Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 21 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksog Framsóknar tók sig tilárið 2005 og lagði af há-tekjuskatt og eignaskatta. Rök stjórmálamanna voru þau, að þessir skattar, einkum eignaskatt- urinn, væru orðnir svo óréttlátir að venjulegur íbúðareigandi var farinn að greiða eignaskatt. Þessi rök áttum við, hin- ir almennu borgarar, að kaupa, en ef grannt er skoðað er þetta ekki reyndin. Í skjóli myrk- urs, eins og ég vil kalla það, var það að gerast að borgarstjórn og bæj- arstjórnir landsins voru að stórhækka fast- eignaskatta, ekki bara á eignamikla einstaklinga, heldur var verið að leggja eignaskatt á alla fasteignaeigendur, þ.e.a.s. það var verið að hækka fasteignagjöldin svo um munaði. Þetta gerðist ekki á einni nóttu. Það þarf að fara eina tvo áratugi aft- ur í tímann þá er Sjálf- stæðisflokkurinn stjórn- aði borginni. Þá var farið að láta væntanlega húsbyggjendur bítast um lóðir í borginni og selja hæstbjóðendum byggingarrétt á leigu- lóðum. Meirihlutinn út- skýrði það svo að þeim bæri að fá sem mest fyr- ir byggingarréttinn. R- listinn sálugi bætti um betur og pass- aði að það væri aldrei nægt framboð af lóðum þannig að lóðaverð hækkaði upp úr öllu valdi. Ámundi Loftsson útskýrði ágætlega í grein í Morg- unblaðinu fyrir nokkrum dögum hvað gerðist. Væntanlegir húsbyggjendur fóru að færa sig út fyrir borgina í ná- grannabyggðarlögin, Hveragerði, Selfoss, á Akranes og suður með sjó. Þar fengust lóðir fyrir brot af því verði sem tíðkaðist á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Ástandið verst í Hveragerði En skaðinn var skeður. Á nokkrum árum hækkaði fasteignaverð í Reykjavík mjög mikið sem og verð á íbúðarhúsnæði í jaðarbyggðunum. Þetta þýddi það að fasteignamat rauk upp og borgar- og sveitarstjórnir nýttu sér það til hækkunar á fast- eignasköttunum, eða eignasköttum, sem ég kýs að kalla svo. Einnig var það svo að sveitarstjórnirnar voru búnar að gefast upp í slagnum við ríkisstjórn og fjármálaráðherra um hækkun útsvars þrátt fyrir mikla út- gjaldaaukningu og þá sérstaklega við yfirtöku grunnskólanna. Í tveimur bæjarfélögum, Selfossi og Hveragerði, hafa íbúarnir reynt að spyrna við fæti en ekki orðið ágengt. Ástandið er sennilega hvergi verra en í Hveragerði, en þar stóð einn samherji minn fyrir undirskriftasöfn- un hjá íbúunum þar sem hátt í 400 manns fóru fram á lækkun eigna- skattanna. Því var hafnað þrátt fyrir að talið sé að þessir skattar séu hinir hæstu í heimi. Mér er kunnugt um að á sex árum (2002-2008) hækkuðu fasteignaskattarnir á venjulegu húsi í bænum úr 106 þúsund krónum í 240 þúsund kr. Lauslega reiknað er þetta 125-130% hækkun. Stækkunarglerin tekin fram Á sama tíma og þessi sprenging verður komu bankarnir inn á fast- eignamarkaðinn og verðbólgan – sá gamli draugur – fór að sýna sig. Margir sem höfðu verið með yfirdrátt í bönkunum greiddu upp lán sín í íbúðalánasjóði færðu sig til bankanna sem buðu gull og græna skóga og hækkuðu lán sín á íbúðarhúsnæði í leiðinni. Einhverjir keyptu sér nýja bifreið og lífið brosti við þeim. Atlaga bankanna gegn