland Evrópu þar sem
atvinnuleysi hefur verið talinn sjálf-
sagður fórnarkostnaður fyrir efna-
hagslegan stöðugleika. Sú hefur sem
betur fer ekki verið raunin hér og er
ekki enn.
Geir segir í viðtalinu að engir alvar-
legir árekstrar hafi orðið í samstarfi
Sjálfstæðisflokks við Samfylkinguna á
fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Í einu
máli eru flokkarnir hins vegar ekki
samstíga. Geir segir að eins langt og
hann sjái inn í framtíðina henti það
ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í
Evrópusambandið. Hann óttast ekki
klofning í Sjálfstæðisflokknum vegna
Evrópumálanna, en hvað með stjórn-
arheimilið? Samfylkingin hefur aðra
sýn á framtíðina. Evrópumálin eru
ekki á dagskrá í stjórnarsamstarfinu,
en um þau er að myndast átakalína,
sem ugglaust mun hafa þar áhrif. Að
auki getur samstarfið vandast ef enn
þrengir að og „misgengis“ gætir áfram
í fylgi flokkanna.
Óvænt áföll hafa dunið yfir eftir að
ríkisstjórnin tók við; niðurskurður
þorskkvótans um þriðjung vegna til-
lagna Hafrannsóknarstofnunar og
samdrátturinn í efnahagslífinu. „Verð-
bólguskotið“ kann að verða skamm-
vinnt, en orkuvandinn og matvæla-
kreppan eru til marks um breytta
tíma, sem gætu falið í sér rýrnun lífs-
kjara í heiminum í fyrsta skipti í lang-
an tíma. Lífskjarabaráttan á Íslandi
gæti tekið á sig breytta mynd. For-
sætisráðherra segir að Íslendingar
verði að breyta neyslumynstri sínu og
boðar aukna áherslu á nýja orkugjafa.
Það gæti þurft meira til eigi að halda í
þau lífskjör, sem byggð hafa verið upp
á undanförnum áratugum hér á landi.
Í viðtalinu segir Geir að 80% þess,
sem kveðið var á um í ríkisstjórnar-
sáttmálanum, hafi verið hrundið í
framkvæmd. Ríkisstjórninni verður
hins vegar ekki gefin einkunn við þessi
tímamót. Arfleifð hennar mun velta á
því hvernig henni gengur að takast á
við þau vandamál, sem steðja að ís-
lensku efnahagslífi á tímum hækkandi
verðs á olíu og öðrum aðföngum.
HRÆSNI
Náttúruhamfarir í tveimur Asíu-löndum hafa knúið Vesturlanda-
búa til þess að horfast í augu við sjálfa
sig með ýmsum og stundum óvæntum
hætti.
Hamfarirnar í Búrma hafa vakið upp
áleitnar spurningar um hversu lengi er
hægt að sitja hjá, þegar þeir sem ráða
ríkjum í viðkomandi landi hafna allri
hjálp frá öðrum löndum eins og hinir
öldnu herforingjar í Búrma gerðu fyrst
í stað.
Hörmungarnar á Balkanskaga voru
að vísu af mannavöldum en að lokum
var gripið inn í þær. Hvers vegna var
það ekki gert í Búrma? Var það vegna
þess, að slíkt inngrip hefði ekki verið
Kínverjum þóknanlegt? Á Vesturlönd-
um hefur verið rætt um þetta mál út frá
siðferðilegum sjónarmiðum en hefur
ákvörðunin um að sitja hjá verið tekin á
pólitískum forsendum? Sennilega.
Nú ríkir aðdáun á Vesturlöndum á
skjótum viðbrögðum kínverskra
stjórnvalda vegna jarðskjálftanna þar.
Og þá hefjast umræður um það, hvort
skjót viðbrögð við jarðskjálftum eigi að
verða til þess að dregið verði úr gagn-
rýni á mannréttindabrot í Kína fram
yfir Ólympíuleikana. Sumir segja já og
aðrir segja nei eins og gengur og ger-
ist.