Íbúðalánasjóði, sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma, virt- ist vera að takast. En það var víðar en á Íslandi sem hjólin fóru að snúast rangsælis. Íbúðamarkaðurinn í Bandaríkjunum fór að fara úr skorð- um og smituðust áhrifin út um allan heim og ekki síst til litla Íslands. Nú bíða þeir, sem sóttu fé í bankana, dómsdags. Bæði er að nú er fyr- irsjáanleg lækkun fasteignaverðs og að bankarnir hafa tekið upp stækkunarglerið og benda lántak- endum á smáa letrið í samningi þeirra. Eng- inn veit hvað gerist haustið 2009, en þá geta bankarnir endur- skoðað vextina af lán- unum sem nú bera allt niður í 4,15% vexti. Skjálfti í þjóðarsálinni Ég hefi verið að velta því fyrir mér undanfarið hvort eitt- hvað sé að gerast í þjóðarsálinni. Mér fannst fyrst bera á því í vetur þegar reyk- ingabannið var brotið á öldurhúsum bæj- arins í nokkra daga. Þá tók hópur manna sig til og reykti á bannsvæðum og svo mikið gekk á að fólk sem reykti ekki reykti manna mest. Næsta uppákoma sem kvað að voru mót- mæli flutningabílstjóranna sem berj- ast fyrir mjög hæpnum málstað og endaði með ósköpum. Þá vil ég nefna hjúkrunarfræðingana sem svín- beygðu ráðherra og forstjóra Land- spítalans og fóru fram af mikilli óbil- girni. Ég velti því fyrir mér hvort fólk sé búið að fá nóg. Skattpíningin á okkur maurunum er slík að það hlýt- ur eitthvað að láta undan. Þetta kem- ur verst niður á eldra fólki og ungu fólki sem er að koma sér fyrir. Fyr- irsögnin á forsíðu 24 stunda á dög- unum: „Fara afi og amma of snemma á heimili?“ sagði meira en í orðunum stóð. Eldra fólkið flýr að heiman m.a. vegna skattpíningar. Fjármálaráð- herrann er ekki hátt skrifaður í huga manna nú um stundir. Hann hefir leyft sér að koma fram margsinnis og segja að ríkisstjórnin sé að lækka skatta. Stefán Ólafsson prófessor hefir sýnt fram á annað og fær stuðn- ing ekki ómerkari stofnunar en OECD. Hækka má útsvarið Eignaskattarnir eru komnir til að vera og munu ekki lækka þrátt fyrir lækkun fasteignaverðs. Ég velti því fyrir mér hvernig fjórir bæj- arfulltrúar í Hveragerði ætla að bregðast við ef bæjarbúar taka sig til og neita að greiða eignaskattana? Munu þeir láta selja ofan af nágrönn- um sínum og kjósendum? Þá komu bæjarstjórar landsins saman fyrir nokkrum dögum og skilaboðin voru skýr. Það þarf að eyða meiru til að hafa hemil á verð- bólgunni! Þetta minnti okkur óneit- anlega á ráðherrana sem voru að spara þegar þeir leigðu einkaþotu undir sig á fundi erlendis. Mínar tillögur eru þær að sett verði í lög að fasteignaskattar megi aldrei vera hærri en 0,4% af fast- eignamati, þ.e. af 50 milljóna kr. eign verði aldrei greitt meira en 200 þús- und kr. og næst þegar Árni Matt. og Geir Hilmar ætla að lækka tekju- skattana þá hækki þeir útsvarið sam- svarandi, en það er einmitt tekju- stofninn sem á að vera undirstaða tekna bæjarfélaganna. Skattpíning þjóðarinnar í efsta þrepi Eftir Arnór Ragnarsson Arnór Ragnarsson »Ég velti því fyrir mér hvernig fjórir bæjarfulltrúar í Hveragerði ætla að bregðast við ef bæjarbúar taka sig til og neita að greiða eignaskattana? Munu þeir láta selja ofan af ná- grönnum sínum og kjósendum? Höfundur er blaðamaður. lutverk að fjalla um hjólreiða- ofnbrautir. r Sverrisson, bæjarstjóri í Mos- nast til þess að starf vinnuhóps- þess að óvissu í þessum efnum og ráðist verði í stígagerðina yrst. Bæjarstjórnin hafi mikinn leggja þessa stíga enda séu þeir rsenda þess að reiðhjól geti ver- fur samgöngumáti. „Þetta er m þarf nauðsynlega að koma á egir hann. fara beinustu leið sveitarfélögunum er misgóð – m, eftir því hvernig á það er lit- Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 er gert ráð fyrir göngu- og hjólreiðastígum beggja vegna Vesturlandsvegar. Frá Mosfellsbæ liggur nú þegar göngu- og hjólreiðastígur en hann er meðfram strandlengjunni. Haraldur segir stíginn góðra gjalda verðan, svo lengi sem menn eigi leið þangað niður eftir. Vesturlands- vegurinn sé hins vegar stysta, beinasta og fljótlegasta leiðin og því verði stígarnir að liggja meðfram honum, það verði að vera auðvelt og þægilegt að velja fremur að hjóla en keyra. Aðspurður hvort sveitarfé- lagið geti ekki lagt stígana í eigin reikning segir Haraldur eðlilegt að ríkið taki þátt í því enda séu hjólreiðar aðeins einn sam- göngumáti af mörgum og í þessu tilviki myndu stígarnir tengja saman bæjarfélög. Ríkið leggi til fé til slíkra verkefna þegar bílar eigi í hlut og ætti að gera hið sama þegar málið snúist um hjólreiðar. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 er gert ráð fyrir göngu og hjólreiðastígum við eða skammt frá Vesturlandsvegi. Sam- kvæmt skipulagsuppdrætti virðast þeir hins vegar töluvert kræklóttir og liggja ekki stystu leið meðfram veginum. Þá að Reykjanesbraut. Á skipulagi í Garðabæ Ekki er að sjá að gert sé ráð fyrir göngu- og hjólreiðastígum meðfram Reykjanes- braut þar sem hún liggur um Kópavog. Garðbæingar eru meiri hjólavinir, a.m.k. í orði ef ekki á borði, því í aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 er gert ráð fyrir göngu- og hjólreiðastígum meðfram Reykjanesbraut þar sem hún liggur um Garðabæ og liggja stígarnir nokkurn veg- inn samsíða brautinni. Að sögn Arinbjarn- ar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garða- bæjar, hefur þó engin ákvörðun verið tekin um hvenær verði ráðist í gerð þeirra. Hann taldi þó líklegt að byrjað yrði á þeim á skipulagstímabilinu, þ.e. fyrir árið 2016. Hjá Hafnarfjarðarbæ fengust þær upp- lýsingar hjá Helgu Stefánsdóttur, for- stöðumanni umhverfis- og hönnunardeild- ar, að búið væri að leggja stíga meðfram Reykjanesbraut að mestu leyti. Um leið og Reykjanesbraut yrði tvöfölduð milli Strandgötu að Krýsuvíkurvegi yrði lokið við stígagerð meðfram þeim kafla. Þá eigi eftir að leggja stíga um Bæjarhraun en það verði vonandi gert innan tveggja ára. Þar með yrðu komnir göngu- og hjólreiðastígar meðfram allri Reykjanesbraut. Af þessu má sjá að von er á hjólastígum, fyrr eða síðar. Þangað til er líklega ætlast til þess að fólk keyri í vinnuna. Og borgi 160,9 krónur fyrir lítra af bensíni. ldaðir fyrir sjö millj- hjólreiðastígarnir? Morgunblaðið/RAX autar er gríðarleg samgöngu- rr að fara krákustíga. Í HNOTSKURN » Stjórnvöld gera ýmislegt til aðhvetja til hjólreiða, t.d. með átakinu Hjólum í vinnuna. » Stjórnvöld hafa einnig stuðlað aðnotkun annarra orkugjafa en olíu og hvetja