Og enn aðrir trúa því að með því að
fara hægt í gagnrýni á mannréttinda-
brot í Kína séu meiri líkur en minni á,
að Kínverjar dragi smám saman úr
slíkum brotum og að íbúar Kína muni
smátt og smátt öðlast þau mannrétt-
indi, sem við teljum sjálfsögð.
Til er hins vegar annar skóli, sem tel-
ur að Kínverjar láti sig engu skipta
gagnrýni af þessu tagi á Vesturlöndum.
Stjórnvöld í Peking fari sínu fram og
herði tökin í Kína í stað þess að auka
frelsi. Langtímamarkmið þeirra sé að
efla tök sín á kínversku samfélagi. Þau
láti sig engu skipta umræður á Vest-
urlöndum um það hvort eigi að umbuna
þeim fyrir góða frammistöðu á jarð-
skjálftasvæðum með því að draga úr
gagnrýni á mannréttindabrot fram yfir
Ólympíuleikana. Þau telji það yfirlæti
og hroka Vesturlandabúa að halda, að
þeir geti sett sig í dómarasæti yfir Kína
eða öðrum einræðisríkjum.
Þetta eru áhugaverðar umræður og
kannski snúast þær fyrst og fremst um
að friða sjálfa okkur. Að við Vestur-
landabúar finnum rök fyrir sjálfa okk-
ur til þess að skýra hvers vegna við
horfum fram hjá mannréttindabrotum
Kínverja en drögum glæpamenn á
Balkanskaga fyrir dóm í Haag til þess
að svara til saka.
Hræsnin í þessum umræðum á Vest-
urlöndum er satt að segja yfirgengileg
en á sér mörg fordæmi á undanförnum
áratugum.
Nú er meiri hræsni í samskiptum
Vesturlandaþjóða við Kínverja en við
nokkra aðra þjóð í veröldinni. Fjár-
hagslegir hagsmunir Vesturlandabúa
krefjast friðsamlegra samskipta við
Kína.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
H
jólreiðar eru heilsusamlegur,
umhverfisvænn og hag-
kvæmur samgöngumáti
(eins og segir á heimasíðu
átaksins Hjólað í vinnuna)
og bæði ríkisvaldið og sveitarstjórnir hafa
hvatt til hjólreiða og almennrar hreyfing-
ar. Og eftir því sem fleiri hjóla því minni
verða umferðahnútarnir. Í ljósi alls þessa
hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvers
vegna hjólreiðastígar voru ekki lagðir um
leið og Vesturlandsvegur og Reykjanes-
braut voru tvöfölduð í umfangsmestu vega-
gerð síðari ára á höfuðborgarsvæðinu.
Sjö milljarðar. Það er um það bil kostn-
aðurinn við að tvöfalda Vesturlandsveg um
Mosfellsbæ og Reykjanesbraut þar sem
hún liggur um þéttbýli á höfuðborgarsvæð-
inu.
Þú – Nei, þú!
Meðan umræddar framkvæmdir voru á
skipulagsstigi reyndu Landssamtök hjól-
reiðamanna að koma þeirri hugmynd að
hjá Vegagerðinni, samgönguráðuneytinu
og sveitarfélögum að um leið og bílvegirnir
væru tvöfaldaðir yrði gert ráð fyrir hjóla-
stígum meðfram vegunum og þannig yrðu
bæjarfélögin sem þessar stofnbrautir
liggja um tengd saman.
Á þessar ábendingar var hlustað en ekk-
ert gert, a.m.k. ekki ennþá. Þurfi hjólreiða-
menn að fara þessar leiðir verða þeir þess
vegna annaðhvort að fara miklar króka-
leiðir eða hjóla úti í vegkanti og bíta á jaxl-
inn þegar bílarnir þeysast fram úr á 80-100
km hraða eða hraðar.
Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýs-
ingar hjá Jónasi Snæbjörnssyni, svæðis-
stjóra á Suðvesturlandi, að þar á bæ hefðu
menn litið svo á að það væri hlutverk sveit-
arfélaga að skipuleggja og greiða fyrir
hjólreiðastíga. Þar að auki hefði Vegagerð-
in ekki haft heimild til að leggja fé í hjól-
reiðastíga fyrr en eftir að vegalögum var
breytt árið 2007. Vegagerðin hafði á hinn
bóginn heimild til að borga fyrir reiðvegi
og hefur haft þá heimild lengi.