til notkunar á sparneytnum bílum, bæði til að draga úr mengun og til að spara gjaldeyri. » Það kostaði sjö milljarða að tvö-falda Vesturlandsveg og Reykjanes- braut. Ekki var vanþörf á og með tvö- földun er leiðin mun greiðari sem sparar ökumönnum bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Slíkt er örugglega þjóðhags- lega hagkvæmt. » Hjólreiðar eru hollur samgöngu-máti og ódýr og það er örugglega þjóðhagslega hagkvæmt að hjóla. » Ekkert bólar þó á hjólreiðastígummeðfram Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut. sé óbrotin lína þýðir það ægt að framfylgja neinum m umferðarreglum,“ segir æmt hefðbundnum reglum bannað að fara yfir Stundum sé lína en stund- ndum sé hjólastígurinn n en stundum hægra meg- aldi ruglingi, t.d. á því n má fara fram úr. Allt etta hættuna á slysum og því sé betra að sleppa línunni alveg. Reykjavíkurborg hyggst á næstunni breikka stíginn frá Ægisíðu upp í El- liðaárdal og segist Magnús auðvitað fagna því. Það hefði þó verið nær fyrir borgina að byrja á því að leggja hjól- reiðastíga meðfram stofnbrautum. Borgin þurfi að gera sér grein fyrir því að hjólreiðar séu hluti af umferðinni í borginni, ekki bara útivist, líkamsrækt og dægrastytting. tivistarstígum Morgunblaðið/Frikki á að ganga en stundum ekki. Óvissa um reglur bíður hættunni heim. Að undanförnu hafa Landssamtök hjól- reiðamanna lagt að borgaryfirvöldum að taka upp svokall- aða hjólavísa. Í stuttu máli sagt eru hjólavísar sérstakar merkingar sem eru málaðar á akbrautir sem sýna að hluti akbrautanna er ætl- aður hjólum. Með því að nota hjólavísa er verið að beina hjólreiðamönnum út í umferðina (þó ekki á stofnbrautir). Magnús Bergsson segir að hjólreiða- menn séu að komast á þá skoðun, eftir að hafa fylgst með umræðu í útlöndum, að þeir séu betur komnir í umferðinni fremur en á sér- stökum hjólreiðastígum. Slysum hafi fækkað þar sem hjólareiðamenn fari aftur út á meðal bílanna. Ástæðan sé sú að ef hjólreiðamenn eru á göngustígum komast ökumenn ekki hjá því að veita þeim athygli. Þeir taki miklu síður eftir þeim þegar þeir komi allt í einu út af hjólastíg og inn í umferðina. „Þetta hefur gefist mjög vel, einmitt í löndum þar sem allir innviðir sam- félagsins eru byggðir í kringum bíla, eins og hér,“ segir hann. Yfirvöld hafi hins vegar verið treg í taumi því þar telji menn enn að hjólreiðamenn séu betur komnir á gangstéttum. Það sé einfaldlega rangt og nefnir sem dæmi Langholtsveginn sem hann hjólar nánast daglega, úti á götu og tekur sitt pláss. Sé farið eftir gangstéttum sé miklu meiri hætta á að verða fyrir bílum sem ekið er úr eða inn í innkeyrslur. „Bara eftir Langholtsveginum eru þrjú hundruð inn- og útkeyrslur, inngangar í hús og þess háttar.“ Þar að auki séu strætis- vagnaskýli, ljósastaurar og svo framvegis. „Mín verstu slys hafa átt sér stað á gangstéttum, ekki akbrautum,“ segir Magnús og ítrekar að borgin þyrfti þegar í stað að byrja á að leggja hjólavís- um. „Við getum ekki beðið í 30-40 ár.“ Hjólavísa á göturnar Hjól! Merkingar sem þessar eru stundum málaðar hver ofan við aðra þannig að þær myndi línu; hjólabraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.