Hjá sveitarfélögunum, a.m.k. sumum,
var hins vegar litið svo á að ríkinu bæri að
koma að uppbyggingu hjólreiðastíga með-
fram stofnbrautum.
Í kjölfar ofangreindrar breytingar á
vegalögunum var settur á laggirnar vinnu-
hópur sem í sitja fulltrúar samgönguráðu-
neytisins, Vegagerðarinnar og Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem
hefur að hl
stíga við sto
Haraldur
fellsbæ, von
ins leiði til
verði eytt
sem allra fy
áhuga á að l
beinlínis for
ið raunhæf
eitthvað sem
koppinn,“ s
Betra að f
Staðan í
eða misslæm
ið.
Akvegirnir tvöfal
arða en hvar eru
Hraðbraut Tvöföldun Vesturlandsvegar og Reykjanesbra
bót fyrir þá sem aka bíl. Hjólreiðamenn þurfa enn sem fyr
„MIÐAÐ við hvað verið er að gera í
nágrannalöndum okkar þá er þetta for-
kastanlegt og í rauninni stórundarlegt,“
segir Magnús Bergsson, stjórnarmaður
í Landssamtökum hjólreiðamanna, um
að engir hjólreiðastígar voru lagðir
meðfram Vesturlandsvegi og Reykja-
nesbraut þegar þessar akbrautir voru
tvöfaldaðar. Hvergi í Evrópu þar sem
hann þekki til sé svona vegagerð stund-
uð, þ.e. að gera á engan hátt ráð fyrir
hjólreiðamönnum.
Magnús segir nauðsynlegt að fá hjól-
reiðabrautir meðfram helstu stofn-
brautum, s.s. Miklubraut, Vesturlands-
vegi og Reykjanesbraut.
Óbrotin rugllína
Víða um höfuðborgarsvæðið liggja
göngu- og hjólreiðastígar, líka nefndir
útivistarstígar, og eru sumir afskaplega
mikið notaðir, s.s. sá sem liggur frá
Ægisíðu upp í Elliðaárdal. Hjólreiða-
menn hafa lengi bent á að stígarnir séu
of þröngir til að bera bæði umferð hjól-
andi og gangandi fólks auk þess sem
mjög sé á reiki hvaða reglur gildi á
stígunum. Magnús segir að í raun sé
ófremdarástand á þessum stígum og
hann hafi heyrt af mörgum óhöppum
þar, m.a. vegna blindhorna og óvissu
um umferðarreglur.
Hver sem fer um útivistarstígana á
höfuðborgarsvæðinu veitir því athygli
að merkingar á þeim eru afar mis-
jafnar. Stundum er hjólreiðamönnum
uppálagt, með málaðri óbrotinni línu,
að hjóla vinstra megin á stígunum en
stundum hægra megin. Oftar en ekki
er engin lína og hafa margir litið svo á
að slíkt sé til marks um framtaksleysi
viðkomandi sveitarfélags. Það kemur
því væntanlega mörgum á óvart að
Landssamtök hjólreiðamanna hafa
lagst gegn því að stígunum verði skipt
þannig að öðrum megin sé hjólreiða-
stígur en hinum megin göngustígur.
Magnús bendir á að engar umferð-
arreglur gildi um stígana heldur sé
miðað við þær reglur sem gildi almenn
í umferðinni. Merkingar stíganna séu
hins vegar með þeim hætti að ómögu-
legt sé að fara eftir þeim. „Bara það
eitt að þarna
að ekki er hæ
hefðbundnum
hann. Samkvæ
sé nefnilega b
óbrotna línu.
um ekki, stun
vinstra megin
in. Óreiðan va
hvorum megin
saman auki þ
Ófremdarástand á út
Nauðsynlegt að
fá hjólreiðastíga
meðfram helstu
stofnbrautum
Merkt/ómerkt Stundum er merkt hvar á að hjóla og hvar
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/